Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 12
12
MORCU N BLAÐIÐ
Miðvrkudagur 23. okt. 1963
• Útgefandi; Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvsemdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Komáð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
ÍTtbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aði-lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskriftargjald kr. 80.00 á mónuði innanlands.
1 lausasölu kr. 4.00 eintakiö.
AB YRGÐARLEYSI
FRAMSÖKNAR-
FLOKKSINS í
VARNARMÁLUM
F
amsóknarflokkurinn hef- ^
ur að undanförnu verið í
kapphlaupi við kommúnista
í ábyrgðarleysi í utanríkis-
og varnarmálum og er svo
mikið í mun að sýna, hve
■*' skeleggur málsvari hann sé
fyrir þá stefnu, sem komm-
únistar hafa lengst af haft
heiðurinn af að túlka, að grip-
ið er til broslegustu tilburða
á fyrstu dögum þingsins. Þeg-
ar kommúnistar höfðu flutt
tillögu út af fyrirhugaðri olíu
stöð NATO í Hvalfirði, hljóp
Eysteinn Jónsson upp til
handa og fóta og bað um orð-
ið utan dagskrár, til þess að
ræða þetta sama mál.
Þannig vildu Framsóknarfor
ingjarnir sýna, að þeir væru
ekki minni „frelsishetjur“ en
kommúnistar og stæðu dyggi-
lega á verði „gegn erlendri
ásælni“ — eða hvað það nú
er, sem þeir bandamennirnir
í Framsóknarflokknum og
kommúnistaflokknum nefna
" samstarf okkar í Atlantshafs-
bandalaginu.
íslendingar eru farnir að
þekkja sögu Framsóknar-
flokksins í varnarmálunum.
Hún er í stuttu máli sú, að
foringjar flokksins meta
varnir landsins og þátttöku
okkar í Atlantshafsbandalag-
inu aldrei sem sjálfstætt mál-
efni, heldur haga þeir mál-
flutningi sínum og aðgerðum
ætíð á þann veg, sem þeir
halda að geti orðið flokknum
til framdráttar í það og það
skiptið. Þeir telja með öðrum
-* orðum sæmandi að beita
hvers kyns blekkingum og
óheiðarleika í sambandi við
utanríkismál, ef hægt er að
vinna á því stundarhagnað í
innanlandsst j órnmálunum.
AFSTAÐA
KRISTINS GUÐ-
MUNDSSONAR
■\TÚ er risin upp deila milli
-L ’ Tímans og Guðmundar
í. Guðmundssonar, utanríkis
ráðherra, um afstöðu dr.
Kristins Guðmundssonar inn-
an Atlantshafsbandalagsins,
þegar hann var forseti ráðs
þess, varðandi ósk bandalags-
ins um mannvirkjagerð í
HvalfirðL
slíkt samþykkt og bætir við:
„.... enda sjá menn, hve
fráleitt það er að ætla dr.
Kristni að samþykkja eða
leggja blessun sína yfir slíkt
upp á sitt eindæmi, á sama
tíma og hann vinnur að þings-
ályktunartillögu um endur-
skoðun ó'g uppsögn á varnar-
samningnum frá 1951.“
Þessi röksemd er harla létt-
væg, eins og gleggst sézt á
því, að í desember 1955 ræddi
blaðamaður Morgunblaðsins
við dr. Kristin Guðmunds-
son í París og í Morgunblað-
inu 23. desember stendur eft-
irfarandi, sem aldrei hefur
verið mótmælt:
„Er við blaðamennimir
snerum okkur til dr. Kristins
Guðmundssonar og spurðum
hann um þetta mál, kvað
hann, að samþykkt mundi
verða að byggja uppskipun-
arhöfn í Njarðvíkum. Aðeins
væri eftir að ganga frá smá-
vægilegum formsatriðum. Er
gert ráð fyrir að byggja þama
höfn.fyrir 120 milj. kr. Munu
íslendingar byggja höfnina
en hún greidd með banda-
rísku fé.“
Dr. Kristinn Guðmundsson
var þannig hreint ekki á því
að hindra frekari fram-
kvæmdir í þágu varnarliðs-
ins, vegna þess að hann hefði
í hyggju að segja upp varn-
arsamningnum frá 1951.
