Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 28
28 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 12. apríl 1964 ^//FUZABtrti TSRRARS: "/\ 51 ly/ERHi ||HIIIælum — Og hver veit nema þið ger- ið það ekki, sagði Stephen. — Ef þið vissuð allt, sem þið viljið vita, hefði engin ástæða verið fyrir ykkur að láta Ballard ganga lausan. En það er margt, sem hvorki mér né yður er ljóst enn, þar á meðal ástæða hennar til að vilja ekki trúa kenningum Se- bastianos um morðið. Ruth flýtti sér að grípa fram í: — Hversvegna haldið þér, að ég trúi henni ekki. — En þér trúið henni ekki . . er það ekki rétt hjá mér? — Hvernig ætti ég að vita það, sagði hún. — Eg heyrði þessa sögu um óaldarflokk og stolna muni í fyrsta sinn í dag. Og ég hef orðið_ fyrir ýmsum fleiri áföllum. Ég hef enga hugmynd um, hverju ég á að trúa eða ekki trúa. ' — í>ér trúið þessu ekki, endur tók Cirio. — En það er eftir- tektarvert, af því að sennilega er sagan sönn. Ég vildi, að þér vilduð segja mér, hversvegna þér trúið henni ekki. — Hversvegna haldið þér, að ég trúi henni ekki? spurði hún og fór undan í flæmingi. — Andlitið á yður kemur upp um yður. Það getur verið auð- veldara en þér haldið fyrir aðra að sjá, hvenær þér trúið og hvenær ekki. Hún hristi höfuðið. Þér eruð að reyna að veiða eitthvað upp úr mér, er það ekki? En ég veit bara ekki, hvað það er, svo að hversvegna ljúkið þér því ekki af og spyrjið mig beint? — Ég get sagt yður nokkuð, sem hún hefur ekki sagt yður, sagði Stephen. — Hún hefur fundið blaðið. Þetta blað, sem sannar, að Marguerite Ranzi bjóst við henni seinnipartinn í gær. Biðjið þér hana að sýna yður það. — Er þetta satt? sagði Cirio. Hún tók blaðið upp ú veskinu sínu og rétt honum. Hann tók við því og skoðaði það, en spurði svo: — Hvar fund uð þér það? Stephen svaraði: — í vasa mínum. Það er ósköp einföld saga, en samt er ég hræddastur um, að þér trúið henni ekki. En lofið mér að segja hana samt. Hann leyfði það. Stephen sagði svo söguna, en á nokkuð annan hátt en hann hafði sagt Ruth hana, og í miðri sögunni brosti hann til hennar. Ruth fann, að hún roðnaði. Henni datt í hug, að ef til vill gæti það gert sögu Stephens eitthvað sennilegri. Þegar sögunni var lokði sagði Cirio: — Það er verst, að þetta blað skyldi ekki koma fram fyrr. — Það hefði hæglega getað látið alveg ógert að koma fram, sagði Stephen. — En íamt kemur það fram, einmitt þegar þörfin er mest. — Ef þér eruð að gefa í skyn, að það sé falsað. . . . — Ég var nú ekki kominn svo langt að gefa neitt í skyn. — Ég veit það . . þér voruð bara að hugsa upphátt, sagði Stephen, — og ég hugsaði dá lítið hraðar en þér. Það er leið- indavani, sem ég hef, og virðist sjaldnast verða að miklu gagni. En blaðið er ekki falsað og sagan um það, hvernig það komst í minar hendur, er sönn. — Jafnvel það getur verið satt. Cirio sneri sér aftur að Ruth. Eruð þér viss um, að þér getið ekkert meira sagt mér um þessi þrjú morð? — Þrjú? — Tvö, leiðrétti hann sjálfan sig, um leið og hann braut sam- an blaðið og stakk því í veski sitt. — Afsakið! Ég hefði ekki átt að segja þrjú. En ég er áhyggjufullur út af drengnum, þessum Nicky. Ég er hræddur um, að eitthvað hafi komið fyrir hann, og þessvegna varð mér á þetta mismæli. Mér þykir mjög fyrir því, að ég skyldi gera yður svona hvert við. Ruth var með ákafan hjartslátt. Hún reyndi að vera á svipinn eins og hún tæki útskýringu Cirios góða og gilda, en það gerði hún bara ekki. Hún hélt, að hann hefði viljandi gert henni svona bilt við, og þetta þriðja morð, sem hann talaði um, væri alls ekki Nickys. En hvernig vissi hann þetta? Hvernig vissi hann, að tvö morð höfðu verið