Morgunblaðið - 04.03.1964, Page 19

Morgunblaðið - 04.03.1964, Page 19
Miðvikudagur 4. marz 1964 MORCUNBLAÐIÐ 19 — Úr sveitinni Framhald af bls. 17 Þessi skattur er innheimtur í gegnum viðskipti landsmanna við verzlanir og fyrirtæki. I>að eitt út af fyrir sig nær engri átt. Verzlanir hafa þetta skattfé í veltu sinni svo og svo langan tíma úr árinu, og enginn veit, hvað innheimtist af honum að lokum í Ríkissjóð. í>að er stundum talað um skatt svik í þessu þjóðfélagi, og ekki ætla ég að segja um heiðarleika þeirra, sem söluskatt innheimta í gegnum viðsikiptarekstur sinn, gagnvart skattframtali sínu, en svo rotið oa svkt. sem fiánmála- kerfið er Og alltaf skjóta upp ikoMinum fjársvikamál, falsanir og annað svindil, er'víst að marg ir munu hafa allar klær úti til að koma framtali sínu vel fyrir é pappírunum, og hygg ég að sölu skatturinn sé eins og halaklippt- ur hundur — þá loksins hann skríður inn fyrir dyrnar á fjár- Ihirzlum rikissjóðs. Ég geri það Ihér með að tillögu minni að inn- heimtu söluskattsins verði breytt, og hann innheimtur sem • nef- Skattur á hvert einasta nef sem til er í landinu, og mætti þá 'breyta nafni hans um leið, og kalla Nefskatt! 9vo illa séður sem söluSkattur- inn er, þá er benzínskatturinn og aðrir skattar, sem innheimtir eru í gegnum umferð á vegum, lítið betri. Bifreiðaeigendur eru notað ir sem féþúfa fyrir ríkássjóð, og þykir mér furðulegt hve þægur ljár þeir eru í þúfu. Þeir hafa greitt af benzíni, varalhlutum og þungaskatti, svo eitthvað sé nefnt, tugi og hundruð milljóna króna í gapandi gin dýrtíðar- draugsins, en sjálfir hristast þeir ér eftir ár á handónýtum veg- um og vegleysum, hlöðnum upp úr mald og leir, á rándýrum biíf- reiðum ^em verða ónýtar löngu fyrir tímann, vegna hins stór- vítaverða ástands í vegamálum þjóðarinnar. Það ætti að vera skilyrðislaus krafa hvers bíleig- anda að hver einasta króna sem þeir greiða í skatt af taekjum sínum, í þungaskatti, varahlutum og benzíni, fari til að bæta ástand veganna. Það er sorglegt sinnu- levsi þeirra sem þessum málum ráða og stjórna, að Skilja ekki nauðsyn þess að hafa vegakerfið gott, og verja þeim fjármunum sem innheimtir eru af umferðinni öllum till veganna. Það er ósann- gjarnt að hirða skatt af umferð og veita honum til al'ls annars Rílkissjóður stendur í óbætan- legri skuld við bifreiðaeigendur ©g vegakerfið svo lengi sem þeir skila ekki aftur öllum þeim hundruðum milljóna sem af um- (erðinni hefur verið tekið í ríkis- sjóð. Það á að veita þeim fjármun um öllum til að endurbyggja og bæta vegakerfið, enda virðist ek'ki vanþörf á, alla vega séð. Vegirnir eru að sökkva, og hinir þungu vagnar rista sig niður úr leirnum, sem eðlilegt er. Þá er ekki síður að minnast á hinar hættulegu beygjur og vitaverðu brýr, sem víða blasa við augum 'vegfarenda, það er ökki svo ó- títt ag slys og önnur óhöpp í um ferðinni megi beinlínis rekja til Ihins hættuilega vegar. Hdnar Bkörpustu beygjur og hættuJeg blindhorn, sem löngu ættu að heyra til liðinni tíð, leynast alilt of víða augum hins ókunna veg- farenda, á meðan mil'ljónir bif- reiðaeigenda renna úr vösum þeirra út í óskyld fyrirtæki í gegnum rikissjóð. Laugardagskvöldið 25. jan. s.l. var bændafundur haldinn að Varmahlíð í 9kagafirði. Fundur- inn var fjölmennur ,og á honum •nætti form-aður 9téttarsambands bænda, Gunnar Guðbjartsson. Hann er nýkominn til þessa starfs, tók við' af Bverri Gisla- Byni, sem hefur gegnt formanns- Btöðu í samtökunum frá upphafi þeirra, held ég að megi segja. Á þessum fundj voru verðlags mal landlbúnaðarins efst á baugi, og flutti hinn nýkjörni formaður mjög glögga og greinargóða ræðu um verðlagsmálin í heild og viðhorf þeirra mála í dag. i Persónulega þótti mér