Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 21. jan. 1964. MORGUNBLADID 13 í DAGr á heiðurskonan Mál- > Iríður Hansdóttir að Narfeyri á Skógarströnd aldarafmæli. Kvilk í hreyfingum og létt á fæti, jafnan glöð og ánægð hefir hún verið fram á þennan dag. Ellina ber hún með þeim blæ og létthíKa að und- ravert er. Minnið og málfær- ið hreint og tært og gaman að ræða við hana. Hún býr yfir miklum fróðleik enda löng leið að baki, viðburða- rík, erfið með köflum en sólskinið á leiðinní í mifclum meirh.luta. í tilefni þessa af- mælis brá ég mér upp að Narfaeyri einn daginn í þeim tiigangi að ræða við frú Málfríði nokkra stund. Narfeyri er frægur staður frá fyrstu landsnámstíð og þar hafa jafnan setið kjarna- kvistir. Þau, sem ráða þar ríkjum í dag, eru slík, að þeir, sem til þeirra koma, gleyma seint viðtökum, hjarta hlýju og alúðinni,- sem þar situr í öndvegi. Og þar á nú heima aldarafmælisbarnið og dvelur þar í Skjóli sonar og tengdadóttur. Stundin, sem ég dvaldi að Narfeyri í þetta sinn, en þar hefi ég margoft fcomið og því oftar sem ég kem þangað því meir hlýnar mér um hjartarætur, var ekki lengi að líða en þó farið að líða á kvöld, er ég hélt úr garði. Frú Málfríður sat á rúmi sínu, er ég kom inn í her- bergið hennar og var ekiki al- deilis iðjulaus. 1 höndunum gengu prjónarnir hratt og var undraverð leikni gömlu kon- unnar. Hún er alltaf að kepp- ast við að koma því frá, sem hún tekur sér fyrir hendur. Þar er aldrei um uppgjöf að ræða. — Sæl og blessuð, segi ég er ég kem inn og ber svo upo erindið, en það er að fá viðtal fyrir Morgunblaðið. — Nei. hevrðu nú phði minn, nú held ég þú sért að spauga. Hvað heidurðu að ég hafi að gera í blöðin? Og frá hverju heldurðu að ég hafi að segja? — Þú getur þó alltaf sagt mér um ætt þína, og frá ýmis- legu. sem á dagana hefir drif- ið. Ég er viss um að þetta hlýtur að hafa verið viðburða rik æfi. Heil öld og annar eins umbrotatími. — Já það er margt, sem ég hefi upplifað, og þegar litið er til baka éru margir sjónar- hólarnir sem blasa við, en þeir eru eklki allir háir og sannast að segja veit ég ekiki hvað ég á að koma með eða hvað ég á að láta kyrrt liggja. Ég er fædd að Tátla Hrauni I Kolbeinsstaðahreppi 21. jan. 1864. Faðir minn var Hans Jósefsson Hjaltalin og var þá bóndi. Móðir mín var Sigríður Sigurðardóttir Jónssonar frá Tjaldbrekku í Hítardal, en sá bær er löngu kominn i eyði. Það var Sigurður þessi, sem Guðlaugur segir frá i bók sinni „Bóndinn á Heiðinni“ að hafi hlaupið yfir fossinn með konu sína f fanginu og þótti hreystilega gert. Hann var svo frár og frískur á sin- am yngri árum að hann hljóp urpí stekkjarlambið og þótti vel af sér vikið. Systir Sigríð- ar móður minnar var frú Mar ey var fyrir grét Hjálmarsen kona Þor- steins prófasts í Hítardal. Ég var eins árs, þegar for- eldrar mínir fluttu frá Litla Hrauni að Jöfra í sömu sveit. Þegar ég var sex ára missti ég mömmu. Þá stóð pabbi uppi með okkur 9 börn svo að segja sitt á hverju ári og man ég að það var erfitt og ósköp átti maður bágit fyrst í stað að verða af móður- hlýjunni. En þá var það að frændfólk okkar í Brokey, á Breiðafirði, þau Hildur og Jón Bergsson Hjaltalín buðu pabba að taka eitt okkar systkinanna, og hvernig sem það svo atvikaðist varð ég fyrir valinu En valið kom yfir mig eins og þruma. Mér fannst ógurlegt að þurfa að fara langt í burtu frá pabba og systkinum Og svo kannski að sjá þáu ekki meir . . . . en 'dagurinn, sem ég átti að fara rann upp. Það var um vor. Ég man að pabbj lét ná í tvo hesta. Ég átti svo að ferð ast á fallegri hijyssu, sem mamma sáluga átti. Með oikk- ur var svo kona frá Öxney, sem hafði á seinustu stund slegizt í förina. Skömmu fyrir