Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. nóv. 1963
MORCUNBLAÐIÐ
5
Tekið á móti
tilkynningum
trá kl. 10-12 f.h.
:
llllpl
Orð spekinnar
LITLA BIBLÍAN. Þvi að svo elsk-
aði Guð heiminn, að hann gaf son
sinn eingetinn, til þess að hver,
sem á hann trúir, glatist ekki, heldur
hafi eilíft líf. Jóhannesar guðspjall,
3. kapituli, 16. vers.
Gl DEOIM
GIDEONFÉLAGIÐ Á íslandi
stofnaði Vestur-íslendingur-
inn Kristinn Guðnason, 1945.
Félagið er deild alþjóðlegs
félagsskapar, er nú starfar í
62 löndum — að sameigin-
legu markmiði: Skipulags-
bundinni dreifingu Biblíunn-
ar og Nýja testamentisins.
Um s.l. áramót hafði verið út-
hlutað samtals: 6.782.759 Biblí
una og 46.376.129 Nýja testa-
mentum.
Móðurfélagið var stofnað í
Bandaríkjunum 1898. Nutum
við í byrjun nokkurs stuðn-
ings frá því. — Formaður okk
ar hefur verið frá upphafi
Þorkell G. Sigurbjörnsson. —
Félagar eru 56. Þar af eru 10
búsettir utan Reykjavíkur.
Félag okkar hefur úthlutað
Bíblíum síðan 1950 í hótel,
farþegaskip, fangahús, og síð-
ast í Hafnarbúðir við Reykja-
víkurhöfn. Nýja testamentum
hefur verið úthlutað í sjúkra-
hús — 1 eint. við hvert rúm
— síðan 1951, til allra hjúkr-
unarkvenna í landinu, og til
allra tólf ára barna ár hvert
um land allt, síðan 1954.
Auk þess hefur Jóhannesar-
guðspjalli á tveim tungumál-
um, íslenzku og ensku, verið
úthlutað í framhaldsskólum,
samtals um 14.000 eintökum.
Alls hefur verið úthlutað
hér á landi 1.383 Biblíum og
33.968 Nýja testamentum.
Ánægjulegast þessara verk-
efna, og um leið fjárfrekast
og fyrirhafnarmest, hefur út-
hlutun Nýja testamentisins í
6. bekk barnaskólanna verið.
Sá háttur er allsstaðar hafð-
ur á, þar sem því verður við
komið, að Gideonfélagar ann-
ast sjálfir úthlutun bókanna.
— Allir unglingar á landinu,
á aldrinum '12 til 21 árs, eiga
nú bláa Nýja testamentið frá
Gideonfélaginu.
Fjár er aflað með framlög-
um félagsmanna og því, sem
þeim tekst að safna. Jafnað-
arlega þurfa þeir að geta lagt
til kr. 2000. — árlega. Hjá
okkur hefur það ekki komizt
á, sem .þó tíðkast annars stað-
ar, að söfnuðurnir taki sam-
skot einu sinni á ári til Gi-
deonfélagsins, svo sem þakk-
lætisvott fyrir hönd barn-
anna.
Ólafur kristniboði ávarpar börnin. Gestirnir í baksýn.
Gideon dómari var maður
fús til að gjöra vilja Guðs
undir öllum kringumstæðum,
án tillits til afleiðinga eða
eigin hagsmuna. Því voru hin
alþjóðlegu samtök að ofan-
greindu verki nefnd eftir hon
um, Gideonfélagið.
Stjórn Gídeonfélagsins
skipa nú eftirtaldir menn:
Þorkell G. Sigurbjörnsson,
formaður; Friðrik Vigfússon,
varaformaður; Ólafur Ólafs-
son, kapilan; Viggó R. Jessen,
ritari; Sigurður Gústafsson,
gjaldkeri; Sigurbergur Árna-
son, bréfritari. Varastjórn: —
Friðbjörn Agnarsson, Þórður
Guðmundsson.
Þáð starf, sem Gideonfélagar vinna til út~
breiðslu og kynningar á Heilagri Ritningu t
mörgum löndum, er meðal blessunarríkustu
þáttanna i kristilegri starfsemi. ÞáS er sjálf-
boðastarf áhugamanna, unniS af þeirri alúð,
útsjón og fórnfýsif sem heilshugar trú getur
ein vakið.
Ilér á landi starfar ein grein þessa atþjóð-
lega félagsskapar. Sú sveit, þótl fámenn sé,
hefur þegar skildð ómétanlegu vcrki i þágu
kristninnar i landinu.
Vm leið og ég þakka f nafni kirkjunnar þáð,
sem Gideonfélagið hefur unnið hér á landi um
undanfarin ár, vil ég heita á kristna menn til
stuðnings við þessi samtök og biðja þeim bless-
unar Gúðs.
Drottinn sagði við Gideon: „tar af stáð t
þessum styrkleika þínum og þú munt frelsa
ísrael úr höruium Mídiuns, Það er ég, *«*m
$endi þig“.
Einhver hugþekkasta helgi-
stund, sem sá blaðamaður
Mbl. er þetta ritar, hefur
verið viðstaddur, var í Laug-
arnesskóla fimmtudaginn 7.
nóvember s.l.
Snemma morguns í fögru
véðri, en nokkuð köldu, voru
samankomnir allmargir menn
í hátíðasal Laugarnesskólans
ásamt öllum nemendum skól-
ans, skólastjórr. hans og kenn-
urum öllum. Þar voru og
mættir fræðslumálastjóri,
fræðslustjóri Reykjavíkurborg
ar og námsstjóri kristnifræði-
kennslu.
