Morgunblaðið - 04.03.1964, Side 24

Morgunblaðið - 04.03.1964, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. marz 1964 Ý'feiíZABETtí TSRfjASíó: eða segja mér neitt frá því. Ég kom bara til að láta yður vita, að ef ég get eitthvað hjálpað, stend ur það yður til boða. Því miður gat ég ekki komið fyrr en ég hef verið allan daginn í Napólí og er rétt nýkominn þaðan. Und ir eins og Marguerite sagði mér þessar hræðilegu fréttir, lagði ég af stað hingað. Ég ætla ekki að fara að lýsa tilfinningum mín- um fyrir yður. Lester hefur verið góður vinur minn árum saman, og andlát hans er mikið áfall fyrir mig. En ég hef nú fyrst og fremst verið að hugsa um ykkur hérna. Veslings dreng urinn hans . . . hvernig líður honum? — Ég veit ekki. Hann er ekki heima. Ranzi lyfti snöggt augnabrún- um. — Er hann hlaupinn burt? — Ég veit það ekki. Hann hef ur ekki verið heima síðan í morg un. Hann fór til Bruno prófessors eftir morgunverð, eins og hann var vanur, en hefur ekki kom- ið aftur. Auðvitað er ég áhyggj u fullur út af þvi. Ég hugsa, að hann hafi heyrt eitthvað um þetta í San Antioco, og af ein- hverjum ástæðum ekki viljað koma heim. Hún laug æ iiðugar, eftir því sem lengra leið. — Og þér hafið ekkert gert til að leita að honum? Það var undrun og ásökun í rómnum. Ruth reyndi að verja sig. — Ég vissi ekki, hvað ég átti til bragðs að taka. Ég held, að það væri bezt að bíða þangað til hann kæmi heim af sjálfsdáðum. — En það er orðið svo álið- ið! Þér hafið þó væntanlega hringt í Bruno og spurt hvenætr hann hafi farið þaðan? — Nei. Ranzi leit fast á hana. — Fyr- irgefið, sagði hann. — Þér haf- ið orðið fyrir mikilli raun, svo að það er ekki von, að þér getið hugsað um allt. Ég vildi bara, að ég hefði getað komið fyrr. Marguerite sagði mér, að hún hafði farið hingað, en þér hefðuð ekki viljað lofa henni að gera neitt fyrir yður. En nú get ég að minnsta kosti létt af yður fyrirhöfn hvað drenginn snertir. Ég ætla að hringja til Bruno og ef hann getur ekkert sagt mér, hvert drengurinn fór þaðan, ætla ég að hringja til lögregl- unnar, og láta hana vita, að hans sé saknað. — Nei! Það var þetta, sem Ruth vissi, að mundi koma, fyrr eða seinna. Og fyrr eða seinna yrði hún ófær um að hindra það. En að minnsta kosti gat hún reynt að tefja fyrir því, að eltingaleikurinn hæfist. — Nei, Amedeo, gerðu það ekki, að minnsta kosti ekki strax. Þú skalt hringja til Brunos — það hefði ég átt að vera búin að gera sjálf — en við skulum ekki hringja í lögregluna fyrr en í fyrramálið. Ef Nicky verður þá ekki kominn, skulum við biðja hana að hjálpa okkur að finna hann, en ég vildi samt miklu heldur gefa honum tækifæri til að koma heim af sjálfsdáðum, eins og ég líka held, að hann geri bráðlegia — heldur en fara að láta hefja leit að honum, og sennilega hræða úr honum alit vit. Ranzi var eins og í vafa. — Madige sagði mér, að Nicky og Lester hefðu rifizt í morgun. Heldurðu, að það sé því að kenna? Svona drengur gæti far- ið að ásaka sjálfan sig og halda, að illar hugsanir hans í garð föðurins gætu hafa átt þótt í dauða hans... — Nú, þetta var nú svo sem ekkert sérstakt rifrildi, sagði Ruth. Hún var búin að gleyma því, að fleiri en hún ein höfðu verið viðstödd rifrildið. Hún fór að hugsa um, hvort nokkur mögu leiki væri á að hindra það, að Madge segði fleirum söguna, án þess þó að vekja grunsemdir hjá Madge sjálfri. Hún bætti þvi við — En þetta getur verið rétt hjá þér. Nicky elskaði föður sinn ekki beinlínis, og það getur ver- ið umhugsunin um það, sem hef- ur núna komið honum úr jafn- vægá, svo að hann vill ekki sjá annað fólk. í öllu falli vildi ég gefa honum dálítið meiri tíma til að jafna sig. Ranzi kinkaði