Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 23. okt. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 13 — Fjárlagaræ&an Framhald af bls. 1. Útgjöld reyndust samkvæmt t>essum fjárlagaliðum 1871 millj. króna, eða 122 milljónum hærri en fjárlög ráðgerðu. Reksturs- gjöld urðu 1756 milljónir og gjöld skv. 20. gr. 115 milljónir. Orsakir þess að útgjöldin urðu 122 milljónum hærri en fjárlög ráðgerðu eru einkum þrjár: í fyrsta lagi urðu niðurgreiðsl- ur á vöruverði innanlands og uppbætur á útfluttar landbúnað- arvörur samtals 378 milljónir, eða 78 milljónir umfram fjárlög. Þegar fjárlögin voru samin, stóð yfir rækileg athugun fyrirkomu- lags á niðurgreiðslum, og gerðu menn sér vonir um, að unnt væri að Iækka þessi útgjöld verulega. En það reyndist ekki fært. I öðru lagi var í fjárlögum reiknað með 4% launalækkun frá 1. júní 1962, eins og stéttarfélög höfðu þá samið um. En vegna frekari almennra kauphækkana fengu ríkisstarfsmenn 7% launa- hækkun til viðbótar. Kostnaður við þær launahækkanir, sem fjár- lögin höfðu ekki gert ráð fyrir, hefur numið yfir 20 milljónum króna. í þriðja lagi urðu framlög til samgöngumála, þ. e. vega, brúa, flugvalla og samgangna á sjó rúmlega 20 milljónir yfir áætlun. Nokkrir útgjaldaliðir urðu nndir áætlun, svo sem vaxta- greiðslur ríkissjóðs. I.ausaskuldir voru engar í árs- lok 1962, annað árið í röð. Auk tekna og gjalda sam- kvæmt fjárlagaliðum eru ýmsar útborganir og innborganir hjá ríkissjóði, sem hafa áhrif á greiðslujöfnuðinn. Það eru hreyf- ingar á geymslufé, aukið rekstr- arfé ríkisstofnana, veitt lán, fyrir framgreiðslur o. fl. Þegar öll þessi atriði voru upp gerð varð gTeiðsluafgangur ríkis- sjóðs á árinu 1962 162 millj. kr. Ég hef áður getið um það, að ríkisbókhaldið og Seðlabankinn hafa notað nokkuð mismunandi reglur við að reikna út greiðslu- jöfnuð ríkissjóðs. Að þessu sinni verður útkoman næstum sú sama, hvor aðferðin sem höfð er, — inunar aðeins 51 þúsundi. Er greint frá þessu á bls. 34 í hinum prentaða ríkisreikningi, sem hv. þm. hafa fengið í hendur. 38,7 milljónum króna af greiðsluafganginum var varið til þess að greiða gamla skuld ríkis- sjóðs við Seðlabankann vegna 6míði 10 togara. Eins og ástatt befur verið í efnahagsmálum þjóðarinnar á jþessu ári, miklar framkvæmdir, blómlegt atvinnulíf, en skortur á vinnuafli, þótti ríkisstjórninni ekki rétt né fært að verja greiðsluafgangi ríkissjóðs til auk inna framkvæmda nú. Fyrir rösklega þrjátíu árum voru sett lög um Jöfnunarsjóð ríkisins. Samkvæmt þeim lögum 6kal leggja í þann sjóð tekju- afgang ríkissjóðs, þegar hann fer fram úr tiltekinni upphæð. Fé úr þessum sjóði má aðeins nota til þess að lækka skuldir ríkisins, mæta tekjuhalla ríkissjóðs, ef 6vo ber undir, en fyrst og fremst 6kal nota fé sjóðsins til þess að euka atvinnu og framkvæmdir, Iþegar atvinnubrestur verður og efturkippur í framkvæmdum. í rúm þrjátíu ár höfðu lög þessi aldrei verið framkvæmd. En þau standa enn í góðu gildi. Og þau rök, sem lágu til setn- ingar þeirra eru jafngild nú í dag og þá. Ríkisstjórnin taldi rétt að láta þessi merku lög koma til framkvæmda og ákvað því að leggja í Jöfnunarsjóð rík- isins 100 milljónir króna af greiðsluafgangi ríkissjóðs - á ár- inu 1962. Sá afgangur, sem eftir verður, eð gerðum þessum tveim ráð- stöfunum, stendur inni í ríkis- sjóði sem rekstrarfé. Ríkisskuldirnar í