Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 15
Mifívikudagur 13 nóv. 1963 MOHfCWIMIí » AO/Ð —nV,- •,*?. i..:. , ■>:, ;.. 1—ÍXI—hd eftir Kristján J. Gur Kostnaður við skólahald og nemendaf jöldi Skólarnir eru teknir til starfa að loknu sumarleyfi. Þúsundir skólanemenda hafa lagt sumar- störfin á hilluna og tekið þar til við nám sitt, sem frá var horfið á liðnu vori. Áhugi og starfsgleði þyrfti að endast sem flestum vetrarlangt. Undir því er árangur skólastarfsins að miklu leyti kominn, og hvorki skólinn né nemendurnir mega bregðast hlutverki sínu til þess að svo megi verða. í umræðum um skólamál er eðiilegt, að hin fjárhagslega hlið verði ofarlega á baugi. Peningar eru undirstaða þess, sem gert er í þeim efnum sem öðrum, og líklegt, að þróunin verði þar sem annars staðar sú, að lítt vinnist umfram það, sem fyrir er greitt. Samkvæmt áætlunum fjár- málaeftirlits skóla, sem fjárveit- ir.gar til menntamála eru byggð ar á í fjárlagafrumvarpinu fyr- ir árið 1964, verður nemenda- fjöldi á yfirstandandi skólaári og kostnaður vegna skólahalds árið 1964 svo sem hér segir: narsson, skólastjóra gert okkur grein fyrir, að hvaða markmiðum við stefnum í skóla málum og ef svo er, höfum við þá með skipulegum athugunum kannað, eftir hvaða leiðum þeim verði bezt náð?- Ef um væri að ræða ein- hverja verklega stórframkvæmd, sem veittar væru til 840 millj. kr. árlega, mundu allar hugsan- legar vísinda- og tæknirannsókn ir teljast sjálfsagður undirbún- ingur slíks stórvirkis. í þjóðhags- og framkvæmda- áætlun ríkisstjórnarinnar (Reykjavík 1963, bls. 54) er þess getið, að á undanförnum árum hafi 40 millj. kr. verið varið til rannsókna og undirbúnings að næstu raforkuvirkjun. Á yfir- standandi ári ér skv. sömu heim- ild áætlað að verja 14 millj. kr. til viðbótar í sama skyni. Hér er vissulega um dýra framkvæmd að ræða, en þó að- eins tímabundna. Framlag til menntamála er stöðugt og síhækk andi og vafalaust eru þau þegar til lengdar lætur dýrasta fram- kvæmd í landinu á einstöku sviði bæði að því er snertir vinnu hús eru svo til ný eða nýleg, reist í anda þessarar ósínku byggingarstefnu. Fagrar mennta hallir hafa risið af grunni og sjaldan verið sparað til. Stund- um hefur það sætt gagnrýni, að skólahúsin séu of íburðarmikil og fjármunum væri betur varið þann veg, að meira væri byggt en með minni tilkostnaði. Að sjálfsögðu á að gæta hagsýni í skólabyggingum. Óþarfur íburð- ur á þar ekki rétt á sér. Of mikill sparnaður ekki heldur. Því má aldrei gleyma, að vand- að og fallegt skólahús getur haft og hefur venjulega varanleg á- 'hrif á umgengnishætti nemend- anna, áhrif, sem erfitt er að meta til fjár. Á sama hátt orka óvistleg skólahús til hins gagn- stæða. Svo vel sem húsnæði margra skóla er úr gerði gert, eru þeir oft næsta fátækir að kennslu- tækjum. Lítum fyrst á þau kennslutækin, sem þýðingarmest eru og mest 'notuð, námsbæk- urnar. Arið 1936 voru sett lög um ríkisútgáfu á námsbókum. Rík- isstofnun var falið að annast útgáfu og dreifingu á námsbók- Sk<i»«ftlriltia. Tflrllt i» kdstnalV vlð akglahald f landlnu. »ltta> er viB iatlun frrlr »r)ft 1964 og Aatlatan nemendaf1ðld» sk61»&rl5 1963 - 1961. Hekstrar— kofltnaöur Stofn- kostnaöur Kostnaöur samtals Nemenda- f.iöldi Kostn. pr. nera. í santals kos tnaöl Köstn.’ nemanda 1 rekstri I. SkvldunAml*: 1. Bftrnafræöslan 2. Unglingastlgiö 177.665.804,- 64.397.603.- 78.430.550.- 25.596.546.- 256.096.354,- 89.994.149.- 23.795 6.729 10.762.61 13.374.08 7.466.50 9.570.17 II. Pramhaldsskólar: 1. Gagnfrxöastigia - miö- sk6lar, heimangöngu og heimav.sk. -héraösskólar 36.231.147 2. Manntaskólar 16.697.146.- 15.664.839.- 4.727.500,- 61.895.986,- 21.424.646.- 3.561 1.441 14.573.43 14.867.90 10.174.43 11.587.19 XII. Sérskálar: 1» Kennaraskálar, Kennarsk. Ilt5smx0rakenn.sk. ,íþr6tta kennaraskólinn. 2. Stýrimannask..Vtflskólinn 3. Veitlngamannaskóllnn 4. lönskólar 5. Bændaskólar, Garöyrkjusk 6. Húsmæöiaskólar 7. lönskúlar ) -> ) > > >43.063.561.- )• ' ) .) ) ) ) 12.227.170,- 65.290.731,- 2.980 18.553.92 14.450.86 IV. Hiskölinn 15.667.965,- 0 15.667.965.- 850 18.432.90 353.723.226.- 136.646.605,- 490.369.831.- 39.356 í hlut ríkissj. £ kostn. samtals — — sveitarsj. í kostn. samtals 377.432.783,- 112.937.048.- 490.369.831.- 490.369.831,- Reykjavík, 23. okt. 1963 FJ^h»il»ef^lrllt8»^»tir ekíl* Þannlg verða heildarfjárveit- in ar til menntamála rúmar 490 millj. krónur á árinu 1964. Af þeirri upphæð greiðir ríkissjóð- ur rúml. 377 millj. og bæjar- og Bveitarsjóðir tæpar 113 millj. króna. Þessar beinu, opinberu fjár- Véitingar segja þó ekki alla sög- una um tilkostnað vegna mennta mála. Eins og sést af yfirlitinu um nemendafjölda í skólunum munu á yfirstandandi skólaári 8832 nemendur stunda framhalds nám, eftir að skyldunámi er lok- ið. Flest þetta fólk eða ef til vill næstum allt, eins og eftirspurn eftir vinnuafli er nú háttað, mundi, ef það væri ekki í skóla, ganga að ýmsum störfum og auka þannig þjóðartekjurnar jafnframt því að vinna sjálft fyrir launum. Gerum ráð fyrir að hver þessara nemenda fram- haldsskólanna vinni að meðal- tali fyrir 5 þús. kr. á mánuði þá átta mánuði ársins, sem skólinn stendur. Miðað við almennt kaupgjald virðist það ekki of hátt áætlað. Þá gætum við bætt við kostnaðinn við menntun landsmanna rúml. 350 millj. kr. é yfirstandvindi skólaári. Beinn og óbeinn líostnaður yrði þá alls 840 millj. kr. Hér er vissulega um mjög mik ið fjármagn að ræða og eðlilegt, ai? sú spurning vakni hvað gert sé til að tryggja, að það nýtist »em bezt. Höfum við fyllilega afl og fjármagn. Út frá þessum samanburði vakna spurningar, sem sannar- lega er ekki að ástæðulausu, að menn velti fyrir sér: Hve miklu fjármagni verjum við árlega til rannsókna- og vísindastarfa í þágu skóla- og menntamála? Hvar eru sérfræðingar okkar á þessum sviðum og hvar er að slíkum rannsóknum unnið? Get ur það átt sér stað, að við virkj- un náttúruauðlinda, þykjumst við þurfa á að halda allri nýj- ustu erlendri og innlendri vís- indatækni, sem fyrir hendi er, en látum okkur í léttu rúmi liggja, hvernig skólarnir virkja orku þeirrar æsku, sem á skóla- bekk situr? Svör við þessum spurningum fáum við helzt með því að svip