Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 23. okt. 1963
MORGUNBLAÐIÐ
17
— Fjárlagaræðan
Framh. af bls. 13
8.3% miðað við magn og sam-
setningu innflutnings árið 1962.
Tollar lækkuðu á mörgum
vörutegundum og eru hæstu inn
flutningsgjöld nú 125%, en voru
áður 344%. Á mörgum vörum
námu heildaraðflutningsgjöld
200-300%. Lækkun hinna óhóf-
legu gjalda lækkaði útsöluverð
vörunnar, minnkaði smygl og
jók tekjur ríkissjóðs. Lækkaðir
voru verulega tollar á ýmsum
rekrstarvöruim og tækjum til
landbúnaðar og sjávarútvegs.
Nýja tollskráin er grundvöllur
tollakerfis íslands á komandi ár-
um. Endurskoðun og umbótum
þarf að halda áfram. Nákvæma
athugun þarf að gera á tollum
vara til íslenzks iðnaðar. >ar
þanf að afnema oftollun hrá-
efnis, en einnig að koma í veg
fyrir of- eða vantollun á fullunn
um innfluttum vörum. Þar þarf
að samræma, lækka og fella nið-
ur tolla á tækjum til útflutnings-
framleiðslunnar. Þessi eru þau
markmið, sem að skal stefnt
í framtíðinni.
3% söluskatturinn er áætlað-
Ur 262 millj. að frá dregnum
Ihluta Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
ca. 65 millj. Samtals er því ráð-
gert að 3% söluskatturinn gefi
327 millj. og er það um 74
millj. meira en skv. fjárlögum
í ár og byggist á aukinni við-
skiptaveltu.
Snemma árs 1960 samþykkti
Alþingi gagngerðar breytingar
á tekjustofnum ríkissjóðs og
sveitarfélaganna.
Síðan hafa engir álagsstigar
verið hækkaðir, en fremur
stefnt í þá átt að lækka álögur,
eins og tollalækkimin í nóv. 1961
©g tollskráin frá s.l. vori bera
órækan vott um. Þetta er í fjórða
sinn í röð, sem fjárlög eru lögð
fyrir Alþingi án þess að hækka
tolla eða skatta eða grípa til
nýrra tekjustofna.
íltgialdahækkanir
Af útgjaldahækkunum samkv.
frumvarpinu er langstærsti lið-
urinn launahækkanir til ríkis-
starfsmanna. Þær munu vglda
hækkun um 175 millj. fyrir rík-
issjóðinn sjálfan, en auk þess
eru launahækkanir um 50 millj.
hjá ríkisstofnunum, sem munu
sjálfir standa undir þeim auknu
gjöldum með tekjum sínum.
Aðrar hækkanir sem verulegu
máli skipta eru þessar:
Almannatryggingar hækka um
72.3 millj. Framlag til Lífeyris-
trygginga hækkar um 53.6 millj.
Sú hækkun stafar að meiri hluta
af nýjum lögum um almanna-
tryggingar sem samþykkt voru
á síðasta þingi og ganga í gildi
1. jan. nk., en að nokkru stafar
hækkunin af fjölgun bótaþega o.
fl. Framlag til sjúkratrygginga
hækkar um 13.3 millj. og stafar
það að rúmum helmingi af hækk
un daggjalda í sjúkrahúsum og
hælum, en að öðru leyti af breyt-
ingum á lögum um almannatrygg
ingar og af fjölgun hinna
tryggðu. Framlag til atvinnu-
leysistryggingasjóðs hækkar um
5.4millj.
Kostnaður við kennslumál,
•nnar en launahækkanir, hækk-
•r um 27 njillj.
Dómgæzla- og lögreglustjórn,
«tuk launahækkana, um 20 millj.
Framlög til lífeyrissjóða og
vppbóta á lífeyri um 1514 millj.
Framlög til útrýmingar heilsu-
•pillandi húsnæðis 14.4 millj.
Til ríkisframfærslu sjúkra
manna og örkumla 8.6 millj.
