Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. okt. 1963 MORGUNBLAÐIÐ Kommúni.ítar — VIÐ vorum á reki 12— 14 tíma og veðurhæðin var að minnsta kosti 14 vind- stig þegar verst var. Gang- urinn við- keisinn stjórn- borðsmegin fylltist af sjó er járnhurðin á honum gekk af hjörunum. Stjórnborðs- hurðin á brúnni gekk inn með karmi og öllu saman og hentist þvert gegnum brúna. Þó stóð ég þar í sjó upp undir hendur. Öll sigl- ingatæki urðu óvirk og síð- ar sendirinn, þegar spennu breytirinn við hann blotn- aði. Um tíma héldum við Skipshöfnin á Bindholmen. I miðjunni eru skipstjórinn (í leðurjakka) og styrimaður (með hatt). (Ljósm. Mbl. Ól. K. Mag). Bænastund í klefa skipstjóra er skipið hallaðist 40 gráður að við myndum farast. Við höfðum sameiginlega hæna stund og hétum á kirkjur heima í Noregi, þegar út- litið var verst. Það má heita einstakt lán að allt fór vel, því um skeið hall- aðist skipið 40 gráður á stjórnborða og dekkið stóð fullt af sjó. Hefði þá riðið á okkur annar sjór hefðum við ekki verið hér til frá- sagnar, sagði skipstjórinn á Hindholmen, Georg Sætre frá Álasundi, er við hittum hann um horð í skipi sínu um hádegið í gær. Eins og skýrt var frá í frétt blaðsins sl. föstudag, lenti línuveiðarinn Hindholmen frá Álasundi í ofsastormi mánu- daginn 14. okt., þar sem hann var staddur í Grænlandshafi á 65,30 gráðu Nbr. og 31,30 gráðu VI eða þvert vestur. af Bjargtöngum. Skipið var þá í háska statt og gat sent út neyðarkall og nokkrum klukkustundum síðar kom þýzki togarinn West Rek- chlinghausen skipinu til að- stoðar. Þá voru öll siglinga- tæki línuveiðarans óvirk og einnig sendistöðin, en þýzka skipið lónaði við hlið Hind- holmen og bæði skipin dældu olíu í sjóinn. Þá var tekið að lægja véðrið, en stórsjór var. Þýzki togarinn sendi þær orð- sendingar er norská skipið þurfti að koma frá sér. — Þegar stórviðrið, sem fylgdi fellibylnum „Floru“ náði okkur, vorum við staddir djúpt undan Grænlandsmið- Skipstjórinn á Hindholmen Georg Sætre, stendur við stjóm- borðsganginn þar sem brotsjór reif hurð af hjöru-i. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þ.). um. Við vorum á flyðruveið- um með línu og höfðum feng- ið 25 tonn í lest, en á dekkinu voru 7-—8 tonn, sem ekki var búið að ganga frá til frysting- ar. Við heilfrystum flyðruna og getum lestað 58 tonn af henni, en hún tekur mun meira rúm þannig. Skipið er hins vegar 150 tonn að stærð, byggt 1915, en endurbyggt nokkrum sinnum síðar. Við lögðum upp í þessa ferð að heiman frá Álasundi hinn 9. september og hefur veiðin gengið vel. Annað skip að heiman var um 40 mílum aust ar er veðrið skall á og hlekkt- ist ekki á, en veiðin hjá því • gekk mun ver. — Hvað eruð þið margir um borð? — Við erum 11 á skipinu. — Og slasaðist enginn í of- viðrinu? — Nei. Ekki er hægt að segja það. Enginn slasaðist. Hins vegar varð vélstjórinn okkar svo miður sín að við urðum að leggja hann í sjúkra hús í Angmagsalik, en þangað héldum við eftir að veðrinu tók að slota. — En það urðu miklar skemmdir á skipinu, þótt þið dælduð út olíu til að lægja sjóinn? — Já við dældum út 8000 lítrum af olíu auk þess sem þýzki togarinn dældi einnig út olíu. Við urðum því að fá nýj- ar olíubirgðir í Angmasalik, áður en hægt var sigla hingað. Fyrst reyndum við að halda upp í veðrið og beittum bak- borðsbógi upp í vindinn, en þá fengum við brotsjóinn á hurðina á stjórnborðgangin- um, einnig