ast um á vettvangi íslenzkra skólamála í dag. Þrír eru þeir höfuðþættir, sem öðru fremur ákvarða gildi skóla: í fyrsta lagi ytri aðstæður og búnaður, í öðru lagi kennslu- kraftar, og í þriðja lagi það, sem er sjálft inntak skólans, sem sé markmið hans bæði uppeldisleg og fræðsluleg, svo og aðferðir þær, sem beitt er til að ná þeim. Skólahúsnæði og búnaður íslendingar hafa á síðari ár- um byggt mikið og vel og nokk- uð dýrt á stundum. Alls þessa hefur gætt í skólabyggingum sem öðrum. Flest okkar skóla- um barnaskólanna. Forstjóra ríkisprentsmiðjunnar var falið framkvæmdastjórn þessa fyrir- tækis í viðbót við starf sitt sem prentsmiðjustjóri. Námsbóka- gjald var ákveðið 5—8 kr. á heimili, þar sem skólaskylt barn var, tvö fyrstu árin, eftir að lögin komu í gildi, en eftir það 5 kr. árlega. Námsbókagjöldin áttu að standa undir öllum kostn aði við útgáfuna. Með lögum frá 1940 var ákveðið „að meðan dýrtíð helzt vegna núverandi styrjaldar skuli námsbókagjald- ið vera 5—7 kr. á heimili“. Lög- unum um ríkisútgáfuna var ekki breytt fyrr en 1956 og allt til þess tíma mun námsbóka- gjaldið hafa komist hæst upp í 15 kr., en sú upphæð stóð líka af sér öll þau veðrabrigði ís- lenzkrar krónu, sem gerðist á þeim árum. Með mikilli hagsýni tókst þáverandi prentsmiðju- stjóra ríkisprentsmiðjunnar að halda námsbókaútgáfunni gang- andi. Að sjálfsögðu varð að gefa bækurnar út eins ódýrt og unnt var. íslénzkar námsbækur fengu á sýningum erlendis það orð á sig, að vera þær ljótustu í heimi (og þurfti ekki að miða við fóíksfjölda). Vitanlega var ekki hægt að endurskoða bækurnar og sjaldgæft að nýjar kæmu fram. Þær voru prentaðar ó- breyttar áratug eftir áratug og svo er enn um sumar þeirra. Um það má deila, hvort út- gáfa námsbóka á að vera frjáls eða á vegum ríkisins. Hvort tveggja hefur kosti og galla. En ríkisútgáfa án nauðsynlegs fjármagns er áreiðanlega versta lausn þess máls og vandfund- in atkvæðameiri aðferð til að vinna menntamálum í landinu tjón en að halda slíkum vinnu- brögðum til langframa. Tómlæti ríkisvaldsins um þetta mál um tuttugu ára skeið virðist furðu- legt. Öll þessi ár var næstum alger stöðnun í námsbókum ís- lenzkra skóla, svo að varla komu nokkrar nýjungar fram. Með lögunum frá 1956 var starfssvið ríkisútgáfunnar aukið og látið ná til skyldunámsins alls. Leitazt var við að tryggja útgáfunni sæmilegan fjárhags- grundvöll og henni fengin eigin framkvæmdastjórn. Fyrstu árin eftir þessa breytingu var rík- isútgáfan samt enn í mikill fjár- þröng og hóflegar áætlanir sættu jafnan verulegum niðurskurði af fjárveitingavaldinu. Það er fyrst nú nokkur síðustu árin, að ríkisútgáfan hefur fengið eðli legar fjárveitingar til starfsemi sinnar og getað hafið endurnýj- un námsbókanna, þótt enn sé mikið starf óunnið á því sviði. Flestir íslenzkir skólar eru fátækari að kennslutækjum, en vera ætti. Kemur þar fleira til en fjárskortur einn. Við menntun kennara þarf að leggja áherzlu á að kynna ný kennslutæki og notkun þeirra eins og aðrar ný- ungar í kennslutækni. Vegna ó- fullkomins æfingaskóla og erf- iðrar starfsaðstöðu, sem