Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 23. okt. 1963 13 MORCUNBLAÐIÐ ( Raf eindareiknin gurinn sparar geysilega vinnu Á þriðjudagsmorgun fékk raf eindareiknirinn heimsókn virðu- legra gesta. Þeirra á meðal voru forseti íslands, Ásgeir Ásgeirs- son, ráðherrarnir Bjarni Bene- diktsson, Emil Jónsson og Gylfi Þ. Gíslason, borgarstjórinn í Reykjavík, Geir Hallgrímsson, sendiherrar Danmerkur og Banda ríkjanna, forstjórar ýmissa stofn ana o. fL Hér sést forseti íslands virða rafreikninn fyrir sér. Lengst til hægri stendur Ottó A. Michelsen, .Omboðsmaður IBM á fslandi, og næstur honum er Guðmundur Pálmason. Til vinstri við forset ann stendur Geir Hallgrímsson, borgarstjóri. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.). stöðvar, en minnsta gerð af 1620 rafeindareikninum hefur 20.000 minnisstöðvar. Vélin er ætluð til stærðfræðilegra útreikinga hvers konar, fyrst og fremst á sviði visinda og tækni. Segja má, að það taki vélina mínútur að leysa af hendi verkefni, sem tæki sér- fræðing heila viku með blað og blýant á milli handanna. Það ligg ur því í augum uppi, að þessi <s>---------------------------- vél opnar mikla möguleika á þvi að inna af hendi ýmis þau verk- efni; sem annars yrðu aldrei unn in. Auðvitað fer þó hraðinn og afköstin eftir eðli verkefnisins, og geta því verið allbreytileg. Hefur notkun hennar undanfarn- ar vikur eindregið bent til þess, að næg verkefni séu fyrir hendi hér á landi fyrir vél, sem þessa, óg að hún geti sparað mikinn tíma og fyrirhöfn fyrir fjölda manna. . Meðal verkefna, sem leggja má fyrir rafeindareikninn eru ýmsar stærðfræðilegar úrlausnir á sviði verkfræðinnar,. svo sem vega- og brúargerða, ýmiss konar bygginga mannvirkja af stærri gerð, o. s. frv., einnig á sviði veð- urfræði, fiskifræði, landbúnaðar- vísinda, tryggingarmála, vatna- og sjómælinga, eðlisfræði rann- sókna hvers konar, og svo mætti lengi telja. Loks skal þess getið að hinn danski verkfræðingur, sem hér hefur dvalið við kennslu að und- anförnu, hr Mogen Hansen, civ. ing., mun nk. miðvikudag, kL 17.30, halda fyrirlestur í 1. kennslustofu Háskóla íslands um notkun slíkra rafeindareikna al- ménnt, og nefnist fyrirlesturinn á dönsku: Elektroniska regne- maskiners anvendelse indenfor teknik og administration. FRÉTTAMÖNNUM var á þriffju- dag boffiff aff skoffa rafeinda- reikninn IBM 1620, sem er hér á landi um þessar mundir hjá ^ IBM-umboffinu á íslandi, fyrir- tæki Ottós A. Michelsens. Reiknirinn verffur hér alLs f fjórar vikur, og hafa . ís- lenzkir vísindamenn notaff hann r.,jög mikiff viff útreikninga sína. Er hann nú í notkun allan sólarhringinn. Sparar reikn irinn vísindamönnunum geysileg- an tíma, og helffi ekki veriff lagt út í ýmsa útreikningana, ef raf- eindareiknirinn hefffi ekki komiff hingaff. T. d. má geta þess, aff einn iét svo tím maelt, eftir aff hafa látiff vélina reikna fyrir sig í átta tíma afffaranótt þriffju- dags, aff þarna hefffi sér sparazt ársvinna. fslenzkir vísindamenn á ýmsum sviffum hafa safnaff geysimiklum upplýsingum, en ekki gefizt kostur á aff vinna úr þeim. Kæmi rafeindareiknir hing aff til lands, mundi affstaða þeirra gerbreytast. V Þórir Sigurðsson skýrði svo frá, aff Veffurstofan hefffi látiff rafeindareikninn gera ýmsa út- reikninga, sem ella