Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 22
Skápur No. 13 Skápur mo, /6 bkap^r i«o. /2 Skrifborðsskápar Borðstofuborð í HAIMSA-SAMSTÆÐI) MA Skápur No. 3 A Rennihurðaskápur Glerhurðaskápur Skápur No. 3 Laugavegi 176 Sími 35252. Sunnudagur 12. apiúl 1984 íW! intpí .jJI "t'íiBdufírtiio * LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA S ©g frá og rak niður nefið €ins og hann vseri að leita að einhverju. „Bí, bí, bí,“, sagði hann. „Aumingja litli fugl- inn“ sagði Ðóra, „hann er ag leita að einhverju til að borða“ . „Mamma, mamma“, kallaði Dóra. Þegar mamma hennar kom inn sagði Dóra: „Sjáðu, mamma, það sit- ur lítill, fugl á g'ugga- sillunni og hann langax í eitíhvað að borða“. Mamma hennar sá fugl inn. Já, hann er svang- ur“, sagði hún. Hún fór fram í eldhús og sótti brauðmola, sem hún stráði út um giuggann niður á silluna. Þegar litli fuglinn sá brauðmolana leit hann upp og sagði: „Bí, bi, bi“. Og hann fór að tína mol- ana upp með nefinu eins hratt og hann gat. „Aumingja fuglinn“, sagði Dóra, „en hvað hann er svangur“. ,B, bí, bí“, sagði fugl- inn. Dóra hló. „Nú er hann að segja: Þ-ákka þér fyr- ir“, sagði hún. Hann er líka að segja þér nafnið sitt á sinu máli“, sagði mamma hennar, „Þetta er þröst- ur“. Þrösturinn flaug fljót- lega burt og Dóra bað möfflmu sína að setja meira af brauðmolum á gluggasilluna. „Ég vona, að -hann komi aftur“, sagði Dóra, „ó, hvað ég vildi, að hann ksemi aftur“. Við hvað haldið þið, að Dóra hafi vaknað morguninn eftir? Það var; Bí, bí, bí!“ Litli, grábrúni fugiinn virtist vera að kalla á hana og segja: „Farðu nú að vakna, svefnpurkan þín!“ Dóra varð svo glöð að sjá fuglinn, að hún hent- ist fram úr rúminu og ‘heilsaði þrestinum: „Bí bí, bi,“ sagði hún. Litli fuglinn hætti snoggvast að borða og leit á Dóru. Hann var svo skrítinn, þegar hann hallaði undir flatt, að Dóra fór að skellihlægja. „Þú áttir ekki von á, að ég kynni fuglamál, var það?“ sagði hún við þröstinn. Brátt flaug litli fugl- inn aftur í burtu, en nú var Dóra viss um, að hann kaemi aftur. Og það gerði hann. Hann kom aftur og aftur. Hann át brauðmoiana, hoppaði um gluggasill- una og sagði: Bí, bí, bí. Einu sinni kom hann með annan fugl með sér. Dóru fannst afar gaman að horfa á fuglana meðan þeir voru að borða. Hún þrýsti nefinu út að rúðunni og talaði við þá. „Er morgunverðurinn ykkar góður?“ spurði hún. Og hún gat ekki ann að en hlegið, þegar fugl- arnir litu upp og sögðu: „Bí, bí bí!“ Dóru þótti gaman að hugsa sér, að þeir skildu hana. Svo var það einn morg uninn, að mamma hennar kom inn í herbergið til Dóru. „Veiztu hvað“. sagði hún, „nú skal ég segja þér nokkuð!“ „Segðu mér, segðu mór!“ sagði Dóra. Hún var að sálast af forvitni. „Það er föstudagur í dag og þú mátt fara á fætur,“ sagði mamma toennar. „Föstudagur!" hrópaði Dóra. „En hvað tíminn er fljótur að líða!“ Mamma hennar hló. „Tíminn líður fljótt þeg- ar vinir koma í heim- sókn“, sagði hún. Dóra leit á þrestina, sem sátu á gluggasill- unni. „Ég fékk þá vini í heimsókn, samt sem áð- ur“, sagði hún. Dóra þrýsti andlitinu svo fast ag rúðunni að nefnið flattist út: „Þið þurfið ekkert að óttast, þrestirnir minir, þótt þið komið að heimsækja mig. Þið fáið ek’ki misl- inga!“ Skrítlur Læknirinn: Hóstinn virðist betri núna. Sjúklingurinn: Þó það nú væri. Ég er búinn að vera að æfa mig í alla nótt. Móðirin: Af hverju hopparðu svona upp og niður, Palli? Palli: Ég tók inn með- alið mitt áðan, en mundi svo, að ég hafði gleymt að hrista flöskuna. Gunnar litli er fimm ára. Hann er að tala við fé- laga sinn: — Ja, hvað má og hvað má ekki? I gær skammaði mamma mig, af því að ég vildi ekki fara i bað og í dag flengdi pab'bi mig, af því að ég óð út í sjó og bað- aði mig . Jobbi og baunagrasið 16. Loks varð risinn þreyttur og tók að geispa Skömmu siðar steinsoín- aði uann með höfuðið hvílandi í örmum sér og liraut há. töfum. Rétt í dögun, þegar bæði risinn og kona hans voru í fasta svcfni, læddist Jobbi út úr ofninum, greip hæn- una og hljó burt með hana eins hratt ©e hann gat. Brátt fann hann baunagrasio, og þótt hann yrði að halda á hænunni, gekk honiun. samt greið- (

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.