Nema þessir liðir sem ég nú
taldi aðrir en launahækkanir um
158 millj. kr.
Á hinn bóglnn lækkar liðurinn
framlög til niðurgreiðslu á vöru-
verði og uppbóta á útfluttar land-
búnaðarvörur um 37 millj., og hið
sérstaka framlag til Aflatrygg-
ingasjóðs, vegna aflabrests togar-
•nna, 13 millj., var miðað við
•itt ár og fellur því niður.
Launakerfi opinberra
starfsmanna
f aprílmánuði 1962 voru sam-
þykkt á Alþingi einróma lög um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna. Þau lög voru byggð á
samkomulagi við Bandalag opin-
berra starfsmanna og hlutu
stuðning þiftgflokka og þing-
manna ágreiningslaust. Með þeim
lögum var gerð breyting á skip-
an launamála ríkisstarfsmanna. í
stað launalaga var hinum ©pin-
beru starfsmönnum veittur samn
ingsréttur, en að því leyti, sem
samningar næðust ekki, skyldi
Kjaradómur skera úr og kveða á
um laun og önnur kjör. Kjara-
dómur er skipaður fimm dómend-
um. Eru þrír þeirra skipaðir af
hæstarétti en einn af hvorum að-
ila, ríkisstjórn og Bandalagi
starfsmanna ríkis og bæja. Samn-
ingar tókust milli ríkis og starfs-
manna um flokkun þeirra í 28
launaflokka, en Kjaradómur á-
kvað laun í hverjum flokki, setti
reglur um yfirvinnu o. fl. og á-
kvað greiðslur fyrir hana. Hin
nýju ákvæði um lauhaflokkun og
launagreiðslur gengu í gildi 1.
júlí sl. En þótt samkomulag yrði
um flokkun starfsmanna í fyrr-
greinda 28 launaflokka, var eftir
að skipa einstökum ríkisstarfs-
mönnum í þá flokka og kveða
nánar á um framkvqemd ýmissa
ékvæða Kjaradóms, aldurshækk-
anir o. m. fl.
Samningar um þetta hafa stað-
ið yfir milli samningsnefndar rík
isins og kjararáðs bandalagsins
undanfarna mánuði. Það er mik-
ið verk og tafsamt, og á það enn
langt í land að endanleg skipan
sé komin á um þetta efni. Því
var ákveðið, að útborgun launa
færi fram eftir bráðabirgðatil-
lögum, sem samninganefnd ríkis-
ins um launamál hafði gert, og
og síðan skyldi unnið áfram að
lausn ágreiningsatriða. Ef ekki
gengur saman, felir kjaranefnd
lokaúrskurð í þeim málum, en
hún er einnig að meiri hluta skip
uð af hæstarétti.
Þessar miklu breytingar á
launakerfinu torvelduðu að sjálf-
sögðu undirbúning fjárlagafrum-
varpsins^ þar sem óvíst var þá
um fjöímarga starfsmenn, hvar
þeim yrði. að lokum skipað í
launaflokk. Var horfið að því
ráði, enda ekki annars kostur, að
áætla launaliði í frumvarpinu í
samræmi við þessa bráðabirgða-
flokkun. Ef í ljós kemur, að þar
skeikar einhverju, sem umtals-
vert er, mætti lagfæra þá liði í
méðförum þingsins. En þar eð
svo er ástatt, sem nú var rakið,
þótti rétt í þetta sinn að fella
niður þá starfsmannaskrá, sem
undanfarið hefur fylgt fjárlaga-
frumvarpi, vegna þess að ekki
eru nú fyrir hendi lokaniðurstöð-
ur nm launaiflokkun starfsfólks
hjá einstökum stofnunum.
Vil ég nú víkja að nokkrum lið
um fjárlagafrumvarpsins, en vísa
að öðru leyti til greinargerðar
þess um einstaka liði. i
Vaxtagreiðslur
7. gr. fjailar uim vaxtagreiðslur
ríkissjóðsr
í fjárlögum yfirstandandi árs
er gert ráð fyrir, að þær nemi
10.6 milljónum. En í frumvarpinu
fyrir 1964 eru þær áætlaðar helm
ingi lægri, eða 5.3 milljónir.