kolli. — Já, að öllu athuguðu, er þetta víst rétt hjá þér. Þú skilur dreng- inn manna bezt. Hann má hrósa happi, að þú skulir vera hérna. Honum þykir vænt um þig og hann veit, að þér er ekki sama um hann. Mér þykir vænt um Nicky, skilurðu. Ég hef alitaf haft þá trú, að hann hafi ýmsa góða eiginleika, og góða greind, og þurfi ekki annað en svolitla nærgeetni og umjhugsun, til þess að geta þroskazt. En þolinmæði er svo fáum gefin. Lester var að minnsta kosti alveg laus við hana. Og hann var ágjam mað- ur. Gat aldrei verið ánægður með það, sem hann hafði. Hann varð að fá meira, og síðan enn meira. Svo að hann hafði engan tíma til að gefa sig að drengn- um — og heldur engan vilja. Ég skal ekkert lá Nicky þó áð honum væri ekkert hlýtt í huga til föður síns og vildi hann feig- an. Ég lái honum það alls ekki .... En nú ætla ég að hringja til .Brunos. Hann tafsaði á síð- ustu orðunúm, rétt eins og hann iðraðist eftir það, sem hann var áður búinn að segja, og síðan gekk hann að símanum. Ruth leit á hann með nýrri eftirtekt. Jæja, svo að Amedeo Ranzi var þá ekkert hrifinn af vini sínum, Lester Ballard. En Ruth vildi ekki viðurkenna fyr ir sjálfri sér, að hún hefði tek- — Velkomin heim elskan. Það er gaman að sjá þig áftur. ið neitt sérstaklega eftir því, sem hann sagði. Meðan hann var að síma, gekk hún að gluggan- um, ýtti upp hlerunum út í hlýtt myrkrið og studdi olnbog- unum á gluggakistuna. Tunglið var nú að koma upp og lýsti upp svört fjöllin. Samtalið í símanum var að verða æst. En svo komu einhverj ar kurteisiskveðjur og er því lauk sneri Ranzi sér til hennar — Nicky hefur alls ekki kom- ið þangað í allan dag, sagði hann. — Ekki heldur í morgjun? spurði hún. — Nei, alls ekki í dag. En það virðist ekki vera neitt óvenju- legt. Hann skrópar oft og ég held, að prófessorinn þegi um það afþví að hann vilji gjarna fá borgun fyrir verk, sem hann vinnur ekki. En hvað sem um það er, þá hefur Nicky ekki sýnt sig þar, allan daginn. Ertu viss um, að við ættum ekki að kalla á lögregluna og fá hana til að hjálpa okkur að finna hann? Ruth greip höndum um enn- ið. Hana hitaði í höfuðið, en hendurnar voru óvenju kaldar. — Við skulum bíða til morg- uns, sagfði hún. Hún fann, að Ranzi leit fast á hana, og gerði sitt bezta til að líta ekki undan. Henni fannst langt þangað til hann sagði: — Jæja, gott og vel ef þú ert viss um það. BYLTINGIN RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD helztu í þeim hópi voru Vera Zasulich og Paul Axelrod. Árið 1883, þegar Plekhanov var að- eins 26 ára að aldri, stofnuðu þau flokk í Sviss, sem kallaður var „Frelsun verkalýðsins". Þetta var fyrsti marxistaflokkurinn í Rússlandi, og höfuðtilgangur hans var að staðfæra marxis- mann skipulega á rússneskri grund. Það var sannfæring Plek- hanovs, að bylting í Rússlandi mundi þróast á evrópska vísu, það er að segja, að landið yrði að iðnvæða og það yrði að koma sér upp öreigastétt, verkalýð, áður en hægt væri að velta keis- arastjórninni. Aðeins verka- menn gætu staðið að byltingu. Hann segir: „f Rússlandi vinnur annaðhvort verkalýðurinn frels- ið, eða að öðrum kosti verður það alls ekki til. Rússnesk bylt- ing nær ekki völdum nema sem bylting hins vinnandi manns — annar möguleiki kemur ekki til mála“. I næstu 35 árin af ævi Plek- hanovs — og hann var lengst af ævi sinnar í útlegð — var þetta eitt aðalatriðið, sem rökrætt var hjá neðanjarðarhreyfingunni í Rússlandi. En aðrir sáu aðrar leiðir. Narodnikarnir til dæmis, sem sneru bökum saman við bændur, höfðu enga trú á, að Rússland ætti eftir að ganga gegn um auðvalds- og verka- lýðs-tímabil, áður en hægt væri að gera byltingu. Þeir héldu því fram, að hún skyldi leiða