sambandi við þetta yfirlit Um meginatriði ríkisreiknings fyrir 1962, þykir rétt að víkja nokkuð að rikisskuldunum. Skrá um skuldimar í árslok 1962 er að finna á bls. 9 og 10 í ríkis- reikningnum. Við þá skýrslu vil ég bæta upplýsingum um breyt- ingar, sem orðið hafa á ríkis- skuldunum á þessÉ ári, fram til dagsins í dag. ÖIl innlend lán ríkissjóðs eru föst umsamin láh, lausaskuldir em engar og hafa ekki verið um tvenn undanfarin áramót. Hin föstu innlendu lán voru . í árslok 1962 203.2 milljónir króna og lækkuðu um 3 milljónir á árinu. Stærstu skuldaliðirnir voru þessir: 1) Skuld við Seðlabankann vegna gullframlags til Alþjóða- bankans 54.8 milljónir. 2) Lán vegna kaupa á 10 tog- urum árin 1948 og ’49 38.7 millj- ónir. 3) Happdrættislán ríkissjóðs frá 1948 27.8 milljónir. 4) Skuld vegna Lánadeildar smáíbúða, sem ríkissjóður tók að sér gagnvart Seðlabankanum 21.1 milljón. 5) Lán til byggingar Land- spítalans 11 milljónir. 6) Lán til byggingar Kenn- araskólans 7.9 milljónir. Á yfirstandandi ári hafa ný byggingarlán verið tekin vegna Landsspítalans, Kennaraskóla og Löreglustöðvar. En togaralánið, 38.7 milljónir \*ar borgað upp og umsamdar afborganir hafa lækk að föstu lánin. Hafa því inn- lendar skuldir ríkissjóðs lækkað um 36 milljónir frá áramótum. Erlendar skuldir voru einnig aðeins fastar, umsamdar skuld- ir, þar sém erlendar lausaskuld- ir voru greiddar upp 1961. Hinar erlendu ríkisskuldir voru um síð ustu áramót 691.6 milljónir kr. Tekið var nýtt lán hjá Alþjóða- bankanum til hitaveitufram- kvæmda í Reykjavík, 86.1 millj- ón króna. Þrátt fyrir þá lán- töku hækkuðu erlendar ríkis- skuldir aðeins um 49.5 milljónir því að hinar föstu afborganir koma þar til frádráttar. Hin erlendur lán hafa gengið til eftirtalinna framkvæmda: (Hér er ekki talin upphafleg lánsfjár- hæð, heldur eftirstöðvar um síð- ustu áramót). Sogs- og Laxárvirkj. 137 millj. Raforkusjóður .... 116 millj. Hitaveitan í Reykjav. 86 millj. Fiskiðnaður ........ 82 millj. Togarakaup 1949-’50 70 millj. Búnaðarsjóðir .... 59 millj. Áburðarverksmiðjan 57 millj. Fiskveiðasjóður .... 39 millj. Hafnir ............. 32 millj. Sementsverksm. .... 13 millj. Á árinu 1963 lækka ýmis þess ara lána vegna umsaminna af- borgana, en við bætist brezka framkvæmdalánið, 240 milljón- ir króna. Af því láni var ráðstafað í samráði við fjárveitinganefnd Alþingis: Til raforkumála .... 120 millj. Til fiskiðnaðar ...... 50 millj. Til iðnaðar .......... 10 millj. Til hafna ........... 50 millj Hin erlendu ríkislán eru ekki tekin til þarfa ríkissjóðsins sjálfs heldur hefur hann endurlánað þau öll til annarra. Ríkissjóður þarf því ekki að standa straum af þessum erlendu lánum. Þess vegna er heldur ekki gert ráð fyrir vöxtum né afborgunum af þeim í fjárlagafrumvarpinu, eins og sjá má af greinargerð frum- varpsins við 7. gr.. Þar eru sund urliðaðir vextir og afborganir af Þeim innlendu lánum, sem rík- issjóður stendúr straum af, en engin slík lán erlend hvíla nú á ríkissjóði. í opinberum skýrslum eru rík- isskuldirnar greindar sundur og flokkaðar með ýmsum hætti. Aðalflokkarnir eru oftast þessir: 1) Innlend lán, sem þá greinast í föst lán og laus lán. 2) Erlend lán, sem greinast einnig í föst lán og laus lán. 3) Geymt fé, sem greinist í annars vegar ónotaðar fjár- veitingar skv. fjárlögum, sem geymdar eru, og hins vegar annað fé, sem ríkissjóður