Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 31
31 Míðvikudagur 13. nóv. 1963 MORCUNBLAÐIÐ Er dregið var í skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins. Frá vinstri, Jónas Thoroddsen, borgarfógeti, Þorvaldur Garðar Kristjánæon, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, og Sig ríður Gústavsdóttir, skrifstofustúlka. Síldaraflinn á haust- vertíð 159 þús. tunnur Hrafn Sveinbjarnarson hæstur með 7173 — Talsverður snjór Frarrnhald af bls. 32 og afli sáralítill þegar bátarnir hafa komizt út. — Andrés. —O— Blönduósi, 12. nóvember. I NORÐANVERÐUM Langadal er talsverður snjór og vegurinn ekki fær lágum bílum. Allir aðr- ir vegir eru að mestu snjólausir. í gaer var nokkur éljagangur og skafrenningur, en í dag hefur verið stillt og bjart veður. Lítill snjór er á Blönduósi og engar umferðatruflanir af hans völd- um. Þær eru ekki fyrr en í Langadal. Á Svínvetningabraut þurfti þó að moka einn skafl hjá Sauðanesi. — Björn. 1 Sauðárkróki, 12. nóv. HÉR í Skagafirði er allmikill snjór. Fært er út á Skaga, þó ekki nema á mjög góðum snjó- bílum. Allsæmileg færð er inni í Skagafirði, en mjög þungfært út á eftir að austan. f dag er annars bezta veður, logn og hríð arlaust. Siglufirði, 12. nóvember. HÉR er sæmilegt veður eins og er, aðeins slítur þó snjó úr lofti og alhvítt er milli fjalls og fjöru. Ágætur skíðasnjór er og tölu- vert um þjálfun skíðamanna, því hér hefur staðið yfir keppni í svigi og göngu. Nokkrir ísfirð- ingar hafa tekið þátt í þeirri keppni. Töluvert hefur verið hér um skipakomur undanfarið bæði til að taka síldarmjöl og skreið. Væntanlegt er næstu. daga efni í tunnur frá Finnlandi og mun Tunnuverksmiðja ríkisins taka þá til starfa. Gert er ráð fyrir að smíða 140 þúsund tunnur í verk- smiðjunni hér og á Akureyri. Ekki er hægt að segja, að hér hafi verið veðurharka að undan förnu, þó snjókoma hafi verið af og til. — Stefán. 1 — O— ' Akureyri, 12. nóvember. í DAG og undanfarna daga hef- ur gengið á með dimmum éljum og snjó hlaðið niður, svo að komin er allmikil fönn. Snjórinn er laus og jafnfallinn, enda hef- ur logn haldizt. Akureyrargötur eru orðnar þungfærar bílum og sumar ófær ar litlum bílum, en aðalgötum og strætisvagnaleiðum hefur verið haldið sæmilega greiðfær- um með snjóheflum. Vegirnir í nágrenninu eiga að heita færir stórum bílum og jeppum og sumir, svo sem veg- urinn fram Eyjafjörð að vestan og vegurinn vestur í Hörgárdal, eru enn færir öllum bílum. Leið- irnar til Dalvíkur, Húsavíkur og Mývatnssveitar eru aðeins færar kröftugum bílum, svo og leiðin til Skagafjarðar. Vaðlaheiði var síðast farin seint í gærkvöldi. Hún er ef til vill ekki ófær með öllu, en bíl- stjórar hafa ekki viljað hætta á það heldur farið Dalsmynni. Mikil blinda er alls staðar á vegum og ekkert verður skafið á meðan útlit er jafn tvísýnt og það er nú. Ef nokkuð hreifir vind má gera ráð fyrir að allir vegir verði gjörófærir þegar í stað. — Sv. P. —O— Raufarhöfn, 12. nóvember. HLÝVIÐRI er hér nú og snjór- inn farinn að bráðna. Ekki hefur sett mikinn snjó hér niður enn- þá, en vegurinn milli