Það er kaptituli útaf fyrir
sig, að hátíðasalur þessa skóla
er svo fagur og snyrtilegur,
að það hlýtur að snerta
hjörtu allra, sem þangað
koma, hlaðinn fögrum lista-
verkum og náttúrugripum.
Morgun þennan voru þarna
á ferð stjórn Gideons — fé-
lagsins, en félag þetta vinn-
ur að útbreiðslu Biblíunnar
hér á landi á sérstæðan hátt,
og er sagt frá því á öðrum
stað hér á síðunni. Athöfn
þessi var gerð tíl þess að af-
henda 12 ára börnum skólans
Nýja Testamentið að gjöf frá
félaginu. Þetta er 10. árið,
sem þetta er gert, og hafa
þannig allir hér á landi milli
12—21 árs eignast sitt Nýja
Testamenti frá félaginu.
Jafnframt ber þess að gæta,
að fyrir 10 árum var einmitt
byrjað á að afhenda testa-
mentið í þessum sama skóla.
Þarna töluðu skólastjórinn,
Jón Sigurðsson, sem mælti
mjög hlýleg orð til Gideons-
félagsins, kapilán fédagsins,
Ólafur Ólafsson kristniboði,
Hjörtur Jónsson, námsstjóri
kristniboðsfræðslu, Þorkell
G. Sigurbjörnsson, formaður
félagsins frá upphafi, Helgi
Elíasson fræðslumálastjóri og
Jónas B. Jónsson fræðslu-
stjóri.
Á undan og eftir athöfn-
inni sungu allir nemendurnir
undir stjórn Hjartar Krist-
mundssonar, og setti það ekki
sízt hinn hugþekka blæ á
þessa helgistund.
Formaður félagsins afhenti
síðan 12 ára börnum Nýja
Testamentið.
Á eftir bauð Jón Sigurðsson
skólastjóri ge®tum morgun-
kaffi.
Þarf engar grafgötur að
fara, að starfsemi Gideon er
hin merkasta og fullnauðsyn
þess, að íslenzka þjóðin veiti
starfi þeirra félaga verðskuld-
aða athygli.
Þess má geta í þessu sam-
bandi, að Gideon hefur sam-
hliða þessu, gefið Biblíur í
öll hótelherbergi á íslandi
og í farþegaskip, þax á meðal
Gullfoss.
Ekki má gleyma að minna
á þátt skólabarnanna í þess-
ari athöfn. Þau voru prúð og
stillt, og víst er, að ísland
verður ekki svikið á þeirri
æsku, sem þarna er að alast
upp.
Formaður Gideons afhcndir Nýjatestamentin.
Keflavík
Lítill Bosch ísskápur til
sölu. Uppl. í síma 1253.
| Bílskúr
Lítill bílskúr til sölu. Til-
valdnn fyrir Volkswagen og
aðra smærri bíla. Uppl. í
síma 19431.
Finnsk hjón
með 2 böm óska eftir
2ja herb. íbúð sem fyrst.
Tilb. sendist Mbl., „3524“.
j Reglusamt kærustupar
utan af landi óska eftir að
taka á leigu 1—2 herb. og
eldhús, nú þegar. Fyrir-
framgreiðsla. Uppl. í síma
20067.
| Kópavogur
Húsmæður! Hænur til sölu,
afgreitt á föstud. á Borgar-
holtsbr. 18. Pantið í síma
40234 fyrir fimmtudags-
kvöld.
Hjón með tvö börn
vantar 2ja til 3ja herb. íbúð
strax. Uppl. í síma 2-47-67.
Bílskúr óskast
Sími 38315 eftir kl. 19.
Bílskúr til leigu
Á horni Skaptahlíðar og
Lönguhlíðar er bílskúr til
leigu. Uppl. gefnar Löngu-
hlíð 15, 2. hæð, eftir kl. 20.
Blokkþvingur
Vil kaupa
blokkþvingur, 5 búkka.
Upplýsingar í sima 32143.
Sniðnámskeið
Síðustu námskeið fyrir jól
í hinu auðvelda þýzka
Pfaff-kerfi. Innritun dagl.
Ólína Jónsdóttir, handa-
vinnukennari, Bjarnarst. 7.
Sími 13196.
uorar
Kartöflumús — Kakómalt
Kaffi — Kakó
Matvörumiðstöðin, Laugalœk
Höfum til sölu
4ra herb. glæsilega hæð í Austurbænum fullgerða.
Einnig 7 herb. glæsilegar fokheldar hæðir í
Austurbænum.
Austurstræti 12 — I. hæð.
Símar 14120 og 20424.
Skrifstofuhúsnœði
1—2 skrifstofuherbergi óskast til leigu nú þegar
eða síðar. Helzt sem næst Reykjavíkurhöfn eða
Miðbænum. Uppl. í síma 11575.
Bókhald
Vil ráða mann til að sjá um bókhald fyrir lítið
útgerðarfyrirtæki. Tilboð, merkt: „Gott aukastarf —
3958“ sendist afgr. MbL
25 ára afmælis
Breiðíirðingoíélagsins
verður minnst í Sigtúni laugardagskvöldið 16. nóv.
n.k. kl. 8 síðdegis.
— Samkoman sett: J. Ó. —
Almennur söngur — Ávarp: Á. N. — Afmælisljóð.
Gamanvísur: Ómar Ragnarsson.
Einsöngur: Kristinn Hallsson.
— Dansað til kl. 3 —
Aðgöngumiðar seldir í Sigtúni — Dökk föt.
Nefndin.