Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Miðviku'dagur 13. nóv. 1363
Árni Magnússon
Þrjú hundruð ára minning
í DAG eru liðin þrjú hundruð
ár frá fæðingru Áma Magnússon-
ar, fræðimanns og handritasafn-
ara. Vegna afmælisins gangast
tvær stofnanii', Háskóli íslands
og Handritastofnun íslands fyrir
athöfn í hátíðasal háskólahúss-
ins. Hefst hún kl. 17.30. I>á flyt-
ur dr. Einar 61. Sveinsson, pró-
fessor, sem veitir handritastofn-
uninni forstöðu, fyrirlestur um
Áma Magnússon, ævi hans og
starf.
Ámi Magnússon fæddist á
Kvennabrekku í Miðdölum 13.
nóvember 1663. Foreldrar hams
voru séra Magnús Jónsson og
Guðrún Ketilsd. Séra Magnús
var merkismaður á sinni tíð,
lögspakur, svo að orð fór af, og
skáldmæltur. Til om eftir hamn
rímur af Katli hænig. Hirts veg-
ar þótti hann all-drykkfelldur
og kvenhollur, sem frændur hans
fleiri, enda missti hamn kjól og
kall vegma hórdómsbrots, þegar
Ami var þriggja vetra. Séra
Magnús var kominn í beinan
karllegg af Guðmundi rika Ara-
syni á Reykhólum og móðir hans
einnig. Þrátt fyrir ýmsa bresti
naut hann virðingar fyrir lær-
dóm sinn, t.d. var 'hann einn
þeirra fjögurra, sem alþing kaus
til utanfarar, þegar freista skyldi
þess að ráða bót á kaupsetning-
unni. — Kona Magnúsar og móð-
ir Árna var Guðrún, dóttir séra
Ketils í Hvammi Jörundssonar.
Séra Ketill var mikill lærdóms-
maður og annálaður uppfræðari.
Skálholtsrektor var hann eitt ár.
Er því óhætt að segja, að Ámi
hafi átt til fróðra að telja.
Nýfæddur var Ámi fluttur í
fóstur til móðurforeldra sinna
í Hvammi. Þar var heimili hans,
þangað til hann fór til Kaup-
mannahafnar tæplega tvítugur
að aldri Er það engum vafa
undirorpið, að hjá Katli afa sín-
um í Hvammi hefur Ámi í upp-
hafi fengið þá ást á íslenzkum
fræðum hvers konar, sem varð
íylgja hans ævilangt. Ekki má
þó vanmeta hlut föður hans, sem
bjó ekki langt frá Áma á upp-
vaxtarárum hans, á Sauðafelli,
þaæ sem hann var um tíma lög-
sagnari í Dalasýslu eftir að hann
missti prestsskap, og hefur Árni
vafalítið oft heimsótt hann.
Latínunám hóf Árni sex ára
igamall hjá afa sínum og fóstra,
en eftir andlát Ketils árið 1670
tók séra Páll sonur hans að
sér að kenna Áma. Páll hafði
fengið Hvamm að föður sínum
látnum. í Hvammi naut Ámi til-
sagnar, þangað til hann var tæp-
lega 17 ára gamall, en þá settist
hanm í Skálholtsskóla. Þaðan út-
skrifaðist hann árið 1683 og hélt
þá til háskólanáms í Kaupmanna
höfn.
Vorið 1684 komst Ámi í kunn-
ingsskap við þann mann, sem ef
til vill hefur haft mest áhrif í
þá átt, hvert lífsstarf Áma varð.