Þórshafnar og Raufarhafnar tepptist vegna skafla í hríðum undanfarna 3 daga. Verið er nú að ryðja veg- inn með jarðýtu. Skip hafa verið að koma hing- að til að taka Svíþjóðarsíld og síldarmjöl. — Einar. —O— ; Seyðisfirði, 12. nóvember. HÉR snjóaði í morgun, en síð- degis var kominn rigning í all ) hvassri austanátt.: Undanfarna ) daga hefur verið hægviðri og lítilsháttar snjókoma. Vegir hafa verið færir, en ryðja hefur þurft á Fjarðarheiði. Féll á miða nr. 5870 DREGH) hefur veriff í skyndi happdrætti Sjálfstæðisflokks ins. Vinningurinn, Mercedes Benz, fólksbifreið, aff verff- mæti 320 þúsund, féll á miða nr. 5870. Útdrátturinn fór fram á skrifstofu borgarfógeta, Jón- Snjór er ekki mikill í byggð. —O— Neskaupstað, 12. nóvember. SLYDDUVEÐUR er hér í dag og kuldi um frostmark. Oddsskarð var rutt í gær, en trúlegt er að það teppist fljótlega aftur, þar sem slydda er í byggð. Lítið hefur snjóað hér ennþá, þótt hvítt sé niður í fjöru. Allir vegir eru færir í sveitunum og götur í bænum eru auðar. — Ásgeir. —O— Höfn, Hornafirði, 12. nóv. HÉR er ljómandi veður, stilla og við frostmark. Snjóföl er á, en engir skaflar. Auð jörð er þegar komið er í Suðursveit. Ágætt veður hefur verið und- anfarna daga og bátar verið á sjó. Afli hefur verið sæmilegur, 5—7 tonn í róðri. — Gunnar. —O— Vík, 12. nóvember. DAGURINN byrjaði með heið- ríkju og sólskini, en upp úr há- degi fór að þykkna upp og um miðjan dag var skollin á blind- bylur, en hann stóð ekki lengi. — Arni Magnússon Framh. af bls. 6 eftir þýzkan söðlasmið, búsett- an í Danmörku, en sjálf var hún norsk að ætt. Ýmislegt hef- ur verið skrifað og skrafað um aldursmun þeirra hjóna, en því skyldu menn ekki gleyma, að Árni var sjálfur gamall orðinn, er hann kvnætist. Eins verða menn að athuga, að þótt auð- ur hennar teldist mikill í aug- um íslendinga, var hún ekki nema vel rúmlega bjargálna í danskra augum. Árni Magnússon var þannig í lund, að hann var hægur, fast- ur fyrir, alvörumaður á þá hluti, sem hann skiptu, en ekki aðra. Rétt er það, sem Páll Eggert Ólafsson segir um hann á ein- um stað; „Þegar honum var ljóst orðið um köllun sína í lífinu, beitti hann öllum kröftum sín- um að marki, en það var að koma á einn stað öllum rit- gögnum, sem hann fékk yfir komizt og ísland vörðuðu, og sparaði hann hvprki fé né fyrir- höfn í því skyni“. Hann var þjóðhollur og rétt- vís, en enginn skemmtimaður, enda munu fáir hafa umgeng- izt hann utan starfsskyldu beggja. — Börn átti hann engin. asar Thoroddsen, sl. föstudag, og dró Sigríffur Gústavsdótt- ir, skrifstofustúlka, vinnings- miffann. Handhafi miffans er beffinn aff snúa sér til skrifstofu Sjálf stæffisflokksins, viff Thorvald sensstræti. Sjálfstæffisflokkurinn þakk ar fjölmörgum velunnurum og stuffningsmönnum sinum drengilega affstoff. Ljómandi gott veður hefur ver ið hér að undanförnu og auð jörð þar til nú. Allir vegir eru færir í nágrenninu, en nokkra hálku gerði í brekkum, þegar snjóaði í dag. — Andrés. —O— Vestmannaeyjum, 12. nóv. BLÍÐVIÐRI, logn og frostlítið, hefur verið hér í dag. Þó grón- aði aðeins jörð milli 3 og 