Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLÁDIÐ Sunnudagur 12. an"'1 1QR1 Morgunblaoið kom ut á Kanaríeyjum FRETTTIR að beiman eru fólki, sem dveldur erlendis ávalt kserkomnar, ekki síður ferðamönnum er eiga allt sitt heima en þeim sem dvelja langdvölum erlendis. Meðal þeirra 106 íslendinga, sem dvöldu um páskana á Kanarí- eyjum á vegum Sunnu, mátti líka oft heyra sagt: — Hvern- ig ætli veðrið sé heima? Ætli nokkuð markvert hafi gerzt á íslandi um páskana? >að var því kærkomið, þegar Morgunblaðið veitti lesendum sínum þar þá þjónustu að færa þeim helztu fréttirnar af Íslandi eftir páskana. Ferða'hópurinn var að morgni 2. apríl að leggja upp frá Kanaríeyjum með flug- véi áleiðis til Mallorca, þegar hver maður fékk óvænt Morg- unblaðið sitt í hendurnar með helztu fréttum að heiman. Hafði ritstjórnarskrifstofan sent fréttirnar í stuttu rnáli í skeyti til Las Palmas og fréttamaður blaðsins á staðn- um, vélritað þær og fjölritað á þar til gerðan pappír með haus Morgunblaðsins um nóttina í fjölriturum fiug- vallarins á Las Palmas. íslendingarnir settust 'því um morguninn niður í sól- inni og lásu um hið óstöðuga páskaveður, flóð í ám og vatn í kjöllurum, bruna á þrem stöðum, bílslys, leit að litlum dreng, úrslitin á Skíðamót- rnótinu á Isafirði o. fl. >ó ekki væri tíl að dreifa neinum stór fréttum að heiman og Kanarí- útgáfa blaðsins væri ekki fullkomin, hvorki um efni né frágang, miðað við hin dag- legu Morgunblöð, var blað- Islendingar lesa Morgunblaði ð í.’itt á Kanaríeyjum. Á myndin ni sjást, talið frá vintri: Ingi- bergur Stefánsson, forstjóri Grcttis og Oddfríður kona hans, Ingibjörg Björnsson, frú Hólm- fríður Zoega og frú Lund. f Yngstu Kanarieyjafaramir le sa blaðið sitt. >aer Sigriður Dúna og Kristjana Elin sitja hjá móður sinni Sigríði Jónsdóttur í flugvélinni. Faðir þeirra Krist mundur Jónsson, verzlunarmað- ur, amma þeirra og frænka v oru einnig með í förinni. Skaðleg dýr í skreið Flugar, maurar, fuglar og rottur, ásækja skreiðina NÝLEGA hefur Búnaðardeild At vinnudeildar Háskólans gefið út ritið Skaðleg dýr í skreið, sem Geir Gígja hefur samið. Er rit þetta skýrsla höfundar um rann sóknir þær, er hann gerði á ska'ð legum dýrum í skreið haustið 1961 að tilhlutan Sjávarútvegs- málaráðuneytisins og samkvæmt ósk fiskimatsstjóra. Eru rann- sóknir þessar þær fyrstu, sem gerðar hafa verið á skaðlegum dýrum i skreið. í inngangi ritsins er greint frá tildrögum rannsóknanna og vinnuaðferð. Einnig er rætt um skreiðina, framlefðslu hennar, verkun og útflutning. Ritið sjálft skiptist í tvo aðalkafla. í fyrri kaflanum ér lýst dýrum þeim sem fundust í skreiðinni, lífs- háttum þeirra og útbreiðslu. Skýrt er frá fiskiflugunum, sem eru svo skaðlegar í skreið að ekki er hægt að hengja hana upp til þerris úti að sumrinu vegna þeirra. Maurar, einkum húsmaurinn, svo og „Tyophaug- tis longior“, voru algengustu dýr in í skreiðinni í skreiða- hjöllunum. Fundust maur- ar í 76 skreiðarslöttum af 131, sem rannsakaðir voru. En af æðri dýrum eru það hrafn, svart bakur og mórauð rotta, sem tal- in eru ásækja skreiðina. í síðari kafia bókarinnar er fjallað um varnir gegn dýrum og eyðingu þeirra. Er í fyrsta lagi rætt um skreiðargeymslurn- ar og nauðsyniegar endurbætur á þeim. í öðru lagi greint frá eýðingu skaðsemdardýranna í skreiðargeymslunum. Var dýr- unum ýmist eytt í frystiklefum : 25 stiga frosti á 24 klst. eða í {.