Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 10
10 MORGUN BLAÐIÐ Miðvikudagur 23. okt. 1963 MMPMWMHMM Hann labbaði út íneð leyniskjölin ..".......222 NÝL.EGA komst af tilviljun í París upp um njósnara, Pag- ues að nafni, sem í 19 ár var búinn að njósna fyrir Rússa og hefur síðustu árin haft að- stæður til að koma svo mikl- um leynilegum upplýsingum til þeirra um varnir Atlants- hafsbandalagslandanna, á- form þeirra og skýrslur, að talið er að taki a.m.k. þrjú ár að bæta tjónið, því öllu þarf að breyta. George Paques var aðstoð- arframkvæmdastjóri upplýs- ingadeildar NATO frá í októ- Hann labbaði út með leyniskjölin ber 1962 og hafði sem slíkur aðgang að leynilegum skjöi- um og kortum varðandi várn- ir Atlantshafsbandalagsríkj- anna. Hann ber þetta ofur rólegur út af fundum í skjala tösku sinni, lánaði Rússum það í 48 klukkustundir, og skilaði þeim svo aftur á sinn stað. Paques lét aldrei neih tækifæri fram hjá sér fara. Hann skrifaði hjá sér það sem sagt var, eins og sést á með- fylgjandi myndum, sem tekn- ar voru á einni ráðstefnu Atlantshafsbandalagsríkjanna í París. Hann lét sér ekki nægja að veita Rússum upp- lýsingar um hernaðarleyndar- mál, heldur hélt fyrir þá minn ismiða um atburði og menn. í>essi vani hans að vera sí- fellt að skrifa hjá sér „hefði e.t.v. átt að vekja grun, en hann var snillingur í að stinga miðunum í flýti niður hjá sér, og var fljótur sem elding að því. Og það var tilviljun að upp um hann komst, eða því sem næst. Leynilögreglan var búin að elta tvo.Sovétnjósnara í París um skeið. Dag nokk- urn gengu þessir tveir menn inn í kaffihús í nánd við ó- peruna, settust og lögðu skjala tösku við borðið hjá sér. Þá kom þriðji maðurinn, sem leynilögreglumennirnir þekktu ekki, settist við næsta borðið og skipti án þess að segja orð um skjalatöskur, tók tösku Rússanna og skildi sína eftir. Leynilögreglumenn irnir fóru að leita í mynda- safni sínu og að lokum þekktu þeir ókunna manninn, sem vegna starfa síns var þar á skrá, skv. reglum. Ekkert ann að benti til þess að hinn sam- vizkusami starfsmaður, Georg Paques sem sjálfur gekk gjarn an um og strauk með tækjum eftir veggjum, til að fullvissa sig um að enginn hljóðnemi væri þar falinn, áður en fund ir hófust hjá NATO væri njósnari. Kona hans og hann höfðu næg laun, 450 þús. franka á mánuði, og hafa ekki pen- ingaáhyggjur. Vitað var að þau keyptu hús sitt fyrir erfisfé. Hann virtist ekki hafa fengið mikið fé fyrir njósnir sínar og þó byrjuðu þær í Alsír árið 1943. Talið er því að með þessu hafi hann ver- ið að leika „stóra manninn", haft draumóra á borð við Walter Mitty um að það sé í rauninni hann sem stjórni heimsmálunum. George Paques gengur ofur rólegur út af ráðstefnunni með leyniskjöl undir hend- innL í>egar hann var handtekinn gekk það ákaflega kurteis- lega fyrir sig. Tveir leynilög- reglumenn gengu til hans: — Monsieur Paques, megum við trufla yður andartak? Andar- takið stóð í 48 klukkustundir. Paques gat ekki neitað. Le^hi þjónustan hafði myndir af honum með rússnesku mönn- unum. Yfirheyrslan fór fram eins og þegar menn sitja og rabba yfir glasi, það þurfti að senda sérstaklega út eftir