Þvert á móti samþykkti hann
nýja stórframkvæmd á veg-
um varnarliðsins.
í sömu fregn Morgunblaðs-
ins er frá því skýrt, að
Wright flotaforingi hefði
sagt frá því, að Atlantshafs-
bandalagið hefði farið fram á
að fá afnot af herskipalægi í
Hvalfirði. Orðrétt segir:
„Það hefur ekki verið ósk-
að eftir að reisa flotastöð á
íslandi og ég tel alls ekki
líklegt að þess verði óskað.
Hins vegar hefur verið farið
fram á að hafa afnot af her-
skipalægi í Hvalfirði, en það
þýðir alls ekki að þar verði
flotastöð. Þar munu herskip
ekki leggjast að bryggju og
hermenn ekki ganga á land.
í öllum flotastöðum er margt
starfslið og mikið umstang á
landi. En hjá ykkur kemur
slíkt ekki til mála. Hitt vona
ég að við fáum hið umbeðna
herskipalægi. Er óhætt að
fullyrða, að á friðartímum
verður það ekki mikið notað.“
ÍBÚATALA jarðarinnar var á
miðju árinu 1961 kringum 3069
milljónir. Það leiðir í ljós, að
jarðarbúum fjölgaði um 61 millj.
frá árinu 1960, og er það meiri
árleg fólksfjölgun en sem nem-
ur þrefaldri íbúatölu allra Norð-
urlanda. Þessar upplýsingar
koma fram í síðasta bindi af
árbók Sameinuðu þjóðanna um
manntal og upplýsingar því
tengdar, „Demographic Year-
book.“
Þetta verk hefur að geyma
yfirlit yfir alþjóðlegar hagfræði
skýrslur varðandi fólksfjölda,
fæðingar, dánartölu, hjónavígsl-
ur, hjónaskilnaði o.s.frv. í síðasta
bindi verksins eru fyrat og
fremst upplýsingar um mann-
tal.
Jarðabúum fjölgaði á árunum
1950 til 1961 um 1,8 af hundraði
árlega. í skýrslum Sameinuðu
þjóðanna er hins vegar lögð á-
herzla á að fjölgunin hafi verið
örari seinni hluta þessa tímabils,
og að á árunum 1960—61 hafi
hún verið 2 af hundraði.
Tala fæðinga á hverja 1000
jarðarbúa er sögð vera 36, en
tala mannsláta 18. Hæsta hlut-
fallstalan fyrir einstök svæði er
í Afríku, á hitabeltissvæðinu og
í sunnanverðri álfunni .47 fæð-
ingar og 26 mannslát á hverja
1000 íbúa. Lægstu hlutfallstölur
eru í Evrópu norðan- og vestan-
verðri. Lægsta fæðingartalan á
hverja 1000 íbúa er 13,9 í,Sví-
þjóð, en lægsta dánartalan á
1000 íbúa er 7 á íslandL
Þetta' segir Wright flotafor-
ingi, eftir að hafa rætt þessi
mál við dr. Kristin Guð-
mundsson og aðra þá, sem
réðu ráðum sínum í Atlants-
hafsbandalaginu. Hvaða á-
lyktun, sem af þessum um-
mælum má draga, er þó a.m.k.
hægt að fullyrða, að þáver-
andi utanríkisráðherra ís-
lands hefur ekki harðneitað
þessari málaleitun. Wright
flotaforingi hefði þá auðvitað
ekki nefnt hana.
LÆRA SEINT
fj’n Framsóknarforingjarnir
ætla seint að læra að
skilja það, að fyrr eða síðar
þá hefnir ábyrgðarleysið sín.
í landhelgismálinu fóru
Framsóknarmenn hinar
mestu hrakfarir. Þeir belgdu
sig upp og þóttust ætla að
gera landhelgismálið að aðal-
kosningamáli, en þegar skor-
að var á þá að standa við
stóru orðin og kjósa um land-
helgismálið lyppuðust þeir
niður.
