Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.12.1963, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 5. des. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 17 Vigur — ey og bær í ísafjarð- | ardjúpi. Ánastaðir — það bæjarnafn er til í Hún., S-Múlas., N-Múla- sýslu og Skagafirði; auk , þess Ánabrekka í Mýrasýslu. , Grænhóll — bæjanöfn í Barð. | og Árnessýslu. Uppsalir — algengt bæjarnafn á íslandi. Kemur fyrir í Fljótsdælasögu, Víga-Glúms- sögu, Harðarsögu og Þorsk- firðingasögu. Svínhagi — bæjamafn I Rang. Sómastaðir — bær í S-Múlas. ^ (sbr. lækjarnafnið Ósómi á Ingjaldssandi). Svangi — svo hét bær í Skorra dal. Fuglavík — bær í Gullbr. Slauka — svo heita nokkrar i smáár eða lækir. Slauka er í f Grímsnesi. Grýtubakki — bær í S-Þing. Sólheimar — bæir í Skag., V- í Skaft., Húnav., S-Þing, S- Múl. og Dalas. Goðdalur — bær í Strandas., en Goðdalir í Skagaf. Selvogur — í Árness. og Ham- arsfirði. Húsatóft — Húsatóftir á Skeið- um og í Grindavík. Nesjar — bæir í Grafningi og í Miðneshreppi. Þernunes — Þernunes í S- ^ Múla., auk þess Þernuvík í N-ísafj., Þerney í Sundum og / Þernumýri í Hún. Blesastaðir ^ — bæir í Mýra- sýslu og Árnessýslu. Viðey — Viðey með Sundum. Skeggjastaðir — hér á landi l eru a. m. k. 11 Skeggjastaðir. i Vífilsnes — bær í N-Múlas. Svo má hér bæta við tveimur nöfnum, sem Reykvíkingum eru kunn, en þau eru Austurvöllur og Kringlumýri. Að vísu hafa þetta ekki verið bæjanöfn hér, en mundi ekki norska bæjarnafnið Austurvöllur vera komið af því, að nýbýli hafi verið reist á Aust- urvelli einhvers bæjar? Gæti þetta sýnt að nafnið sé fornt hér. Önnur nöfn hafa svo mikil •kyldleikamerki, að þeirra ber að geta: Skrúðsfjall er í Noregi, en Skrúður ey hér. 1 Gýgjarberg er þar, en Gýgjar- i hóll í Árn., og Skagafj., og ' Gýgjarsporsá í Hrafnsfirði vestra. Stafnes heitir þar og margir bæir kenndir við Staf, en Stafnes er í Gullbr., Stafá á Snæfellsn. og í Skagaf., Staf- ey í Breiðaf., Stafafell í Lóni, Stafholt í Mýras. og Stafshóll í Skag. Asparey er þar en Asparvík hér í Strand. Mykidalur er þar, en Mykines í Rang. Tandravöllur er þar, en Tandra staðir hér. Kallaðarsteinn og Kallaðarvík 4 eru þar, en Kallaðarnes í Ár- t nessýslu. Gloppudalur er þar, en Gloppa . er örnefni í gljúfrum Jökuls- ' ár á Fjöllum. Kerhóll er þar, en Kerseyri í Hrútafirði. Reiðúlfsstaðir heita nokkrir bæir þar, en enginn hér. í Barðastrandarsýslu eru fjöll, sem ýmist eru nefnd Reið- bólsfjöll, eða Reipólfsfjöll. Mundi ekki rétta nafnið á þeim vera Reiðúlfsfjöll? i Skrattaland er á Jaðri, en Skrattafell er í Reykjadal í S-Þing. Rygh telur að Skrattaland gæti haft svip- aða merkingu og skerpi, en það þýðir ófrjótt land. Marg- ir bæir heita Skerpi í Nor- egi, og hér er þetta í bæjar- nafninu Kúskerpi í Skagaf. Snartarland er þar, en Snart- i arstaðir í N-Þing., Borgarf. en Snartartunga í Strandas. og Dalas. Hattarvogur er þar, en Hattar- dalur í ísafj. Náleið er þar, en Náhlíð ör- nefni í Dalasýslu. Kúvik er þar, en Kúvíkur í Strandasýslu. Á Sunnhörðalandi eru og