förina hvarf ég. Ég faldi mig, hljóp upp í vindauga, gerði mig eins litla og ég gat og var ákveðin að ég skyldi aldrei finnast. Það var spennandi stund, hjartað var kannski ekki alveg uppi í toppi, en svo fannst ég og ég varð að fara. Við lögðum af stað. Áf einhverjum ástæðum hugðist pabbi stytta sér leið, en hann kunni þá víst ekki máltækið - Rætt við til að flytja þá suður á bóg- inn. Ég gleymi aldrei þeirri stóru lestaferð, svo margt fólk á hestum hafði ég aldrei séð fyrr og einnig man ég hversu gleðin yfir björgunar- starfinu var mikil allt i kring. EyjaMfinu undi ég vel. Ég tæki við búinu sem hann og gerði. Þar bjuggum ,við far- sælu og snyrtilegu búi í 39 ár. Já, okkur leið sannarlega vel, blessun guðs yfir öllum okkar hag. Vífilsdalur er talsvert úr leið, en þó komu margir þangað. Sérstaklega var það þó þegajyréttað var á haustin, því þar var komið niður roeð féð. Og svo auðvit- að þegar kaupmennirnir úr Hólminum og víðar komu eða sendu í fjárkaupaferðirnar. Einhver bezti gestur, sem þá kom, var Ágúst Þórarinsson þó er eins og ég eigi nú einna erfiðast með að muna sum mannanöfn. Sjónin er merkilega góð ennþá, ef mið- að er við aldurinn, en ég er hætt að lesa á bók, nota út- varpið í staðinn. Hugsa sér ef við hefðum haft slíkt í Brok- ey í gamla daga. Nei, þá var nú öldin önnur. Þá þótti aills ekki tilhlýðilegt að spandera kennara á stelpurnar. Strák- arnir fengu tilsögn í hálfan mánuð en við enga. Þetta var ósköp sárt því mig langaði svo mikið til að læra á bók- ina, en lærdómurinn á hönd- ina var þá í hávegum og þar var okkar að standa sig. Þó var hverri stund, sem til féllst með góðu móti, helguð bæði í skúimaskotum og út á víða- vangi hið bóklega, því ég reyndi fljótt að draga til stafs og finna út stafina og reVna að stauta. Ég hafði oft mikið fyrir þessu, en þær stundir margborguðu sig rpeð ánægj- unni. Ég man alltaf hversu fögnuðurinn var mikill, þegar eitt almanakið kom> og þar voru svo fallegir stafir, sem ég varð að reyna að'líkja eftir og þá kom jafnvel fyrir að ég gleymdi mér. Skriftin min var aldrei vegleg og þó. ein kona í Reykjavík sagð; mér fyrir skömmu, að hún gevmdi enn bréf, sem ég skrifaði henni fyrir æfalöngu og sér þætti mjög vænt um það. Ég er oft að hugsa um hvemig ég hefði tekið mig út í öllum þessum skólum og lærdómi og öllum þessum kynstrum af mat, sem allir hafa nú. Skyldi hafa þurft að reka mig í skóla eða skamma oní mig matinn eins og svo nú er títt. Ég veit ekki? En mikið hefði ég viljað hafa úr eins mörgu að velja í æsku éins og nú gerist og ég öfunda óft æskuna um leið og ég vildi óska að hún færi dálítið betur með tækifæri, sem alls- staðar eru í hverju fótmáli. Ég er bjartsýn á framtíðina, kannski af því að mér liður svo vel hér á Narfeyri og guð hefir gefið mér. syo létta lund. Ég á mikinn auð, góða afkom- endur og innilega vini, sem al drei bregðast og svo heilsuna í lagi. Hvað viltu hafa það beira? Mér þykir einna verst, hvað þeim kemur oft illa sam- an, sem eiga að ráða fram úr vanda þjóðarinnar. Þeir sem ráða, og þeir sem ekki ráða, þurfa að vinna miklu betur saman. Þá mun bíða okkar góð framtíð. Samkomulagið er fyrir öllu. Kannski þetta sé allt á ■batavegi og þá er vel. Og svo er eitt enn. Traust mannsins á guðs handleiðslu er dýrmætt og guðstrúin eitt- hvað það dásamlegasta, sem til er í lífinu, og víst er það sannleikur að trúin getur flutt fjöl’l. Og svipurinn hennar Mál- fríðar á Narfeyri varð svo bjartur og fagur eins og sól á vordegi. Ég tók í netta hönd hennar. Bros lék um varir hennar er samtalinu lauk og hún fylgdi mér út að dyrum. Allt í einu segir hún: Heyrðu vinur minn, ef þú setur þetta í blaðið, mundu þá eftir að verða