málflutn- | ingur hans slíkur — svo sannfær andi, hreinskilinn og hógvær, að betra varð ekki á kosið. Það er sannfæring min að bændasam- tökin í landinu eigi góðan og ein- arðan fulltrúa þar sem Gunnar Guðbjartsson er, og er það vel. Mér 'hefur stundum fundizt að forystumenn íslenzkra búnaðar- máila séu eigi nógu harðir og Skeleggir baráttumenn fyrir mál stað sínum. Það er nauðsynlegt að til starfans veljist sérlega hæfir menn í fremstu víglínu. Menn, sem trúa á málstaðinn af sannfæringu og krafti, og eru sí- fellt á verði um hag og gengi sinnar stéttar. Ég tel tvímæla- laust að Gunnar Guðbjartsson sé búinn mörgum góðum kostum til að gegna hinu mikla og vanda sama starfi, sem hann hefur við tekið, og það er von mín og trú, að bændurnir megi mikils af hon um vænta. Morguninn eftir fundinn villl svo Skemmtilega til, vil ég segja, að komið er inn á eina grein verð lagsmálanna í útvarpinu, þegar þulur les útdrátt úr forystugrein um dagblaðanna, morguninn þann. f sjálfu sér er það þó ekki svo undarlegt, svo oft eru verð- lagsmálin á baugi, og eilíft bit- bein manna og stétta á milli. Það er bitizt og barizt um þau mál í blöðunum. og virðist furðu oft gæta hins mesta misskilnings og rangtúlkunana, oft að þvi er virðist gegn betri vitund og áf ráðnum hug. Það eru vissir hópar manna, og raunar máske hei’lar stéttir, sem telja hag bændanna allt annan og langt um betri en hann raun- verulega er .Því hefur heyrzt fleygt að þeir lifi á styrkjum og eftirgjöfum umfram aðra þegna þjóðfélagsins. Það vill gleymast í þessum umræðum að svo hefur dýrtíðardraugurinn leikið fram- leiðsluatvinnuvegina grátt — þær stoðir þjóðfélagsins sem ein- ar geta skapað ný verðmæti og veitt þeirn út í þjóðarlíkamann — að ríkisvaldið verður að hlaupa undir bagga með þeim, og veita þeim afbur af því sem ranglega hefur af þeim verið tekið. Bætt kjör alþýðunnar fást því aðeins að atvinnuvegirnir, sem verðmætin skapa, geti gefið betri kjör. Verði hinsvegar hækkunin meiri en kjarabótin getur frekast orðið — sem sí og æ hefur komið fyrir nú á annan áratug — hækk ar dýrtíðin, efnahagslífið fer úr Skorðum, og framileiðslan er í voða. Þá blasir við fjárhagshrun og gjaldþrot sjálfra atvinnuveg- anna, takist ekki að kippa í lið- inn, og koma þeim á réttan kjöl aftur. Þetta veit dýrtíðardraugurinn vel, og betur en ýmsir aðrir. Það er sorglleg staðreynd hvernig honum hefur tekizt að véla verka lýðinn og etja honum út í verk- föll til þess eins að hækka dýr- tíðina. Honum nægir ekki að s’týra stærsta verkalýðsfélagi landsins, og leiða það fram til sigurs farsællega og til raun- hæfra kjarabóta. Þó verður ekiki sagt að atltaf sé dýrtíðardraugurinn einn að verki. Honum veita stundum lið- sinni pöróttir götustrákar, sem ætla sér að klekkja á pólitískum andstæðingum sínum. Þeir gæta þess ekki að með gerðum sínum vega þeir að heill og hamingju sjálfs þjóðfélagsins frekar en hin um pólitíska andstæðingi. Á sínum tíma var verkalýðn- um veitt hið mikila vald — verk- fallsrétturinn. Þá var líka öldin önnur, verkalýðurinn var hin kúgaða stétt, þrautpínd og merg- sogin af einokunarhöfðingjum fortíðarinnar. En með skilningi góðra manna — svo og verkfalls réttinum — reis verkalýðurinn úr djúpinu dimma, komst til veigs og valda og blaut sinn arð af auði þjóðarbúsins. En hættan er fólgin þar, þegar óábyrgir menn ná völdum yfir verkfallls- réttinum og glepja verkamenn til fylgilags við sig. Þá beita þeir þessum heilaga rétti verkalýðs- ins þjóðfélaginu öllu tiil skaða, Auglýst hefur verið eftir tilb. í fyrsta áfanga af byggingu hins n ýja Raunvísindahúss Háskólans við Dunhaga, en að undanförnu hefur verið unnið að því að grafa grunn byggingarinnar vestan við Háskólabíó. — Hér