Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. okt. 1963
„widur“ heimsknattspyrnunnar
99Leikur aldarinnar44 í Lundúnum i kvöld
England mætir liði sem metið er á 65 millj. kr.
ÞESSIR sjö menn sem mynd-
in sýnir og standa í sJkjóli
rigningar á Stamford Bridge
í Lundunum í fyrradag hafa
verið keyptir fyrir 540 þús.
pund eða 65 millj'. ísl. króna.
Sú upphæð er peninga-
summa sú sem félög þeirra
munu krefjast ef þeir skipta
um félög — og þessar eru 7
af stjörnum þeim sem leika í
úrvalsliði „heimsins“ á móti
Englendingum í kvöld. Og
við blaðamenn og ljósmynd-
ara sögðu þeir ap þeir efuð-
ust um að brezkir knatt-
spyrnuunnendur hefðu nokk
urn tíma séð jafn góða og
skemmtilega knattspyrnu og
þeir hafa ætlað sér að sýna
á Wembley-leikvanginum í
kvöld, miðvikudag.
Frá vinstri 'til hægri eru
þessar stjörnur:
I.uiz Eyzaguirre frá Cliile
var m.a. í úrslitum heims-
meistarakeppninnar í Chile.
Hann hefði átt að leika á
mánudag með félagi sínu U.ii-
versidad de Chile, en þess í
stað sagði þessi ljúf-
legi ungi bakvörður
„Land mitt, félag mitt,
og ég sjálfur tel það slíkan
heiður að leika í úrvalsliði
heims að fjarvera kom ekki
til greina. Hann er metinn nú
á 50 þús pund eða 6 millj.
Raymond Kopa Frakklandi.
Hann var vinstri innherji
Real Madrid þegar það lið var
á toppi frægðar sinnar. Hann
var síðar seldur heim til
Rheims og það var eingöngu
hann sem sló England út úr
keppninni um Evrópubikar
landsliða s.l. vor. Httn.i er
metinn nú á 80 þús. pund eða
tæpar 10 millj. ísl. kr.
Lev Yashin Rússlandi, —
mestur markvarða Rússa og
kannski heimsins. Hann hefur
stærðina, hann hefur öryggið.
Hann er metinn á 80 þús. pund
pund eða tæpar 10 miilj. ísl.
kr.
Josef Matopust, Tékkósló-
vakíu. Hann er v. framvórð-
ur og var nr. 1 í kosningu um
beztu knattspyfnunienn Ev-
rópu s.l. ár Það segir sína
sögu um hæfileika hans. —
Han er metinn á 80 þús. pund
eða tæpar 10 millj. ísl. kr.
Svatopluk Pluskal, Tékkó-
slóvakíu. Öruggur og traust-
ur h. framvörður, meistari
sóknartilrauna í tékkneska
Bobby Smith fyrirliði Breta
landsliðinu og hjá Dukla-
félagi sínu. Hann er eins og
Matopust stjarna Tékka. —
Hann er metinn á 70 þús.
pund eða hálfa níundu millj.
ísl. kr.
Djalma Santos Brasilíu. —
Hann lék með Brasilíu og
vann heimsmeistaratitil. —
Hann leikur bakvörð af meira
öryggi og kunnáttu en nokk-
ur getur kennt. Hann er orð-
inn þrítugur og nú fer að
halla undan fæti en samt er
hann dýrasti máður liðsins,
metinn meir en nokkur him\a
ungu manna, eða á 150 þús.
pund eða sem næst 19 milij.
kr.
Milutin Soskic, Júgóslafíu,
ungur, glæsilegur og stórkosc
legur markvörður sem kos-
inn var annar bezti markvörð
ur í síðustu heimsmeist'ara-
keppni. Hann er ein aðal-
stjarna hins ört vaxandi júgó-
slavneska landsliðs.
Hinir sem ekki eru á
Myndinni.
Jan Popkuhar, Tékkósló-
vakíu og Karl Heinz V-
Þýzkalandi koma saman með
flugvél. Hinir 5 voru í loft-
inu á leið til Lunduna í gær
frá Lissabon, Hamborg og
Madrid. Loks eru tveir Skot-
ar í „heimsliðinu“ þeir Denn-
is Law og J. Baxter.
