Morgunblaðið - 04.03.1964, Síða 17

Morgunblaðið - 04.03.1964, Síða 17
Miðvikudagur 4. marz 1964 MORGUNBLADIÐ 17 Gunnar Gunnarsson, Syðra-Vallholti Hugleiöingar ur sveitinni SVO á að heita að við lifum í lýðfrjálsu landi. Persónufrelsi er ríkjandi, skoðanafrelsi og rit- frelsi. í trausti þessa, og vitandi það, að Morgunblaðið er víðsýnt og frj'álslynt unubótablað, mál- svari þess flokksins sem fjöl- mennastur er meðal þjóðarinnar, og á hagsmuna að gæta innan allra stétta hennar, leyfi ég mér að senda þessi fáu orð, með ósk um birtingu þeirra í Morgunblað inu. Það er auðskilið mál, að svo stór og fjölmennur flokkur sem Sjálfstæðisflokkurinn er, þá hljóta að koma upp hin ólíkustu .sjónarmið innan hans, og svo er Styrkur flokksins mestur, að hann geti virt þau öll og metið með tilliti til hinna einstöku stétta og allrar þjóðarinnar í heild. Hann, sem á hljómgrunn í yztu útbýlum afskekktra sveita jafnt sem í skrautsölum höfuð- 'borgarinnar og öðrum kaupstöð- um og hverfum víðsvegar um landið. Hann er flokikur allra stétta, og við, sem höfurn með atkvæði okkar á kjördegi falið honum stjórn æðstu mála, vænt- um þess hann bregðist ekki trausti okkar. Við væntum þess hann geri öllum sinum börnum jafnhátt undir höfði, og láti ekki viðgangast að ein stétt þjóðfélags ins beri skarðan hlut frá borði í skiptingu þjóðarteknanna. Ég er bóndi, og allt mitt á, undir sól og regni, var einu sinni kveðið. En nú er svo komið hjá hinum íslenzka bónda, að hann á jafnvel meira undir náð hag- stofustjóra heldur en sólarinnar og regnsins, og kann ýmsum að virðast annarlegt. En þar er til sú skýring á, að hann er æðsti dómari í viðskiptamálum bænda og neytenda við útreikning á verði búvara og launum bóndans. Bændum þykja úrskurðir hans í verðlagsmálum landbúnaðarins harla undarlegir, svo ekki sé meira sagt, og vart geta sam- rýmzt kröfum um almennt hlut- leysi, sem ætla verður þó manni í hans stöðu, og ætti að vera fyrsta og æðsta boðorð manns, sem gegnir jafn ábyrgðarmikiu ihlutverki. Hann hefur úrskurðað verð- lagsgrundvöllinn, eins og hann er í dag, þann grundvöll, sem laun bóndans byggjast á, og það má . segja hann sé í æpandi ósam- ræmi við raunveruleikann. Bænd ur þessa lands bera skarðan hlut frá borði í skiptingu arðsins, og þar verður ríkisvaldið að koma til, og rétta þeirra hlut, eigi ekki illa að fara. Sumir segja máske að bændur séu fáir, og hvað varðar mig um þeirra hag? Beri þeir of lítið úr býtum með búskap sínum — hví hverfa þeir þá eklki í aðrar atvinnugreinar, sem betur veita? Ég slæ þessu fram sem mögu- legri hugsun hjá einhverjum, og ekki að ástæðulausu, þvi heyrzt hefur að bændum mætti fækka um helming án þess þjóðarbúið bæri sikaða af. Hér er mjög hættulegur mis- ■kilningur á ferðinni. Vissulega væri það bóndanum sárast, yrði hann að bregða af jörð sinni, en harðast kæmi það niður á þjóð- arheildinni allri, ef landbúnaður drægist saman svo flytja yrði inn neyzluvörur frá öðrum löndum, f y r i r atbeina skammsýnna manna, sem skilja ekki hvað þjóðinni er hagkvæmast í at- vinnumálum hennar. >að er vá fyrir dyrum, verði bændum gert ókleift að reka bú á jörðum sínum. Þeim mun dkki auðið að búa við tekjuhalla og rekstrartap ár eftir ár. Þeir hafa ©kki slik ráð sem togaraútgerð- in, sem samkvæmt skýrslum er sögð rekin með milljónahalla, en starfar samt! Svo er komið bóndans hag, að vart verður lengur við unað, að öllu óbreyttu. Eftir lögum eiga