inn heimtir og afhendir sjóðum eða stofnunum til ráðstöfun- ar. Heildarupphæð ríkisskulda talin með þessum hætti var í árslok 1962 1061 millj. Flokkun ríkisskuldanna er nú í athugun í sambandi við undir- búning nýrrar löggjafar um bók- hald ríkisins. Geýmt fé á 20. gr. ríkisreikn- ings er tvenns konar. Annars vegar ónotaðar fjárveitingar, sem hafa verið færðar til gjalda á ýmsum greinum rekstrarreikn- ings og verður því að færa sem inngreiðslu á eignahreyfingum á móti. Þegar þessar fjárveitingar eru notaðar, eru þær færðar með- aí útgreiðslna á eignahreyfing- um, en ekki færðar til gjalda á rekstrarreikningi. Gjaldfærslan er með öðrum orðum miðuð við fjárveitingarárið, en ekki notk- unarárið. Notkun geymdra fjár- veitinga og viðbót við geymdar fjárveitingar sést hins vegar á eignahreyfingum. Hinn liður geymds fjár á eignahreyfingum er svo innborg- að eða inheimt fé fyrir aðra aðila en ríkissjóð. Þetta fé er rekstr- arreikningi óviðkomandi, en hef- ir áhrif á eignahreyfingar ríkis- sjóðs, þar sem hið innheimta fé fyrir aðra aðila er sjaldan sama upphæð árlega og það, sem ríkis- sjóður greiðir viðkomandi aðil- um. Þannig eykst ýmist eða minnkar sjóður innheimts fjár fyrir aðra hjá ríkissjóði. Þessar geymdu fjárhæðir nema oft há- um upphæðum, t. d. í árslok 1962 166 milljónum. Til þess að eyða að mestu leyti áhrifum þessa innheimtufjár á sjóðseign ríkissjóðs, og greiðslujöfnuð hef- ir á þessu ári verið tekin upp sú aðferð að leggja innheimtuféð inn á sérstakan reikning í Seðla- banka íslands, sem ekki er tal- inn með sjóðseign ríkissjóðs. Meðal stærstu innheimtuliðanna, sem þannig er nú farið með, eru Aflatryggingasjóður, útflutnings- gjald, Jöfnunarsjóður sveitarfé- laga, vegasjóður, brúarsjóður, byggingarsjóður, tollstöðvargjald o. fl. Þegar Alþingi hefur í fjárlaga- ræðum verið gerð grein fyrir skuldum ríkissjóðs, hafa fjár- málaráðherrar um áratugi tekið eingöngu þær skuldir, sem ríkis- sjóður stendur straum af enda skipta þær meginmáli í sam- bandi við útgjöld ríkisins og af- greiðslu fjárlaga. í því sambandi eru þó ekki talin ríkislán, sem eru endurlánuð öðrum né geymslufé. Lán þau, sem ríkissjóður stend ur straum af, voru í árslok 1962 183.2 millj. króna. Nú í dag eru þau 14716 millj. og hafa því lækkað í ár um 36 milljónir. Þegar ríkissjóður hefur milli- göngu um lántökur erlendis er það oft og tíðum hreint forms- atriði, hvort ríkissjóður er sjálf- ur lántakandi eða ekki. Má nefna til skýringar hitaveitulánið frá Alþjóðabankanum á sl. ári. Við þá lántöku komu þrjár aðferðir til greina: í fyrsta lagi, að Reykjavíkurborg væri sjálf lán- takandi gagnvart Alþjóðabank- anum en fengi ríkisábyrgð á lán- inu. í öðru lagi, að íslenzkur banki tæki lánið og endurlánaði það Reykjavíkurborg. í þriðja lagi, að ríkissjóður væri lántak- andi og endurlánaði féð til hita- veitunnar. Þar sem Alþjóðabankinn ósk- aði helzt eftir þriðju leiðinni var hún farin. Það form er efnislega mjög skylt því, ef hin raunveru- legi lántakandi, þ.e.a.s. Reykja- vík, hefði tekið lánið með ríkis- ábyrgð. En þar sem ríkissjóður er lán- takandinn að formi til gagnvart lánveitanda, eru slík lán talin til ríkisSkulda, en hins vegar ekki þau lán sem ríkisábyrgð er veitt á. Það er eðlilegt, að rfkissj^ður greiði fyrir skynsamleguim er- lendum lántökum. f þessu efni veltur á miklu, að hivorttveggja ifari