ýmis nöfn, er vér könnumst við: Viðvík, samnefndur bær í Skagafirði. Mosdalur, nokkrir bæir á Vest- fjörðum. Víðiker, samnefndur bær í Bárðardal. Þegjandadalur, samnefndur bær í S-Þingeyjarsýslu. Gagnstöð, samnefndur bær 1 N-Múlasýslu. Hvalsnes, samnefndur bær í Lóni. Þess má geta að sker og stórir steinar í fjöru voru kallaðir hvalir í Noregi. Mölvík, örnefni hjá Vogastapa, Gullbr. og á Reykjanesi. Mjólká og Mjólkurá, en Mjólk- urár eru á Vestfjörðum. Rot, svo heitir og bær undir Eyjafjöllum. Mýdalur, svo hét og dalur í Kjós og byggð í V-Skaft. (nú Mýrdalur). Skaftárdalur, samnefndur bær í V-Skaft. Skor, örnefni í Barðastrandar- sýslu. Skúlastaðir, svo hét og bær á Álftanesi, Gullbr. Skáli, svo heitir bær í Beru- firði eystra. Hraknes heitir þar, en Hrak- hvammur örnefni á Snæfells- nesi. Hlaðhöfði heitir þar, en Hlað- hamar er bær við Hrútafjörð og örnefni í Hvalfirði. Raftdalur og Raftá þar, en Raftalækur hét Hverfisfljót fyrst. Heiðabær heitir þar, og Heiðar- bær er í Þingvallasveit og í Strandas. Brýn heitir þar, en Brún heita nokkrir bæir hér. Finnmörk er þar bær, en byggðarnafn á Fellströnd. Sult heitir þar, en Sultir í N- Þing. Gásaland er þar, en Gásir í Eyjafirði (sbr. Gásasandur). Nöfn á fossum og ám. f Noregi eru nokkur fossanöfn sér í flokki, svo sem Brakandi, Dynjandi, Fallandi, Gínandi, Hangandi, HaMandi, Höggvandi, Mígandi, Sitjandi, Þjótandi og hétu bælr eftir þeim. Nokkur þessi nöfn hafa borizt hingað. Bæjarnöfn eru: Brakandi í Eyja- firði, Dynjandi í Arnarfirði, Þjótandi hjá Þjórsá, Höggvanda- staðir í Hvítársíðu, en Mígandi er nafn á fossi yzt á Upsaströnd, og Hangandi heitir litli fossinn innst í Fossvogi hjá Reykjavík. Má vera að hin fossnöfnin finn- ist hér einnig, ef vel er leitað. Af einkennilegum og fátíðum árnöfnum í Noregi hafa nokkur borizt hingað, svo sem: Lýsa, Fura, Kaldá, Leirá, Ljótá, Mjólk- urá, Skaftá, Skráma, Stafá og Otra. (Ég hygg að áin í Otrar- dal hafi upphaflega heitið Otra og dalurinn við hana kenndur, því að ekki getur hann verið kenndur við otra (dýr) sem aldrei hafa verið hér á landi, enda er nafnið Otrardalur. — Gláma heitir á í Noregi, en hér er það nú nafn á jökli (en gæti ekki verið að einhver spræna frá honum hafi upphaflega heit- ið Gláma vegna jökullitar, og nafnið síðan færst á jökulinn, enda mun hann upphaflega hafa verið kallaður Glámujökull). A heitir Glymja í Noregi og er það sama nafnið og Glommen (Glaumelfur). Ég veit ekki hvort nokkur á heitir Glymja hér á landi, en upp af Botnsvogi í Hvalfirði er fossinn Gtymur, og er það nafn sömu merkiagar. Þessi uptalning ætti að nægja til að sanna það, sem fyrr var sagt, að landnámsmenn hefði flutt með sér frá Noregi bæja- nöfn og örnefni. Mun og koma æ betur í Ijós, ef þetta efni er rannsakað, að þessir nafnflutn- ingar hafa verið í stærri stíl, en menn hafa áður gert sér grein fyrir. Að þeirri vitneskju feng- inni mætti komast að þvi hvað- an úr Noregi landnámsmennirn- ir voru, með því að bera saman staðaheiti þar og hér. Landnáma greinir sjaldnast frá því hver