kenn- araskólinn hefur lengst af átt við að búa, var ekki hægt að rækja þetta verkefni eins og þurft hefði. Sama máli gegnir raunar einnig um kennaradeild- ina við háskólann. En kennarar ganga ekki eft- ir að fá þau kennslutæki, sem þeir hafa ekki kynnzt eða unn- ið með, og jafnvel þótt slík tæki séu fengin í skólana, er ekki öruggt, að þau komi að notum. Til þessa má að verulegu leyti rekja, hversu fáskrúðugt er af kennslutækjum í mörgum ný- tízkulegum skólum okkar, þótt hitt komi þar einnig til, að fjárráð skólanna til kennslutækja kaupa séu af skornum skammti. Kristján J. Gunnarsson horfði um að fá hæft fólk til kennslustarfa. Skólarnir munu enn um nokkurt skeið gjalda þessarar óheppilegu stöðnunar, þótt nú hafi þessi mál mjög skipast til hins betra. Með tilkomu nýs og myndar- legs kennaraskóla, nýrrar laga- setningar um menntun barna- kennara, og bættum launa- kjörum ætti ekki að telj- ast of mikil bjartsýni að gera sér vonir um, að varanleg bót verði ráðin á kennaraskortinum. Eins er þó enn vant. Taka þarf skipulagningu og starfsaðstöðu kennaradeildarinnar við háskól- ann til gagngerðrar endurskoð- unar og vinna að nýrri lagasetn- ingu um menntun kennara við framhaldsskóla. Æskilegt væri, að kennaramenntunin öll yrði í framtíðinni sem samfelldust, þannig að stúdentar frá kenn- araskólanum yrðu kjarni þess hóps, sem leitaði framhalds- menntunar við kennaradeild há- skólans. Kennslukraftar Árið 1908, ári eftir setningu fræðslulaganna, tók Kennara- skóli íslands til starfa í húsi, sem skólanum hafði verið reist við Laufásveg. Þótt þar væri á þeim tíma um myndarlega fram kvæmd að ræða, mun engan hafa órað fyrir, að sá stakkur sem skólanum var þar skorinn, yrði látinn endast honum meir en hálfa öld. Kennaraskólinn átti því láni að fagna að hafa alltaf ágætum starfskröftum á að skipa, sem að nokkru gátu bætt það upp, sem á skorti í aðbúnaði skólans öllum. En það varð ekki bætt upp nema að vissu marki. Tóm- læti ríkti allt of lengi um mál kennaraskólans og þýðingu kennaramenntunarinnar fyrir al menna menntun í landinu. Þeg- ar þar við bættust hrakleg launa kjör kennara, þurfti engum að verða undrunarefni, þótt illa Markmið og leiðir í fræðslulögunum er hlutverk hins almenna skóla skilgreint þannig: „Barnaskólar skulu leitast við að haga störfum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda sinna, hjálpa þeim að öðlast heilbrigð lífsvið- horf og hollar lífsvenjur, vera á verði um líkamshreysti þeirra og veita þeim tilsögn í lögskip- uðum námsgreinum, hverjum eftir sínum þroska." Þannig er það markmið skól- anna að koma hverjum nemanda til þess þroska, sem hann getur beztum náð. En hér gegnir sama máli O'g á flestum öðrum sviðum, að leiðirnar, sem farnar eru að markinu, eru oft þýðingarmeiri, þegar til framkvæmdarinnar kemur, heldur en takmarkið sjálft. Tvennt er það, sem skólunum er höfuðnáuðsyn að leggja á- Þau eru að hefja skolagonguna og áhugi þeirra er mikill. Von- andi eiga allar þær vonir, sem þau binda við skólann, eftir að rætast. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.