saman, að íslenzka ríkið hafi áunnið sér traust hjá erlendum fjármiálasbofnunum oig hins vegar að sú sbofnun, það fyrirtæki eða mannvirki, sem fjár skal aflað til sé álitlegt og æskiLegt í fram- farasókn þjóðarinnar. En uim leið kemur það til álita, hvort efna- hagsástandið innanilands sé á hverjum bíma með þeim hæbti, að rébt sé eða verjandi að taka veruleg erlend lán. Framkvæmdaáætlun fslend- inga gerir ráð fyrir stórum er- lendum lántökum. En vegna hinnar miklu þenslu, sem nú er hér í landi og skorts á vinnuafli verður að fara mjög varlega í það að svo stöddu að taka erlend framikvæmdalán. Þá þarf og að gæta þess vandlega, að greiðslu- byrðin gagnvart útlöndum verði ekki of þung miðað við gjald- eyristekjur og framleiðslu þjóð- arirínar. Þar getur það ráðið úr- slitum að lánstími sé langur og vöxtum í hóf stillt. Þegar viðreisnis hófst var eitt af vandamálunum það, hversu mikið hafði verið tekið af erlendum lánum til stutts tíma. Var því ljóst, að greiðslu- byrði vaxta og afborgana til út- landa yrði þung og vaxandi á næstu árum. Er rétt að gefa hér yfirlit um greiðslubyrðina gagn- vart útlöndum árin 1958—’63. Allar tölur eru þar reiknaðar með núverandi gengi til þess að samanburðurinn verði gleggri. Eru þá taldar greiðslur vaxta og afborgana af öllum erlendum lán um, bæði opinberum og einka- aðilja, og ennfremur hundraðs- hluti þeirra af gjaldeyristekjum þjóðarinnar á því ári. Árið í ár er áætlað af Seðlabankanum. Greiðslubyrði vaxta og af- borgana gagnvart útlöndum er sem hér segir: 1958 222 millj., sem er 55% af gjaldeyristekjum 1959 358 millj., sem er 8.7% 1960 425 millj., sem er 9.9% 1961 504 millj., sem er 10.9% 1962 571 millj., sem er 10.8% 1963 496 millj., sem er 9.1% Greiðslubyrðin er því byrjuð að minnka. Afkoma ríkissjóðs L ár Varðandi horfur um afkomu ríkissjóðs í ár, 1963, vil ég taka þetta frarn: í fjárlöguim fyrir 1963 eru tekjur ríkissjóðs áætlaðar 2196 milljónir króna. Þegar 9 mánuðir voru liðnir af árinu, 30. september s.l. voru tekjurnar orðnar 1689 milljónir eða nær 77% af áætlun fjárlaga. Rekstrarútgjöld eru áætluð í f járlögum 2052 miilljónir, en voru 30. september orðin 1505 mililjón- ir, eða um 73% áætlaðra reksturs gjalda. Það er venja, að bæði tekjur og gjöld eru hlutfallslega hærri þrjá síðustu mánuði ársins en aðra mánuði. Það er því ljóst, að bæði tekjur og gjöld munu fara fram úr áætlun fjárlaga. Um tekjurnar stafar þetta einkum af því, að innflutningur hefur reynzt meiri það sem af er þessu ári, en ráð- gert var, þegar gengið var frá tekjuáætlun fjárlaga. Verða því tekjur af aðflutningsgjöldum nokkru meiri en áætlað var. Einnig munu tekjur af tekju- skatti og eignarskatti, svo og af ríkisstofnunum fara nokkuð fram úr áætlun. Umframgreiðslur á gjaldalið verða einkum á launaliðum sök- um kauphækkana þeirra, sem ríkisstarfsmenn fengu frá 1. júlí, ennfremur hækka ýmsir rekstr- arliðir vegna almennra launa- hækkana, sem orðið hafa á þessu ári. Greiðsluafgangur mun verða hjá ríkissjóði í ár, en um upp- hæð hans verður ekkert hægt að fullyrða að svo stöddu. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs 1964 Samkv. fjárlagafrumvarpinu fyrir 1964, sem hér liggur nú fyrir 1. umræðu, eru tekjur á- ætlaðar alls 2539.7 millj. kr. Sú áætlun er 341,6 millj. kr. hærri en í gildandi fjárlögum. Rekstrarútgjöld samkv. frum- varpinu eru áætluð 2381.5 millj. kr. eða 329.2 millj. kr. hærrL Önnur útgjöld, þ.e.a.s. samkv. 