Morgunblaðið - 11.02.1964, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 11.02.1964, Qupperneq 10
10 MOHGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. lebr. 1964 MK nui Irena aísa'ar sér rétti til ríkiserfða Brúðkauplð senuiðega í vor MIKILL mannfjöldi var saman kominn á Soesterberg flugvellinum í Hollandi á laugardaginn, er flugvél Bernhards prins lenti þar og út stigu írena dóttir hans og unnusti hennar, Carlos Hugo prins af Bourbon-Prama. Mannfjöldinn fagnaði þeim ákaft og Júliana drottning heilsaði dóttur sinni og til- vonandi tengdasyni með kossi. Á leiðinni frá flugvellinum til Sedstdijk-hallar voru þús- undir manna, sem hylltu konungsfjölskylduna. Trúlofunarveizla var hald- in í dag og fánar blöktu við hún á opinberum byggingum og einkaheimilum um allt Holland. Foreldrar Carlos Hugos prins, Xavier prins af Bourbon-Parma og Magda- lena prinsessa, komu til Amsterdam í dag frá París til þess að vera viðstödd há- tíðahöldin. Enn hefur ekki veriS til- kynnt hvenær brúðkaupið skuli haldið, en talið er að það verði í marz eða apríl. Heyrzt hefur, að eftir brúð- kaupið muni ungu hjónin búa í Portúgal. írena prinsessa, sem er nsest elzt af dætrum Júlíönu drottningar og Bern- hards prins, hefur afsalað sér rétti til ríkiserfða. írena tók,' sem kunnugt er, kaþólska trú fyrir skömmu og hefur stjóm Hollands velt því fyrir sér hvort slíkt geti samrýmst rétti til ríkiserfða, því að mótmælendatrú er ríkistrú í Hollandi og konungsfjölskyld- an játar öll þá trú nema írena. Unnusti hennar er einnig kaþólskur. Skömmu eftir að írena kom heim til Hollands frá Spáni, leysti hún vanda ríkisstjórnarinnar með því að tilkynna, að hún ætlaði að giftast Carlos prins án þess að biðja um heimild þingsins, en það felur í sér, að hún afsali sér tilkalli til ríkisins- Það vakti nokkra gremju Bernhard prins af Hollandi sótti dóttur sína og tilvonandi tengdason til Spánar. meðal mótmælenda í Hol- landi, er fréttist, að írena prinsessa hefði tekið kaþólska trú. Hefur jafnvel verið talað um að móðir hennar segi af sér vegna þess og Beatrix krónprinsessa taki við. Júlí- ana drottning hefur mótmælt þessum orðrómi. ★ Carlos Hugo prins af Bourbon-Parma, er kallaður Don Carlos. Hann er, sem áður segir, sonur Xaviers prins af Bourbon-Prama, sem er 74 ára, og Magdalene prinsessu, konu hans. Don Carlos er af annarri grein spænsku konungsættarinnar, én Juan Carlos, prins, sem írena Hollandsprinsessa og unnusti hennar, Don Carlos prins af Bourbon-Parma- Myndin var tekin skömmu eftir að trúlofunin var tilkynnt í Madrid. kvæntur er Sophiu Grikkja- prinsessu og talinn líklegast- ur til þess að taka við konung dómi á Spám eftir Francos. Mjög litlar líkur eru til þess að Don Carlos komi nokkuntíma til greina, sem konungsefni á Spáni- Don Carlos er franskur ríkisborgari, fæddur í París 1930. Foreldrar hans eru fremur efnalitlir. Don Carlos lagði stund á þjóðarhagfræði við háskólann í Oxford og í París lærði hann lögfræði. Um tíma starf aði hann í efnahagsmálaráðu- neyti Vestur-Þýzkalands. Var t>að á meðan -Ludwig Erhard var efnahagsmálaráðherra. Don Carlos hefur sýnt málefn um Spánar áhuga og t.d. vann hann um nokkurt skeið í kola námu á spáni undir fölsku nafni. Prinsinn er höfuðsmað- ur í franska flughernum Qg þekktur fyrir snilli í fall- hlífastökki. Hefur hann ‘tekið þátt í mörgum keppnum í þeirri grein. Hann er mjög mikið fyrir ferðalög og vel að sér í tungumálum. Talar t.d. reiprennandi frönsku, þýzku, spönsku, ensku og ítölsku- ★ Bernhard prins sótti írenu dóttur sína og unnusta henn- ar til spánar á laugardaginn' í einkaflugvél sinni. Á flug- vellinum ræddi Don Carlos nokkra stund við fréttamentn. Sagði hann, að þau Irena hefðu hitzt í fyrsta sinn í Hollandi fyrir nokkrum árum og síðan af og til víða í Evrópu, en ekki væri langt síðan þau hefðu ákveðið að ganga í hjónaband. Prinsinn sagði, af dagana, sem frétta- menn sögðu, að írena færi huldu höfði á Spáni, hefðu þau dvalizt saman nálægt Barcelona. Þegar hann var spurður hvernig þeim hefði tekizt að fela sig fyrir frétta- mönnum og öðrum forvitnum sagði Don Carlos: „Við kom- um eðlilega fram, en notuð- um ekkert af þeim ráðum, sem kvikmyndaleikarar nota, þegar þeir vilja vera í friði. Hefðum við gert það, hefði komizt upp um okkur fyrir löngu. Við gengum bara um göturnar eins og venjulegt fólk og enginn tók eftir okk- ur“ Sem kunnugt er hafa marg- ar sögur verið á lofti um ásta- mál írenu prinsessu að