Þessi lækkun stafar m. a. af
því, að nú er lokið vaxtagreiðsl-
um vegna happdrættislána ríkis-
sjóðs og nemur það 1.5 milljón,
að vaxtagreiðslur ríkissjóðs af
láni vegna kaupa á Borgartúni
7, 1,2 miljónir falla niður, vegna
þess að húseignin á sjálf að
standa undir þeirri greiðslu, og
að vextir, 2,7 milljónir, af tog-
araláni hjá Seðlabankanum, frá
1949, falla niður, en það lán var,
eins og fyrr er getið, greitt upp
í byrjun þessa árs af greiðslU-
afgangi síðasta árs.
Til þess að fá rétta mynd af
vaxtabyrði ríkissjóðs á hverjum
tíma, er gleggst að athuga sam-
an 4. gr. fjárlaga, sém fjallar um
vaxtatekjur, og 7. gr., sem fjall-
ar um vaxtaútgjöld ríkissjóðs.
Við þennan samanburð sleppi ég
þó einum lið 4. gr., sem er arð-
ur af hlutabréfaeign. ,
Þegar reiknaður er út mismun
ur á vaxtatekjum og vaxtagjöld
um ríkissjóðs frá og með árinu
1950 kemur í ljós, að flest árin
hafa útgjöldin numið meira en
tekjurnar, allt upp í 4 milljónir
á ári. Tvö ár, 1955 og 1960, urðu
þó vaxtatekjurnar nokkru hærri
en gjöldin, fyrra árið tæp 85
þúsund, síðara árið rúmar 3 milij
Á árinu 1962 varð hins vegar mis-
munurinn rúmar 5 milljónir kr.
ríkissjóði í hag, urðu vaxtatekj-
ur þessari upphæð hærri en vaxta.
greiðslur.
Tekjur og gjöld ríkissjóðs eru
árstíðabundin og sveiflum háð.
Yfirleitt koma tekjurnar inn síð
ar en útgjöldin falla til. Verður
því á vissum árstímum að gera
ráð fyrir skuld við Seðlabank-
ann. Sú skuld hefur orðið aiyiá
á stundum, þegar tekjur hafa
bruigðizt eða komið seint inn af
sérstökum ástæðum, t. d. vegna
vinustöðvana ög þar með stöðv-
unar á tollafgreiðslu vam
i Meginreglan átti að vera sú,
að ríkissjóður sé skuldlaus um
áramót á aðalviðskiptareikningi
sínum við Seðlabankann. Það er
eðli þessara viðskipta. Þessu
markmiði hefur þó ekki verið
náð fyrr en á síðustu árum. —
Tókst það fyrst í árslok 1961 að
hafa ríkissjóð skuldlausan.
Á yfirstandandi ári hefur af-
staða ríkissjóðs gagnvart Seðla-
bankanum verið óvenju hagstæð.
Undanfarin ár hefur ríkissjóður
verið í „yfirdrætti", sem kallað
er milli 250 og 270 daga ársins,
en átt inneign aðeins 30—50
daga. Það, sem af er þessu ári
hefur „yfirdráttur" hins vegar
verið 83 daga en inneign í 160
daga. Mun þetta að sjálfsögðu
segja til sín við vaxtaútreikning
og vaxtajöfnuð, þegar upp verð-
ur gert fyrir þetta ár, en væntan
lega einnig hafa hagstæð áhrif
fyrir ríkissjóð fram á næsta ár.
Sameinuðu þjóðirnar
og UNESCO.
í 10. gr. vil ég sérstaklega
nefna 3 liði, sem snerta Sam-
einuðu þjóðirnar.