okkur báðum til sóma. Árni Helgason. I\lálfríði Hansdóttur sem er 100 ára ■ dag ag betra er krókur en kelda. Ég lenti í einni og hryssan á kaf og ég hundblotnaði öll. Auðvitað varð að snúa við og þurrka fötin, en þetta varð samt til þess að ég varð heima allt sumarið, en um haustið fór ég svo með pabba til Broikeyjar. Auðvitað varð ég sjóveik þessa Mtlu leið, sem við fórum á sjú. Það hefir nefnilega alltaf verið svo að ég hefj fengið snert af sjó- veiki um leið og ég hefi átt að leggja af stað á sjó. En mikið var mér vel tekið í Brokey af þeim ágætu hjón- um og þannig hélzt viðmót þeirra alla tíð síðan. Ég man sérstaklega að þegar ég^var búin að vera lítinn tíma í Brokey fór ég til fóstru minn- ar og spurði hvort ég mætti ekki kalla hana mömmu. Var það auðsótt og ég hin ham- ingjusamásta. Ég kom árið 1870 í Brokey, sama árið og hinir miklu skipsskaðar urðu í fyrri heim kynnum minum þá fyrr á ár- inu og áður en ég fór að heim an. Þá fórust að mig minnir 3 skip við Gömlueyri, sem er rétt fram undan Litla Hrauni. Ekki man ég hversu skips- höfnin var mannmörg, en veðrinu man ég alltaf eftir, hversú mikið það var. En ég man að um 40 manns björg- uðust og var þeim að björgun lokinni dreift niður á bæina. Síðan smalað saman hestum get sagt þér að hver ey var þá konungsríki út af fyrir sig, og bóndinn kóngur 1 sínu ríki. Og voru það kannski ekki eyjarnar á Breiðafirði, sem björguðu í Móðuharðindun- um í gamla daga? Þá voru líka margar eyjar byggðar á Bréiðafirði og eyjaibændur heimsóttu hver annan og gistu. Þá var oft glatt á hjalla. Það bregður ljóma fyrir hug- skot mitt, þegar ég lít yfir þessar minningar. Ég gæti sagt margt frá þessum árum, en sleppum því. Ég var í 21 ár í Brokey eða til 27 ára aldurs að ég staðfésti ráð mitt, en það var svoleiðis að með mér ólst upp í Brokey piltur, Ogmundur Hjartarson, og varð hann síðar eiginmað- ur minn. Hann var sonur Hjartar Ögmundssonar, Guð- mundssonar prests að Staðar- stað. Móðir Ögmundar var Ragmheiður dóttir séia Vigfús ar Eiríkssonar Revkdals frá Reykholti í Borgarfirði. Hann var víða prestur og minnir mig að hann hafi alls þjónað 8 prestaköllum.. Við byrjuð- um búskap í Vífilsdal, sem er bær innarlega í Hörðudal í Dalasýslu. En að við hófum þar búskap kom til af því að móðir Ögmundar míns, sem bjó þar með tengdaföður sín- um að seinna manni, þvi hún var tvígift, var orðin þreytt og hann kominn á efri ár, og vildu þau að Ögmundur kaupmaður í Stykkishólmi. Hann gisti alltaf hjá okkur, og ég sagði- alltaf þegar hann kom: þarna kemur sólskinið í bæinn. Hann var svo af- burða skemmtilegur og ó- gleymanlegur maður. Vinátta okkar og hans hélzt jafn góð frá fyrstu kynnum til síðustu samfunda. Gleðistundirnar, sem hann veittj okkur geym- ast í þakklátum huga, og ósköp hefði ég saknað þess, ef hann hefði farig framihjá, en aðvitað kom aldrei til þess. Já, ég sagði áðan að við hefðum verið 39 ár í Vífilsdal, en þá voru synir okkar giftir og farnir frá okkur og eins vinnufólkið svo við fórum á Álfatröðum þar til fyrir um það bii þrem árum, að ég er hætt að nenna á miilli. Tek það bara rólega hér heima og hef það ágætt. Er stálhress og hefi um nóg að hugsa. Svo nota ég útvarpið vel ,hlusta á allan fróleik, sem þar er að finna, og auð- vitað vitleysuna líka, því hún flýtur alltaf méð innan um lífið. Ég hefi gaman af öllum þá til Vilhjálms sonar okkar ag Narfeyri og hans ágætu konu Láru frá Brokey. Þar vorum við svo útaf fyrir okk- ur þar tif maðurinn minn dó, árið 1953, en ég hefi verið á milli þeirra Vilhjálms míns hérna og Hjartar sonar mins görnlum og góðum fróleik otg man vel það sem ég heyri og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.