Það var Thomas Bartholin, pró-
fessor, einn hinna lærðu Bart-
hólína. Bairtholin-ættin er kunn
úr sögu Dana, enda voru þeir
frændur miklir lærdómsmenn. —
Sumir þóttu að vísu nokkirir
hrokagikkir og hálflærðir, og of
hollir þóttu þeir frændum sín-
um í stöðuveitingum. Bróðir
Tómasar og nafni var faðir Cas-
pars Thomassöns Bartholins
læknis, 9em hinir bartholinku
kirtlair eru kenndir við. Ættin
hét upphaflega Barthelsen, en
tók sér nafnið Bartholin með
auknum lærdómi. Thomas sá
Bairtholin, sem hér kemur við
sögu, vair prófessor í sögu og
fornfræðingur konungs. Þegar
Ámi kynntist honum, var hiann
nýskipaður sekretari við Ge-
heimearkivet svokallaða. Hann
var margfróður um fomsögu
Norðurlandabúa, en var að auki
fróður um alla sögu forn-ger-
mana. T. d. skrifaði hann ritgerð
ir um Langbarða óg Holgeir
danska. óvíst er, hvort söfnun-
amáttúran var komin upp í
Áma um þetta leyti, en hafi svo
ekki verið, hefur Thomas Bartho-
lin án efa eggjað þennan unga
og gáfaða elju- og fræðimann
til þess að bjarga því, sem bjarg-
að varð á íslandi, undan skó-
smiðum, bókbindurum og elda-
konum.
Þess skal getið hér þegar, að
Ámi Magnússyni var ósýnt um
að stýra penna í þeim skilningi,
sem nú er í það lagt. Hann skrif-
aði tiltölulega lítið af því, sem
á prent kom, enda veitti honum
erfiðlega að berja saman bækur;
kannske af þeim ástæðum, að
hann vild-i aldrei láta ,,húkka“
sig á „vitleysu". Hefðu fleiri ís-
lendingar haft þá skoðun, væri
allmjög mörgum bókum færra.
Hins vegar var hann fyrirmynd-
ar „compiler“ — safnari.
Eins og fyrr var sagt, kynnt-
ist Ámi Magnússon Thomasi
Bartholin vorið 1684. Hann not-
aði Áma fyrst í stað til þess að
rita upp geysimikið af skjölum,
em Thomas hu-gðist nota í rit
sín.
Vorið 1685 lauk Ámi guðfræði-
fræðiprófum með „illum“ vitnis-
burði („illum accepimus" == tök-
um við honum) við Kaupmianna-
hafnarháskóla. Fór Ámi þá heim,
• Landeyðendur
Velvakandi hefir fengið
senda meðfylgjandi mynd og
sýnir hún hvernig Vegagerð
ríkisins hefir skilið við landið
meðfram nýbyggðum vegi. Það
mun áður hafa verið minnzt á
að vegagerðinni bæri að sá í
flög þau sem hún gerir, þegar
jarðýtur ryðja ofan af stórum
flæmum meðfram vegunum.
Þessi mynd skýrir meira en
mörg orð og höfum við því
ekki lengra, en skorum á vega
gerðina að bregða fljótt og vel
Árni Magnússon.
en ekki fyrr en hann hafði lofað
Bartholin að koma aftur. Ætlaði
Árni utan haustið eftir, en þá
sleit skipið upp og brotnaði fyrir
augum hans. Má nærri geta,
hvemig Áma hefur liðið, en
hann fór í Hvamm, kenndi böm-
um móðurbróður síns, séra Páls,
og hóf handritasöfnun. Má því
telja, að sú söfnun og uppritun,
sem geymir nafn hans í hugum
íslendinga, hafi hafizt á þessu
ári.
Til Kaupmannahafnar fór Ámi
aftur árið 1686 og starfaði hjá
Bartrolin, m-eðan hann lifði, til
ársins 1690. Skrifaði hann margt
upp á þeim ámm og rannsakaði í
Danmörku, Svíþjóð og Noregi.
í síðasttalda landinu dvaldist
hann uim hríð hjá Þormóði Torfa-
syni í Körmt (Karmoy) á Stang-
arlandi. Mikla aðstoð veitti hann
vini sínum og vinnugjafa, Thom-
asi Bartholin, við útgáfu hans á
„Antiquitates Danicæ“.
Nú kemur að þeim kafla í
lífi Áma, sem heldur nafni hans
á lofti meðal íslendinga, og ætla
má, að flestum sé kunnur. —
Hann fer að fá tíma til að sinna
hugðarefnum sínum, safna hand-
ritum og skrifa upp, — draga á
land öll þau gögn, sem kunn vom
um sögu þeirrar fámennu og
fátæku þjóðar, sem fæddi Áma.
