Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.1963, Blaðsíða 25
MORGUN BLAÐIÐ 25 f Miðvikudagur 13. nov. 1963 Æskan og kirkjan eftir sr. Ragnar Fjalar Lárusson KUNNUGT orðtak hljóðar svo: „Ungt og gamalt á ekki saman". Sumum kann að koma það í hug, er þeir lesa yfirskrift þessarar greinar. Til eru þeir menn, sem finnst að kirkjan sé gömul og hrum stofnun, komin af fótum fram, og því eigi hún Iítið erindi og litla samleið með þeirri kynslóð, sem erfa skal landið. En þessi skoðun er ekki rétt. Enda þótt kristin kirkja sé gömul stofnun er hún alltaf ung, því að kirkjan á í sér fólgið líf hverrar kynslóðar, sem hún starfar með, því að kirkjan er þú og ég, við öll, sem skírð erum og fermd og viljum vinna að framgangi guðsríkis á jörðu. Kirkjan er því félagsskapur manna, þeirra manna, sem treysta fyrirheitum Guðs. En þeir eru því miður of margir, sem ekki gera sér ljósar þær skyldur, sem því er samfara að vera meðlimur þessa félags, og vanrækja störfin fyrir það. Kirkjunni má líkja við mikinn og voldugan meið, hann á að standa allaufgaður, en í ljós kem- ur að margar greinarnar eru naktar. Þær bera ekki ávöxt. Það er vegna þess, að þær fá ekki næringu frá stofninum, sem held- ur þeim uppi. Allir þeir, sem slitna úr tengsl- um við kirkjuna fara á mis við ákveðna mikilsverða næringu, oft finna þeir það ekki sjálfir, en þeir líkjast að vissu leyti blað- lausum greinum. Þetta finnur sá vel, sem fær þessa næringu í rík- um mæli, og því vill hann, að sem flestir njóti hennar, ekki sízt hin unga og veikbyggða grein, sem vex á þessum mikla stofni. Af þessum sökum vill kirkjan tengjast æskunni eða öllu heldur veita henni þá næringu, sem hún getur hvergi annars staðar feng- ið, en verða mun henni til bless- unar og farsældar á vandrötuð- um stigum hins mannlega lífs. En hvernig má slíkt verða? Margir tala um spillingu æsk- unnar, að mikill hluti hennar sé afvegaleiddur og hugsi um það eitt að njóta hverfulla stundar- gæða og noti ýmis miður æskileg lyf til þess að örva hina þráðu gleði. Að sjálfsögðu á þessi skoðun við rök að styðjast, en sá hópur er áreiðanlega mjög takmarkað- ur, sem svo er ástatt um. íslenzk seska á fjölmenna sveit vaskra stúlkna og drengja, sem tileinkar sér það bezta, sem þjóðfélagið býður og býr sig vel undir vanda- samt lífsstarf sitt. Meðal þeirra er allstór hópur, sem tengdur er kirkjunni traustum böndum. Nýlega var haldinn á Akureyri aðalfundur Æskulýðssambands kirkjunnar í Hólastifti. Þessa fundar hefur verið getið í blöð- um og útvarpi, mun ég því eigi ræða störf hans né ályktanir hér, en þess vil ég geta, að þar kom ljóslega fram, að kirkjan er með uýjum leiðum að ná betur og bet- ur til æ fjölmennari hóps æsku- fólks. Nægir í því efni að benda á, að fjölmörg æskulýðsfélög á vegum kirkjunnar eru nú starf- Bndi, aukið sumarbúðastarf, vinnubúðir og nemendaskipti á vegum kirkjunnar, svo eitthvað *é nefnt. Vil ég ræða þetta nokkuð nán- *r. 1. Æskulýðsfélög á vegum kirkjunnar: Þar sem slíkt æsku- lýðsfélag er starfandi er