20. gr., afborganir lána og til eignaaukningar, erú áætluð 147.3 millj. kr. og er það 10.2 millj. hærra en í ár. Greiðsluafgangur er áætlaður 10.8 millj. í stað 8.7 millj. Sú tekjuhækkun, sem hér er gert ráð fyrir, byggist á óbreytt- um öllum tolla- og skattstigum. Engar hækkanir á þeim né nýj- ar álögur eru hér'að verki. Á- stæðurnar til þessarar tekju- hækkunar eru meiri ínnflutn- ingur en fjárlögin fyrir 1963 reiknuðu með, meiri velta og hærri tekjur almennings á ár- inu 1963 en 1962. Tekju- og eignarskatturinn var í ár áætlaður 165 millj., en nú 210, hækkar um 45 millj. Þessi áætlun er gerð þrátt fyr- ir það, að fyrir þetta þing verð- ur lagt frumvarp um lækkun á tekjuskattsstiganum. Sú lækk- un felur það í sér, að hinár skattfrjálsu tekjur hækki um 30 af hundraði til samræmis við breytingar á launum og verð- lagi, sem orðið hafa síðan skatt- stiginn var ákveðinn 1960. Sú mikla lækkun, sem þá var gerð á fcekjuskattinum, var byggð á þeirri stefnu stjórnarinnar, að gera almennar launatekjur skattfrjálsar. Skattfrjálsar fyrir einstakling eru nú 50 þús., en verða eftir hinu nýja frumvarpi um 65 þús. Fyrir hjón 70 þús., verður um 90 þús. og fyrir hvert barn 10 þús., verður um 13 þús. Hjón með 2 böm hafa nú 90 þús. skattfrjálsar tekjur. Þau myndu samkv. hinni væntan- legu breytingu hafa skattfrjáls- ar 115-120 þús. Aðflutningsgjöldin eiga að skila í ríkissjóð allmiklu hærri fjárhæð nú en fjárlögin 1963 gera ráð fyrir, þrátt fyrir þær margvíslegu tollalækkanir, sem urðu samkv. nýju tollskránni frá síðasta þingi. Áætlað er í frumvarpinu að aðflutningsgjöld in skili 1366 millj., og er það byggt á innflutningi, þeim sem þjóðhags- og framkvæmdaáætl- unin gerir ráð fyrir, svo og reynslu þeirri, sem fengin er á þessu ári. Er þessi upphæð um 176 millj. hærri en í fjárlögum nú. Ný tollskrá Á síðast liðnu vori tók giildi ný tollskrá. Kom hún í stað eldri tollskrár, sem var frá árinu 1939 og þeirra miklu viðauka og breytinga, sem á tæpum ald- arfjórðungi, höfðu verið gerðar á henni. Breytingar á eldri toll- skránni voru oft gerðar til þess að leysa brýn aðsteðjandi fjár- hagsvandamál, án þess, að tekið væri tillit til áhrifa þeirra á tollakerfið í heild. Mikið mis- ræmi skapaðist því oft við á- kvörðun tolla af skyldum vöru- tegundum. Leiddi það til þess að kerfið varð svo flókið og margbrotið, að útreikningur að- flutrtingsgjalda ýmissa vara var afar tímafrekur og aðeins á fárra manna færi. Að formi til er nýja tollskrá- in sniðin eftir alþjóðlegri toll- skrárfyrirmynd, Brússelskránni svonefndu, serrt öll lönd Vestur- Evrópu hafa nú tekið upp auk margra annarra. Samræming við tollskrár svo margra viðskipta- þjóða okkar apðveldar mjög allt samstarf þjóða í þeim efnum. Af notkun Brússelformsins leiðir að tekin er upp ný vöru- flokkun. Ymis gjöld, sem fyrr voru reiknuð sérstaklega ásamt álög- um hafa ná verið sameinuð I einn verðtollstaxta. Útreikn- ingur gjalda, sem ekki runnu I ríkissjóð hefur verið gerður ein- faldari og sum gjöld felld nið- ur. Með hinni nýju tollskrá var stefnt að því að samræma, svo sem kostur var á, tolla á skyld- um og sambærilegum vörum. Heildarlækkun aðflutnings- gjalda, sem af breytingunni leiddi, er 97 milljónir króna eða Framh. á bls. 17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.