4. Þetta er það fyrsta sem við höfum séð af snjó, ef snjó skyldi kalla, hér í Eyjum í haust. Ágætt veður hefur verið all- an nóvember og má geta þess, að flogið hefur verið ellefu ferðir af tólf áætluðum. Svo stillt hef- ur veðrið verið. TVÖ mál voru á dagskrá Neffri deildar í gær. Frumvarp til stað- festingar á bráffabirgffalögum um lausn kjaradeilu verkfræff- inga, sem sett voru 17. ágúst sJ. var til 1. umræffu og fylgdi Ing- ólfur Jónsson, samgöngumála- ráðherra, frv. úr hlaffi. Björn Fr. Björnsson gerffi grein fyrir frv. um breyting á lögum um aðstoð ríkissjóffs til vatnsveitna sem hann flytur ásamt þremur öðr- um þingmönnum. Ingólfur Jónsson, samgöngu- málaráffherra, sagði að hér væri um að ræða staðfestingu á bráða birgðalögum um lausn kjara- deilu verkfræðinga sem sett voru 17. ágúst s.l. en með þeim lögum, hefði gerðardómi ver ið falið að ákveða k j ö r verkfærðinga, s e m störfuðu hjá öðrum aðil- um en ríkinu. Verkfræðingar höfðu farið í verkfall 27. júní s.l. og hljóðuðu kröfur þeirra um allt að 20, þús. kr. laun; á mán- pfii en Jtjaradómur, sem tók gildi 1. júlí, hefði hins vegar gert ráð fyrir 14.400 kr. samkvæmt 22. launaflokki til handa almennum í VIKULOKIN birti Fiskifélagið sína fyrstu heildarskýrslu yfir haust- og vetrarsíldveiðarnar á þessum vetri. Nær hún frá 11. okt., en þann dag var fyrsta löndun og til laugardagsins 9. nóv., en þá var heildarsíldar- magnið á land komið 159.614 tunnur, en á sama tíma í fyrra var engin síldveiði, enda stóð þá yfir verkfall á bátaflotanum. Á þessu tímabili hafa gæftir verið heldur stirðar og langt fyrir bátana að sækja, en aðal veiðisvæðið hefur verið í Jökul- djúpi. Vitað er um 83 skip, sem hafa fengið afla og af þeim 61 skip aflað yfir 1000 tunnur. Hæstir eru Hrafn Sveinbjarnarson III frá Grindavík með 7173 tunnur, Höfrungur II frá Akranesi með 6224 og Sigurpáll úr Garði með 5760. Aflinn skiptist þannig á veiði- stöðvar: Uppim. tn. Grindavík .......... 8.405 Sandgerði ......... 12.505 Keflavík .......... 31.875 Hafnarfjörður ..... 13.306 Reykjavík .......... 51.750 Akranes ........... 23.946 Hellissandur ....... 2.015 Ólafsvík ........... 10.939 Grundarfjörður .... 98 Prestkosning 1. desember FYRIRHUGAÐAR prestkosning ar í 6 prestaköllum í -Reykjavík eiga að fara fram 1. desember næstkomandi. En 14 umsækjend ur eru um brauðin, eins og áður hefur verið frá skýrt. Hafa þeir undanfarna sunnudaga messað í kirkjum í Reykjavík og messa þrir þeir síðustu næstkomandi sunnudag. verkfræðingum í þjónustu ríkis- ins. Það væru laun, sem margir aðrir opinberir starfsmenn hafa sætt sig við t. d. náttúrufræðing- ar, veðurfræðingar og ýmsir aðrir sérfræðingar sem hafa sam bærilega menntun. Það hefði því verið nauðsynlegt að grípa hér inn í, sagði samgöngumálaráð- herra, vegna þess að hefði verk- fræðingum tekizt að knýja fram hagstæðari kjör heldur en þeim var ætlað með kjaradómi, þá hefði launakerfið hrunið. Ýmsir starfshópar hefðu þá skorið sig út úr og knúið fram enn hærn laun. Nú væri úrskurður gerðar- dóms fyrir hendi og hefði hann samræmt kjör verkfræðinga