framin á Lester Ballard? Hafði hitt líkið — það raunverulega — fundizt? Hafði sú persóna, serrt Stephen hélt hafa verið í húsmu meðan þau ráðguðust um, hvað gera skyldi við lík Lesters Ball- ards, farið til lögreglunnar og sagt henni frá öllu saman? En að minnsta kosti vissi hún nú, hvað það var, sem Cirio hafði vreið að reyna að veiða upp úr henni. Hann vildi fá hana til að viðurkenna, að dauði maðurinn í líkhúsinu hefði ekki verið Lester Ballard. En ef það væri rétt, þá gat Cirio ekki verið sérlega fróður um þetta enn, annars hefði hann ásakað hana, en ekki reynt að veiða játningu upp ik- henni með brögðum. Hún fór nú að verða dálítið órólegri og þorði að líta á Step- hen. Hann hallaði sér upp að bókaskáp við dyrnar og leit á Cirio með forvitnisvip en þó ekki um of'áberandi. í sama bili minntist Ruth ummæla, sem Marguerite hafði viðhaft um hann, til að lýsa honum: „Einn þessara óákveðnu og ómögulegu manna, sem reynast vera hjarta- hlýir og framtakssamir ef eitt- hvað bjátar á. . .“. Jafnvei Marguerite gat einstöku sinnum ratazt satt á munn. — Getum við nokkuð fleira gert fyrir yður, herra lögreglu- maður, sagði Stephen. — Ef ekki, vildum við fara að komast af stað. — Ef þið hafið ekkert fleira — Ég get því miður ekki kysst þig Jóna frænka. Ég held að ég sé að fá kvef. verðið að fara beint til San Antioco, og ekki úr að aka með það. — Mig langar nú annars til að mótmæla því, sagði Stephen, — en ætla að sleppa því, ef þér krefjist þess. Hann rétt Ruth höndína. Cirio bætti við: — Þér höfðuð víst einhverja ástæðu til að koma til Napólí og hún var ekki sú ein að tala við hr. Sebastiano. En . . . hann yppti öxlum og benti á dyrnar. Ruth og Stephen fóru v> út, þegjandi. Dyrnar að íbúðinni lokuðust á að segja mér, getið þið víst ekki eftir þeim, en andartaki síðar gert neitt meira fyrir mig, svar- voru þær opnaðar aftur og mað- aði Cirio, dauflega. — En þið urinn, sem hafði verið að leita í öllu skápum og skúffum í íbúð inni, kom fram og elti þau niður stigann. Úti á götunni benti hann vagni, sem hafði stað- næmzt við leiguhús þar skammt frá, og með höfuðbendingu gaf hann til kynna, að þau ættu að fara upp í þennan vagn og skip- aði honum síðan að flytja þau á stöðina. Þegar þangað kom elti ekillinn þau þangað til þau höfðu keypt farseðlana og beið svo á pallinum þar til lestin var komin af stað. — Eintómir silkihanzkar, enn sem komið er, sagði Stephen, þegar þau voru setzt, hvort á móti öðru, við gluggann. — Mér þætti gaman að vita, hvenær uppistandið byrjar fyrir alvöru! 51 BYLTINGIN í RÚSSLANDI 1917 f aldarbyrjun var Okhrana til- tölulega lítil stofnun með eitt- hvað tólf þúsund umboðsmenn. En 1912 var þetta orðið að tuttugu þúsund manna her, og sumir þeirra manna voru bein- línís háttsettir í byltingarflokk- unum. Það hefur verið áætlað, að einn maður af hverjum tíu í byltingarflokkunum hafi verið útsendari Okhrana. Þeir voru eins og mý í mykjuskán allsstað ar, ekki einasta í Rússlandi, heldur í öllum grenjum bylt- ingarmannanna í höfuðborgum Evrópu. Þeir sóttu öll flokks- þing, skrifuðu í byltingarblöðin, tóku virkan þátt í vopnasmygli, öðru smygli og hermdarverkum. Ef þeim hefur ekki tekizt að spilla algjörlega byltingarhreyf- ingunni, þá töfðu þeir að minnsta kosti fyrir henni, veiktu hana og rugluðu fyrir henni. Upphaflega var það ekki tilgang urinn hjá Okhrana að eyða al- gjörlega byltingarflokkunum; heldur fara eftir gömlu regl- unni að deila og drottna. Hún reri undir fjandskapnum milli ALAN MOOREHEAD tveggja aðalflokkanna, sósíal- fáránlega langt þetta gat geng- um árum seinna — það var byltingarmannanna og sósíal- demókratanna, og yfirleitt