Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 23. okt. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
23
— Hjó frá sér
Framh. af bls. 24
tim 17 klst og sigldar 202 sjó-
mílur.
Skipherra Palliser CMDR Hunt
ræddi við togaraskipstjóra og
Þórarin skipherra og náðist sam-
komulag um að skipin færu til
Isafjarðar og komu þau þangað
kl. 10.30 í gærkvöldi.
Þórarinn skipherra lagði fram
í réttinum hluta af sjókorti með
útsettum staðarákvörðunum.
Næstir komu fyrir réttinn
nokkrir varðskipsmanna, þeir
Helgi Hallvarðsson, L stýrimað-
ur, Ölafur Valur Sigurðsson, II.
stýrimaður, Kristinn J. Árnason,
III. stýrimaður, Sigurður S. Sig
urðsson bátsmaður og hásetarn
ir Gestur K Jónsson og Egill
Pálsson.
Staðfestu yfirmenn mælingar
við staðarákvarðanir og einnig
staðfestu vitnin, að þau hefðu
séð tvo togvíra togarans úti og
greinilega í blökkina og báru
það að vírarnir hefðu verið eðli
lega „skvenaðir" eins og það
heitir á sjómannamáli.
Varðskipsmenn eiðfestu allir
framburð sinn.
Að þessu loknu var gert réttar
hlé til kl. 17.00 þar sem von var
á tveimur lögfræðingum úr
Eeykjavík, þeim Gísla Einars-
syni hrl., lögfræðingi landhelgis
gæzlunnar og Gísla ísleifssyni
hrl., lögfræðingi verjanda togara
6kipstjórans.
Réttur var settur á ný og kom
þá Olesen skipstjóri fyrir og var
lesin fyrir honum kæra skipherra
varðskipsins. Olesen viður-
kenndi að staðarákvarðnir varð-
skipsins væru réttar, skip hans
hefði verið á þessum stöðum, en
neitaði að hafa verið að veiðum,
innan fiskveiðitakmarkanna.
Hann sagðist hafa farið frá
Dýrafirði á hádegi á sunnudag og
um 6 leytið hefði hann kaslhð
vörpunni og togað í um 214 klst.
Síðan hefði hann kastað aftur
um 15 sjómílur frá Stiga og 19'—
20 sjómílur frá Rit. í því kasti
hefði hann misst vörpuna, rétt
um miðnætti og verið þá um 14
sjómílu utan fiskveiðimarkanna.
Þá hefði hann um eittleytið
gert tilraun til að slæða upp vörp
una og sett út kröku á vír og
haldið inn fyrir mörkin á stað
um 9 sjómílur frá austurkanti
Dýrafjarðar.
Aðspurður kvaðst skipstjórinn
hafa farið svona langt inn til að
vera öruggur um að komast í
beina línu og geta dregið krök-
una í átt frá landi á þann stað,
sem hann hafði misst vöi’puna.
Rétt í þann mund er hann sá
varðskipið koma, missti hann
krökuna, vegna festu í botni og
drá þá inn beran vírinn.
Olesen skipstjóri sagði að það
hlyti að vera alger missýn varð-
akipsmanna að ttveir togvírrf
hefðu verið úti, því vírinn hefði
verið einn. Þeir hafi komið til
að sjá tvo víra og þeir hafi séð
þá.
Skipstjórinn kvaðst hafa gert
staðarákvörðun þegar hann
missti vörpuna og hefði hann þá
verið 1214 sjómílu frá austur-
kanti Dýrafjarðar og 17,4 mílur
frá Kópanesi.
Hann var að því spurður hvers
vegna hann hefði ekki stöðvað
þegar Óðinn sigldi upp að hlið
togarans og gaf stöðvunarmerkL
Svaraði Olesen því til að vírinn
hafi slitnað rétt áður en hann
sá varðskipið og hann hafði ekki
kært sig um að stanza og hafi
álitið að varðskipið hefði ekki
neinn rétt til að stöðva skipið.
Olsen neitaði því að hafa ver-
Ið að reyna að komast undan
varðskipinu. Hann hafi vitað
hvaða skip þetta var og að ekki
væri hægt að komast undan því,
en hinsvegar hafi hann verið að
flýta sér austur fyrir land til að
ljúka þar þessari veiðiferð. Ole-
sen skipstjóri kvaðst ekki hafa
þekkzt boð Þórarins skipherra
um að slæða eftir vörpunni
vegna þess að veðurskilyrði voru
ekki til þess og Þórarinn hefði
sagt að haxm vissi hvar varpan
væri og taldi Olesen að Þórarinn
gæti fundið hana.
Brezki skipstjórinn var að því
spurður hvers vegna öll ljós
hefðu verið slökkt á togaran-
um, Hann kvaðst hafa reynt
að skýra Þórarni skipherra frá
því að aðalöryggi skipsins hefði
bilað og sennilega hefði vélstjóri
ekki haft annað öryggi eða ekki
fundið það strax. Hefði því
verið siglt án siglingaljósa og
þilfarsljósa til morguns.