Eins er það með varnar-
málin, að sama er hvar stung-
ið er niður hendi, alls staðar
sést ábyrgðarleysi Framsókn-
arflokksins.
Samt er Tíminn svo klaufsk-
ur að ympra á þessum mál-
um af og til og verður sér
jafnoft til skammar. Skal
ekki að því eytt fleiri orðum.
Smábarnadauðinn er að
minnka í flestum löndum heims.
í Chile er hann 116,2 á hver
1000 börn sem fæðast lifandi;
í Hollandi er hann 15,4 og í
Svíþjóð 15,5, og æru þessi tvö
lönd með lægstu dánartölu fyrir
smá'börn.
Meðalaldur kvenna í Noregi,
Hollandi, Svíþjóð og víðar er
kominn upp í 75 ár, en í Dan-
mörku, Bandaríkjunum og víðar
er hann kringum 74 ár. Meðal-
aldur karlmanna er talsvert
styttri hvarvetna í heiminum. í
Hollandi, Noregi og Svíþjóð er
hann t.d. 71 ár, en í ísrael og
Danmörku rúmlega 70 ár.
í flestum löndum Evrópu, að
Sovétríkjunum meðtöldum, og
í Norður-Ameríku eru konur
fleiri en karlmenn. Löndin í Asíu
og Ástralíu hafa hins vegar yfir-
leitt fleiri karla en konur. Þar
er það venja, að karlar séu
fjölmennari en konur í lægri ald-
ursflokkum, en aftur fámennari
í hærri aldursflokkum. Þetta
stendur í sambandi við þá al-
kunnu staðreynd, að það fæð-
ast fleiri drengir en stúlkur, en
dánartala kvenna er lægri í öll-
um aldursflokkum. Yíðast hvar
eru konur í meirihluta í aldurs
flokknum 15—30 ára. í Svíiþjóð
á. þetta við allt upp að aldurs-
flokknum 55—59 ára.
DANIR gefa mest til hjálpar-
starfs S.Þ.
Danir eru enn efstir á skrá yfir
þau lönd sem gefið hafa fé til
tæknihjálpar Sameinuðu þjóð-
anna. Árið 1962 var það Kuwait
sem var efst. Nýútkomin skýrsla
sýnir að árið 1963 hefur hver
Dani lagt fram upphæð sem
nemur 40,8 sentum (ca. 17,50 ísl.
kr.) til tæknihjálparinnar. Þar
næst eru Noregur með 27,1 sent
á mann, Svíþjóð með 26,6 sent,
Holland með 15,2 sent, Sviss með
14,5 sent, Bandaríkin með 11,7
sent, Kanada með 11,6 sent, Nýja
Sjáland með 11,2 sent, Bretland
með 7,1 sent og Ástralía með 7
sent á hvern íbúa. Þó ekki sé
reiknað í hlutfalli við fólks-
fjöida, eru Norðurlönd glæsilega
sett. Framlag Bandaríkjanna er
21.822.733 dollarar, framlag
Bretlands er 3.750.000 dollarar,
Vestur-Þýzkalands 2.650.000 doll
arar, Kanada 2.150.000 dollarar,
Svíþjóðar 2.010.430 dollarar, So-
vétríkjanna 2.000.000 dollarar,
Danmerkur 1.882,149 dollarar,
Frakklands 1.852.555 dollarár,
Hollands 1.790.254 dollarar og
Noregs 980.000 dollarar.
SÁLRÆNIR erfiðleikar hjá 15
af hverjum 100 skólabörnum.
