Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 32
benzin ecta diesel LANJZ^ -ROVER HEKLA sparið og notið Sparr 242. tbl. — Miðvikudagur 13. nóvember 1963 Athugun á samein- ingu f lugf élaganna Flugmálaráðherra skipar nefnd í málið MORGUNBI.AÐIÐ hefur frétt, aS Ingólfur Jónsson, flugmála- ráðherra, sé um þessar mundir að undirbúa skipun nefndar, sem á að kanna möguleika þess, Tilboð um hitu- veitulögn í Heimunu f GÆR fcl. 11 f.h. voru opnuð til'boð vegna ihitaveitufram- kvæimda Reykijavíkurborgar í svo kölluðu Heimaihverfi. Val- garg Briem, forstjóri Innkaupa- stxxfnunnar borgarinnar opnaði tilboðin í viðurvist útbjóðanda. Heimalhverfið er talið vera 1300 íbúðir og 4500 íbúa hiverfi. Tilboðin voru þessi: Almenna byggingarfél h/f kr 14.846.520 —, Sandver s/f kr. 18.035.570 —, Verk h/f kr. 19.350.000. Fyrir- tækið Fjarhitun, sem annast eftir lit með hitaveituframkvæimduim fyrir hönd borgarstjórnar hafði gert áætlun um kostnaðinn, og var upphæð þeirra kr. 13.503.100. „London lamb” í forsetaveizl- unni í London FORSETI íslands og forsetafrú halda í lok hinnar opinberu heim sóknar sinnar til Englands krveðjuveizlu á Hótel Claridges í íLondon. Verður það kvöldverð- ur með móttöku á eftir 21. nóv- ember, en heimsókninni lýkur að morgni 22. nóvember. Veizlu þessa sitja m.a. forsætisráðherra Breta Sir Alec Douglas Home, utanríkisráðlherrann Ridh'ard A. Buttler, ásamt fleiri brezkum framiámönnuim. Aðalrétturinn í veizlu forseta- hjónanna verður „London lamb“. að íslenzku flugfélögin, Loftleið ir og Flugfélag íslands samein- ist í eitt fyrirtæki. Hefur hlsðið frétt, að athugað mun hvort for- stjórar heggja flugfélaganna vilji taka sæti í henni, ásamt einum stjórnarmanni frá hvoru félagi. Þá mun gert ráð fyrir, að ráðuneytisstjórinn í samgöngu- málaráðuneytinu verði beðinn að taka að sér formennsku í slíkri samtalsnefnd. Líklegt má telja, að forystu- menn flugfélaganna hafni ekki aðild að nefndinni. Póstmaðurinn hirti almenn bréf, sem hann taldi peninga vera í PÓSTMAÐUR á Póststofunni í Reykjavík hefur gerzt sekur um þjófnað á bréfum, sem fóru um pósthúsið, eins og skýrt var frá í Mbl. í gær. Rannsókn fer nú fram á máli hans hjá rannsókn- arlögreglunni í Reykjavík og hef ur maðurinn játað að hafa tek- ið almenn bréf, sem hann af einhverjum ástæðum grunaði að í væru peningar, er hann starf- aði við sundurgreiningu á pósti. Er þar ekki um ábyrgðarbréf að ræða, og kveðst maðurinn eingöngu hafa tekið almenn bréf í auðgunarskyni. En^ar kærur liggja fyrir um bréfaþjófnaði. En stundum hef- ur verið kvartað undan því, að bréf með ákveðinni utanáskrift og peningum í hafi ekki kom- ið fram. En þar sem bannað er að senda peninga í almennum bréfum, ber póststjórnin ekki ábyrgð á slíku tapi. Af þessum sökum er erfitt að vita hve miklu hið horfna fé nemur, og virðist maðurinn ekki hafa hald ið reikning yfir það. Maður þessi hefur um ára- bil unnið á Pósthúsinu í Reykja- vík, og rúman áratug verið við sundurgreiningu á bréfum. Er talið að hann hafi a.m.k. á nokkr um umliðnum árum öðru hverju fundið bréf með peningum í, enda orðinn naskur á að geta sér til um það. En hve mörg ár hann hefur gerzt sekur um slíkt brot í opinberu starfi og auðgun- arbrot er ekki enn vitað. Eins og fram kom í frétt Mbl. í gær lagði póstmeistarinn í Reykjavík gildru fyrir póstmann inn, er hann fór að gruna að hér væri eitthvað gruggugt á ferðum og leiddi það til þess að maðurinn var tekinn til yfir- heyrzlu s.l. föstudag. Þessir hnokkar stóðu hnuggn ir yfir rústunum af áramóta- bálkestinum sínum í fyrra- kvöld uppi við Nóatún. Þeir höfðu verið búnir að draga að heilmikið af bíladekkjum og öðrum dýrmætum hlutum í brennu, þegar einhver kveikti í þessu af ótugtar skap, nærri tveimur mánuð- um of snemma. En þetta ger- ist orðið á hverju ári að kest ir forsjálu drengjanna eru brenndir niður fyrir þeim af afbrýðisömum keppinautum. Strákarnir vona samt ætíð hið hezta og eru nú þegar byrjaðir að safna í áramóta- brennur um allan bæ, t. d. um 20 kesti meðfram