hefffu ekki veriff gerffir. Hér hefffi þó affal- lega veriff um útreikninga í þjálf unarskyni að ræffa. Stefán Affal- steinsson hefur unnið úr mörgum þúsundum skýrslna frá saufffjár- ræktunarfélögum. Er hann aff rannsaka afurffagæffi eftir aldri og eftir þvi, hvort um einlemb- Inga effa tvílembinga er aff ræffa. Þá hefur hann einnig rannsakaff samband erfða og ullarlitar. Dr. Þorsteinn Sæmundsson og Þor- björn Sigurgeirsson hafa rannsak nff jarffsegulsviffiff og norffurljós. Einnig hafa notaff rafeindareikn- Inn þeir Sigurjón Rist (vatna- ntælingar), Páll Theodórsson (rannsóknir á magni tritiums í regnvatni) og Aðalsteinn Sigurðs ■on, fiskifræffingur. Hér fara á eftir ýmsar upplýs- ingar um rafeindareikninn, sem fréttamönnUm voru látnar í té. ★ Á undanförnum árum hefur framleiðsla -og notkun á svo- nefndum rafeindareiknum farið mjög í vöxt víðs vegar um heim. Fyrst í stað voru tæki þessi svo dýr, og auk þess svo fyrirferðar- mikil, að ekki var á valdi ann- arra eti fjársterkra stofnana eða ríkisstjórna hinna stóru landa að kaupa eða leigja slik tæki til af- nota. Aukin þörf fyrir slíkar vélar »em þessar og stórstígar fram- farir í framleiðslu þeirra hafa hins vegar breytt þessu viðhorfi «vo mjög, að nú eru þessar vélar viða taldar sjálfsagðar og ómiss- •adi við margvísleg störf, eink- um ýmsa stærðfræðilega- útreikn inga á sviði verkfræði, vísinda og tækni. Það má því telja það nokkum viðburð, að undanfarnar vikur hefur rafeindareiknir af nýjustu gerð verið hér í notkun. Á það skal bent í þessur sambandi, að vélinni hefur verið valið heitið rafeindareiknir, en ekki „raf- eindaheili", og er það viðleitni til þess að undirstrika þá stað- reynd, að enda þótt tæki þetta sé mikið furðuverk og geti l'eyst af hendi ýmsar erfiðar þraútir, þá jafnast það á engan hátt við mannlegan heila, og er raunar ónothæft nema undir stjórn hans. Ekki gerist þess heldur þörf að menn séu sprenglærðir stærð- fræðingar, til þess að geta lært að notfæra sér rafeindareikninn. Rafeindareiknir sá, sem hér um ræðir, hefur af hálfu fram- leiðenda hlotið nafnið IBM-1620, og var þessi gerð rafeindareikna fyrst framleidd fyrir rúmlega 3 árum af hinu kunna IBM-fyrir- tæki, sem starfandi er víðs vegar um lönd og framleiðir bæði raf- ritvélar, klukkur og klukkukerfi, bókhalds- og skýrslugerðarvélar og rafeindareikna af ýmsum stærðum og gerðum. Þannig stendur á komu raf- eindareikningsins hingað til lands, að fyrir nokkrum mánuð- um var fyrirtæki Ottós A. Mic- helsens, IBM-umboðinu á íslandi, kunnugt um að verið var að framleiða slíkan rafeindareikni á vegum IBM vestur í Kanada, og átti hann að fara til Finnlands. Buðust forstjórar IBM í Finn- landi til að rafeindareiknirinn yrði látinn staldra við hér á landi í nokkrar vikur á leið sinni austur yfir hafið, og verður reiknirinn þannig til afnota hér í um það bil 4 vikur, en heldur þá áfram reisu sinni til Finn- lands. Fortran Þeir, sem nota eiga slíkan raf- eindareikni, þurfa að læra eins konar táknmál, sem nefnist Fortran, en heitið er búið til úr orðunum „formula translation“. Þurfti þpí að efna til sérstakra námskeiða á þessu sviði, og hafa þrjú 'námskeið staðið yfir að ijndanförnu undir handleiðslu þeirra Mogens Hansens, verk- fræðings frá Danmörku, og Guð- mundar