Rannsóknir í mörgum Evrópu
löndum, þeirra á meðal Dan-
mörku, Finnlandi, Hollandi og
Bretlandi, sýna að allt að 15 af
hverjum 100 skólabörnum bera
þess merki að þau eiga við sál-
ræna erfiðleika að stríða á viss-
um skeiðum. Meðal þessara erfið
leika eru árásarhvöt, agaleysi,
feimni og taugaspenna, og þarfn
ast slík börn aðstoðar sérfróðra
manna. Þetta kom fram á ráð-
stefnum um skólann og heil-
brigði barna, sem Alþjóðaheil-
brigðisstofnunin (WHO) gekkst
nýlega fyrir í HollandL
Á þessari ráðstefnu var eink-
um fjallað um vaxandi ábyrgð
heilbrigðisyfirvalda í skólum á
sálrænni og félagslegri þróun
barnanna. Fyrsta atriðið sem
taka verður tillit til er fjölskylda
barnsins. Allar rannsóknir á
börnum verða að ná til fjöl-
skylduaðstæðnanna. Hjúkrunar-
konur skólanna eru í þessu sam-
bandi bezt fallnar til að hein>-
sækja heimili barnanna og halda
sambandi við foreldrana, meðan
barnið er á skólaskyldualdrL
í vissum skilningi er upf>-
fræðsla foreldranna einnig hlut-
verk sem heilbrigðisyfirvöld i
skólum ættu að rækja. Þessi
fræðslustarfsemi ætti að hefjast
jafnskjótt og barnið byrjar skóla
göngu. Vellíðan og þroski barns-
ins ásamt frammistöðu þess i
skólanum hljóta að verða fyrir
áhrifum frá foreldrum, sem eru
óeðlilega metnaðargjörn eða sena
rífast að staðaldri, af sundruð-
um heimilum eða af „hálfri fjöí-
skyldu“, þar sem annað hvort
faðirinn eða móðirin er látin.
Skólinn verður líka að veita
barninu hollt og gott umhverfL
Afstaða kennarans — stundum
er ögrandL stundum alltof gagn
rýninn — er mjög -mikilvæg.
Oft er meðal barnanna keppnis-
andi sem kennarinn ýtir undir.
Þetta getur verið skaðlegt. Þegar
á fyrstu árum barnaskólans eru
10 af hverjum 100 börnum tal-
in vera „misheppnuð.“
Á ráðstefnu WHO voru sér-
fræðingar frá heilbrigðiseftirliti
skólanna í 25 löndum, m.a. full-
trúar frá íslandi, Finnlandi, Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð.
Sameinuðu þjóðirnar hafa til-
kynnt að umræðum Allsherjar-
þingsins verði útvarpað yfir tutt
bylgjustöðina WLWO. Sending-
arnar verða á frönsku og ensku
meðan Allsherjarþingið stendur
yfir.
MILLJÓNIR manna í þróunar-
löndunum atvinnulausir.
Alþjóðavinnumálastofnunin
(ILO) kvaddi saman ráðstefnu
í Genf dagana 30. september til
18. október um atvinnuleysi og
afleiðingar þess í þróunarlönd-
unum, en þar eru horfur nú
slæmar. Samkvæmt nýútkominni
skýrslu um ástandið þar eru
milljónir ungra manna nú at-
vinnulausar og vonlausar um
verkefni á blómaskeiði ævi sinn-
ar — og á þetta ékki sízt við um
lönd með háa fæðingartöiu og
lága dánartölu.
ILO-skýrslan, „Employment:
Objectives and Policies", fjallar
fyrst og fremst um ýmis alvar-
leg vandamál í þróunarlöndua-
um.
— f Indlaridi eru um 10 mill-
jónir manna algerlega’ atvinnu-
lausar, 15—18 milljónir að háifu
atvinnulausar og fjöldi manna
sem fæst við lítils nýt og óarð-
bær störf. Af atvinnuleysingjun-
um eru 38 af hundraði í sveitun-
um og 52 af hundraði í bæjun-
um 18—26 ára.
— í Afríku yfirgefa dugleg-
ustu og líkamlega færustu menu
irnir landbúnaðarstörfin og sækja
um launaðar stöður, svo þeir
geti greitt skatta og náð í neyzlu
vörur. Þetta hefur ekki einung-
is í för með sér atvinnuleysi 1
þéttbýlinu, heldur einnig mikla
erfiðleika í landbúnaði og upp-
lausn í hefðbundnum lífsvenjum
sveitaþorpanna.
— Á stórum svæðum í róm*
önsku Ameríku er til nægilegt
ræktað iandrými- til að auka at-
vinnuna og afraksturinn í land-
Framh. á bls. 23.
Tíminn segir að dr. Krist-
inn Guðmundsson hafi ekkert |