Morgunblaðið - 04.03.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 04.03.1964, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4, marz 1964 Sigmundur Halldórsson byggingarfulltrúi Spor -hans í byggingarsögu borg- arinnar og iðnfræðslu eru skýrt mörkuð. Allt þetta og ótal margt annað í fari Sigmundar vil ég þakka, og veit ég raunar að þar tala ég einnig fyrir munn hinna mörgu, sem á einn eða annan hátt eru tengdir Iðnskólanum í Reykjavík og Sambandi iðnskóla á fslandi, en á þeim vettvangi var Sigmund ur einnig virtur og virkur þátt- takandi. Á örlagaþrunginni skilnaðar- stund, er þessi mæti maður Sig- mundur Halldórsson, er kvaddur hinztu kveðju, verður hrærðum huga rennt yfir margra ára vin- áttu og gott samstarf. — Hinar einlægu þakkir blandast söknuði og trega er ljúfar endurminning- ar um framfarasinnaðan og mild- an stjórnanda geyma virðingu fyrir drenglyndi hans og festu. Um söknuð og sorg ættingja hans er héðan af ekki hægt að bæta, tíminn einn og góðar end- urminningar geta grætt þau sár en einlægar samúðarkveðjur til þeirra eiga að felast í þessum línum. Megi endurminningin um Sig- mund, líf hans og starf, verða okkur fyrirmynd og hvatning til sóknar fram til aukins þroska. Þ. S. KVEÐJUORÐ frá Arkitektafélagi fslands ÞRÁTT fyrir ófrávikjanlega rás lifs og dauða, kemur fregn um fráfall vinar og félaga ávallt ó- vænt. Fimmtudagsmorgun síðastlið- inn, barst oss sú fregn að Sig- mundur Halldórsson, byggingar- fulltrúi, hafði látizt þá um nótt- ina. Oss setti hljóða, því að horf- inn var hinn merkasti félagi. í litlum hópi, sem arkitekta- stéttinni, verða kynni manna per sónlegri en ella, og því fráfall eins úr hópnum þeim mun til- finnanlegra. Nýverið gátum við glaðzt yfir óvenju mikilli aukningu á tölu félagsmanna — nú hryggjumst við yfir að sjá að baki eins vinar úr fylkingunni. Sigmundur Halldórsson var fé- lagslyndur maður og hvers manns hugljúfi, enda framarlega í ýmsum félagsmálum og athafna lífi. í félagi voru nutum við áhuga hans og samstarfshæfileika í stjórn, nefndum og á félagsfund- um. í starfi sínu sem byggingar- fulltrúi I Reykjavík komu mann- kostir hans og hæfileikar skýrast fram. í þessu vandasama starfi sýndi hann frábæra lipurð í við- skiptum sínum við alla þá mörgu, sem til hans leituðu, en starfi sínu samkvæmt varð hann þó oft að beita festu og stjórnsemi. Slík embættisstörf eru ekki ávallt vinsæl né rétt skilin, en honum tókst að rækja þau með slíkum sóma, að vinsældir hans fóru sívaxandi. Samstarf hans sem byggingarfulltrúa við arki- tektastéttina og fyrirgreiðsla öll var með ágætum. Á gleðistund var hann hrókur alls fagnaðar og geyma félags- menn góðar endurminningar um hann í því sambandi. Sigmundur Halldórsson var prúðmenni með virðuglega fram- komu og drengur góður. Mættu eiginleikar hans bera ávöxt meðal vor að honum gengnum. Vér sendum ekkju hans, frú Cörlu Halldórsson, og fjölskyldu innilega samúðarkveðju. Mætti endurminningin um ást- ríkan eiginmann og heimilisföð- ur milda hina sáru sorg. Aðalsteinn Richter formaður FYRIR SKÖMMU var vinur okkar Sigmundur Halldórsson staddur í bræðrahópi á góðri stund, þar sem engan óraði fyrir að svo skammt væri til skilnað ar. Það kom því mörgum á ó- vart, þegar fréttin barst um lát hans. Við sem að þessum línum stönd um, áttum allir því láni að fagna að kynnast Sigmundi vel og starfa með honum að sameigin legum hugðarefnum. Hann reynd ist þar sem annars stáðar hinn mætasti drengur, traustur félagi og fyrirmynd annarra um trú mennsku í þeim störfum, sem honum voru falin. Slíkra manna er gott að minnast og gæfa að hafa átt með þeim samleið. Gagnvart dauðanum stöndum við alltaf ráðþrota, og orð eru þar lítils megnug. Hið eina, sem við getum gert, er að þakka samfylgdina og óska vini okkar fararheilla á þeirri leið, a»m hann nú á fyrir höndum. Minn ingin um hann mun geymast i huga okkar, þangað til við sjálf ir verðum kallaðir í sömu för, og reynist trú okkar um fram- haldið rétt, mun hann verða einn þeirra, sem tekur á móti okkur á ströndinni bláu. Nokkrir