Morgunblaðið - 04.03.1964, Side 28

Morgunblaðið - 04.03.1964, Side 28
»»■'#*<# VORUR BRAGÐAST BEZT 53. tbl. — Miðvikudagur 4. marz 1964 <@> BuðingaF Beit eyrnasnepil af kunningjanum FYRIR s'kömmu beiit danskur maður í nef á manni utan við eitt veitingahúsa borgarinnar. Nú hefur enn töluvert verið aðhafst á þessu sviði. Var ný- verið bitinn eyrnasnepill af manni, þá er hann hafði boð inni og var þar gestgjafinn, sem bitinn var, en gestur hans eyrbíturinn. Eru báðir þýzkir menn. Það var plagsiður hið forna, að menn gripu til slíkrar rök- semdafærslu, og þótti þetta slík plága, að Jónsbók kveður sérstaiklega á um viðurlög við atbeina eyr- og nefbíta og annarra, sem tönnum sínum beita á svo ólögmætan hátt. Segir í Jónsbók, að það sé óviðurkvæmilegr, að menn bitist á sem hundar eða hest- ar. Nú bítur maður mann, segir í lögbókinni, og skal aá er beit færður á vorþing og þar slegið tenn úr höfði honum og hann sekur eyri við konung, Ákvæði þeta er nú taiið niður fallið, enda lítið á það reyrvt, a.m.k. í seinni tíð með hrakandi tanniheilsu landsmanna. Nú virðist þetta vera að komast í tízku og fyr- ir tilstuðlan útlendra manna, sem hér hafa búsetu. Svo bar við fyrir skömrnu, að þýzikur tónlistarmaður hafði veizlu og var hjá honum gestkvæmt, en meðal gesta var einn landi hans. Þegar veizl- unni var slitið var nefndur gestur lítt ferðafær og tóku hjónin, sem veizluna höfðu á sig náðir, en gesturinn ör- þreytti hvíldi í stofu. Þegar leið á nóttina vaknar eiginmaðurinn síðan við óp konu sinnar og kemur þá í ljós, að gestinnm hefur nú vaxið mjög kraftur sá, sem áður var þrotinn, og leitar nú mjög eftir félagsskap hús- freyju. Bóndi bregður hart við og vill tendra ljós hússins, en þá kernur í ljós, að hinn forsjáli aðdáandi búsfreyju hans hefur tekið öryggi búss- ins úr samtbandi. Kemur þá í ljós að gesturinn hafði ver ið fullur með svik og pretti, haft á sér andvara og beðið færis á húsfreyju. Er nú ekki að sökum að spyrja. Hefjast atlögur stórar í mynkvuðu svefnbúsi og kom þar, að gest urinn beit eyrnasnepilinn af búsbóndanum. Snepillirvn fannst tveimur dögum síðar. Lögreglan var kvödd til þess að skakka þennan gráa leik og fiuti bún eyrbítinn og gest gjafa han6 til frekari hvíldar í Síðumúla. Mál þetta er nú I rannsókn. Frá komu fulltrúanna á fund flugmálastjóra, talið frá vinstri: O. Sörensen (frá SAS), H. Winberg, flugmálastjóri Svía, Stenver, Danmörku, Killander, ritari og A. I.othe, Noregi. (Ljósm.: Ól. K. M.) Deila SAS og Loftleiða rædd á fundinum ■ dag Fulltrúar flugmálastjórna Sv'iþjóbar, Noregs, Danmerkur og Islands ræðast við / Reykjavlk FUNDUR flugmálastjóra Sví- þjóðar, Noregs, Danmerkur og Islands hefst í Reykjavík í dag og er þar um áframhald að ræða á fundi flugmálastjóranna, sem haldinn var í Stokkhólmi i sl. mánuði. Til umræðu á fundinum nú eins og þá verður fargjalda- stríð SAS og Loftleiða og verð- ur m.a. tekin fyrir niðurstaða fundarins, sem flugfélögin áttu með sér í Reykjavík fyrir skömmu. Um klukkan 4 í gærdag komu til Reykjavíkur með flugvél frá Flugfélagi íslands, Henrik Win- berg, flugmálastjóri Svíþjóðar, og ritari hans, L. Killander, og fulltrúar flugmálastjóra Dana og Norðmanna, Stenver frá Dan- mörku, og Lothe frá Noregi, og loks fargjaldasérfræðingur frá SAS, Olav Sörensen að nafni. Verölagsákvæði færð í sama horf og 1958 Um fjórðungshækkun álagning- ar tll að mæta auknum verzlunarkostnaði VERÐLAGSNEFND ákvað á fundi sínum í gær nýjar álagningarreglur í heildsölu og smásölu og koma þær til framkvæmda í dag. Reglurn- ar eru í meginatriðum hinar sömu og giltu 1958, en síðan hefur álagning verið lækk- uð, en verzlunarkostnaður hins vegar stóraukizt, ekki sízt vegna launahækkunar verzlunarfólks. Þá voru