Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Miðvlkudagur 23. okt. 1963 Þýzkur sérfræðingur flytur fyr irlestru n vegum Vurðbergs NÆSTKOMANDI miðvikudagr, 23. október, ketnur hingað til lands í boði Varðbergs, Stephan G. Thomas, yfirmaður Austur- Þýzkaiands-deildar vestur-þýzka Alþýðuflokksins. — Mun hann flytja hér fyrirlestra og erindi í boði félagsins og hitta ýmsa á- hrifamenn að máli. Er þannig ráðgert, að hann flytji fyrirlest- ur í Háskóla íslands, erindi á ráð- stefnu stúdenta um næstu helgi, fyrirlestur í Menntaskólanum á Akureyri, fyrirlestra á fundum Varðbergs í Reykjavík og á Ak- ureyri o. s. frv. Áætlað er að hann hverfi heimleiðis eftir 6 daga dvöl hér. Hann er einn helzti sérfræðingur ríkisstjórnar- innar í Bonn í málefnum Austur- Þýzkalands og járntjaldsland- anna yfirleitt, hefur oft og víða flutt erindi og fyrirlestra um þau mál og hefur síðan árið 1948 veitt forstöðu þeirir deild í aðalstöðv- um vestur-þýzka Alþýðuflokks- ins í Bonn, er fjallar um málefni Austur-Þýzkalands. Stephan G. Thomas er liðlega fimmtugur að aldri, fæddur í Selassie reynir að sætta * Algeirsborg, 21. oiktóber — AP NTB Hailie Selassie, Eþíópíu- keisari, kom í kvöld til Al- geirsborgar. Reyndi hann að | miðla málum í deilu Alsír og Marokkó. I gær dvaldist hann í Rabat, og ræddi við ráð- herra Marokkóstjómar. Við brottför keisarans frá Marok- kó í dag, sagði utanríkisráð- herra landsins, Ahmed Bela- frej, að afstaða Marokkó væri í engu breytt. í Alsír nr.un Selassie m.a. ræða við Ben Bella, forseta, en ekki er búizt við miklum árangri. Enginn viðræðugrund völlur hafi fengizt, er keisar-i inn hélt frá Marokkó. í Er viðræður stóðu hæst í; Rabat, var um tíma talið, að \ fundin væri sú leið, er leiða k myndi til samninga. Þá sendif Ben Bella utanríkisráðherra 7 sinn, Bouteflica, til Marokkó.i Hann fór þó erindisleysu. 4 Bardagar standa enn á landa ( mærum Alsír og Marokkó, og/ manntjón mun talsvert, þóttj áreiðanlegar tölur liggi ekkil fyrir. 4 l 7 Berlín árið 1910. Hann lauk prófi í stjórnlagafræði árið 1938. Síðan nam hann alþjóðalög, mannkyns- sögu og slafnesk fræði við háskól- ann í Berlín og Varsjá árin 1934 —1939. Hann varð meðlimur Al- þýðuflokksins árið 1930 og barð- ist í andspyrnuhreyfingunni gegn nazistum frá upphafi þar til yfir lauk. Árið 1945 var hann kjörinn í framkvæmdastjórn flokks síns. Hann er nú, auk fyrrgreinds starfa síns, fyrirlesari við svo- kallaðan „Ostkoileg" þýzku ríkis- stjórnarinnar í Köln og ráðgjafi Friedrich-Ebert-stofnunarinnar í Bonn. Meðal nýiegra rita hans má nefna „Stefnuskrá sovézka Stephan G. Thomas. kommúnistai.okksins", „Jafnaðar stefnan og kommúnisminn“, „Stefnuskrá austur-þýzka komm- únistaflokksins“, „Deilur Rússa og Kínverja“ og „Valdakerfi ein- ræðisríkisins og utanríkisstefna þess“. (Fréttatilkynning frá Varð- bergi, félagi ungra áhuga- manna um vestræna sam- vinnu). Iðnþing í þessari viku 25. IÐNÞING fslendinga verður háð í Reykjavík dagana 24. til 26. október nk. Iðnþingið verður sett á Hótel Sögu, en fundir verða síðan haldnir í samkomu- Jsal í Iðnaðarbankahúsinu við Lækjargötu. Helztu mál, sem rædd verða á Iðnþinginu eru m.a.: Iðnfræðsla og tæknimenntun, almennur líf- eyrissjóður iðnaðarmanna; lána- mál iðnaðarins o. fl. Á þinginu mun mæta um, 100 fulltrúar víðsvegar lað af land- inu. f MÖRGUM stórborgum, bæði í Evrópu og vestanhafs, eru torg og önnur opin svæði löngum þakin dúfum. Mörg- um þykja dúfurnar hið mesta augnayndi og eru ósparir á korn handa þeim. Þeir eru áreiðanlega fáir ferðamenn- irnir, sem lieimsótt hafa Mark úsartorgið í Feneyjum án þess að gauka nokkrum korn um að dúfunum, sem þar eru þúsundum saman. En dúfurn