Hið fasta tillag til Sameinuðu
þjóðanna hækkar um 205 þús.
kr. og verður nú 114 millj. Þá
er nýr liður, framlag til starf-
semi Sameinuðu þjóðanna í
Kongó 1 millj. 32 þús., og loks
er gert ráð fyrir því, að tillögu
utanríkisráðuneytisins, að ísland
gangi í Menningarmálastofnun
Sameinuðu þjóðanna, UNESCO.
Eru teknar í því skyni 393 þús.
kr.
Ég efa ekki, að allri íslenzku
þjóðinni yirðist það sjálfsagt og
rétt, að ísland leggi til Samein
uðu þjóðanna og starfsemi þeicra
það, sem með eðlilegum hætti
má ætlast tU af okkar þjóð, og
telji því ekki eftir þau framlög,
sem hér voru rakin.
Á síðasta þingi voru samþykkt
ný lög um lögreglumenn. Með
þeim lögum gengið mjög til
móts við gamlar og nýjar óskir
sveitarfélaganna um að ríkissjóð
ur tæki meiri þátt í lögreglukostn
aði en áður var. Hækkun ríkis
útgjalda vegna þessara laga eru
áætluð í frumvarpinu fyrir 1964
nærri 7 millj. kr.
í lok síðasta árs var sett ný
löggjöf um almannavarnir, og
hækkar fjárveiting til þeirra úr
1 mil'j. í 4 millj. kr.
Kostnaður við landhelgisgæzlu
hækkar um 414 millj. kr.
Stuðningur við bindindisstarf-
semi er aukinn. Styrkurinn til á-
fengisvarnarráðs hækkar um 100
þús. kr. upp í 950 þús. og til Stór
stúku íslands um 100 þús. upp í
390 þús.
Skattaeftirlit
Kostnaður við skattamál hækk
ar um 7 millj. kr. Stafar það
bæði af launahækkunum, ýmis-
konar stofnkostnaði o.fl. Undan-
farið hefui verið unnið að endur-
skipulagningu á framkvæimd
skattamála í samræmi við á-
kvæði nýju skattalaganna frá
1962. Margt er það í hinu nýja
fyrirkomulagi, sem horfir mjög
til bóta og er þegar farið að bera
árangur. Nú er unnið að því að
koma á fót sérstakri eftirlits-
’og rannsóknardeild við embætti
ríkisskattstjóra, til þess að hafa
strangt eftirlit og víðtækt með
framtölum og framkvæmd laga
um tekju-, eignarskatt, útsvör,
aðstöðuigjald og söluskatt.
12. gr. fjallar um heilbrigðis-
mál. Reksturshalli Ríkisspítal-
anna hækkar um rúmar 42 millj.
Stafar sú hækkun sumpart af
launahækkunum og auknum
kostnaði við aukavinnu, en enn
fremur af þörf fyrir aukið starfs
mannahald við spítalana.
13. gr. A fjallar um vegamál.
Fjárveitingar til þjóðvega hækka
um 1614 millj, upp í 107 millj.
auk 7,1 millj, sem er vegagjald
af öenzíni til millibyggðavega.
Vegaviðhaldið híekkar um 7
millj. og er nú áætlað til greiðslu
af vegalánum 10,4 millj. Hér er
um að ræða greiðslur af föstum
lánum vegna Reykjanesbrautar,
Siglufjarðarvegar ytri (Stráka-
vegar), Múlavegar og Hellissands
vegar um Ólafsvíkurenni. Lán
voru tekin á þessu ári til þess
að hraða þessum vegafram-
kvæmdum. Lánin eru yfirleitt til
15 ára og vextir 814—914 af
hundraði á ári.
13. gr. B. fjallar um samgöng
ur á sjó. Reksturshalli Skipaút-
gerðar ríkisins hækkar um 5
millj. kr.
13. gr. C er um vitamál og
hafnargerðir. Þar er nýr liður
til greiðslu af hafnarlánum 9,9
millj. kr. Hér er um að ræða
greiðslur af framkvæmdalánum,
sem tekin hafa verið til lands-
hafnar í Keflavík — Njaftðvík,
og rifi og til hafnargerðar í Þor-
lákshöfn.
