Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 13. nov. 1963 Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavik. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aða.)stræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakib. DÝRMÆTUR TÍMI ITikur þær, sem ríkisstjórnin/ ^ hefur beðið um að fá til að hugleiða kjaramálin og hún nú hefur fengið án þess að til löggjafar þyrfti að koma, eru hinar dýrmætustu. Heill þjóðarinnar um langa framtíð getur verið undir því komin, að nú takist að leysa kjaramálin á þann veg, að all- ir geti sæmilega við unað. Þetta vandasama mál verður auðvitað auðleystara fyrir þær sakir, að verkalýðsfélög- in buðust til þess að hindra sjálfviljug frekari kauphækk- anir meðan ræðzt væri við. Óhætt er að fullyrða, að skilningur sé nú almennari á því en nokkru sinni áður, að nauðsynlegt sé að ná heildar- samningum og koma í veg fyrir skæruhernað á vinnu- markaðnum. Ringulreiðin í kjaramálum, sem byggzt hgf- ur á skipulagsleysi og van- mætti bæði launþegasamtak- anna og vinnuveitendasamtak anna hefur sannfært þessa aðila sjálfa um nauðsyn breyttra vinnubragða, þar sem samningsrétturinn verði færður til heildarsamtakanna en tekinn úr höndum minni hópa og félaga. Meginvandinn er sá, að út- flutningsframleiðslan á erfið- ast með að bera launahækk- anir. í því sambandi er þess að gæta, að einmitt þessi at- vinnuvegur verður að nota mikið vinnuafl á öðrum tím- um en þeim, þegar dagvinnu- kaup er greitt. Ein af ástæðunum fyrir því, að erfitt hefur reynzt að hækka dagvinnukaup, er sú, að þá hefur eftir- og nætur- vinnukaup hækkað hlutfalls- lega og komið mjög þungt nið ur á útflutningsatvinnuvegun um. Það getur ekki hjá því farið að við þá samninga, sem nú eru að hefjast, verði leitazt við að taka tillit til sérstöðu útvegsins að þessu leyti og finna leiðir til að ná almenn- um kjarabótum, án þess að þær verði of þungbærar fyrir fiskiðnaðinn. Kemur þar bæði til álita vaktavinna í þessari atvinnugrein og auk þess lækkun næturvinnuálags ins gegn hækkun dagvinnu- kaups. Á þessu stigi er þó sjálf- sagt heppilegast að láta aðila um þessar umræður, og er vonandi að blöðin verði ekki til þess að spilla þeim samn- ingavilja, sem nú virðist ríkja á báðar hliðar. RANNSAKA UMFERÐAR- SLYSIN FjMns og Morgunblaðið minnt ^ ist á í ritstjórnargrein í gær eru hin tíðu umferðar- slys orðin uggvænleg. Mjög ber þess vegna að fagna þeirri ákvörðun dóms- málaráðherra að skipa sér- staka nefnd til að rannsaka slys þessi og reyna að gera til- lögur til úrbóta. Vonandi tekst nefnd þess- ari að koma með hagnýtar til- lögur til úrbóta, og skipun hennar hefur einnig þá þýð- ingu að vekja sérstaka at- hygli ökumanna og vegfar- enda yfirleitt á nauðáyn frek- ari aðgæzlu. INNISTÆÐU- LAUSAR ÁVÍSANIR Dankarnir hafa nú hafið að- gerðir til að koma í veg fyrir misnotkun tékka. Leiddi fyrsta könnun bankanna á því hve mikið væri um ávís- anasvik í ljós að notkun inn- stæðulausra ávísana nam mörgum milljónum króna. Hér á landi hefur áratug- um saman viðgengizt óheil- brigðari viðskiptahættir en yfirleitt tíðkast í heilbrigðum lýðræðisríkjum. Hefur þetta að sjálfsögðu að verulegu leyti byggzt á því spillingar- kerfi, sem hér ríkti á upp- bótatímanum. Umbætur í þessum efnum taka auðvitað sinn tTma, en aðgerðir bankanna eru einn liður í þeim. MEÐGANGA SÍA - SKÝRSL- URNAR 17ins og Morgunblaðið skýrði ^ frá í gær hafa nokkrir af höfundum Rauðu bókarinnar svonefndu, SÍA-skýrslnanna, nú meðgengið að þær séu ó- falsaðar, en eins og menn muna voru fyrstu viðbrögð, bæði kommúnista og raunar líka Framsóknarmanna þau, að skýrslur þessar væru fals- aðar. Þessi viðurkenning er á- nægjuleg og raunar má segja, að það sé líka gleðiefni að þessir menn hjálpa nú til að auglýsa þessa merkilegu bók rækilega með málaferlum, sem þeir höfða til að fá greidd ritlaun. Ný stjórn í Grikklandi Papandreau myndar minnihlutastjórn • Ný stjórn hefur tekið við völdum í Grikklandi — minnihlutastjórn undir for- ystu George Papandreau, sem vann ir.'kinn sigur í kosning- unum, er fram fóru sunnudag inn 3. nóv. sl. Úrslit kosning- anna komu rr.jög á óvart, þar sem Miðflokkasambandið, sem Papandrou hefur forystu fyr- ir, vann