Hann varð vinur Moths og
Borchs og baccalaureus við
við og sá grasfræi í flæmi þau
sem hún hefir eyðilagt og fyrir
byggja þannig að landið blási
upp meðfram vegunum.
• Hagar orðnir að
varnarliðssvæðum
Gamall maður á Sðurnesjum
hefir komið að máli við Vel-
vakanda og beðið hann að geta
þess að sanngjarnt væri að
ríkið, eða þá varnarliðið, léti
bera á nokkur svæði vestast á
Reykjanesskaganum í stað
þeirra landsvæða sem herinn
hefir fengið til afnota. Svæði
þessi vom áður haglendi fyrir
sauðfé Suðurnesjamanna og
þótt þau væri engir kostahagar
munar um þau og því væri
ekki nema sanngjarnt að bor-
ið væri á önnur svæði í stað-
inn. Þá sagði gamli máðurinn
að varnarliðsmenn hefðu
hunda hjá sér, sem væru sí-
kollegíum hins síðarnefnda 1691.
Danir gerðu Áma Magnússyni
fært að vinna að þeim hlu-tum,
sem Islendingar gleyma aldrei og
sækja þjóðarstolt sitt til.
Eftir þetta og til æviloka vann
Árni að mestu leyti að áhuga-
málum sínum ásamt því starfi,
sem honum var nauðsynlegt, til
þess að gera honum hið fyrr-
nefnda kleift. Til rannsókna og
bókakaupaferða fór han til
Rauðstokks (Rostocks), Leipzig
og Stettín árið 1694. Prófessor
var hann gerður á því ári.
Sekreteri varð hann í leyndar-
skjalasafni konungs árið 1697 og
var það til æviloka, árið 1730.
Rauvemlegur aðalstjómandi var
-hann frá árinu 1725.
Hér verða ekki raktir titlar
Árna eða hin fáu ritverk, sem
hann lét eftir sig á prenti. Þó
má minnast á hið skemmtilega
rit, „Kort og sandfærdig Beretn-
ing om den vidtudraabte Besætt-
else udi Thistedæ", sem prentað
var í Kaupmannahöfn árið 1699
og fjallaði um galdramál. Kom
þar glöggt í ljós andstyggð Árna
á galdramálum þess tíma og
heilbrigð skynsemi hans, um
mannlegt eðli. Ekki þorði hann
þó að láta nafns síns getið við
kver þetta.
Það, sem gerði Árna nafn-
kunnugan á íslandi um hans.
daga, var seta hans í hinni svo-
nefndu „umboðsnefnd", sem ís-
lendingar hafa venjulega kall-
að „jarðamatsnefndina", ásamt
Páli Vídalín. Hér er ekki-unnt
að rekja hið merka starf þeirr-
ar nefndar, né heldur hinar
persónulegu deilur, sem Árni
lenti í sökum þess, enda ætti
það að vera flestum kunnugt.
Vegna ritverka Halldórs Kiljans
Laxness má þó minna hér á mál
Jóns Hreggviðssonar og ákæru
hins gáfaða og stórættaða en
drykkfelda „jungkæra" Magnús-
ar í Bræðratungu. Magnús varð
fyrir fleiri hörmum en flestir
menn, og því vingaðist hann við
Bakkus meira en góðu hófi
gegndi, jafnvel eftir að hann
kvongaðist aftur kornungri höfð
ingsstúlku. Tók Árni sér óþarf-
lega nærri drykkjuraus Magnús-
kjaftandi og styggðu fé af stór
um svæðum kringum sjálfar
herstöðvamar. Við látum þess-
ara frómu óska gamla manns-
ins getið hér í þeirri von að
ríkisvald eða varnarlið taki
þær til greina.