Olesen sagðist ekki hafa svar-
að í talstöðina vegna þess að
sendiloftnet hefði brotnað og sú
bilun ekki fundizt fyrr en í birt-
ingu og þá verið gert við hana.
Og af hverju svaraði hann
ekki þegar kallað var til hans
í hátalara?
Hann taldi sig ekki skyldugan
að svara varðskipinu. Varðskips
menn höfðu tekið um borð í
Óðin um 10 faðma langan bút
af togvír, sem lá á þilfari tog-
arans og kvaddi rétturinn til tvo
sérfróða menn til að skoða þann
vír.
Samkvæmt vottorði þeirra var
annar endinn hreinlega höggv-
inn en á hinum endanum voru
höggnir 5 þættir en sá 6. slitinn.
Olesen skipstjóri kvaðst ekki
hafa gefið neina skipun um að
höggva á vírinn, þegar Óðinn
kom, en höggvið hefði verið á
annan endann til að jafna vír-
ana áður en þeir yx-ðu tengdir
við nýja vörpu. Hinn endinn
hlyti að hafa verið slitinn.
Þegar yfirheyrslu yfir skip-
stjóra var lokið var réttarhöld-
unum frestað til kl. 10 í fyrra-
málið. — H.T.
Vinna
Kennarafrú
óskar að ráða unga stúlku
til að líta éftir börnum og
aðstoðar við heimilisstörf. —
Gott kaup og aðbúnaður. —
Vinsamlegast skrifið með
nánum upplýsingum, til Mrs.
Radwan, 58, Humber Avenue,
South Ockendon, Romford,
Essex, England.
— Þingi frestað
Framh. af bls. 1
í Efri málstofunni. Purdon sagði,
að lokum, að Frjálslyndiflokkur
inn myndi ekki leggja stein í
götu Homes.
--XXX-----
Home lávárður ræddi í dag við
Harold Wilson, formann brezka
Verkamannaflokksins, um frest
un þingsetningar. Að fundinum
loknum sagðist Wilson vera and
vígur frestuninni vegna þess að
hún væri eingöngu í þágu íhalds
flokksins.
Talið er, að Home lávarður
afsali sér aðalstign á morgun. Á
hann þá hvorki sæti í Efri né
Neðri-málstofu þingsins þar til
aukakosningarnar hafa farið
fram. Vilji hann vera viðstaddur
fundi, sem fara fram - í þessari
viku til undirbúnings þingsetu,
verður hann að sitja á áheyrenda
pöllunum.
í dag hélt Home lávarður fyrsta
ráðuneytisfund sinn og er það í
fyrsta skipti í 61 ár, sem lávarð
ur er í forsæti á slíkum fundi
í Bretlandi, en 1902 var Salis-
bury lávarður forsætisráðherra.
— Bænastund
Framh. af bls. 3
kassar á bátadekki brotnir
upp. Afturseglið, sem við
höfðum uppi, rifnaði í tætlur
og margt smærra gengið úr
skorðum. Okkur rak 90 sjó-
mílur meðan á veðrinu stóð.
Er því slotaði, vorum við
staddir á 64°50' Nbr. og 35°
VI.
Stýrimaðurinn, Magne Ny-
bö, sýnir okkur skemmdirnar.
Sjá má hvar járngrindverk
hafa lagzt á hliðina, ramm-
gerðir kassar rifnað upp og
brotnað í spón og björgunar-
báturinn, sem var nærfellt ó-
skemmdur, hefur slitið víra og
skemmt frá sér. Þegar við
göngum inn í brúna sjáum við
hvernig dyrabúnaður hefur
gengið úr festingum og hvar
hann hefur lent á stóli föitum
í brúargólfinu og síðan kast-
ast þvert yfir brúna og valdið
skemmdum á gluggakarmi
bakborðsmegin. Lán er að
hann lenti ekki á skipstjóran-
um, sem var einn í brúnni, er
atburðurinn átti sér stað. Brú-
in er þröng og stóð skipstjór-
inn frammi við gluggann og
mun það hafa orðið honum
til lífs.
Inni f kortaklefanum sýndi
stýrimaður okkur hvernig
straumbreytarnir fyrir lóran-
tækin og senditækin höfðu
blotnað þar sem þeim er kom-
ið fyrir í setbekk í klefanum.
í Angmagsalik fengu þeir
gert við ratsjána og hér í
Reykjavík ætluðu þeir að fá
önnur tæki lagfærð.
Auðséð var að þeir skip-
verjar höfðu þolað þunga raun
vestur í Grænlandshafi. Skip-
stjórinn var fölur og tekinn
og sýnilega úttaugaður af
þreytu eftir hina erfiðu för.
