Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 1
32 stötir og lesbók 51 ársjangur 83. tbl. — Sunnudagur 12. apríl 1964 Prentsrn;3ia Morgunbla?5sins Makarios ræðir við Grivas í Aþenu — vonar, að ekki þurfi að grípa til vopna til að hrekja lyrkneskt lið frá Kýpur Aþena, 11. apríl. — AP-NTB MAKARIOS, erkibiskup og forseti Kýpur, kom í dag til Aþenu. Þar mun hann ræða við ráðherra og aðra embætt- ismenn um Kýpurvanda- málið. Makarios var einn síns liðs, en utanríkisráðherra Grikkja, Stavros Costopoulus, tók á móti honum. Makarios ræddi stuttulega við blaðamenn við komuna til Aþenu, og sagðist m.a. mundu ræða við Grivas, sem stjórn- aði EOKA-hreyfingunni. Lét erkibiskupinn í ljós /onir um, að ekki myndi þurfa að grípa til valdbeitingar, vegna tyrkneska liðsins, sem nú er á Kýpur. Makaríos hefur farið þess á leit, að her sá verði á brott af eyjunni. Fram kom af ummælum við blaðamenn, að til greina getur komið, að leitað verði til Samein uðu þjóðanna, fáist tyrkneska lið ið ekki til að hverfa á brott. Fréttamenn inntu Makaríos eftir því, hvort tii stæði, að Krusjeff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, kæmi í heimsókn til Kýpur. Erkibiskupinn svaraði því til, að engar ráðstafanir hefðu verið gerðar, v-gna slikrar heimsóknar. Hins vegar sagði hann, að Krusjeff væri velkom- inn, hvenær sem hann vildi koma. Áður en Mararíos lagði upp í förina fná Kýpur, safnaðist sam- an mikill fjöldi stúdenta á flug- vellinum, og krafðist þess, að Grivas fengi að halda til Kýpur á nýjan Jeik. Breytt stjórn Grænlandsmála — nefndin frá 1960 lýkur senn störfum Einkaskeyti til Morgunblaðsins. Kaupmannahöfn, 11. apríl. GRÆNLANDSNEFNDIN, sem skipuð var 1960, lýkur störfum í sumar. í apríllok verður haldinn 5 daga fundur, en þar verða ýmis stjórnunarmál tekin til meðferðar, á grundvelli til- lagna sérstakrar undir- nefndar. Helztu vandamélin eru útvarp, heilbrigðis- og skólamál, en til greina hefur komið, að þau verði í umsjá sérstaks ráðherra í Kaup Framhald á 2. síðu. Finnur Jónsson Jakob Tliorarensen Guðmundur Daníelsson Úthlutun listamannalauna lokið Þrír nýir menn í efsta flokki Uthlutað var rúmlega 3 millj. kr. til 129 listamanna ÚTHLUTUNARNEFND lista mannalauna fyrir árið 1964 hefur lokið störfum. Hlutu 129 listamenn laun að þessu sinni. Úthlutað var tæplega 900 þús. króna hærri upphæð en á sl. ári, samtals rúmlega 3 millj. króna. Nefndina skipuðu: Sigurður Bjarnason ritstjóri (formaður), Halldór Kristjánsson bóndi (rit- ari), Bjartmar Guðmundsson alþm., Einar Laxness cand. mag., Helgi Sæmundsson ritstjóri, Andrés Kristjánsson ritstjóri og Þórir Kr. Þórðarson prófessor. Listamannalaunin skiptast þannig: Veitt af Alþingi: 75 þúsund krónur: Gunnar Gunnarsson Halldór Laxness Tökum handritamálið í kosningabaráttunni - segir Poul Möller, þingmaður danska íhaldsflokksins ekki upp MORGUNBLAÐIÐ hefur að undanförnu heyrt því fleygt, að danski íhalds- flokkurinn hafi í hyggju að taka handritamálið upp í kosningabaráttu sinni í sumar og beita sér gegn af- hendingu handritanna til íslands. Af því tilefni átti blaðið örstutt símtal við þingmann flokksins, Poul Möller, sem var einn ötul- asti haráttumaðurinn gegn samþykkt frumvarpsins um afhendingu handrit- anna vorið 1961 ©g heitti sér fyrir söfnun