• Rafmagnsveitan
og Leifur heppni
Göngumaður skrifar:
Að undanförnu hefur verið
unnið að lagfæringu á efsta
hluta Frakkastígs. Er verið að
setja upp nýja ljósastaura í því
sambandi; en þá hefur tekizt
svo furðulega til, að einn ljósa
staurinn er settur beint fyrir
framan styttuna af Leifi
heppna, þar sem hún blasir við
Skólavörðustígnum. Rafmagns
veitan rækir yfirleitt vel sitt
hlutverk að lýsa upp og er því
furðulegt, að hún skuli hafa
ar, þar sem hann dylgjaði um
óleyfilega sambúð konu sinnar
og Árna. Verða víst flestir nú-
tímamenn að taka undir orð hins
danska hæstaréttardómara, sem
kvað svo að orði, að Árna hefði
verið sæmra að fyrirlíta óorðið
eða leita sér uppreisnar á væg-
an hátt, til dæmis með fyrir-
gefningarbeiðni Magnúsar, sem
vel hefði mátt vera. Magnús var
manna gáfaðastur og ljúfastur
ódrukkinn, svo að áburður hans
á konu sína og Árna hlýtur að
teljast drykkjuskaparafleiðing.
Þetta mátti og hlaut Árni að
vita, en honum fyrirgefst
kannske vegna þess stórlyndis,
höfðingja og enn frekar meðal
þeirra, sem voru að reyna að
vera það. — Nóg um það.
f starfi Árna í jarðamatsnefnd
kom vel í ljós iðja hans, ná-
kvæmni og samvizkusemi. Af-
köst hans voru minni en margir
ætla; hann var seinvirkur og
vandvirkur. Fyrir sögu fslands
hefur starf hans og Páls Vída-
líns ómetanlegt gildi.
Hér verður ekki fjallað um
handritasöfnun Árna, enda er
þessi grein ekki skrifuð af vís-
indamanni, svo að hægt væri að
grafast fyrir um það, hvað er
miður sagt og hvað ofsagt um
þá hluti.
Víst er það þó, að hann hef-
ur gert íslenzkri fræðimennsku
og íslandi sem slíku meira gagn
en ýmsir þeir fræðimenn, er I
Kaupmannahöfn hafa lengi set-
ið. — Nóg um það, eins og fyrr
er sagt.
Þungt mun það hafa lagzt á
Árna, er mikill hluti handrita-
og bókasafns hans brann í Kauo-
mannahafnarbrunanum mikla
árið 1728. Þó mun sú barna-
skólasögustaðreynd ekki stand-
ast, að hann hafi dáið af afleið-
ingum þess bruna, enda andað-
ist Ámi ekki fyrr en árið 1730,
7. janúar, daginn eftir Þrettánda.
Hann var grafinn norðan megin
í kórnum I kirkju heilagrar
Maríu (Frúarkirkju).
Árni Magnússon kvæntist hálf-
fimmtugur hálfsextugri ekkju
Framlh. á bls. 31
skap í sér til að skyggja á einn
frægasta íslending fyrr og síð-
ar. Nær væri að þoka ljósa-
staurnum til hliðar og festa
síðan ljóskastara er lýsti upp
Leif Eiríksson á síðkvöldum.
Leifur heppni sómir sér tvo
vel fyrir framan verðandi
kirkju, með sitt krossmark, að
ekkert má skyggja á hann“.
• Að taka málstað
Drottins
Og svo er hér bréfkorn um
útvarpið:
„í síðustu viku hlustaði ég
sem oftar á útvarpið. Þar var
upplestur. Raddir skálda. Ég
varð hissa.
Var það virkilega sem ég
heyrði hvernig guð almáttugur
var lítilsvirtur með því að bera
annað eins á borð fyrir hlust-
endur að Guð sé gamall maður
gengi með staf og gefi börnum
brjóstsykur úr velktum poka.
Hvað segja blessaðir prest-
arnir um þetta. Er þetta skáld-
skapur. Sé slíkt þá er ekkl
vandi að yrkja.
Hví birtir útvarpið slíkt?
Breiðfirzk kona.**
ÞURRHIQDUR
ERL ENDINGARBEZJAR
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Simi 11467.