Morgunblaðið - 01.02.1964, Síða 1

Morgunblaðið - 01.02.1964, Síða 1
24 siður 51. árgangur 26. tbl. — Laugatdagur 1. febrúar 1964 Prentsmiðja Morgunblaðsins Vísindámenn telja að Ranger VI." hitti tunglið #/ Heppnist tilraunin sendir tunglflaugin 3 þús. myndir ai yfirborði tunglsins til jarðar Kennedyhötfði, 31. janúair (NTB, AP). TUNGLFLAUG Bandaríkja- manna „Ranger, VI“ nálgast nú tunglið með 7.096 km hraða á klst. Eru vísinda- ménn bjartsýnir á að flaug- in muni hitta tunglið, Allar fyrri tilraunir Bandaríkja- manna með tunglflaugar hafa misheppnazt (Sjá nán- ar á bls. 10). í morgun var „Ranger VI“ komin út af réttri braut, en með radíómerkjum tókst vísindamönnum að laga skekkju í stýrisútbúnaði flaugarinnar og auka hraða hennar þannig að hún komst á rétta braut. Hefði þetta mistekizt hefði flaugin farið framhjá tunglinu í um það bil 1000 km. fjarlægð. Gert er ráð fyrir að „Raniger VI“ lendi á tunglinu á sunnu- daigsmorgun, en þá eru liðnar G6 kl ukkustiundir frá því að flauiginni var skotið á loft frá Kennedyihöfða. Þegar hún á eftir 10 mínútna ferð til tuniglsi-ns hefja sex myndavélar, sem í henni eru, að taka myndir og er g'etrt ráð fyrir að þaer taki 300 myndir á minútu eða 3000 myndir alls. Þegar myndatök- unni lýkur rekst flaugin á tungl- ið og hrotnar og þá er hlutverki hennar lokið. Ef aJlt gengur samkvsemt áætiun veiða mynd- irnar, sem flaugin tekur, þsar greinilegustu, sem teknar hafa verið af yfirborði tunglsins. — Rússnesika eldfla-ugin „Lunik 3“ Framh- á bls. 23. Kyrrt í Saigon í dag Van Minh ráðgjaíi hinnar nýju Sijórnar Saigon 31. jan. (NTB) LEIÐTOGI hinnar nýju bylt- ingarstjórnar í Suður-Vietnam, Nguyen Khanh, ávarpaði í dag þjóðina og sagði að mikil hætta vofði nú yfir Suður-Vietnam. Hann skýrði ekki nánar í hverju þessi haetta væri fólgin, en talið er að hann hafi átt við skæru- liða Viet Cong komnr.únista. Rhanh sagði, að stjórn Nguyen Ngoc Tho, forssetisráðherra, hefði sagt af sér og byltingar- ráð stjórnaði landinu þar til ný stjóm hefði verið mynduð, en hann kvaðst ætla að reyna að mynda stjórn með aðild allra flokka landsins þannig að inn- byrðis á.tök lömuðu ekki þjóðilia í baráttunni gegn kommúnistum. Khanih sagði, að yfirmaður hemáðsms, sem tók völdin í nóvemlber s. 1. Van Minh, hefði tekið við embætti ráðgjafa hinn- ar nýju byltingarstjórijar. Sem kunnugt er hafa Frakkar lagt til að Suður-Vietnam verði hlutlaust ríki ' og í gær sa-gði útvarpið í Saigon, að vegna þess hyggðist hin nýja stjórn lands- ins slíta stjó-rnmálasambandi við Frakka. í dag sagði Khan-h, að de Gaulle Frafcklandsforseti hefði engan rétt til þess að skipta sér af málefnum Suður- Vietnam Otr kvaðst vera mjög a-ndvígur tillögu forsetans og stefnu hans. Verka-menn í Saigon fóru í da-g kröfugöngu í b-orginni og hvöttu Framih- á bis. 23. De Ganlle' Frakklandsforseti ræðir við fréttamenn. Híutleysi eina leiðin til trygg- ingar friði í Suðaustur-Asíu, París 31. janúar (NTB). • De Gaulle, Frakklands- forseti, sagði á fimdi með frétta- mönnum í dag, að hann teldi, að friður í Suðaustur-Asiu yrði ekki tryggður nema samkomu- lag næöist um hlutleysi allra þjóða á þessu landssvæði. Ætti Kínverska alþýðulýðveldið að styðja slíkan samning, því hann yrði óraunhæfur, ef Pekingstjórn in ætti ekki aðild að honum. Friðrik Ólafsson. MBL. ÁTTI i gær stutt sam- tal við Friðrik Ólafsson og spurði hjmn um skákmótið og viðureign hans við Tal í fyrra kvöld. — Eg er ekkert óánægöur með skákina. Það þurfti að hafa fyrir þessu og það er ‘að atriðið er að falla mq,ð sæmd, átt von á að tapa. Og aðal- triðið er að falla með sæmd, er það ekki, sagði Friðrik og hló við. — Er