þeir sömu laun, og í samræmi við aðrar vinnandi stéttir. En í fram- kvæmdinni hefur þetta orðið þannig að þeir bera nú lægstu laun allra, jafnframt því sem vinnudagur þeirra er um ýmsa tíma lengri en 10 st. á dag, og dugar oft ekki til dægrið að ljúka nauðsynlegum verkum. Tíma- kaupið verður því harla lítið, þegar miðað er við 8 st. vinnu- dag í verðgtrundvellinum, sem reyndist svo oft þriðjungi lengri í reyndinni. Enda er það svo að hvern bónda vantar tugi þús- unda kr. á árslaun sín til sam- ræmis við aðrar allþýðustéttir þessa lands. Þetta vita bændur, enda finna þeir það bezt sjálfir hvernig hag- urinn stendur. Það er varla von að“ aðrir finni það, en því er ver að ýmsir vilja ekki skiija þessa bitru staðreynd. Stundum liggur við að bændur óski þess, að þeir menn sem um verðlagsmál land- búnaðarins fjalla af skammsýni og skilningsleysi, gerðust sjálfir bændur, til að kynnast vanda- málum búmannsins aí eigin reynd. Bændur hafa verið nægjusam- ir, of nægjusamir, vil ég segja. Þeir taka hógværir við því sem að þeirn er rétt, og láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Þeir hafa orðið undir í dýrtíðarkapp- hlaupinu, og ekki varað sig á vélráðum dýrtíðardraugsins, sem er þyrnir í augum allra þjóð- hollra manna. Það eru ekki bænd ur — sem hafa magnað þann draug — þar hafa aðrir verið að verki, menn, sem lítt hafa skeytt um þjóðarhag. Það eru gerð verkföll, en að þeirn kem ég síðar. Kaupið er skrúfað upp, oft með illum ráð- um og vafasömum. Síðan koma verðhækkanir í kjölfarið — skrúfan snýst og snýst. Verð- hækkunin bitnar hart á bóndan- um, sem stundar miikil viðskipti og verzlun í gegnum sinn bú- rekstur. Þar á móti þurfa bænd- ur hækkun á sínum framleiðslu- vörum, en þar er við ramman reip að draga. Bændur standa í þrotlausri baráttu við neytendur og hagstofustjóra — þá aðila — sem eiga í samvinnu við bændur að reikna út hinn raunverulega framleiðslukostnað búvara, og útdeila bændum mannsæmandi laun fyrir vinnu sína. Svo erfiður er róðurinn gegn hinum fyrrnefndu aðilum, að þátt fyrir skýlausar tölur um meðalnotkun tilbúins áburðar á býli í landinu, sem njun vera um 22 þús. kr., eftir úrtaki hag- stofunnar, er þeim aðeins reikn- að í grundvellinum 16 þús. kr. til gjalda vegna áburðarkaupa, eftir úrskurði hagstofustjóra. Á þessum eina lið eru teknar um 6 þús. kr. af réttmætu kaupi bónd- ans, og meira þó, því meðalkaup át>urðar pr. býli er vafalaust ekki undir 30.000,00 kr. Áburðarkaupin eru annar stærsti útgjaldaliður á hverju 'búi, og þeir munu sárfáir bænd- urnir, sem aðeins nota árlega til- búinn áburð fyrir einar 16 þús. kr. f öllum helztu framleiðslu- sveitum landsins mun meðalnot kun á áburði pr. bú vera nær 30 þús. kr. og á stórbúum tvöfglt meiri. Svo er fjöldi af smábúum sem eru að gefast upp í barátt- unni, og hafa engin efni á að kaupa áburð, vegna þess eins að kerfið er rangt sett upp, og sá einn sem hefur bú yfi-r meðal- stærð, getur grætt, og það á kostnað hinna, sem minni búin hafa, en ágóðinn, sem fæst af meiri tækni, aukinni ræktun og búhyggni, lendir allur i vasa neytenda, sem lækkun á afurða- verðinu. Því miður verða neyt- endur ekki varir við þessa lækk- un, vegna þess að svo hækkar dýrtíðardraugurinn verðlagið ört, að það sem fyrr er nefnt hér, verkar ekki á móti draugnum að halda afurðaverðinu stöðugu. Hér þarf að verða breyting á til hins betra. Bændur þurfa sjálf ir að fá ágóðann af verkhyggni