Pálmasonar, verkfræð- ings. Táknmálið Fortran er sér- staklega ætlað fyrir tæknilega og vísindalega útreikninga, en með því að nota það, er unnt að vera mörgum sinnum fljótari að ganga frá verkefni, þannig að rafeinda- reiknirinn geti tekið við því og unnið úr þ^í. Þátttaka í námskeiðum þess- um hefur verið mjög góð. Auk 20 verkfræðinema í verkfræðideild Háskóla íslands, hafa ýmsir starf andi verkfræðingar, tæknifræð- ingar, veðurfræðingar, viðskipta- fræðingar og vísindamenn, alls um 40 menn, tekið þátt í þessum Fortran-námskeiðum, sem nú er um það bil að ljúka. Auk danska verkfræðingsins, sem hér hefur verið að undan- förnu við kennslu á Fortran- námskeiðunum í Háskóla íslands, kom hingað til lands norskur tæknifræðingur, að nafni Fritz Myrback, sem er sérfræðingur í viðgerð og viðhaldi rafeinda- reikna; sá hann um uppsetningu vélarinnar hér. v En í hverju eru verkefni raf- eindareiknisins þá fyrst og fremst fólgin? Svo sem fyrr seg- ir, er þessi rafeindareiknir af miðlungsstærð, en með tiltölu- lega stórt minni miðað við stærð hans, eða samtals 62.000 minnis- Halldór Þorsteinsson i Háteigi afhendir Armanni Snævarr, rektor Háskóla íslands brjóstlíkanið. (Ljósm.: Mbl. Sv. Þ.). Háskólanum gefið brjóst- \ líkan af Ólafíu Jóhannsdótfur í GÆR var afhjúpaff á heim- ili Halldórs Þorsteinssonar í Háteigi brjóstlíkan af Ólafíu Jóhannsdóttur, sem Halldór færir Háskóla íslands aff gjöf í tilefni þess, aff liðin eru hundraff ár frá fæðingu Ól- afíu. Rektor Háskóla íslands, Ármann Snævarr, prófessor, var viðstaddur athöfnina og veitti gjöfinni viðtöku. Halldór komst svo að orði .við afhendingu styttunnar, að nú, þegar hundrað ár væru liðin frá fæðingu merkiskon- unnar Ólafíu J óþannsdóttur, langaði sig til að færa Há- skóla íslands að gjöf brjóst- líkan af hinni merku konu, sem eiginkona hans, Ragnhild ur Pétursdóttir, lét gera í eir eftir brjóstlíkani því, er vinir Ólafíu létu gera af henni, og stendur í Óslóborg. Likanið gerðj Kristinn Pétursson. Ólafía hélt fyrirlestur í Stúdentafélaginu norska 7. apríl 1894 um nauðsyn háskóla á íslandi. Þær frænkur, Ólafía Jóhannsdóttir og Þorbjörg Sveinsdóttir ljósmóðir, unnu í sameiningu að háskólamálinu í Hinu íslenzka kvenfjelagi. Fundur var haldinn um málið í félaginu 26. janúar 1894, og var þá stofnaður sjóður, sem ber nafnið „Sjóður Hins ís- Brjóstlíkanið af Ólafíu J óliannsdótt-.r eftir Kristin Pétursson. lenzka kvenfjelags 1894“. Úr honum eru veittir styrkir til kvenstúdenta. Styttunni mun verða ætlað- ur virðulegur staður í Háskóla íslands. ólafíu minnzt í Osló Mbl. frétti í gær, að Hvíta- sunnukonur í Osló og • fleiri aðiljar þar í borg hefðu minnzt . afmælisdags Ólafíu með athöfn við minnisvarða hennar. Minningarsjóður Ólafíu Jóhannsdóttur Þess má geta hér, að Minn- ingarsjóði Ólafíu Jóhannsdótt- ur, sem minnzt var á hér í Morgunblaðinu í gær, hefur borizt tíu þúsund króna gjöf frá Elli- og hjúkrunarheimil- inu Grund. Gísli Sigurbjörns- son, forstjóri, afhenti gjöfina. Milli Ólafíu og stofnenda elli- heimilisins, sr. Sigurbjörns Á. Gíslasonar og frú Guðrúnar Lárúsdóttur, var náin vinátta og margháttað samstarf að líknar- og trúmálum. Tekið verður á móti gjöf- um til sjóðsins í afgreiðslu Morgunblaðsins. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.