sér- hverju fermingarbarni gefinn kostur á að ganga í félagið að lokinni fermingu. Sóknarprestur- inn er jafnan leiðbeinandi félags- ins. Tilgangur þess er sá að hjálpa ungmenninu til að halda fermingarheit sitt „að Ieitast við að hafa Jesúm Krist að leiðtoga lífsins“. Fundir eru allmargir í félaginu vetrarmánuðina. Félög- um má skipta í sveitir, sem sjá á víxl um fundarefni. Á hverjum fundi er ákveðin helgistund á- samt með léttara efni. Tómstunda iðju má gjarnan tengja vetrar- starfinu. Á sumrum fara félagar gjarnan í skemmtiferð undir leið sögn leiðbeinanda, t.d. á kristi- legt mót þar sem félagar margra æskulýðsfélaga hittast. 2. Sumarbúðir á vegum kirkjunnar. íslenzka kirkjan hef- ur rekið sumarbúðastarf um nokkurra ára skeið. Hefur það starf gefið mjög góða raun. Eru sumarbúðir einkum ætlaðar yngstu kynslóðinni eða börnum, 9—13 ára. Væntanlega verða teknar í notkun nýjar sumarbúð- ir á nokkrum stöðum á næstu ár- um. Sumarbúðastjóri er jafnan prestur eða annar æskulýðsleið- togi. Hann skipuleggur hvern dag, þar skiptast á leikir og störf, ferðalög, íþróttir o. fl. Kvölds og morguns er helgistund, þessar stundir eru stærstar, þær má sízt missa, börnin hafa ekki lengi dvalizt í sumarbúðunum er þau finna það. Ég minnist indælla stunda frá sumarbúðunum á Löngumýri. Ég minnist mikillar glaðværðar og gáska, en þó allra bezt kyrrlátra og hljóðra helgistunda með hópi barna. Ég minnist þess er þau tendruðu Ijósin á altarinu og settust í hring umhverfis það og hlýddu á prestinn, sem talaði við þau og sagði þeim fallegar sögur, ég minnist skæru barnsraddanna, er sálmarnir hljómuðu og inni- legri og barnslegri bæn. — Ég Sr. Ragnar Fjalar Lárusson er viss um það, að þegar frá leið vildu börnin sízt missa af þessum stuttu en innilegu helgistundum. Á því er enginn vafi, að sumar- búðir hafa mikið uppeldislegt gildi. 3. Vinnúbúðir á vegum kirkj- unnar. Ekki er langt síðan fyrstu vinnubúðirnar voru starfræktar hér. Hópur af ungu og áhuga- sömu fólki kom þá erlendis frá til að vinna að kirkjubyggingu hér. Nokkrir ungir íslendingar bættust í hópinn og vinnubúða- starf á vegum kirkjunnar var hafið á íslenzkri grund. Þetta starf fer venjulega þannig fram, að unnið er hóflegan tíma dag- lega að einhverju ákveðnu verk- efni: kirkjubyggingu, byggingu sumarbúða, fegrun kirkna, skóla o. fl. — Á hverjum degi er helgi- stund, þar sem unga fólkið safn- ast saman við lestur guðsorðs, ræðir ákveðin vandamál hins daglega lífs o. fl. m. ö. o. vinnur með hug og hönd að uppbyggileg um og nytsömum málum. Slíkar samvistir ungs fólks eru mjög hollar og þroskandi, ný sjónar- mið blasa við, nýr heimur opnast, og æskumaðurinn verður færari að mæta erfiðum viðfangsefnum mannlífsins. 