14. gr. fjallar um kennslumál.
Þar er mesta hækkunin til barna-
fræðslunnar, eða 58 millj. rúmar.
Meginhluti þess er vegna launa-
hækkunar kennara og vegna
fjölgunar kennara, til að full-
nægja fræðsluskyldunni. Fram-
lag til byggingar barnaskóla, sem
í smíðum eru, hækka um 8.6
millj. upp í 36,2 millj. Auk þess
er ætlað 814 millj. kr. til bygg-
ingar nýrra skóla. Framlög til
gagnfræðamenntunar hækka sam
tals um 35,3 millj. Meginhlutinn
er þar einnig launahækkun og
kennarafjölgun. Þeim þarf að
fjölga um 36. Framlag til bygg-
ingar gagnfræðaskóla hækkar,
um 4,7 millj. upp í 22 millj.
Á síðasta þingi voru sett ný
lög um almenningsbókasafn og
hækka framlög til þeirra um
214 millj. frá gildandi fjárlögum.
15. gr. fjallar um kirkjumál.
Þar eru þrír liðir sem snerta
Skálholt. í fyrsta lagi kostnaður
við Skálholtshátíðina 725 þús. kr.
í öðru lagi eftirstöðvar af bygg-
ingarkostnaði við Skálholts-
kirkju. Liðurinn hækkar um 700
þús. í 114 millj. Loks er í þriðja
lagi einnar millj. kr. framlgg til
Skálholtsstaðar samkv. ákvæð-
um laga um afhendingu Skál-
holts Þjóðkirkjunni til handa.
Kostnaður við sauðfjársjúk-
dómavarnir hækkar verulega
vegna þess að fyrir dyrum standa
fjárskipti í Dölum. Eru áætlaðar
bætur og styrkir í sambandi við
fjárskiptin 8 millj. 650 þús. kr.
Þarna er um að ræða 18 þús.
fjár. Síðan fjárlagafrumvarpið
var samið og prentað hafa full-
trúar bænda í Dölum borið fram
óskir í sambandi við fjárskiptin,
sem þurfa sérstakrar athugunar
við. Vil ég beina því til hátt-
virtrar fjárveitinganefndar, að
hún taki það mál sérstaklega til
meðferðar í samráði við ríkis-
stjórnina.
Með lögum frá í fyrra var
breytt ákvæðum um framlög rík-
isins til útrýmingar heilsuspill-
andi húsnæðis. Áður var há-
marksupphæð í lögum, um fram-
lag ríkisins 4 millj. á ári. Þetta
hámark var nú afnumið og hækk
ar fjárveitingin til útrýmingar
heilsuspillandi húsnæðis um 14,4
millj. kr.
Á 20. gr. eru nokkrar breyt-
ingar, m. a. er framlag til bygg-
ingar Menntaskóla í Reykjavík
hækkað um 1 millj. og til bygg-
ingar Kennaraskóla íslands um
1 millj.
Þái er nýr liður til byggingar
Handritahúss, að upphæð 3 millj.
kr., sem er byrjunarframlag, en
auk þess er í 14. gr. veittar 2
millj. kr. til starfsemi hinnar
nýju handritastofnunar íslands.
Hvernig hefur viðreisnin tekizt?
í febrúar 1960, réttum þrem
mánuðum eftir að núverandi
stjórn tók til starfa, voru lög-
festar víðtækar efnahagsaðgerð-
ir. Þær miðuðu að því að koma
þjóðfélaginu á réttan kjöl, eftir
stórfelldan hallarrekstur undan-
farinna ára, hafta og uppbóta-
kerfi, og hvers konar skekkjur
og aflögun í athafna- og við-
skiptalífi.
Tilgangurinn var sá, að koma
á jafnvægi í sem flestum þáttum
efnahagslífsins og tryggja örugga
og næga atvinnu til handa ölkun
landsins börnum.