bústaður þeirra hafi verið í Nor- egi, heldur lætur hún sér oftast nægja að segja að þeir hafi verið úr þessu og þessu fylki. Og stundum skortir jafnvel upp- lýsingar um það. Það mundu nú þykja lítilsverð ar upplýsingar um mann, ef sagt væri að hann væri úr Norð- lendingafjórðungi. Betri upplýs- ingar væri að fá að vita úr hvaða sýslu hann væri, og sýnu bezt ef hægt væri að fá að vita úr hvaða hreppi hann væri. Nú eru þess nokkur dæmi í Landnámu, að menn sé kynntir svo, að fara megi nærri um hvar þeir áttu heima í Noregi. Er því rétt að byrja á því að atihuga bæjanöfn á þeim slóðum og svo bæjanöfn í landnámum þeirra hér. Komi þá í ljós, að nöfnin séu mörg hin sömu á báðum stöðum, er það staðfest- ing á frásögn Landnámu. Gefur það svo von um að árangur geti orðið af því, að leita heimkynna annarra landsnámsmanna í Nor- egi, með því að bera saman bæja nöfn þar og hér. Mesta þýðingu hefir það þá auðvitað, ef þau nöfn, sem einkennileg eru og fátíð í Noregi, koma í leitirnar hér. Enn öruggara væri þó að sjálfsögðu að bera jafnframt saman örnefni þar og hér. En út í það hætti ég mér ekki að neinu ráði. Þegar borin eru saman gömul bæjanöfn í Noregi og hér, er aðallega við tvö heimildarrit að styðjast, hið mikla verk O. Rygh „Norske Gaardsnavne" og Jarða- bók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. En svo er Landnáma, sem segir frá því hvar hver mað- ur nam land, og gefur einnig nokkrar upplýsingar um bæja- nöfn og örnefni. Þá má og finna ýmis bæjanöfn í íslendingasög- um, og leiðbeiningar er að fá í ritgerð dr. Finns Jónssonar „Bæjanöfn á íslandi“ (Safn tii sögu fslands IV). Þessar eru þær heimildir, sem ég hefi stuðst við. Að svo mæltu skal horfið að því að athuga landnám og nafn- giftir nokkurra þeirra landnáms- manna, sem Landnáma segir hvaðan voru. Landnám Finns auðga og Hafnar-Orms. Tveir landnámsmenn eru tald- ir frá Stafangri, en þá er ekki átt við þá borg, sem nú er kölluð svo, því að hún var þá ekki til, heldur mun átt við fjörðinn, sem gengur þar suður í landið að Sandnesi, og mun hafa heitið Stafangur, eða hinn beini fjörð- ur. Þessir landnámsmenn voru ) eir Fiður auðgi og Hafnar- Ormur. Landnám þeirra náði yfir Melasveit, Leirársveit, nokk uð af Skilmannahreppi og nokk- uð af Strandarhreppi í Borgar- fjarðarsýslu, eins og nú er hátt- að sveitaskiftingu. Á þessu svæði telur Jarðabók- in rúmlega 30 bæi. Þegar nú at- huguð eru hin fornu norsku bæjanöfn umihverfis Stafangur (fjörðinn), þá kemur í ljós, að helmingur bæjarnafnanna í land námi þeirra Finns og Orms er þaðan kominn. Þetta er nokkuð augljóst merki þess, hvað land- námsmönnum hefir verið gjarnt að nefna hina nýu bæi sína eftir bæjum, sem þeir höfðu orðið að hverfa frá í Noregi. Er þá ekki aðeins átt við Finn og Orm, heldur alla þá er byggðu í land- námi þeirra. Bæirnir í þessu landnámi, sem eiga sér alnafna í grennd við Stafangur, eru þessir: Ás, Bakki, Brekka, Fellsendi, Galtarvík, Gröf, Hlíð, Hóll, Höfn, Melar, Sandur, Saurbær, Skarð, Tunga, Straumn.es (það telur Jarðabók- in fornt