4. Nemendaskipti á vegum kirkjunnar. Allmargir ungir ís- lenzkir námsmenn dveljast um þessar mundir erlendis á vegum ýmissa erlendra kirkjufélaga vegna milligöngu íslenzku kirkj- unnar, og nokkrir erlendir ungl- ingar dveljast hér á vegum henn- ar. Slík unglingaskipti hófust fyrir nokkrum árum og hafa orð- ið þeim, sem notið hafa til mikils gagns og blessunar. Ég átti þess kost, á fyrrnefnd- um fundi, að heyra frásögn ungs manns, sem dvalizt hafði um árs skeið í Bandaríkjunum á veg- um kirkjufélags þar. Heimili hans þar var hjá presti safnaðar- ins, og þar var hann skoðaður sem einn meðlimur fjölskyldunn- ar og naut þar hinnar mestu hlýju og kærleika. Það var mjög ánægjulegt að heyra hversu margs góðs hann hafði notið og hve margt hafði hrifið hann og mótað, og hve rík ítök kirkjan átti í huga hans. Slík nemendaskipti verði vissu lega til að tengja saman óiíkar þjóðir og ólíkar kirkjudeildir og gera að veruleika orð Krists er hann segir: „Allir eiga þeir að vera eitt“, Ég hef hér að framan drepið á örfáa drætti í starfi kirkjunnar fyrir æskuna. Margt fleira mætti nefna, því að verkefnin til heilla og farsældar hinni ungu kynslóð eru raunar ótæmandi á öld mik- illa umbrota og ríkrar efnis- hyggju. Að lokum þetta: Megi íslenzka kirkjan verða þess megnug að veita æskunni leiðsögn á vand- rötuðum vegum mannlífsins, þá leiðsögn, sem leiðir hana til far- sæls og hamingjuríks lífs, svo að hún finni hið sanna Ijós heimsins. Ragnar Fjalar Lárusson. Orðsending frá Laufinu Seljum þessa viku allar vetrarkápur með 500 króna afslætti, einnig Jerseykjóla og aðra kjóla með mikið lækkuðu verði. Dömubúðin L A U F I Ð Austurstræti 1. Nýkomið Barnahúfur í miklu úrvali. — Verð frá kr. 114,00. Barnatreflar. — Verð frá kr. 59,00. Röndóttar stretch buxur barna. — Verð frá kr. 295,00 AS/V Skólavörðustíg 17. — Sími 15188. ÁSA Aðalstræti 18. — Sími 10923. Baðker Frönsku steypujárnsbaðkerin nýkomin. Mjög vönduð vara. Pantanir óskast sóttar sem fyrst. c4. 'JóÁtmnsson & SmitA Sími 242■44 (3 ímu\) mercedes-benz 45 hestafla vél, 0—80 km/klst. á 13 sek. — Framhjóladrif — Skífuhemlar á framhjólum. — Stórar framrúður, — gott útsýni. — 2 ljós fyrir akstur afturábak. — Samlokuljós. — Hjólkoppar úr rySfríu stáli. — Aklæði: SKAI-Ieðurlíki og ullarefni. — Sætis* bök stillanleg. — Teppi á gólfi framan og aftan. — MælaborS klætt SKAI-Icðurlíki. — Stýrislæsing. — Sjálfvirk framrúðu* sprauta. — Vindlakveikjari. —■ Stórt hanzkahólf. •— Bólstr* uð sólskyggni, annað með spegli. — Handföng og öskubakkar fyrir alla farþega, — Armhvíla á báðum hurðum og fyrir aftur- sæti. — Stórir kortavasar í bökum beggja framsæta. — Sjálf* virk lýsing við opnun beggja hurða. — Trekkgluggar á báðum hurðum. — Fljótvirk miðstöð. — Báðar hurðir læsanlcgar með lykli. — Mjög stór farangursgeymsla. Árgerð 1964 I FÁIIM ORDUM SAGT... allt í og á — allt innifalið í verðinu, sem er kr. 156.900,00. — DWK Junior de Luxe 40 hestafla. Verð kr. 139.900,00. — Hagkvæmir greiðsluskilmálar RÆSIR H. F. Skúlagötu 59. — Sími 19550. Skrifstofustarf óskast Ungur maður með Verzlunarskólapróf, góða kunn- áttu í ensku og þýzku, og vanur ýmsum skrifstofu störfum, óskar eftir vellaunuðu starfi, sem fyrst. Tilboð merkt: „Skrifstofustarf — 3956“ sendist afgr. Mbl. fyrir 15. þ.m.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.