ar eiga einnig sína óvini meðal mannanna vegna sóða- skaparins, sem þeim fylgir og nýlega hafa rannsóknir lækna í New York leitb í ljós, að dúfur geta verið hættulegir smitberar. Á fyrra ári létuzt tveir menn í borginni af völd um smitunar frá dúfum. Dúfur geta borið fjölda sjúkdóma og má t.d. nefna páfagaukasótt (psittacosis). í New York og sennilega flest- um öðrum borgum Bahdaríkj anna eru það dúfur, fyrst og fremst, sem be'ra sveppinn „Cryptococcus neoformans“. Sveppurinn virðist ekki gera dúfunum mein, og er það ef til vill vegna hins háa blóð- hita þeirra. En með driti sínu dreifa þær honum um allt og hann getur orðið mönn- um bana, ef þeir anda að sér ryki, sem berzt frá dritinu. Ef sveppurinn fer ekki lengra en í barkann eða lungun, veldur hann sjúkdómi, sem oftast líkist slæmu kvefi. En í alvarlegum tilfellum rugla menn þessum sjúkdómi oft saman við lungnakvef eða berkla . Hættulegasta mynd sjúkdómsins, sem áðurnefnd- ur sveppur veldur, er heila- hirjmubólga. Hún var undan- tekningarlaust banvæn þar til fyrir sex árum, en þá var far- ið að nota gegn henni lyfið „Amphotericin B“. Nú látast ekki nema um 30% þeirra, sem fá heilahimnubólgu. Ekki er vitað nákvæmlega hve margir fá lungnasjúkdóma af völdum „Cryptococcus neo- formans", því að sjúkdóms- greiningarnar eru oft rangar. í New York eru skráð um 20 tilfelli heilabólgu af völd- um sveppsins árlega og nokkr ir menn látast af sjúkdómin- um. ÁT ★ í n^örgum borgum Banda- ríkjanna láta yfirvöldin að- varanir um ifættuna af dúf- um sem vind um eyru þjóta, en víðsvegar hefur þúsund- um króna verið eytt í varnir gegn því að dúfur setjist á byggingar og óhreinki þær. T.d. hafa verið notuð raf- mögnuð net, fuglahræður og hljóð, sem mannseyrað heyr- ir ekki. Þetta héfur gert lítið gagn, en fyrir skömmu kom á markaðinn efni, sem roðið er á húsveggi og lyktin af því fælir dúfurnar frá. Yfirvöld tveggja borga i Bandaríkjunum hafa opin- berlega sagt dúfunum stríð á hendur. 1 annarri þessara borga, Cincinnati, veiktust 11 ~a verkamenn, er þeir voru að hreinsa dúfnadrit og einn þeirra lézt. í borginn er bann að með lögum að gefa dúf- um og menn, sem brjóta lög- in eru sektaðir um allt að 2000 kr. Þetta hefur bórið góð an árangur og dúfur eru nú sjaldséðar í CincinnatL í Buffalo hafa yfirvöldin í þjón ustu sinni sérstaka dúfnaeyð- ingarmenn, sem veiða dúfur í búr og drepa þær, eða skjóta þær á flugi snemma á morgn ana. í New York hafa menn full an hug á að skera upp herör gen dúfunum, en yfirvöldin eru hrædd um að tapa at- kvæðum dúfnaunnenda. Þau hafa rætt vandamálið að und- anförnu og ef til vill fara þau að ráðum fuglafræðings, sem hefur lagt til, að dúfunum verði framvegis gefið korn blandað efni, sem gerir þær ófrjóar. ★ ★ Dúfurnar á Péturstorginu í Róm, Markúsartorginu í Feneyjum og við Pálskirkj- una í London eiga svo marga vini og aðdáendur meðal mannanna, að ólíklegt er að nokkur yfirvöld muni láta til skarar skríða gegn þeim. Frakkar hafa bannað að dúf- um sé gefið í París, en bann- inu er ekki framfylgt og eng- in refsing liggur við. í Moskvu er unnið á laun að útrým- ingu dúfnanna til þess að forð ast reiði dúfnaunnenda. Fimmtíu tonn af nýju símaskrána I fyrrad. boðaði póst og síma- málastjóri fréttamenn á sinn fund í tilefni þess að út er komin ný símaskrá. Skráin er prentuð í 50 þúsund ein- tökum og er 416 blaðsíður að stærð án gjaldskrár, sem er heft sér og er 12 síður að stærð. ‘— Símaskráin hefur stækkað um 52 síður frá því hún var síðast gefin út 1961. Pappírinn í þessa skrá er 50 tonn og heildarkostnaður við útgáfu hennar er nær 3 millj. króna. — Prentun önnuðust prentsmiðjurnar Leiftur og Oddi, en bókband