undir- skrifta sextíu þingmanna undir áskorun til stjórnar- innar um að fullgilda ekki frumvarpið fyrr en að liðn um næstu kosningum. Poul Möller vísaði þess- um ummælum á bug og sagði, að flokkur sinn myndi áreiðanlega ekki gera afhendingu handrit- anna að baráttumáli i kosn ingunum. Er hann var að því spurður, hvaða stefnu flokkur hans myndi taka í málinu, að kosningunum loknum, svaraði hann ekki heint en sagði: Verði af- staða þingsins til afhend- ingar handritanna þá enn Poul Möller sú sama sem fyrr, munum við að sjálfsögðu virða sam þykkt frumvarpsins. Og komi til breytinga á frum- varpinu verða teknar upp viðræður við Islendinga um þær.“ Veitt af nefndinni: 50 þúsund krónur: Ásmundur Sveinsson Finnur Jónsson Guðmundur Danielsson Guðmundur G. Hagalín Gunnlaugur Scheving Jakob Thorarensen Jóhannes S. Kjarval Jóhannes úr Kötlum Kristmann Guðmundsson Páll ísólfsson Tómas Guðmundsson Þórbergur Þórðarson 30 þúsund krónur: Arndís Björnsdóttir Brynjólfur Jóhannesson Elinborg Lárusdóttir Guðmundur Böðvarsson Guðmundur Frímann Guðmundur Ingi Kristjánsson Hannes Pétursson Haraldur Björnsson Indriði G. Þorsteinsson Jóhann Briem Jón Björnsson Jón Egilberts Jón Leifs Jón Nordal Jón Þórarinsson Júlíana Sveinsdóttir Karl O. Hunólfsson Kristján Davíðsson Ólafur Jóhann Sigurðsson Ríkarður Jónsson Sigurður Einarsson Sigurður Sigurðsson Sigurjón Ólafsson Framhald á bis. 31. Krúsjeff ánægður Moskva, 11. apríl. — NTB. KRÚSJEFF, forsætisráðherra Sovétríkjanna, lét í dag birta boðskap sinn til ungversku þjóðarinnar. Þar segir, að ungverskir ráðamenn fylgi réttri og skynsamlegri stefnu. „Þetta er ekki í fyrsta skifti, sem ég kem til Ung- verjalands", sagði Krúsjeff. Ég minnist þess, er ég kom í' heimsókn fyrir nokkrum árum. Ég tók eftir því nú, að lífskjörin hafa verið bætt, þ. e. ungverskir verkamenn hafa bætt þau, í samvinnu við þjóðarleiðtoganna.“ Krúsjeff er nú kominn heim, eftir 10 daga dvöl í Ungverjalandi. Bylting eða gúllas sagði Home um deilu Kína og Sovétríkjanna London, 11. apríl — NTB Forsætisráðherra Breta, Sir Alec Douglas Home, lýsti því yfir á fundi með erlendum fréttamönnum í London í gær, að ágrein- ingurinn milli Kínverja og Sovétmanna stæði um það, hvort kommúnisminn ætti að vera byltingarkenndur eða bara deila um gúllas. Home beindi jafnframt þeim tilmælum til leiðtoga Sovétríkjanna, að þeir tækju höndum saman við vestræn ríki á sviði efna- hagsmála. Forsætisráðherra nn lagði ,á það áiherzlu við blaðamenn, að hann teldi að aukin velmegun í heim- inum væri að langmestu levti undir því komin, Kvort aukið samstarf þjóða í millum tækist. Hann benti á, að Moskvusáttmál inn um takmarkað tilraunabann, og sú staðreynd, að sovézkir leið togar létu ekki hugmyndafræði standa í vegi fyrir efnahagslegrr þróun, benda til þess, að sam- starf við Sovétríkin gæti orðið ruánara. Home tók fram, að væri það rétt, að Kí»verjar vildu heyja styrjaldir í pólitískum tilgangi, þá vildi hann taka undir orð Krusjoffs, er hann fordæmdi Kín verja. Loks sagði Home, að hann væri þess fullviss, að kínverskir leiðtogar kæmust að þeirri stað reynd fyrr eða síðar, að þeim væri ekki stætt á því að halda sér við þá stefnu, er stæði í vegi fyrir efnahagslegum framförum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.