einn- ig afnumin verðlagsákvæði á allmörgum vörutegundum til viðbótar þeim, sem fyrir voru. Þessar nýju álagningar- reglur ná ekki til landbún- aðarafurða. Kristján Gíslason, verðlags- stjóri, sagði í viðtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, að hann hefði gert athugun á því hvaða áhrif hinar nýju reglur hefðu á verðlag nokkurra vöruflokka og virtist sér, sem matvörur myndu hækka um 4—7%, hreinlætisvör- ur um 7—8%, skófatnaður 8— 9%, búsáhöld 7—9%, vefnaðar- vörur allt að 10.6%, rafmagns- vörur 6—10%, rúðgler 11—12%, málning rúm 7%, bílavarahlutir 5% og aðrir varahlutir 13—14% o.s.frv. ,Spor \ rétta átt' — segir formaður Verzlunarráðsins MBL. átti tal við Þorvald Guðmundsson, formann Verzl unarráðs íslands, í gasrkvöldi og hafði hann eftirfarandi að segja um hinar nýjn álagn- ingarreglur: „Það sem gerzt hefur í þessu tilfelli er að um sömu verðlagsákvæði er að ræða og voru 1958 að því viðbættu, að ýmsar vörutegundir hafa ver- ið gefnar frjálsar. Þetta er spor í rétta átt, en réttara hefði verið að gefa verðlagið frjálst að öllu leyti, þar sem frjáls samkeppni lækkar vöruverðið en hækkar það ekki. Þegar allt er frjálst er oft og tiðum hægt að ná hagstæð- ari samningum í innkaupum erlendis frá og kemur þá i Ijós, að vara getur verið ódýr ari, sérstaklega þegar um há- tollavörur er að ræða. Það getur vegið upp á móti því, þótt I einstaka tilfellum séu álagningarreglur í samræmi við verzlunarkostnaðinn." Verðlagsstjóri sagði, að hinar nýju verðlagsreglur væru í stór- um dráttum hinar sömu og giltu árið 1958 og hefði hækkun álagn- ingar verið talin nauðsynleg til að mæta auknum verzlunar- kostnaði. Hann taldi hækkun á- lagningarinnar nema um fjórð- ungi eða jafnvel heldur meira að jafnaði, en þó væri bæði um að ræða vöruflokka, þar sem hækkunin væri mun minni og mun meiri. Verðlagsnefnd ákvað jafn- framt að afnema verðlagshöft á allmörgum vörutegundum til við bótar þeim, sem áður var frjáls álagning á. Meðal þessara vöru- tegunda eru t.d.: Nýir ávextir, neyzluvörur úr uppblásnu eða steiktu korni (puffed rice, corn- flakes) framleiðslu úr grænmeti, búðingsduft, hárliðunarvökvar og duft, naglasnyrtiefni, verk- færi, áhöld, hnífar, skeiðar og gafflar úr ódýrum málmum og hlutir til þeirra, ferðaútbúnað- ur, handtöskur, veski, pyngjur, skólatöskur, snyrtiskrín, fatnað- ur úr leðri og leðurlíki, hanzkar, vettlingar, vasaklútar, slæður, hálsbindi, höfuðfatnaður, allir kvenskór, kalk, vatnskranar, blöndunartæki og fittings, öll hljóðfæri önnur en píanó, orgel og flyglar. Hinar nýju álagningarreglur eru birtar í heild á blaðsíðu 8. Jóhann Hafstein. Framtíð íslands — Fjölþættari framleiðsla — Orku- og iðjuver Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráð- herra, frummælandi á \/aröarfundi i kvöld A VARÐARFUNDI í kvöld veröur rætt um stóriðju á Islandi, og er Jóhann Haf- stein, iðnaðarmálaráðherra, frummælandi. Fundarefnið nefnist: Framtíð íslands — Fjölþættari framleiðsla — Orku. og iðjuver. Gerir ráð- herrann þessu stórmáli fyrst nokkur skil í stuttri ræðu, en síðan er hugmyndin að hann ásamt fulltrúum úr Stóriðjunefnd svari fyrir- spurnum fundarmanna í um það bil eina klukkustund. Eftir að fyrirspurnatíman- um lýkur verður orðið gefið frjáls og er þá gert ráð fyrir stuttum ræðum, 5—10 mínútna. Fr hér um að ræða fyrirkomulag, sem ekki hefup áður tíðkazt á Varðarfund- um, en ætla má að gefast muni vel. Á fundinum í kvöld gefst Sjálfstæðisfólki kostur á að fræðast um þau mál, sem mikilvægust eru fyrir efna- hag landsins um ókominn ár, en iðnvæðing íslands er mál málanna í dag. Fundurinn hefst kl. 8.30 i Sjálfstæðishúsinu og eru menn hvattir til að mæta stundvíslega.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.