sinni og tækni, sem þeir taka í þjónustu sína. Þeirrra er stritið, og þeirra skal ágóðinn líka. Það eru fjötonargir aðilar, aðr- ir en bændur, sem stunda smá- búskap. Þeir kaupa áburð, oft í litlum mæli þó, og það eru þeir sem lækka heildarmeðaltalið pr. bú. Þeir eru teknir með í meðal- talið, þrátt fyrir þeir stundi að- eins smábúskap í hjávertkum að gamni sínu og sem sport. Þeir eru engir bændur. Um það stendur ein deilan, hverjir skuli teljast bændur og hverjir ekki. Þar af leiðandi er ekki hægt að fá upp hve margir þeir eru í raun og veru. Þetta verður að teljast furðulegt. Það var sagt að þrennt væri óteljandi hér á landi, Vatnsdalsihólarnir, vötnin á Tvídægru og Breiða- fjarðareyjarnar, en nú skilst manni að ferhendan sé komin, þar sem eru hinir óteljandi bænd ur! Þó hlýtur að vera mjög auð- velt að ganga úr skugga um það hve margir þeir eru í raun og veru. Mér virðist liggja í augum uppi að hver sá teljist bóndi sem situr sína jörð, og nytjar hana til búskapar. Aðrir ekki. Þegar með altalið er fundið, verði þeir einir teknir með, sem hafa lífsfram- færi eingöngu af búskap, en allir aðrir, sem bú stunda að ein- hverju leyti, hálfu, eða ennþá minna, verði ekki með í þeim út- reikningi. Þessir menn yrðu á aukaskrá, nokkurskonar hálf- bændur. Þeir geta vissulega orðið nokk- uð margir, og í þann flokkinn kæmu allir •embættismenn, sem laun taka af öðru en' búskap, en sitja þó jarðir . í sveit og stunda búskap að eimhverju leyti með aðalstarfi sínu. í þann flokkinn kæmu og allir aðrir sem hefðu meiri laun af öðru en búi sínu. Mér þykir svo auðsætt að slíkir hálfbændu verði ekki tekn ir með við útreikning á lands meðalbúi, að um það þurfi vart að ræða. Sama máli gegnir um bændur þá, sem sitja hlunninda- jarðir. Hvað mælir með’ áð skipta tekjum af hlunnindum fárra jarða niður á meðalbúið ög telja tekjur til þess, sem aldrei sér máske lax né silung, hvað þá rekatré, öðru vísi en sem búðar- vöru sem hann getur keypt fyrir ærna peninga. Dæmið stendur þá þannig, að við getum skipt þeim sem iand- búnað stunda, í þrjá flokka. í fyrsta flokkinn veljast þeir sem eingöngu lifa af landbúnaði, og standa og falla með honum. Það eru aðalbgendur þessa lands. í annan fiokkinn veljast hálfbænd urnir, eins og við köllum. Það eru þeir sem sitja jarðir í sveit, reka þar bú að vissu marki, en efnaundirstaða þeirra byggist oft á öðru en búskap. Þar í flokki upp til sveita eru margir launa- menn, smiðir og verkamenn, em- bættismenn, og enn aðrir hafa tekjur af bílakstri, og landbún- aðartekjur þeirra eru tíðast iétt- vægar í vasa. Húsbóndinn er löngúm víðs fjarri heimili sínu, vegna atvinnu sinnar, en heima stjórnar húsfreyjan búskapnum með börnunum. Efnahagur bænda í þessum floikki verður oft rýmri en hinna, sem eingöngu lifa af landbúnaði, og kemur til a.f hinni tvíþættu tekjuöflun þeirra. Það virðist ekki" réttlátt að skipta aukatekjum þessara bænda jafnt niður á alla bændur í verðlags- grundvellinum, því þetta eru ekki landbúnaðartekjur, og fjöld inn allur af bændum fær þær ekki, enda þótt svo hlálegt sé að þeim séu reiknaðar þær tekju megin, þegar sex manna nefnd og hagstofustjóri reiknar út grundvöll þann sem efnaafkoma bænda og öryggi allt, á að standa á. í þeim tveim flokikum, sem þeg ar hafa verið nefndir, eru allir bændur, og væri fróðlegt að fá úr skorið hversu margir þeir verða í hvorum flokkL 1 þriðja lagi eru svo sport- bændurnir, sem við