Ekki vissi hann enn hvort ráð
ast mundi að hann héldi heim
eftir viðgerðir hér, eða haldið
yrði undir Grænlandsstrendur
á ný.
LEIÐRÉTTING
í frásögn af ræðu Gunnars
Thoroddsen um bráðabirgða-
breytingu og framlengingu
nokkurra laga er birtist í Mbl.
í gær, féll niður hluti úr setn-
ingu. Setningin er rétt þannig:
Gunnar Thoroddsen fjármála-
ráðherra kvað þetta frumvarp
að efni til samhljóða öðrumfrum-
vörpum, sem samþykkt hafa ver-
ið á undanförnum árum að öðru
leyti en því, að niður væru felld
ákvæði um að innheimta vöru-
magnstoll, verðtoll o.fl. með við-
auka og ennfremur um bráða-
birgðasöluskatt 8% en þessi á-
kvæði voru felld niður með nýj-
um tollskrárlögum, sem sam-
þykkt voru á sl. vori.
í FRÉTT af aðalfundi Varðbergs,
sem birtist í Mbl. í gær, var það
mishermt, að Björvin Guðmunds-
son hefði verið kosinn formaður.
Björgvin Vilmundarson var kos-
inn formaður.
Þá féllu niður I prentun nöfn
tveggja manna, sem kosnir voru
í aðalstjórn, þeirra Ásgeirs Jó-
hannssonar og Jóns Á. Ólafsson-
Erhard til
Washington
og Parísar
Bonn, 22. okt. (NTB): —
Kanzlari Vestur-Þýzkalands,
Ludcig Erhard, skýrði frá því í
dag, að í næsta mánuði færi hann
til Washington og Parísar til við
ræðna við Kennedy, Bandaríkja
forseta, og De Gaulle, forseta
Frakklands.
Kanzlarinn skýrði fra þessu á
fundi þingflokks Kristilega demó
krataflokksins. Sagðist hann,
halda til Frakklands 21. nóv. og
dveljast þar tvo daga. Frá Frakk
landi sagðist kanzlarinn halda til
Washington til viðræðna við
Kennedy Bandaríkjaforseta, og
bandariska ráðherra.
— Simaskráin
Framh. af bls. 8
vissum flokkum númera, t.d
þeim sem eru í flokknum 22000
22499, af því að þar eru einnig
númerin til stöðvanna á Akra-
nesi, í Borgarnesi, á Brúarlandi,
Selfossi, í Hveragerði, Selási og
Vestmannaeyjum. Þetta fer nú
að lagast, í fyrsta lagi þegar nýja
símaskráin tekur gildi, þvi að
um leið eru númer ýmsra
stóxra notenda flutt í annan
númeraflokk, og í öðrulagi þeg-
ar sjálfvirka símasambandið við
notendur í Vestmannaeyjum og
á Akranesi og Selási verður
opnað. Fleiri ráðstafanir verða
og gerðar til þess að ráða bót
á of miklu álagi á einstaka núm
ei'aflokka.
Það er mjög mikil hjálp fyrir
starfsmenn símans, að notendur
kvarti skjótlega í nr. 05, ef ólag
kemur fram á síma þeira, sér-
staklega eftir að breytingin 3.
nóvember hefur farið frarru
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 12
búnaðinum, enda er brýn þörf á
slíkri aukningu. En hin ójafna
skipting á jarðnæði eða sam-
dráttur alls bezta jarðnæðis á
hendur fárra manna hefur leitt
til þess, að stór hluti þeirra
sem yrkja jörðina er landlaus
eða lifir á smáskikum, sem eru
illræktanlegir, meðan stór svæði
af góðu landi eru látin óhreifð.
I þessum löndum er spurningin
um atvinnuleysi þiví nátengd
spurningunni um jafnari skipt-
ingu jarðnæðis.
Ráðstefnuna í Genf sitja full-
trúar ríkisstjórna, vinnuveit-
enda og launþega frá um 40 lönd
um. Verkefni þeirra er að semja
tillögur um alþjóðareglur, sem
ræddar verða á atvinnumáiaráð
stefnu ILO í júní 1964.
í skýrslunni er lögð áherzla
á, að geri menn sér ekki ljóst
að vandamálið er knýjandi og
krefst skjótra aðgerða, þá kunni
svo að fara að ekkert verði úr
umbótum eða þær verði mátt-
litlar, þegar reynt verði að
koma þeim á.
Ta »
Blað-
burðar-
böm
óskast
í þessi blaðahverfi vantar Morgunblaðið nú þegar
unglinga, röska krakka eða eldra fólk til að bera
blaðið til kaupenda þess.
Mávahlíð — Háteigsveg — Karlagðtu
Lambastaðahverfi á. Seltjarnarnesi —
Breiðagerði — Safamýri — Framnes-
veg — og Laugaveg, neðst.
Gjörið svo vel að tala við afgreiðslu blaðsins eða
skrifstofu.
JltotgMitlrlafeffr
Sími 2 2480