frímúrarabræður. SÍÐASTLIÐNA fimmtudagsnótt lézt í Landspítalanum Sigmund- ur Halldórsson, byggingarfulltrúi Reykjavíkurborgar. Fregnin kom yfir mig eins og reiðarslag, því enda þótt Sigmundur hafði geng- ið undir stóran og erfiðan upp- skurð, virtist allt ætla að ganga að óskum með bata. Kynni okkar Sigmundar hófust árið 1945, er ég hóf starf í skrifstofu byggingar- fulltrúa, en þar vann hann þá um skeið. Sigmundur var alltaf alúð- legur og vingjarnlegur í fram- komu og vildi hvers manns vanda leysa, en við vini sína brá hann oft á græskulaust glens. — Flest vandamál leysti Sigmundur með lagni og lipurð, en óréttlæti þoldi hann ekki og var þá fastur fyrir. Sigmundur var með afbrigðum orðheldinn og samvizkusamur maður, enda rækti hann öll sín störf með fágætri kostgæfni, og sem yfirmaður var hann alveg einstakur og allir hans undir- menn höfðu á honum slíkt dá- læti, að þeir vildu allt fyrir hann Framhald á bls. 11. ÞÓTT ekkert sé í rauninni eins öruggt og það, að okkar allra bíða ævilok hér á jörðu, þá erum við samt sjaldnast sátt við dauð- ann þegar hann kemur og ekki tilbúin að taka á móti honum, eða sleppa neinum okkar við hann. — Það var því áfall fyrir okkur, sem þekktum Sigmund Halldórsson, er það fréttist að hann væri fallinn frá. Sigmundi Halldórssyni voru á starfssamri ævi falin margvísleg trúnaðarstörf fyrir opinbera aðila og félagasamtök og var eitt þess ara starfa formennska hans í skólanefnd Iðnskólans í Reykja- vík. — Hann var skipaður í það starf þegar skólinn gekk undir lög um iðnskóla frá 1955, og var síðan endurskipaður — og gegndi því til dauðadags. — Er það með miklum trega að hann er nú kvaddur frá þeirri stofnun, við sviplegt fráfall. Undirritaður kynntist Sig- mundi fyrst i upphafi síðustu styrjaldar. — Var þá þröngt fyr- ir dyrum hjá mörgum arkitekt- um, ekki sizt þeim, er ekki höfðu þegar haslað sér völl. — Einnig var fátt um viðfangsefni fyrir byggingariðnaðarmenn þess tíma. Sigmundur tók drjúgan þátt í samtökum til úrlausnar þeim vanda. — Þótti okkur öllum gott samstarfið við hann enda var hann hjálpfús og drenglundaður, rólegur og vakti traust yngri manna er til hans leituuðu. — Ekki var hann gefinn fyrir deil- ur þótt á hinn bóginn væri hann ófús að láta sinn hlut að ástæðu- lausu. — Náin persónuleg kynni af Sigmundi breyttu ekki þessu jákvæða viðhorfi til hans. Frá því Sigmundur hóf starf sitt sem formaður skólanefndar Iðnskólans átti ég því láni að fagna að eiga við hann náið sam- starf og er þar allt á einn veg um framkomu hans og velvilja og af- stöðu hans til manna og málefna. — Hjálpfýsi og félagslyndi átti hann í ríkum mæli enda glað- vær og léttlundaður. Allt var þó hjá honum gert með virðuleika og hófsemi, hvort sem var heima fyrir eða erlendis. Sigmundur hafði langan feril að baki á sviði iðnskólamála, m. a. frá Hafnar- firði. Hann vissi því vel hvaða stefnu skyldi taka til framvindu í þeim málum. Hann studdi af heilum hug öll framfaramál stofn unarinnar, hafði mikinn áhuga á verklegri kennslu í skólanum, studdi alla viðleitni til aukinnar framhaldskennslu fyrir iðnaðar- menn, bæði í námskeiðum og ekki sízt í Meistaraskólanum. — Þá stofnun hjálpaði hann raunar til að móta bæði sem formaður skólanefndar og sem byggingar- fulltrúi í Reykjavík. Sigmundur var framarlega í samtökum arkitekta og sat um skeið í stjórn Arkitektafélags ís- lands. — Hann tók þátt í ýmsum nefndarstörfum á vegum félags- ins og hafði að sjálfsögðu mikil samskipti við arkitekta sökum embættis síns. — Einnig kom hann mikið við sögu byggingar- mála borgarinnar áður en hann tók við því embætti, sem bygg- ingarmeistari og síðar arkitekt, enda rak hann mikilvirka teikni- stofu hér í borg um árabil. — Röðin komin að læknum REYKINGAR hafa nú verið bannaðar í Keflavíkurvögnum Steindórs. Nú ættu fleiri að gera hið sama, fylgja þessu fordæmi. Reykingar hafa sem betur fer verið bannaðar í Strætisvögnum Reykjavíkur, einnig í Hafnarfjarðarvögnun- um, enda eru þessir vagnar ólíkt þrifalegri en þeir, sem reykt er 1. Ég held líka að mörgum