beaujolaisvíni handa Paques, þar eð þeir eru aðallega fyrir wisky hjá rannsóknarlögregl- unni. Um hádégið var matar- hlé. Paques og lögreglumenn irnir fóru saman í mat á veit ingahús við Beauvautorg og spjölluðu um annað yfir matn um. Árangurinn af yfirheyrzl unni var 15 síðu skýrsla með allri sögunni, sem sýnir að Paques starfaði allan tímann einn, og lét Rússana hafa all- ar þær upplýsingar' sem hon- um hugkvæmdust sjálfum, þeir þurftu aldrei að leggja honum lífsreglurnar eða biðja um neitt. Og svo grípur hann tækifærið, þegar athygli manna bein- ist að öðru, og stingur miðanum eldsnöggt í vasann. Paques hripar niður hjá sér það sem sagt er á NATO-ráð- stefnu í Paris. Við hiið hans situr Kanadamaðurinn Fortier. Hlerkilegt starf: Evrópuráðið vinnur að samræm- ingu kennslubóka í landafræði Rætt við Guðmund Þorláksson, magister ÞEIR cand. mag. Guðmundur Þor láksson, kennari, og Sigurður ÞórarinSson, jarðfræðingur, eru nýkomnir heim af fundi, sem haidinn var á vegum Evrópuráðs ins í Bray á írlandi, og fjallaði um samræmingu á kennslubók- nm í landafræði, sem kenndar eru í framhaldsskólum í aðildar ríkjum Evrópuráðsins. Mbl. átti stutt samtal við Guð ■mund af þessu tilefni. Sagði hann að þessi samræming á kennslubókum væri unnin að frumkvæði og á vegum Evrópu- ráðsins. Áður hefur verið unnið að samskonar samræmingu á kennslubókum í sagnfræði. Þetta er þriðji fundurinn, sem Guð- mundur sækir um þetta mál. Sa fyrsti var haldinn í Goslar í Þýzkalandi í hittifyrra og fjall aði um Mið-Evrópu. Fundurinn núna var um Vestur-Evrópu, og á næsta ári verður fjallað um Norður-Evrópu. Eru miklar lík ur á, að sá fundur verði haldinn hér í Reykjavík. Markmið þessarar samræm- ingar .er að losna við óvinsamleg ummæli í garð annarra landa, en af þeim úir og grúir í kennslu- bókum, þó líklega einna minnst hér á landi. Þá eru leiðréttar hreinar villur, sem eru margar, og hafa þar á meðal slæðzt í ís- lenzkar kennslubækur. Einnig er alls konar misskilningur leið- réttur og rangar þýðingar. Með þessu móti er unnið að bættri samb.úð Evrópurikjanna, meiri skilningur þeirra í milli og stuðl að að aukinni samvinnu þeirra. Villur í kennslubókum hafa verið mikill þröskuldur í vegi aukins samstarfs Evrópuþjóða. Alls konar fordómar og sleggju dómar um önnur lönd og aðrar þjóðir vilja festst í minni ungl- inganna, sem lesa kennslubæk- urnar á þeim árum, þegar þeir eru að mótast. Úr þessu á starf ið, sem hér er unnið á vegum Evrópuráðsins, að bæta. Starfið er unnið þannig, að t.d. í vetur verður hér á landl lesið allt Jaað, sem um ísland stendur í landafræðibókum aðild arríkja ráðsins. Verðá þá allar villur leiðréttar, en þess má geta að víða er alls ekkert getið um ísland, enda er þáttur Norður- landa enn yfirteitt rýr í kennslu bókum sunnar í álfunni. Dráttarbrautin aftur í notkun AKRANESI, 21. okt. — Ekki hef- ur verið tekinn bátur upp í drátt arbrautina héir frá því í fyrra- haust vegna endurskipulagning- ar, þ.e. gagngerðrar viðgerðar og endurnýjunar. Nú er fyrsti báturinn kominn á sleðann til að takast upp. Er það Bjarni Jóhannesson. — Oddur, /

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.