undan- förnu. Talið var að hún ætlaði að giftast Spánverja og voru ýmsir nefndir bæði af aðals- og borgaraættum, en Don Carlos var ekki meðal þeirra. Fréttam.enn fengu fyrst á laugardaginn veður af því hver hinn útvaldi raunveru- lega var þá fóru systir Don . Carlos, Cecilia prinsessa af Borubon-Parma og faðir þeirra Xavier prins út á flugvöllinn í Madrid til þess að taka á móti Bernhard prins. írena og unnusti. henn- ar komu ekki fyrr en síðar. Þegar Cecilia prinsessa var spurð hvort það væri bróðir hennar, sem væri. trúlofaður írenu Hollandsprinsessu, svar aði hún ekki. Skömmu síðar snéri hún sér að spænskum embættismanni og sagði: „Við Þurfum ekki lengur að bíða eftir opinberri tilkynn- ingu. Ég get skýrt frá því að bróðiir minn, prins Carlos og írena prinsessa af Hollandi eru trúlofuð." Allar bandarískar kon- ur og börn frá Kýpur Astandið æ uggvænlegra Ottawa, London, Nicosia, 10. febrúar — NTB í DAG kom enn á ný til vopnaðra átaka á Kýpur, er tyrkneskir og grískir lögreglu þjónar börðust um lögreglu- stöðina í bænum Episkopi. Höfðu tyrkneskir lögreglu- þjónar tekið stöðina í gær og grískir reyndu að ná henni aftur á sitt vald í dag. Ekki er vitað um mannfall, talið þó að a.m.k. 1 grískur hafi fallið. Ástandið á Kýpur er nú tal- ið það uggvænlegt að banda- ríska sendiráðið hefur beint þeim tilmælum til allra banda rískra borgara þar, að það sem enn er eftir af konum og börnum á eynni verði flutt á brott á morgun. í síðustu viku fóru þaðan 800 konur og börn að eigin ósk. Sir Alec Douglas Home, forsætisráðherra Betlands, er kominn til Ottawa og ræðir þar við stjóm Kanada — m.a. Kýpurdeiluna. Er talið að stjómin sé fús að leggja til 1000 manna lið í fyrirhug- aða löggæslusveit NATO á Kýpur. Richard Butler, utan- ríkisráðherra Bretlands ræð- ir við U Thant, framkvæmda stjóra Sameinuðu Þjóðanna í New York á morgun og í Aþenu hefur aðstoðar-utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, George Ball rætt við stjórn Grikklands um ástandið á Kýpur. Hann fer til Ankara á morgun og þaðan e.t.v. til Nicosia. George Ball sagði við frétta- menn eftir að hafa rætt lengi við Christos Palamas, utanrík- isráðlherra Grikklands, að við- ræður þeirra hefðu verið mjög nytsamlegar. En haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Ball hafi ekki lagt fram neinar nýjar tillögur til lausnar máls- ins. Á morgun heldur hann til Ankara og ræðir við Ismet In- onu og stjórn hans. Inonu ræddi Kýpurdeiluna í dag við Rauf Denktash formann sendinefndar tyrkneska minnihlutans á Kýp- ur á Lundúnaráðstefnunni. • Sir Alec í Ottawa Sem fyrr segir hóf Sir Alec Douglas Horne, forsætisráðherra Bretlands, viðræður við Lester Pearson, forsætisiráðheira Kan- ada í dag. Að sögn talsmanns stjórnar- innar var þar rætt á víðum grundvelli um möguleika þess að bæta sambúð Austurs og Vest ur — en fréttamenn hafa fyrir. satt, að helzta umræðuefnið hafi verið ástandið á Kýpur. Hhafi Sir Alec þreifað fyrir sér um það, hvort Kanadastjórn yrði fús að leggja fram iið til lög- gæzlu á Kýpur. Er talið, að stjómin sé reiðubúin að láta NATO í té þúsund manna lið, í því skyni. Sir Alec Douglas Home ræddi fyrst einslega við Lester Pear- son, í u.þ.b. hálfa klukkustund, — en þá komu utanríkisráðherr- arnir, Richard Butler og Paul Martin til fundar við þá. Síðar ræddi Sir Alec við aðra ráð- herra stjórnarinnar og Butler við aðra kanadíska stjórnmála- leiðtoga. A morgun, þriðjudag, heldur brezki forsætisráðherrann áfram viðræðum við Kanada-stjórn. Er talið, að þá verði helzt rætt um Þýzkaland og Berlín, ýmis vanda mál NATO-ríkjanna, áfram um Kýpurmálið, ástandið í ríkjum Austurs-Afríku og viðurkenn- ingu Frakka á Pekingstjórn- inni. Á miðvikudag heldur Sir Alec til Wasihington, þar sem hann hittir að máli Johnson, Banda- ríkjaforseta. Er það fyrsti fund- ur þeirra í núverandi embætt- um. Richard Butler fer vænt- anlega beint til New York á morgun og ræðir þar við U Thant, framkvæmdastjóra Sam- einuðu þjóðanna. • IJmmæli Pravda Pravda, málgagn Sovézka kommúnistaflokksins segir um ástandið á Kýpur, að það sé af- leiðing af heimsveldastefnu Vest urveldanna og þau reyni eftir mætti að tefja fyrir lausn máls- ins vegna þess að það sé þeim í hag. Segir blaðið tillögu Breta og Bandaríkjamanna um lög- gæzlulið NATO á eynni fela beinlínis í sér, að NATO heir- 'taki Kýpur, — enda sé landið hernaðarlega mikilvægt banda- laginu. AIHBGiÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.