mikinn sigur á kostn- að Róttækraflokks Konstant- ins Karamanlis. Flokjkur Papandreau hlaut þó ekki nægilegt atkvæða- magn til þess að unnt yrði að koma á fót meiriih'lutastjórn, hann hlaut 42% atkvæða en flokkur Karamanlis um 39% tapaði hátt í fjórðung þess fylgi, er hann hafði í síðustu kosningunum. Fréttamenn segja, að sigur- inn megi Papandreau þakka hinni hörðu baráttu hans og flokksmanna hans gegn Kar- amanlis, svo og kosningalof- orðum flokksins um bættar þjóðfélagsaðstæður og bætt menntunarskilyrði, en núver- andi ástand í þeim efnum hef- ur valdið megnri og almennri óánægju. George Papandreau er 75 ára að aldri. Hann var fyrst kjörinn á þing árið 1923 og gegndi ýmsum ráðherrastöð- um þar til hann var handtek- inn og rekinn úr landi í stjórn artíð Metaxes einræðisiherra. í heimstyrjöldinni síðari gengdi Papandreau mikilvægu hlutverki í grísku neðanjarðar hreyfingunni. Árið 1942 var hann handtekinn af ítölum, en sköimmu siðar tókst honum að flýja til Egyptalands og várð hann þá leiðtogi útlaga- stjórnar Grikkja í Kairo. Að styrjöldinni lokinni snéri hann heim en sagði af sér stjórnar- forystu. Miðflokkasambandið stofn- aði Papandreau árið 1961 á- samt Sophocles Venizelos, sem er valdamestur maður flokks- ins næst honum og varafor- Papandreau. Karamanlis. sætis- og utanríkisráðherra hinar nýju stjórnar. Þeirra í milli hefur þó verið lítil vin- átta að undanförnu og óttazt sumir, ag það kunni að hafa einihver áhrif á samvinnuna innan stjórnarinnar. ★ ★ ★ Ósigurinn í kosningunum kom Karamanlis mjög á ó- vart og varð honurn mikið áfall. Eftir að úrslitin urðu kunn íhvarf hann um nokkurn tíma og vissu jafnvel hans nánustu samstarfsmenn lítið eða ekki um dvalarstað hans. Síðan kom hann aftur fram á sjónarsviðið og lýsti því þá yfir, að hann mundi nú draga sig í hlé frá stjórnmálum. Hann sagði m.a. í viðtali við fréttamenn Reuters:„Ég hafði beðið grísiku þjóðina ag ljá mér meiri'hluta fylgi til þess að ég gæti lokið starfi mínu í þjónustu lands míns og þjóð- ar. Þjóðin varð ekki vig þeirri bón. Slí'kt gerist í lýðræðis- þjóðfélagi, og þar sem ég er hugsjónamaður tel ég ekki, að ég geti lengur verið þjóð minni til gagns. Stjórnmála- feri'll minn er nú á enda. Eg er þakklátur fyrir það traust, sem þjóðin sýndi mér i átta ár. Ástandið í Grikklandi er nú betra en það var fyrir átta árum”. Karamanlis kom fyrst til valda árið 1955, er flokkur hans _ hlaut 167 þingsæti af 300. f 'kosningunum 1958 jók flok'kurinn við sig og hlaut 173 þingsæti og vig kosning- arnar 1961 hlaut hann 176 þingsæti. Nú fékk flokkurinn aðeins 128 þing.sæti en flokkur Papandreau 140. Sósíaliíski Vinstriflokkurinn fékk 30 þingsæti og Fram- sóknarflokkurinn 2 þingsæti. Sá flokkur bauð fram í síð- ustu kosninguim í samvinnu við Miðflokkasambandið og er talið, að hefði sá háttur verið hafður á nú, hefðu atkvæði Framsóknar nýtzt betur og sennilega hjálpað Papandreau til þess að ná meirihluta á þingi. Nýja stjórnin undir forsæti Papandreau var mynduð »1. fimmtudag, fyrr en menn höfðu vænzt. Ráðherrarnir eru allir úr Miðf'lokkasamibandinu utan einn, Dimitrius Papani- kolopoulus, landvarnaráð- herra, sem var einn ráðherra í utanflokkastjórninni síð- ustu. Talið er að Papandreau muni óska traustyfirlýsingar þingsins, þegar það kemur saman 11. desember. Tímann þangað til roun hann ætla að nota til þess að tryggja sér fylgi þingmanna hinna flokk- anna. Er talið, að hann muni reyna að vinna stuðning hluta af þingflokki Karamanlis. Stjórnmálamenn benda þó jafnframt á þann mögulei'ka, að Papandreau hafi e.t.v. ekk- ert á móti því að stjórnin verði felld. Það mundi gefa honum tækifæri til að krefj- ast nýrrg kosninga, sem e.t.v. gætu fært honum enn sterk- ari sigur en hann vann 3. nóv. sl. • Hækkerup í Sovétríkjunum Kaupm.höfn., 11. nóv. (NTB). PER Hækkerup, , utanríkis- ráðherra Dana, hélt í dag til Sovétríkjanna í opinbera heimsókn í boði Andreis Gro mykos, utanríkisráðherra So- vétríkjanna. Hækkerup dvelst í Sovét- ríkjunum til 21. nóvember og m. a. mun hann ræða við Krúsjeff forsætisráðherra. Hækkerup mun einnig undir rita samning milli Danmerk- ur og Sovétríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.