eyðibýli). Svo eru ýmis nöfn hér og þar, sem sýna mikinn skyldleika og má þar nefna: Geitaberg — Geitarás, Hól — Hvál, Hrafna- björg — Hrafnadal, Miðfell — Miðhól, Ós — Ósland á tveimur stöðum, Skorholt — Skoraland, Steinsholt — Steinsland á tveim ur stöðum, Vallanes — Vall- brekku, Hvítanes — Hvítaland. (Ef til vill má sjá á þessu, að Iand-nöfnin hafi verið að leggj- ast niður í Noregi um þær mund- ir; hér kemur holt í staðinn fyr- ir land á 2 stöðum, nes á einum stað og svo er land-nafn fellt niður á eftir Ós). Leirá á sér þessi nöfn skyld í Stafangri: — Leirland, Leirfen, Leirbrekku, Leirangur, Leirvík og Leirdal. (Þess má geta að Leirdalur heit- ir þar sem þjóðvegurinn liggur nú yfir Ferstikluháls). Leirár- vogur heita nú þar sem áður hét Grunnafjörður og þar er örnefn- ið Akkerissteinn, en austan við Stafangur heitir Dreggnes (Akk- erisnes) og er víst mjög fágætt nafn. Þá koma önnur athyglisverð nöfn. Jarðabókin nefnir ígulstaði fornt eyðibýli í Skilmanna- hreppi, en í nágrenni Stafangurs er bær, sem heitir ígulsland. — Hér er um sama nafnið að ræða og einstakt í sinni röð. Þá er Dragháls. Dr. Finnur Jónsson telur að rétt nafn á bænum muni vera Dragaháls. En suður í Sóknadal á Rogalandi er bær, sem heitir Dragaland. Samkvæmt Harðar sögu og Holmverja heitir Geldingadragi hálsinn milli Svínadals og Skorradals, og á að draga nafn af því, að Hörður dró þar yfir tvo sauði í mikilli ófærð. En sú nafngift væri hálf álappaleg, líkt og Kúhallardalur í sömu sögu. Hálsinn mun upphaflega hafa heitið Dragaháls, kenndur við lækjardrög og skorninga, sem þar eru. En svo hefir nafnið verið stytt í Draga til aðgrein- ingar frá bœnum. Rygh telur að bæjarnafnið Dragaland í Sókna- dal sé kennt við vatnsdrög, svo að sama merking er í báðum nöfnum. Svo er bæjarnafnið Súlunes. Mönnum þykir ólíklegt að það sé kennt við hafsúlu, þvx að þar hafi engin súlubyggð verið. Þó er ekki útilokað að dauða haf- súlu hafi rekið þar á land og nesið fengið nafn af því, eða þá að þar hafi súlu (stoð) rekið á land, t. d. öndvegissúlu. En þess er til getið, að Súla í þessu nafni sé sama og Sóli á JaðrL Landnám Þórólfs Mostrarskeggs. Svo segir í Eyrbyggju: Hrolf- ur í Mostur var höfðingi mikill. Hann varðveitti þar í eyunni Þórsihof og var mikill vinur Þórs og af því var hann kallaður Þór- olfur . . . Hann fékk sér mikið hafskip og bjó það til ís- landsferðar og hafði með sér skuldalið sitt og búferli. Margir vinir hans réðust til ferðar með honum.-------— Hann sigldi vestur fyrir fsland og norður um Snæfellsnes og gaf Breiðafirði nafn. Nam hann svo land á hinni syðri strönd miðri og kallaði landnám sitt Þórsnes. Nú eru tvær eyjar í Norégi er Mostur heita. Er önnur fyrir sunnan Storð og fylgir Sunn- hörðalandi, en hin fyrir sunnan Bókn og fylgir Rogalandi. Eyr- byggja segir að Þórolfur hafi búið í eyunni sem er fyrir Sunn- hörðalandi, en samt hafa menn ekki orðið sammála um það. Dr. Guðbrandur Vigfússon hólt t. d. að Þórolfur hefði verið frá Mosturey á Bóknarfirði. Sé nú sú ályktun rétt, að hægt sé að