birtist mynd af líkani Raunvísindahússins, en það teikna arkitektarnir Skarphéðinn Jóhannsson og Sigvaldi Xhordarson. Lengst til hægri er Háskólabíó og næsta bygg- ing fyrir aftan er fyrsti áfangi Raunvísindastofnunarinnar og raunar eina húsið, sem endanlega hafa verið samþykktar tcikningar af í Háskólaráði. Það er tveggja hæða bygging með kjallara, hver hæð 500 ferm að stærð. Á fyrstu hæð verða rannsóknarstofur fyrir eðlisfræði- og efnafræði- rannsóknir og vinnuherbergi fyrir sérfræðinga beggja greina. — Á annarri hæð eru vinnuherbergi fyrir teoretiskar greinar, bókasafn og lesstofa fyrir þær og skrifstofa stofnunarinnar, og í kjallara eru aðallega geymslur tilheyrandi rannsóknarstofunum. — Hin húsin tvö eru svo hugsuð sem fram- tíðarbyggingar, og hafa aðeins verið gerðar grófteikningar af þeim, og þær ekki endanlega sam- þykktar. og svo oft hefur verið steínt í voða á undanförnum árum að ekki er annað sýnna en grípa verði til einhverra ráða til að koma í veg fyrir slíkt. Á vissan hátt má líta á verkfall sem upp- reisn gegn þjóðfélaginu, og þegar tímar líða, veröur litið á verk- fall sem slíkt, og þau fordæmi sem innanlands styrjöild og óeirð ir. Það verður samningaleiðin sem kemur í stað verkifallanna, og kjör allra vinnandi stétta fara í samræmi við þjóðarhag og fjár hagslega afkomu hverju sinni. Það er merkilegt atriði hve gjarnt Alþýðublaðinu er að hnjóða í bændur. Þetta er mál- gagn þess flokksins sem smæstur er í íslenzkum stjórnmálum, en nafnberar þeirra í öðrum lönd- . um eru þar víðast voldugir og sterkir, enda eðlilegt, hvar þeir kenna sig við fjölmennustu stétt- ir sinna þjóða, og leita eftir at- kvæðum og stuðningi þar. Hvað kemur þá til að Alþýðuflokkn- urn okkar gengur ekki betur en raun ber vitni um, að laða til sín alþýðustéttirnar, sem þó eru fjöl mennastar stétta hér? Þetta er vandamál, seip forkólfar Alþýðu flokksins þyrftu sjálfir að leysa, ég bendi aðeins á að eitthvað hlýtur að vera að stefnunni þeirra, þegar verkamenn og jafn- veíl bændur styðja erindreka er- lends einræðisvalds frekar en þjóðmálabaráttu Alþýðuflokks- ins. Ekki veit é'g hvernig hlið Al- þýðufllokksins er, sú er snýr að verkalýðnum, en ég þekki vel þá hlið hans sem snýr að bænd- um, og hún er vægast sagt — hrjúf. Sé bað nú sama hliðin sem snýr að launþegum þéttbýlisins, skal mig ekki undra, þótt fylgið sé fátt og flokkurinn stundum við það að þurrkast út úr þing- inu án utanaðkomandi hjálpar. Ég vil i fullri einlægni benda forkólfum Alþýðufll. á að vinna að hagsmunamálum þeirra, sem þeir leita eftir fylgi hjá, og má þá vera að þeirn vaxi eitflhvað ásmegin. Ég vil jafnframt benda þeim á, að víða um lönd er sveitamenningin talin eitt af því bezta sem þjóðirnar eiga, og allt kapp lagt á blómlegan landbún- að — ekki síður en aðrar greinar ' atvinnulífsins. Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi.... Þeim væri rétt að kynna sér hvernig aðrar þjóðir búa að sín- um landbúnaði. Þjóðverjar veita frumbýlingi meira en hálfa millj- ón ísl. kr. sem óafturkræft fram- lag, en annan stofnkostnað bú- sins að láni með hagstæðum vöxt um. Bvo mikils virði telja þeir land'búskapinn. Bretar hinsvegar veita uppeld- isstyrk á hvern þann grip sem upp kemst á búi, • auk þess sem' bændur á jörðum með erfig bú- skilyrði njóta aukinna hlunninda umfram þá bændur sem á betri býlum búa. Þannig líta aðrir á þessi mál, og telja þjóðarnauð- syn að byggð haldist á hverju býli. Á sama tóma eru hér ýmsir menn sem gala um að fækika bændum um helming, þeir séu blóðsuga á þjóðarlíkamanum, og bezt væri þjóðarhag að þeir hyrfu í aðrar atvinnugreinar. fslenzkt atvinnulíf er ek'ki svo fjölskrúðugt að það megi við því að missa neins sem það nú hefur. Það