hjá einkafyrirtækjum og bæjarfélög um við kjör þeirra sem starfa hjá ríkinu. Þar sem talið væri nokkru betra að vera fastráðinn starfsmaður hjá ríkinu heldur en hjá einkafyrirætkjum m. a. vegna meira atvinnuöryggis og lífeyrissjóðsréttinda, hefði það þótt eðlilegt að ætla þeim verk- fræðingum, sem ekki störfuðu í þjónustu ríkisins, nokkru hærn laun. Væri þessi mismunur frá 5,5% upp í. 11%. Itakti ráðherr- ann síðan verkfræðingaþörf rík- isins og hvernig tekizt hefði að skipa þessar stöður. Að lokum Stykkishólmur ....... 1.569 Patreksfj./Tálknafj. 1.690 Bolungarvík ......... 1.516 — Brezka þingið Framh. af bls. 2 hafi þá ekki ákveðið að láta fara fram þinglausnir nú þegar. Deildi Wilson harðlega á fjár- mála- og varnarmálastefnu stjórn arinnar, og sagði hana ófram- kvæmanlega án ofþenslu efna- hagsins. Sir Alec Douglas-Home svar- aði ræðu Wilsons og sagði að stefna stjórnarinnar væri aukn- ing þjóðarframleiðslunnar um fjóra af hundraði árlega, og með þeirri aukningu, sem væri al- gjörlega eðlileg, væri fjárhags- áætluninni borgið. Sagði hann að við næstu þingkosningar hyggðist hann leggja megin- áherzlu á það hvort Bretar ættu að halda áfram að efla eigin kjarnorkuvarnir sínar. Síðan beindi hann orðum sín- um til Wilsons og spurði: Ef þér væruð forsætisráðherra, munduð þér þá afsala yður yfir- ráðum yfir kjarnorkuvörnum landsins? Munduð þér segja upp Nassau samningnum, sem lætur okkur í té Polaris-kafbáta, öflug- ustu varnarvopn veraldar? Ef þér haldið því fram að kjarn- orkuher Breta sé ekki algjör- lega óháður — ætlið þér þá að ferðast um landið sem leiðtogi stjórnarandstöðunnar og hugsan legur forsætisráðherra og halda því fram að við getum ekki treyst nánustu bandamönnum okkar? Þessum spurningum forsætis- ráðherrans svaraði Wilson með því, að hann væri reiðubúinn til að ræðu stefnu flokks síns við forsætisráðherrann, og helzt vildi hann að þeim umræðum yrði sjónvarpað. sagði ráðherrann m. a.: „Þetta mál er nú leyst sem betur fer. Það eru allir sammála um það, að verkfræðingum ber að borga vel fyrir störf þeirra, en þótt störfin séu mikls virði, þá mega þeir vitanlega ekki nota þekk- ingu sína og sérstöðu til að sprengja allt launakerfið og skapa slíkt fordæmi, en það hefði orðið, ef ekki hefði verið gripið hér inn í“. Var 1. umræðu síðan frestað. Björn Fr. Björnsson (F) mælti fyrir frumvarpi um breytingu á lögum um aðstoð ríkisins vatnsveitna, sem hann flytur ásamt þremur öðrum þingmönn- um Framsóknarflokksins. Miðar frumvarpið að þrennskonar breytingum. í fyrsta lagi að styrkur ríkissjóðs til greiðslu hluta af kostnaði við stofnæðar o. fl. nái einnig til aðaldreifi- æða. f öðru lagi að ábyrgð sú sem ríkissjóði er heimilt að veita sveitastjórnum sé sjálfskuldar- ábyrgð. í þriðja lagi að hækkuð verði ábyrgðar og styrksfjárhæð ríkissjóðs upp í allt að 90% af stofnkostnaði allrar vatnsveit- unnar. Var sámþykkt áð vísa frv. til 2. umræðu og heilbrigðis- og fé- lagsmálanefndar. Frá Alþingi: Staðfesting á bráðabirgðalögum um lausn kjaradeilu verkfræðinga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.