Það er dálitlum erfiðleik-
,um bundið fyrir þessa menn
að skilja hvern annan. Móð-
urmál þeirra eru 8 þjóó'tung
ur. Sá er sér um liðið Fern-
ando Riera framkv.stj. talar
portugölsku, frönsku k)g
spönsku. Einu mennirnir sem
ekkert orð skilja í þeim mál-
um eru Skotarnir tveir.
Það er uppselt á Wembley
leikvanginn í kvöld. Þar
verða yfir 100 þús. manns og
spenningurinn er gífurlegur.
Leiknum er auk þess sjónvarp
að um flest lönd Evrópu.
Tilgátur manna um úrs’.it
standa 5 gegn 4 heimsliðinu
1 vil. Margir eru reiðir yfir
því að skipta á um 5 menn í
heimsliðinu í hálfleik og segja
sem svo að Englendingar
vérði að berjast gegn hálfu
öðru landsliði. En jafnvel þeir
sömu segja að með því verði
þó leikurinn sýning góðrar
knattspyrnu, því ef um „bíóð
ugan bardaga“ væri að ræða
ættu Englendingar sér enga
von um sigur. *
Englendingar tefla fram
reyndu og góðu 'liði sem á
síðustu mánuðum á glæsileg-
an feril að baki, sigur yfir
Tékkum 4—2, sigur yfir A-
Þjóðverjum 2—1, sigur yfir
Svisslendingum 8—1 og. sigur
yfir Wales 4—0.
Fyrirliði Englendinga er
Bobby Smith, hinn ötuli bar-
áttumaður Tottenham. Fyrir-
liði heimsliðsins er hinn 37
ára gamli d,i Stefano, sem
margan glæsilegan sigurinn
hefur unnið á knattspyrnu-
vellL
Skíöaráðið fagnar
25 ára aímæíi í haust
AÐALFUNDUR Skíðaráðs
Reykjavíkur var haldinn fimmtu
daginn 1. þ.m. að Café Höll,
Austurstræti 3. Allir fulltrúa
skíðafélaganna voru mættir, auk
þess mættu á fundinum margir
aðrir skíðamenn.
Formaður ráðsins Fr. Ellen
Sighvatsson, setti fundinn og
bauð fulltrúa velkomna. Formað
ur minntist látins félags, Þor-
kels Þorkelssonar KR. Þorkell
lézt s.l. vetur af slysförum. Bað
formaður fundarmenn að rísa
úr sætum.
Fundarstjóri var kosinn Stef-
án Björnsson Skíðafélagi Reykja
víkur, fundarritari Guðjón Val-
geirsson, Ármanni.
Formaður las upp skýrslu ráðs
ins frá s.l. starfsári, gjaldkerinn
Þorbergur Eysteinsson, las upp
reikninga, sem voru samþykktir.
Starfsemi Skíðaráðs Reykjavik-
ur er með ágætum og hagur
ráðsins góður. A þessu hausti
verður Skíðaráð Reykjavíkur 25
ára og hugsa Skíðafélögin til fagn
aðar í tilefni þess. Skíðamenn
eru Reykvíkingum þakklátir fyr
ir hjálpsemi í sambandi við firma
keppnina, án þessarar miklu
hjálpar mun stapfsemin verða
mun erfiðari.
í Skíðaráði Reykjavíkur eru
eftirtaldir fulltrúar fyrir n.k.
starfsár:
Sig. R. Guðjónsson, ÍR, Hin-
rik Hermannsson, KR, Leifur
Möller, Skíðafél. Reykjavíkur,
Þorbergur Eysteinsson, ÍR, Ell-
en Sighvatsson, íþróttafélag
kvenna, Guðmundur Magnússon,
Val, Björn Ólafsson, Víking.
Fr. Ellen Sighvatsson var end-
urkjörin formaður ráðsins.
Eftir áðalfundinn var sameig-
inleg kaffidrykkja.
Karl Benediktsson Fram smýgur hér sérlega glæsilega gegnum 4 manna vörn Víkings og skorar
fyrir lið sitt. Þetta er með glæsilegri myndum, sem sézt hafa úr handknattleik lengi.