er nauðsyn að efla og auka hvern atvinnuveg, og jafnframt að reisa nýja og renna fleiri styrkum stoðum undir athafna- líf landsins og fjárhagslegt ör- yggi. En máske séu til menn sem telja að svo sé atvinnuöryggið mest og bezt, að íslendingar, allir sem einn, dragi þorska og síld úr djúpi hafsins umhverfis Burts ey, og sendi veiðina óunna til er- lendra þjóða, sem ynnu hana og" tilbeiddu til neyzlu í hendur ís- lenzkr'a _aftur. Nýlega sá ég því haldið fram í blaði að bændur séu dragbítur á iðnaðinn í landinu. Þetta er að vísu ekki til að taka mark á, svo fráleitt sem það er. Eða hvar á vegi er þá menningin stödd? menntunin öll og lærdómurinn, ef börnunum er ekki kennt í skólunum hverjir voru frum- herjar iðnaðarins hér, og hvern þátt bændur eigi í iðnaði lands- ins. Vissulega ætti hverju einasta mannsbarni, sem komið er til vits og ára, að vera kunnugf um þátt bændanna í iðnaðinum, og að það voru einmitt þeir og samtök þeirra sem voru hinir fyrstu frumkvöðlar að stóriðnaði í iand- inu. í þessu sambatidi nægir að nefna iðnstöðvar samvinnusam- taka bænda, mjólkurstöðvarnar og fleiri verksmiðjur, s. s. Gefljun og Iðunn, sem bændur sjálfir hafa byggt upp með fjármagni sínu. Þá má nefna og Áburðar- verksmiðjuna, sem síðar reis, og var óskadraumur hvers einasta bónda, þótt hinsvegar megi segja að mörgum þyki áburðurinn of dýr, sem hann er, miðað við af- urðaverð. Þá er hann einnig of einhæfur. Það er vafalaust að ein hliða notkun Kjarnans getur get- ur í vissum tilfellum orðið skað- leg, jafnvel þótt fosfór og kalí séu notuð með, og kemur þar til að kalkið vantar í Kjarnann. Jarðvegurinn verður of súr, hey- fengurinn minni ár frá ári, þrátt fyrir aukinn áburðarskammt. En löngu áður en þessar iðn- stöðvar bændanna risu — á með- an þjóðin enn var bændaþjóð, blómgvaðist margvíslegur iðn- aður í skjóli sveitanna, heimilis- iðnaðurinn, sem því miður er að leggjast niður með breyttiun þjóðfélagsháttum og vaxandi borgarmenningu. Það er þvi staðreymd að vagga iðnaðarins stóð í sveitunum. Þar reis hún og barst til bætjanna sem eðlilegt er. Bygggðin þéttist um- hverfis arðbærar iðnstöðvar, og ber því mjög að hafa í huga, þegar ráðist er í uppbyggingu iðnaðarins, að staðsetja hann á hentugum stöðum. En ég vil álíta að það hafi ekki alltaf verið gert sem sikyldi. 1 því samibandi vil ég segja að eitt af því sem háir mest ís- lenzku þjóðfélag, í dag, er jafn- vægisleysið í byggð landsins. Byggðin er að sporðreisast, e£ svo mætti að orði komast. Okk- ur — hér á Norðurlandi — vant- ar aðra Reykjavík, aðra vaxandi stórborg norðanlands, til að vega á móti öllu því sem er að gerast við Faxaflóann. Annars er hætta á að allt velti um hrygg, eins og sagt var í gamla daga, meðan bændur fluttu allan heyfeng heim á klökkum. Þá sáu þeir hver nauðsyn var að hafa bagg- ana jafn þunga, svo ekki ylti um hrygg og allt kæmist heilu og höldnu heim í tóft. Eins ættu valdhafar þjóðarinn Þá nýbreytni tók Rákisútvarp- ar að fara að — halda jafnvægi í þjóðarbúinu — og virðist það óneitanlega meira atriði heldur en klyfjamar í gamla daga. ið upp á sl. haustnótum, að flytja úrdrátt úr forystugreinum dag- blaðanna á hverjum morgni, þá blöð koma út, og hafi þeir þökk fyrir. Þáttur þessi, sem þó má ekki styttri vera, er hinn skemmtilegasti í höndum Thor- olfs Smiths, það eitt vil ég að honum finna að hann kerniur of seint á morgnana. Hann þarf að koma strax upp úr kl. átta, og vona ég að svo verði sem fyrst, og eigi síðar en í vor að klukkunni verður flýtt. Það eru margir komnir til verka kl. 9, sem þáttinn gætu heyrt kl. 8, en ekki á öðrum tíma fyrr en um hádegi, og þá er hann búinn að Framhald á síðu 21

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.