Hvernig hefur þessi viðreisn
tekizt? Þegar litið er á þrjú
fyrstu árin, árin 1960, ’61 og ’62,
er það ljóst, að í öllum megin-
atriðum tókst viðreisnin vel, þeim
árangri var náð, sem að var
stefnt. Skulu nefnd hér nokkur
dæmi til sönnunar.
Hallarekstur þjóðarbúsins gagn
vart útlöndum var stöðvaður.
Þegar á árinu 1961 tókst að jafna
þann halla og ná hagstæðum
greiðslujöfnuði við útlönd. Sami
árangur náðist á árinu 1962.
í staðinn fyrir sífellt gjaldeyris
hungur tókst á þessum árum að
safna álitlegum gjaldeyrisforða.
í febrúarlok 1960 var gjaldeyris-
skuld bankanna 216 millj. En um
síðustu áramót, eftir tæplega
þriggja ára viðreisn, var gjald-
eyrisforði 1150 milljónir króna.
Með honum var lagður grunnur
að lánstrausti fslands erlendis,
eins og verkin sýna^og skapaður
varasjóður til þess að mæta örð-
ugleibum af náttúrunnar völdum,
markaðstregðu, verðfalli, eða
öðru óláni, sem við getum ekki
við ráðið. Sparifjársöfnunin er
undirstaða allra framfara. Á
henni byggist það, hversu bank-
ar og lánsstofnanir geta lánað
mikið út til framkvæmda og fjár-
festingar. Sparifjársöfnunin hef-
ur aukizt frá febr. 1960 til síð-
ustu áramóta úr 1825 millj. upp
í 3531 millj., eða nærri tvöfald-
ast.
Full atvinna var yfirleitt um
land allt allah þennan tíma.
Öll árin voru afgreidd og
framkvæmd hallalaus fjárlög.
Greiðsluafgangur hefur orðið á
hverju ári hjá ríkissjóði, sem var
eitt af grundvallarskilyrðum
þess, að viðreisnin tækist.'
Viðskiptafrelsi var stóraukið f
'landinu, og hagur þeirra, sem
verst eru settir í þjóðfélaginu
bættur með meiri umbótum á al-
mannatryggingum en dæmi eru
til áður í sögu landsins.
í öllum þessum undirstöðu-
atriðum hefur viðreisnin vel
tekizt.
Ríkisstjórnin undirbýr nú lausn
vandans
En á þessu ári sem pú er að
líða hefur margt gengið úr
skorðum og stefnir nú á annan
veg en undanfarin þrjú ár. Um
orsakir þess skal ég ekki ræða
hér. En á þessu ári er orðinn
iskyggilegur. halli á viðskiptun-
um við útlönd. Innflutningur hef-
ur aukizt gífurlega. Gjaldeyris-
sjóðurinn hefur ekki yaxið frá
áramótum. Sparifjáraukning er
tregari en áður. Eftirspurn eftir
vinnuafli er í mörgum greinum
svo mikil að enginn vegur er að
fullnægja henni og yfirborganir
og undandráttur sigla í kjölfarið.
Fiskvinnslustöðvarnar telja sig
trauðlega geta risið undir þeirri
hækkun kaups og annars kostn-
aðar sem orðinn er.
Allir þessir ■ örðugleikar eru
heimatilbúnir og eins og íslenzku
þjóðinni hefur tekizt að búa þá
til, eins held ég að hún geti
ráðið við þá. En til þess þarf
rétt vinnubrögð og snör og djarf-
leg handtök. Verðbólgan má
ekki gleypa hina álitlegu ávexti
viðreisnarinnar.
Ríkisstjórnin undirbýr nú
i lausn vandans. Tillögur sínar
líiun hún leggja fyrir þing og
’ ;óð innan skamms. Þær munu
I nvorki fela í sér gengislækkun né
uppbótarkerfi, heldur heilbrigða
lausn til framhalds og verndar
viðreiáninni.
Ég legg til að frumv. verði vís-
að til hv. fjárv.