skemmtilegt að tefla við Tal? — Maður fær nóg að starfa. — Það er talað um að þú hafir lent í tímaþröng? — Já, það var heldur ó- heppilegt. Eg hefði vafalaust getað bjargað þessu með næg um tíma. Annars getur mað-ur Vissara að halda sér fingraliprum ví-st al-ltaf sagt það eftir á. Eg notaði einmitt tima minn til að byggja svona upp skákina og e.t.v. hefði ég ekki getað byggt hana eins upp á - segir Friðrik skemmri tíma. Svo það er erf itt að segja. — Eg held að mótið hafi tekizt mjög vel, segir Frið- rik ennfremur. öll fram- kvæmd mótsins er mjög góð og það hefur vakié -skákáhuga hér. Þeir, sem standa fyrir mótinu, eiga miklar þakkir skilið. Þeir hafa vmnið mikið starf af fórnfýsi — Hvernig hafa ísl-ending arnir staðið sig í samanburði við hina? — Það er greinilegt að þeir eiga undir högg að sækja. Og þar kemur fyrst og fremst til æfingarleysi. Þá vantar alla „rútínu" og hafa litla að- stöðu til að spreyta sig í mót um sem þessu. — Hvað um þig sjálfan? — Eg hefi kannski betri að stöðu hvað það snertir. En ég er ekki nógu þjálfaður sjálf- ur, hefi ekki teflt síðan í júni eða júlí. Það er vissara að, halda sér í þjálfun þegar svona karlar eru annars veg- ar. Maður verður að halda fingralipurðinni svolítið við, rétt eins og píanóleikari. — Gengur þér ver að tefla Framh. á bls. 2. • f>e Gaulle ræddi ekki sam- band Frakklands og Formósu, en sagði, að skynsemin hefði boð ið Frökkum að taka upp stjórn- málasambánd við Pekingstjórn- ina. Hún væri ekki lengur hand bendi Sovétstjórnarinnar og hlut lausari en stjórn Formósu. • Fundurinn, sem de Gaulle hélt í dag, er sá tíundi, sem hann heldur með fréttamönnum í for- setatíð sinni. Fundurinn stóð eina og hálfa klukkustund og J>ar af ræddi forsetinn heila klst. um innanríkismál. Af utanrík- ismálum ræddi hann, sem fyrr segir, viðurkenningu Frakka á Pekingstjórninni og málefni Suðaustur-Asíu. Einnig ræddi hann einingu Evrópu og aukna aðstoð Frakka við vanþróuðu löndin í Asíu, Afríku og Suður- segir de Gaulle Ameríku, en lét ósvarað spum- ingum fréttamanna um kjarn- orkutilraunir Frakka á Kyrra- hafi, ástandið í Mið-Austur- löndum og hvort hann hygðist bjóða sig fram við forsetakosn- ingarnar 1965. Um viðurketTningun-a á stjórn Kínversika alþýðulýðveldisins sa-gði de Gaulle, að frá sjó-nar- miði skynseminnar hefði verið nauðsynleigt fyrir Frakka að taka nú upp stjórnmálasa-mband við Pekingstjórnina. Frakkar gerðu þetta eftir að haf-a, eins og marg ar aðrar þjóðir, árum sarnan verið hlynntir tilhugsuninni tim st j ór nm-ál asamband við þetta stóra, fuillvalda ríki. Stefna Pek- ingstj órna-rinnair nú einken.ndist af meira hlutleysi en stefna þjóð Framh- á bls. 23. Tillaga um lög- reglulið á Kýpur London, 31. janúar (NTB) BANDARÍKJAMENN og Bretar lögðu í dag til, að „alþjóðlegt lög- reglulið“ yrði sent til Kýpur og útncfndur sáttasemjari, sem ræddi við leiðtoga þjóðarbrot- anna á eyjunni með það fyrir augum að leysa vandamálin í sambandi við breytingar þær á stjórnarskrá eyjarinnar, sem grískumælandi menn krefjast. Fulltrúar Grikka, Tyrkja og þjóðarbrotanna á Kýpur á ráð- stefnunni, sem haidih er í Lon- don um málefni eyjarinnar, hafa ekki samþykkt þessa tillögu og þeir hafa áðuí sagt, að þeir geti ekki fallizt á að lögregluliö sé sent til Kýpur nema því aðeins að það sé undir stjórn Samein- uðu þjóðanna. Makaríos erki- biskup, forseti Kýpur, hefur sagt, að hann telji ónauðsynlegt og ó- æskilegt, að hermenn frá Atlants hafsbandalagsrikjunum verði sendir til Kýpur. Verði erlent her Iið sent til eyjarinnar sé frum- skilyrði að þáð verði undir stjórn Sameinuðu þjóðanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.