fyllti dekkið og skipið hallaðist 40 gráður á stjórnborða. Settum við þá fulla ferð áfram og beygðum hart í stjór og þannig tókst okkur_ að rétta skipið. Hefð- um við fengið annan sjó á eft- ir þeim, sem lagði skipið á hliðina, hefðum við ekki verið til frásagnar. Síðan héldum við undan veðrinu. Þegar okk- ur virtist sem öll sund væru að lokast komum við saman til bænastundar í klefa mín- um, sagði Georg Sætre, skip- stjóri. Við hétum á kirkjur heima og báðum.bæna. Þá var björgunarbáturinn laus og Framh. á bls. 23. Angmasalik Staða Hindholmen frá því óveðrið skall á og þar til því slotaði. 3« 2$ Ls V-31-30" Reykjavik og framleiðslan * Kommúnistablaðið birtir l gær forystugrein, þar .sem það viðurkennir að útflutningsfram- 4 leiðslan sé „undirstaða" íslenzks efnahagslífs. Þrátt fyrir það kemst blaðið að þeirri fáránlegu niðurstöðu að tilkostnaður, þar á meðal það kaupgjald, sem út- flutningsatvinnuvegirnir þurfi að greiða, skipti í raun og veru engu máli um afkomu þeirra. Kemst kommúnistablaðið m.a. að orði á þessa leið: „Erfiðleikar útflutningsat- vinnuveganna erp stundum not- aðir sem röksemd fyrir því, að kaupgjald verkafólks, sem starf- ar við sjávarútveg og fiskiðnað, megi ekki hækka, en sú röksemd er mikil firra.“ Þannig er öll röksemdafærsla kommúnista. Þeir reyna sífellt að telja þjóðinni trú um það, að aðalliður framleiðslukostnaðar- ins, kaupgjaldið, skipti í raun og veru engu máli fyrir afkomu út- flutningsframleiðslunnar. Hver getur tekið mark á slíkum angur- göpum? % Niðurfærslan 1959 Xíminn ræðst nýlega heiftar- lega á Alþýðuflokksmenn í Norð- urlandskjördæmi eystra, sem vörpuðu fram þeirri spurningu á fundi sínum, hvort ekki væri mögulegt að fara niðurfærsluleið í efnahagsmálum, svipað og gert var í tíð Alþýðuflokksstjórnar- innar 1959. Lýsir Tíminn þessum ráðstöfunum Alþýðuflokksstjórn- arinnar sem hinni mestu árás á launafólk og bændur, en hins- vegar „til hags fyrir gróðamenn og stóratvinnurekendur.“ Alþýðublaðið svarar þessari árás Xímans í gær í forystugrein sinni og kemst þá m.a. að orði á þessa leið: „Þessi lýsing gefur tilefni til upprifjunar. Þegar þessi voða- lega lausn efnahagsvandans um jólin 1958 var samþykkt á AI- þingi, höfðu núverandi stjórnar- flokkar ekki meirihluta á þing- inu. — Framsóknarflokkurinn hafði það „stöðvunarvald", sem liann bað kjósendur um s.l. vor — en fékk ekki.> Þannig hafði Framsóknar- flokkurinn á valdi sínu að stöðva niðurfærsluna 1959, en hann gerði það ekki. Framsóknarmenn létu lausnina vera að lögum og . bera því ekki síður ábyrgð á henni en stjórnarflokkarnir." Fjórum árum síðar Alþýðublaðið heldur áfram forystugrein sinni: „Nú — f jórum árum síðar, seg- ir Tíminn að þetta hafi verið álögur á bændur og launamenn til hags fyrir gróðamenn og stór- atvinnurekendur. Virðast þing- menn Framsóknarflokksins þvi hafa staðið að miklu illvirki og notað illa stöðvunarvaldið, sem þeir höfðu. Hitt mun vera sönnu nær, að niðurfærslan 1959 kom vinnandi stéttum til góða framar öðrum og fólk taldi sig mega vel við una. Hafa kommúnistar » siðan vitnað til kaupmáttar launa þetta ár, sem þess hæsta, er hann hefur komizt. Það eru venjuleg vinnubrögð Framsóknarmanna að ætla nú að telja fólki trú um, að þarna hafi verið eitthvað allt annað á ferð. Með slíkum mál- flutningi vanmeta þeir skynsemi almennings i Iandinu.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.