Suður- landsbrautinni. — Ljósm. Ól. K. Mag. Talsveriur snjór um vest- an- og norianvert landið TALSVERT mikill snjór er á Vestfjörðum og Norður- landi, en minna á Austfjörð- Tetra-klór slökkvitæki á aöeins aö notast utanhúss á eld f MBL. í gær var haft eftir Steingrími Garðarssyni, skip- stjóra á vb. Jökli SK131, sem brann á Skagafirði, að í slökkvitækjum þeim sem skip- verjar notuðu, væri tetra- klór-vökvi, sem hann teldi mjög varhugaverðan. Af hon- um legði baneitraða fýlu, svo að mönnum verði illt af anda henni að sér, og hefði hann ekki enn náð sér eftir það. Að auki virtist hann ekki hafa nein áhrif á eldinn. Mbl. spurðist fyrir um þess konar slökkvitæki hjá Agli Hjörvar, brunaeftirlitsmanni í Reykjavík og Páli Ragnars- syni, skrifstofustjóra hjá Skipa eftirlitinu. Egill sagði að umræddur vökvi væri góður á olíuelda og ætti eingöngu að notast ut- anhúss, því af vökvanum myndist eiturloft, tetra-klór, sem eldvarnaeftirlitið varaði við að nota innanhúss til eld- varnastarfsemi, einkum þar sem þröngt er. Slík tæki hefðu verið notuð og séu reyndar heppileg í bifreiðum og ann- ars staðar þar sem hægt er að nota þau utan dyra. Egill sagði, að víða yrði vart við slík tæki í notkun, þau væru handhæg og nokkuð dýr, en flest önnur tæki dýrari. Fólk freistaðist því til að kaupa þau, þó það sé ekki ráðlegt. Með þessu væri erfitt að hafa náið eftirlit. Reynt sé að gera fólki ljóst hvernig eigi að nota þau, þar sem vart verði við þau, eins þegar slík eldvarna- efni eru seld í glerhylkjum til að kasta á eld. Og sé eld- varnaeftirlitið og slökkvistöð- in alltaf reiðubúin til að leita upplýsingar, enda mikilvægt að rétt tæki séu til réttra hluta. Páll sagði, að þessi tæki mætti ekki nota þannig að maður lokaði sig inni meðan hann notaði þau á eld. Hann sagði, að skipaskoðunin mæli ekki með því að þessi tæki séu notuð, heldur sé hún mest fylgjandi froðutækjum, en ekkert í lögum banni notkun hennar. Það standi á þessum tækjum hvernig eigi að nota þau, og eigi það að standa á íslenzku. Og þar sem hann hefði séð þau, vissu menn það. En aftur á móti væri ekki hægt að segja um það hvort menn hefðu undir höndum tæki, þar sem skýringar væru á einhverjum öðrum málum. um og svo til enginn snjór á Suðurlandi. Veður hefur einkum verið slæmt á Vest- fjörðum, en stillur meiri í öðrum landshlutum. Morgun- blaðið hefur haft samband við nokkra fréttaritara sína til að afla frétta um veður- farið og fara frásagnir þeirra hér á eftir: —O— Þingeyri, 12. nóvember. SNJÓAÐ hefur hér undanfarna daga og ennfremur í dag. Ofsa- veður hefur verið hér út af fjörð unum, en stilltara hjá okkur. Talsverður snjór er hér, en laus og er ekki í sköflum. Fært er fyrir fjarðarbotninn, en fjall- vegir eru allir lokaðir vegna snjóa. — Magnús. ísafirði, 12. nóvember. BLINDHRÍÐ var á köflum í gær og í nótt. Mikinn snjó setti niður og dró víða í skafla. Betra veð- ur hefur verið í dag. Götur eru færar, en á stöku stað hefur þurft að ryðja þær. Vegir á Vestfjörðum eru löngu ófærir og bátar hafa ekki kom- izt á sjó frá því fyrir helgi. — Högni. —O— Hólmavík, 12. nóvember. HÉR var versta veður í gær og fram á miðjan dag í dag. Þung- fært er orðið á vegum hér í kring, en þó mun færð ekki vera mjög slæm á Holtavörðuheiði. Töluvert mikill snjór er hér í Hólmavík og versnar eftir því sem norðar dregur. Mjög sjaldan hefur gefið á sjó Framlh. á bls. 31 Teikningar Norræna hússins til- búnar 14. jan. Kaupmannahöfn, 12. nóv. Einkaskeyti frá Rytgaard. ÞÓRIR Kr. Þórðarson próf- essor kom í dag til Kaup- mannahafnar að loknum fundi í Heisingfors með Al- var Aalto arkitekt, sem vinn- ur að teikningu Norræna húss ins i Reykjavík. Á fundi bygg- ingarnefndar Norræna húss- ins í gær lagði Aalto upp- drátt að útlitsteikningu húss- ins, og var hann til umræðu á fundinum. Ætlunin er að endanlegar teikningar verði lagðar fyrir fund menntamála ráðherra Norðurlandanna í Helsingfors hinn 14. janúar n.k. Þangað til verður málið til athugunar hjá byggingar- nefndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.