-urifekilefum, venjulegra salt- fisksþurrkhúsa í 50 stiga hita á 24 klst, eftir því sem hentugast þótti á hverjum stað. Aftast í rit- inu er yfirlit, úrdrátur á ensku og skrá um heimildarrit. Ritið er 40 bls. í allstóru broti og með 23 myndum, prentað í Prent- smiðjunni Hó’.ar h.f. Rit þetta á að vera til leið- beiningar um skaðsamleg dýr í skreið fyrir fiskframleiðendur og matsmenn þá, sem meta skrei'ð til útflutnings á vegum Fiski- mats ríkisins. Telur höfundúr að skreiðarmatsmenn verði í fram- tíðinni að kunna nokkur skil á þeim dýrum, sem fundist hafa í skreið hér á landi, svo þeir geti metið skreiöina með tilliti til þeirra. Segir í ritinu að leggja þurfi ríka áherzlu á að skreiðar- geymslurnar séu vel gelðar, mið- að við skreiðarframleiðslu. Sé þar gætt ýtrasta þrifnaðar, ætti að vera unnt að halda skaðsemd ardýrunum frá skreiðinni undir flestum kringumstæðum, enda má alls ekki flytja skreið úr landi, sem menguð er af mein- dýrum. — Breytt stjórn Framh. af bls. 1 mannahöfn, en ekki Grænlands- ráðuneytisins. Löggæzlumál í Grænlandi heyra nú undir dóms- málaráðuneytið. Vitað er, að undirnefndin er fylgjandi að þessi breyting verði gerð. Telja nefndarmenn, að ann- ars kunni að fara svo, að Græn- landsmálaráðuneytið verði að slíku skrifstofubákni, að til vandræða horfi. Á fundinum í lok mánaðarins er gert ráð fyrir, að rætt verði um fiskveiðar við Grænland, og þá sérstaklega byggingu 80 til 100 tonna báta, til handa Græn- lendingum. >á er einnig til athugunar, hvort ekki beri að setja á lagg- irnar nýja stofnun, er hafi með höndum sölu á fiski, og starfi hún sjálfstætt. sé ekki háð Græn landsverzluninni. inu tekið tveim höndum. >ar með hætti fólk líka að hafa áhyggjur af því að eitthvað stórkostlegt hefði gerzt, enda mönnum í fersku minni vá- legar fréttir á páskum í fyrra. >orsti ferðamanna á fjar- lægum slóðum í fréttir er al- kunnur. Um þetta. leyti árs eru t. d. stórir hópar af Norð- urlandabúum á suðlægum eyj um, eins og Kanaríeyjum. Sænsku fréttastofurnar sjá ástæðu til að sjá þessu fólki fyrir fréttum. Stundum láta stóru sænsku blöðin gefa út fréttabréf fyrir ferðafólk sitt, og útvarpið sænska sendir fréttaspólur, sem leiknar eru í útvarpinu á Kanaríeyjum. ■i Fimmiíu óru starisnimæli Bjarna Jónssonar iró Galtalelli 1 DAG eru liðin rétt 50 ár frá því er Bjarni Jónson frá Galta- felli tók við stjórn Nýja Bíós í Reykjavík, er var fyrsta ís- lenzka hlutaféiagið um kvik- rnyndahússrekstur hér á landi. Tók Bjarni Jónsson við starfi sínu við hlutafélagið hinn 12. apríl 1914, en varð nokkru síð- ar eigandi hlutafélagsins. Hefur hann rekið það síðan, og frá 1920 í félagi við Guðmund Jens son forstjóra. Bjarni frá Galtafelli er öllum Reykvíkingum að góðu kunnur. fíann er frábært lipurmenni í ailri framkomu og nýtur trausts og vinsælda meðal allra þeirra er honum kynnast. Morgunblað ið óskar honum og fyrirtæki hans til hamingju með hálfrar aldar starfsafmælið. Bjarni Jónsson Bílslys vegna hálku á Þrengslavegi í GÆRMORGUN og fyrrakvöld urðu tvö bílslys á >rengslavegi af völdum hálkunnar á vegin- um. Kl. 9 í gærmorgun valt jeppi að austan með 6 manns innan- borðs rétt við Hellisheiðarvega- mótin. Fór bíllinn út af 2 m. háum vegarkanti, fór eina veltu og kom niður á hjólin. Tvær konur meiddust, önnur kvartaðí um eymsli í öxl, hin í hálsi, og voru þær fluttar á sjúkrahúsið á Selfossi. Um 7 leytið á föstudagskvöld- ið rákust vörubíll og nýr fóiks- bíll af Opel Kadet gerð saman austan í >rengslunum, skammt frá fjallinu Meitill. Mikil hálka var á veginum og komst minni bíllinn ekki út af vegna snjó- troðninga, og lenti beint framan á vörubílnum. Sá minni skemmd ist mikið, og hinn nokkuð. Ekki urðu slys á fólki. Hriní»urinn þakkar Nýlega hefur Barnaspftala- spítalasjóð Hringsms borist arf- ur eftir Guðrúnu Ólafsdóbtur í Bitru, síðasf til heimilis á ísa- firði. Arfurinn er að fjárhæð kr. 19.105.47. A 60 ára afmæli félagsins barst Barnaspitalasjóðnum gjöf frá Sjóvátryggmgafélagi ísjands h. f. að fjárhæð kr. 10.000.00 Kvenfélagið HRINGURINN þakkar af heilum hug þessr* rausnarlegu gjafir. HAFNARFJoitBUB LANDSMÁLAFÉLAGIÐ FRAMI í Hafnarfirði gengst fyrir fundi í Sjálfstæðishúsinu annað kvöld kl. 8,30 .Jóhann Hafstein, iðnað armálaráðherra, talar um stór- iðjuna, og er ekki að efa að marga fýsi til þess að fræðast um það, sem helzt er j döfmni í þeim efnum. i 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.