yrði þungt um andar- drátinn í vögnunum um hádegis bilið eða í lok vinnutíma á kvöldin, ef leyft væri að reykja. Vífilstaðavagninn virðist mér eina undantekningin. Hvort sem bannað er að reykja í hon- um eða ekki, þá reykir fólk þar — og verður andrúmsloftið þar af leiðandi annað í vagn- inum. Ég legg til, að læfknar banni nú reykingar í biðstofum sín- um. Málið er í rauninni skyld- ara þeim en mörgum öðrum — og óg hef heyrt, að fjölmargir laeknar hafi hætt að reykja síðustu vikurnar, enda ekkert undarlegt. Hér kemur bréf um land- búnaðarmálin frá VO — og verður að taka tillit til þess, að það barst í síðustu viku — fyrir hækkun landbúnaðarafurða: Ódýrari landbúnaðarvörur Þann 26./2. hreyfði Velvak- andi við merkilegu atriði í ferðamálum, einhver bendir á, að erlendir ferðamenn geti gert okkur skattgreiðendur gjald- þrota með því að háma í sig niðurgreiddar matvörur. Þá er spurningin: Hwí er verið að fela raunverulegt gengi á land- búnaðavörum í niðurgreiðslum og tugum styrkja og undan- þága, sem við verðum að greiða niðri á Gjaldheimtu í mynd hærri skatta?? Heyrnardaufir áheyrendur Á fundum víða um land er búfræðingur að prédika að þörf sé stórbreytinga á búskapar- háttum, en undirtektir eru dauf ar. En ljóst er að breytinga er þörf. Einn úr bændaliðinu sagði að bændur þyrftu 30% hærra afurðaverð til að vera ánægðir. Það þýðir að kíló af smjöri, sem mun kosta niður- greitt. kr. 145.65 fer upp í ca. 189.35 — á sama tima og neyt- endur hjá öðrum þjóðum þurfa aðeins að greiða 40 kr. (fjöru- tíu) fyrir kílóið svo dæmi sé nefnt. Það kostar um 40.00 aukalega á mann að verða að borða ísl. smjör, eða um 400 millj. á ári frá Reykjavík, á 8 árum væri hægt að virkja Þjársá og reisa þrjár stóriðjur fyrir þetta fé. Þetta er alvar- leg upphæð og sýnir hve land- búnaðurinn hefur dregist aftur úr í erlendri samkeppni. Verður árangur af þessum fjáraustri í sveit- irnar, verður súpukjötið annað en „fitukleprar og æðaþófar"? Geta vörurnar lækkað í verði um 2-500%?? Ef ekki, verður takmörkuð erlend samkeppni að koma vitinu fyrir lands- menn, hið háa verðlag á þessum vörum skaðar fjölskyldufólk að þarflausu um tug-þúsundir á ári.Vonandi verður árangur af hinum nýju áætlunum sem verið er að gera, um aðstoð við sveitirnar, öllum landsmönnum til hagsbóta í aukinni fram- leiðslu og ódýrari vörum. V. o.“ Við heimskautsbaug ekki ráð fyrir að öllum líki jafnvel. Ég er heldur ekki viss um að íslenzkur land- búnaður hafi dregizt aftur úr erlendum nema síður sé, því að mörgu leyti hefur hann alltaf staðið að baki þess er- lenda — og mun alltaf gera. Við verðum víst að sætta okk- ur við að eyland okkar er norður undir heimskautsbaugi — og er hægt að ætlast til að hægt sé ag reka landbúnað hér á landi með jafnlitlum til— kostnaði og hægt er víða suður í löndum þar sem búpeningur gengur sjálfala nær allt árið og gróðursæld er miklu meiri? Enda þótt janúar og febrúar séu nú hlýir, þá er hér um undantekningu að ræða — og væntanlega breytir þetta óvenjuháa hitastig ekki hnatt- stöðu okkar svo um muni Meiri samkeppni Hér verður aldrei sú gróður- sæld, sem er í löndum þeim, er við miðum okkur gjarnan við. Mér finnst það út í hött að gera samanburð á íslenzku smjörverði og erlendu, en þar með er ekki sagt að ég sé að verja háa verðið. Auðvitað ber að leggja áherzlu á að lækka framleiðlsukostnaðinn með auk inn tækni og hagkvæmni í rekstri. Ýmsar tillögur hafa komið fram og verið mikið umdeildar síðustu dagana — og er ég viss um að kenningin um stærri bú en færri er ekkl sú vitlausasta. , Vafalaust hefði landbúnað- urinn gagn af einhverri sam- keppni, en við megum ekki vera ósanngjarnir, þegar við berum saman hinn islenzka og þann, sem þróast við miklu hagstæðari veðurskilyrði. Hins vegar held ég að samkeppnin innan landbúnaðarins hjá okk- ur mætti vera meiri. Ég held bara að hún sé ekki til — og m. a. þess vegna er hægt að bjóða neytendum hálfar mjólk- urhyrnur fyrir fullt verð án þess að stofna viðskiptununa i hættu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.