köllum. Allir þeir mörgu — bæði í sveit og við sjó — senniiega menn úr öllum stétt-um þjóðfélagsins, sem hafa smábúskap sér til yndis og ánægju — sem tómstundagaman. Þeim eru einskis virði tekjurnar af þessu, íem oft eru litlar, hitt er þeim meira virði að slíta ekki öll tengsl sín við fortíðina og hina fornu búmennigu, sem þeir eru vaxnir úr. Það eru fleiri liðir í verðlags- grundvellinum heldar en áburð- arliðurinn, sem gagnrýni sæta af hálfu bænda, og eru falskir mið- að við raunveruleikann. Þar eru vantalin stórlegá ýmis gjöld, en því miður geta bændur sjálfum sér um kennt, hvað suma gjald- liðina snertir, vegna slæmra framtala .Það verður þó ekki tal- ið beint til skattsvika, heldur er það á hina hliðina, að bændur vantelja sin gjöld, sem síðan er bygg't á í útreikningum hagstof- unnar. Það er varla til þeiss að ætlazt, að bændur muni hvað þeir hafa greitt í kostnað við búið, þegar þeir setjast að fram- talsskýrsiu sinni. Til þess eru gjöldin of mörg og margvísleg, og furðu oft verður það ágizkun- in, sem ræður. Kostnaðarliðirnir verða stundum svo ótrúlega háir er öll kurl koma til grafar, að oftast mun um vantölu gjalda vera að ræða. Hér verður ekki bót á ráðin öðruvísi en svo, að bændur skrifi hjá sér samdægurs og gjöldin eru innt af hendi, og nægir þó ekki. Heldur verður að fara rækilega yfir verzlunarreikn inga, því þar munu leynast ýmis gjöld vegna búrekstursins, sem viðskiptafyrirtæki bændanna annast um greiðslu á fyrir þá. Hér dettur mér í hug óskylt efni .vegna skattsvikanna, sem ég nefndi svo áðan. En það er viðvíkjandi sölúskattinum. Ýms- ir skattar -eru illa séðir af hinum almenna skattborgara, og þykja koma ranglega niður á þegnun- um. En þó mun söluskatturinn vera ranglátasti skattur sem lagð ur er á nú í dag, og mikil nauð- syn á að honum verði afllétt. Framh. á bls. 19 Yoshi prins og lianako Tsugaru. Syni Japanskeisara valið konuefni EINN eftirsóttasti pipar- sveinn í Japan mun innan skamms ganga í heilagt hjóna band. Hann er næstelzti son- ur Hirohitos, keisara — Yoshi, prins, 28 ára að aldri. Hans fyrirhugaða brúður heitir Hanako Tsugaru, 23 ára — dóttir vellauðugs manns, fyrr verandi greifa, er nefnist Yoshitaka Tsugaru. Að göml- um japönskum sið voru það foreldrarnir, sem ákváðu makavaJið og höfðu þau Yoshi, prins og ungfrú Tsu- garu aldrei hitzt fyrr en nú fyrir nokkrum dögum, er þau komu saman til tedrykkju hjá siðmeistara fjölskyldunn- ar. Sá er frændi Hanako og hefur eflaust átt sinn þátt i að ráðahagur þessi var ákveð inn. Þessi milkilvæga tedrykkja stóð alllengi yfir og var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir því að heyra hvað þeim hefði farið á milli — hvernig þeim hefði fallið eða hvort þau hefðu e. t. v. orðin ást- fangin við fyrstu sýn o. s. frv. En þau vildu ekkert um það segja, annað en að ungfrú Hanako upplýsti, að þau hefðu rætt sameiginleg áhuga mál. Hvort það voru bók- menntir, tónlist, skíðaiðkanir, hestamennska — eða hjóna- band, vildi hún ekkert um segja. Ef til vill bar líka allt þetta á góma. Það þykir mörg um góð undirstaða hjóna- bands að hafa sameiginleg áhugamál — og Japanir segja, að ástin komi með tímanum. Sem fyrr segir, er Yoshi, prins næstelzti sonur Japans- keisara. Hann er sá þriðji í biðröðinni eftir keisaraem- bættinu. Næst því stendur Akihito, elzti sonurinn og þá sonur hans, Naru, sem nýlega varð fjögurra ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.