beint úr þrælahaldinu yfir í sósíal- isma. Hér örlar á togstreitunni, sem síðar varð: Marxistamir leggja áherzluna á iðnverkamanninn, Narodnikarnir á bóndann. Það var Plekhanov í forustusæti bylt ingahirðar sinnar í Genf, sam varð fyrri til að afla sér fylgis. í ritum s,num lagði hann áherzlu á, að hermdarverk kæmi fyrst í annarri röð, sem vopn, en aðal- atriðið væri að koma upp sósíal- istafélagsskap meðal verkalýðs- ins í Rússlandi æfa áróðurs- menn, ýta undir verkföll og kröfugöngur, og útbreiða marx- iskar hugmyndir með leyniblaða útgáfu. Brátt voru stofnaðir smá flokkar áhangenda hans í helztu borgum Rússlands. Þeir kölluðu sig Sósíaldemókrata. Allt þetta tímabil voru Rúss- ar ekki annað en smæsta smælki í alþjóða byltingarhreyfingunni. Þjóðverjar voru ólikt starfsam- ari. Þegar Plekhanov fór árið 1889 til að sækja stofnþing Annars Intérnasjónals í París (Fyrsti Internasjónal hafði ver- ið stofnaður af Marx og Eng- els á áttunda áratugnum), varð hann mjög í minniihluta. Enda höifðu hvorki Marx né Engels mikið álit á Rússum. Marx var sérlega meinyrtur í þeirra garð. Hann hafði einu sinni skrifað Engels: „Ég treysti engum Rússa. Jafnskjótt sem Rússi hef- ur smeygt sér einhversstaðar inn ætlar allt vitlaust að verða. Að hyggju Marx‘ átti Rússland að minnsta kosti langa leið ófarna áður en það gæti öðlazt sósial- isma; miklu meiri trú hafði hann á Bandaríkjunum, þar sem „múg urinn er xiðbragðsfljótari". Engu að síður jókst Plekhanov KALLI KÚREKI &JLYA PEUyilLES FZOM EED ZYDEZ Z4\tCH . * * >f Teiknari; FRED HARMAN En þau eru ekki komin nema fáar mílur frá búgarði Kalla þegar Skrattakolla þvemeitar að fara lengra. — Mig langaði eiginlega ekkert til að fara þaðan — en ég vil ekki hafa að hnýtt sé í þig. — Svona, upp með þig, Skrattakolla. — Nei. heyrðu mig nú — láttu þetta eiga sig, heillin. Þolinmæði minni eru takmörk sett. — — Æ — verðurðu aldrei þreytt á þessu? og vinum hans fylgi, einkum innan Rússlands. Málstað þeirra varð styrkur af hungursneyðinni skömmu eftir 1890, og 1898 var þing haldið í Minsk, er skyldi samhæfa alla marxistaflokka innan Rússlands. Þeir tóku sér formlega nafnið Rússneski Sós- íldemókratiski flokkurinn, og upp frá þessu var neðanjarðar- starfsemi þeirra í stöðugum og áframhaldandi vexti. Þannig var það, að um alda- mótin, þegar byltingarhreyfingin hafði verið við líði í heila öld og hneigzt til sósíalisma í hálfa öld varð marxisminn aðal-hug- myndafræði byltingiarmanna I Rússlandi. Sósialdemókratarnir • áttu á þessum tíma aðeins einn höfuð-keppinaut, Narodnikflokk- inn, sem brátt tók sér sitt form lega nafn, sem minnti meir • á sprengingu: Rússneski Sósíal- byltingarflokkurinn. f öllum þeim hræuigraut nafna sem óumflýjanlega verða fyrir augum lesandans, hér á eftir, er vera að hafa þessi tvö nöfn föst í huga, því að þau tákna aðal- flokkaskiptingu vinstra vængs- ins í Rússlandi: Sósialdemókrata, sem hafa Marx fyrir spámann og hailast að iðnaðarsósialLsma* 6g Sósialbyltingarmennina, sem vilja aðallega starfa meðal bænda — að bændasósialisma. Flestir klofningisflokkar, seirn hér eftir verða nefndir, falla undir aðra hvora þessara teg- unda, og enda þótt þeirra gætti talsvert þá, hverfa þeir brátt I mannhafið, sem nú ruddist frarn og stefndi að byltingu. Frjáls- lyndar skoðanir voru vitanlega allsstaðar til, en engir skipulegir mið- eða hægriflokkar, nema ef telja skyldi sem flokk keis- arann og hirð hans og hið geysi- fjölmenna skrifstofubákn, en þrátt fyrir hina gífurlegu riglureið, stóð slagurinn á þessum tíma, greinilega milli þessará byltingarflokka annara vegar og einræðisstjórnarinnar hins vegar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.