var hún heldur hliðholiari sósíal- demókrötunum, sem voru greind ari — vegna þess, að þeir væru frábitnari hermdarverkastarf- semi. Innan flokkanna voru um- boðsmennirnir iðnir við að ýta undir hverskyns klofning og ósamkomulag. Ár eftir ár streymdu skýrslur þeirra inn í skjalasöcfnin í höfuðstöðvum Okhrana í Petrograd. Þetta var nú allt sæmilega flókið, en tíu sinnum flóknara varð það, þegar Okhrana-um- boðsmennirnir lágu stundum á því lúalagi að svíkja húsbænd- ur sína og ganga hreinlega í byltingarflokkana; og enn varð það hundrað sinnum flóknara, þegar keppandi flokkar komu upp innan sjálfrar Okhrana, sem gerðu hverir öðrum allt til bölvunar og skirrðust jafnvel ekki við morð. Það nægir að líta sem snöggv- ast á feril hins fræga Evno Azev, til þess að fá hugmynd um, hve ið. Azev var sonur fátæks skraddaragyðings, og fæddur í Grodenzky-héraðinu árið 1869. Hann var verkfræðingur að at- vinnu. Að innræti og hæfileik- um var hann einhver mesti tví- skinnungur, sem sagan getur um; hann var bæði háttsettur í Okhrana og stofnandi sósíal- bpltingarflokksins, þar sem hann hafði það sérstaka hlut- verk að stjórna hermdarverka- deildinni. Azev var jafnvígur á að fremja morð og selja upp- lýsingar, og árið 1904 vann hann það sér til frægðar að stuðla að morðinu á húsbónda sínum, Vyasheslav Plehve, innanríkis- ráðherra. Ástæðan til þessa til- tækis hans liggur ekki ljóst fyrir — ef til vill hefur hann haldið, að Plehve hafi staðið fyr ir Gyðingaofsóknum — en hitt var víst, að Azev kom hvorki fyrir rétt né var dæmdur í refs- ingu. Öðru nær, hann hélt áfram í þjónustu Okhrana, og þegar byltingarmennirnir kom- ust að því, hver hann var, mörg- KALLI KÚREKI ~>f Teiknari; FRED HARMAN (I DIDM'T WANTA KILL KL . BUT IT‘S HIS FAULT' TH£á£ Ég var svo sem ekbert hrifinn af því að þurfa að skjóta hann. En það var honum sjálfum að kenna. Þessir kappar geta aldrei lært að láta Stubb Svarta í friði. —700 dala virða af gullsandi í pokaskjattanum og framundan bíð- ui Kali£ovn.ía — A£ stað, fákur góð- ur! meiriháttar hneyksli á þeim tíma — þá gengu þeir ekki lengra en það að dæma hann til dauða — á pappírnum. Hann var hvorki skotinn né hengdur. Það er einnig eftirtektarvert, að þegar bolsjevíkarnir náðu í skjalasafn Okhrana, 1917, gerðu þeir ekki mikinn reka að því að elta uppi umboðsmennina, sem þar voru skráðir með nafm. Afsökun þeirra var sú, að flest nöfn þarna væru gervinöfn og það væri alltof mikil fyrirhöfn að finna þau réttu. Einnig getur hugsazt, að sumir hinna æðstu bolsjevíka hafi ekkert kært sig um neina rannsókn á þessu. Azev var enginn venjulegur svikari, og líklega fer Bertram Wolfe nærri því rétta, er liann skrifar:......hann tók við fé bæði frá lögreglunni og byiting- armönnunum, lék tveim skjöld- um og sveik báða aðila. Hann kom upp um margar hermdar- verka-fyrirætlanir, hindraði mörg áformuð morð, seldi marga félaga sína í hendur yfirvald- anna. En aðrar áætlanir lét hann framkvæma, undirbjó jafn vel sumar og sá um, að þær næðu fram að ganga. Tilgangur hans? Að hækka þjónustu sina við lögregluna í verði, varð- veita traust félaga sinna, hjálpa til við ómerkileg bellibrögð eins embættismanns gegn öðrum. setja niður deilur, jafnvel full- nægja þessari einkennilegu tvö- földu sannfæringu sinni. Að lolc um vissi hann varla sjálfur, hvort hann var hermdarverka- maður að njósna um stjórnina, eða lögregluspæjari að njósna um hermdarverkamennina". Skömmu fyrir dauða hans 1918 átti starfsmaður þýzku utanríkis þjónustunnar viðtal við hann og þá lýsti hann því yfir, að innst í huga sínum væri hann and- byltingarmaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.