komast að því hvaðan úr Noregi landnámsmenn voru, með því að bera saman bæjanöfn þar og í landnámi þeirra, þá ætti að vera auðvelt að skera úr því frá hvorri eyjunni Þórolfur var. — Og þá kemur einnig skjótt í Ijós, að hann hefir ekki verið frá Mosturey á BóknarfirðL því að engin nöfn þar, eða í grennd, eru hin sömu og í Helgafells- srveit og nágrenni. Hin nyrðri eyjan, hjá Sunn- nörðalandi, er miklu minni, en þó hafa nokkrir bæir verið þar. Hinn helzti þeirra gengur nú undir nafninu Totland. Segir Rygh að enginn vafi sé á því, að þetta nafn sé sama og Þórs- land, enda tali Eyrbyggja um Þórshof á Mostur. Þórssjór heit- ir þar og fyrir framan og Þórs- holmi við suðvesturhornið á eyjunni. Þessi nöfn ætti að taka af all- an vafa, að hér hafi hinn Þór- dýrkandi Þórolfur Mostrarskegg átt heima, enda þótt fleira væri ekki til að driefa. Eyrbyggja segir að margir vinir hans hafi ráðist til ferðar með honum, og ihafa þeir sennilega átt heima á Sunnhörðalandi. Og þar finn- um vér þessi bæjanöfn, sem einnig eru í Helgafellssveit: — Bakki, Skjöldur, Hrísar. Bústað sinn kallaði Þórolfur Hofstaði, en Hofland er á tveimur stöðum í nágrenni við Mostur, og er eðli- legt að Hofland breytist í Hof- staðL þar sem land-nöfnin voru að leggjast niður í Noregi. Skammt frá Mostur heitir einnig Helgaland, sem Rygh segir að áreiðanlega þýði helgan stað, og minnir það á Helgafell í Þórs- nesi. Sérstaklega er bæjarnafnið Skjöldur athyglisvert. Annað nafn er og merkilegt þarna: Gruflunaust í Þingskálanesi, þvl að í Etne á Sunnhörðalandi var bær, sem hét Gruflusætur. Enn má minna á, að Dritsker hét hjá hinum upphaflega þingstað (og Dritvík er vestar á nesinu og hefir verið verstöð), en Drit- land er bær í Noregi. Þorbergur landnámsmaður á Skógaströnd „fór úr íafirði (Jó- firði eða Jósfirði) til íslands", en sá fjörður er á Sunnhörða- landi. Ingolfur á Holmlátri nam frá Laxá inn að Skrámu- (hlaups)-á. í þessum landnám- um eru nokkur hin sörnu bæjanöfn og á Sunnhörða- landi svo æm: Langidalur, Setberg, Ós, Straumur Drangar og Borgir. Hér er Haukabrekka, en Haukanes og Haukás og Brekka á Hörðalandi. Hér er Klungurbrekka, en Klungurland á Hörðalandi. Hér er Vörðufell, en Vörðuberg og Vörðuland á Hörðalandi. Hér er Breiðabólstaður, en Bólstaður þar. Hér er Bíldhóll og Bíldsey er ekki langt undan landi, en Bíldsey er hjá Hörðalandi. Hér er Valahamar, en Valaströnd þar. Og svo er bæjarnafnið Emmúberg, sem sumir telja að eigi að vera Ymjaberg. Nú er ekkert nafn þessu líkt á Sunn- hörðalandi, en suður í Sóknadal heitir Ymmersteinn og er talið að það þýði himbrimasteinn, því að fornu fari hafi him- brimi heitið ymmer í Nor- egi. Það er alls eigi ótrúlegt að himbrimar hafi átt varpstað hjá tjörnunum innan við Emmu- berg þegar landnámsmenn komu þangað. Skráma eða Skruma heitir á nokkur á Hörðalandi, og er það sama og Skrámuhlaupsá eða Skráma, sem einnig er nefnd Skrauma. Nú er ekki víst að þeir Skógstrendingar hafi gefið ánni nafn. Má eins vera að það

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.