prentsmiðj- an Hólar. Ritstjórar eru Haf- steinn Þorsteinsson skrifstofu stjóri og Magnú% Oddsson fulltrúi. Hin nýja símaskrá gengur í gildi 3. nóv. nk„ en nóttina milli laugardags og sunnudags fer fram tenging við nýjar stöðvar, sem koma í samband við síma- kerfið. Sjálfvirka, símastöðin .1 Selási verður ekki tilbúin til notkunar fyrr en í janúar 1964 og þau 150 númer frá 60 000 til 60 150, sem prentuð eru í síma- skránni, taka ekki gildi fyrr.1 Auk hinnar nýju heildarskrár fyrir allt landið voru gefnar út sérsímaskrár fyrir Akranes, Ak- ureyri, ísafjörð, Keflavík og Súðurnes, Selfoss, Siglufjörð og Vestmannaeyjar. Þess má gsta að í nýju síma- skránni hefur ritsíminn fengið nýtt nr. 06 í stað 22020. Þar er og sýnt svæðakort með svæða- pappír í númerum fyrir sjálfvirk síma- svæði í landinu eins og þau eru fyrirhuguð. Undirbúningur símaskrárinnar hefur undanfarið tekið alllangan tíma, en í framtíðinni er fyrir- hugað að stytta hann mikið með því að færa alla nýja notendur svo og breytingar jafnóðum inn á gataspjöld og fá svo handrit að nafnaskránni úr skýrsluvélum. Framkvæmdir á næstunni: Hinn 3. nóvember nk. verður opnuð ný símstöð í Kópavogi (fyrir 2000 númer) og sama dag verður 1000 númerum bætt við Miðbæjarstöðina í Reykjavík, en í raun og veru er viðbótin þar helmingi meiri, þar sem svo mörg númer sem undanfarið hafa verið tengd við hana færéist nú til Kópavogsstöðvarinnar. F j ö 1 d i símanúmera breytist, og meðal amjars fá Kópavogsnotendur nú númer sem byrja á tölustafn- um 4. Gert er ráð fyrir að um miðjan desember verði tekin í notkun sjálfvirk símastöð í Vestmanna- eyjum með sjálfvirku sambandi milli notenda þar og í Reykjavík, og skömmu síðar samskonar stöð á Akranesi. Hvor þeirra er gerð fyrir 1400 númer. í janúarmán- uði verður væntanlega opnuð sjálfvirk stöð í Selási (við Reykjavík) fyrir 200 númer. Gömlu númerin fyrir Vestmanna- eyjar nr. 22240, Akranes nr. 22300 og Selás nr. 22050 gilda áfram þangað til sjálfvirku stöðv arnar þar verða opnaðar. Því miður er athugasemd ekki gerð um þetta í nýju símaskránni. Með þessum framkvæmdum verða símanotendur í landinu orðnir nærri 40.000 með um 48.000 talfærum. Notendur sjálf- virkra sima verða þá um 31.000, þar af rúmlega 24.000 í Reykja- vík, Kópavogi og Hafnarfirði. Á þessu svæði hefur að undanförnu verið úthlutað 1870 nýjum sím- um, og komast flestir þeirra í samband 3. nóvember, en 150 væntanlega fyrrihluta nóvember. Fyrirliggjandi umsóknir, sem enn hafa ekki verið afgreiddar, eru 186 og bíða linulagna. Þá verða eftir um 1100 laus símanúmer á þessu svæði, eða 600 á Miðbæjar- stöðinni, 277 í Kópavogi og 246 í Hafnarfirði, en ekkert I Grens- ásstöðinni, en hún verður stækk- uð um 2000 nr. á næsta ári. Nú koma að jafnaði um 100 nýjar umsóknir á mánuði á Reykja- víkursvæðinu, en þó urðu þær nærri 200 í síðasta mánuði. Tala símnotenda í landinu hef- urtvöfaldast á síðasta áratug, en á safna tíma hefur hún 2'/z fald- ast í Reykjavík. Notkun símans eða símtalafjöldinn hefur þó vax ið enn örar, og hefur það vald- ið nokkrum örðugleikum, þar sem afhendingarfrestur á síma- búnaðinum er nú 2 ár eða jafn- vel meira, svo að erfitt er um skjótar úrbætur, þegar viðskipt- in vaxa óvænt. Á þessu ári hafa farið fram miklar breytingar á gömlu sjálf- virku stöðinni í Reykjavík, til þess að gera hana færa um að vinna með nýju stöðvunum, sem eru af annari gerð. Þetta hefur samfara hinum öra vexti sím- talafjöldahs bæði innanbæjar og utan valdið tímabundnum örð- ugleikum fyrir notendur, svo sem drætti á að fá sóninn til þess að geta valið númerið. Hefur þess sérstaklega gætt i Framh. á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.