Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 13
f f Sunnudagur 12. apríl 1964 MORCUNBLAÐSB 13 Máski á ég sök á tannskemmdunum Rætt við Helga Guðmundsson, verkstjóra 75 ára „PAÐ mætti ef til vifl segja, að ég ætti sölt á tanuskemxnd- um unglinga í dag, í það minnsta sagði ég við einn tann lækninn hér á dögunum, að það væri ekki mikíð, þótt ég íengi ókeypis upp í einn „kjaft"! Ég hef semsagt búið til sæl- gæti ailt mitt líf eða því sem næst, og máski það sem sízt skyldi, brjóstsykui og kara- mellur. Þannig mælti 7'5 éra ungl- ingur, sem afmæiisdag á mánudaginn 13. april og i efur unnið í 50 ár hjá sama fýrir- tækinu, Magnúsi Blöndahl við að framleiða „gott“. Maðurinn heitir Helgi Guð- mundsson og er iéttur á fæti, og þakkar langlífi sitt því, hvað hann hefur alltaf verið skapgóður, enda hefur hann ailtaf verið heiisuihraustur. Ég er nú fæddur á þeim stóra stað Rafnkélsstöðum í Garði, og voru föreldrar mínir Guðmundur Árnason frá Innra-Hólmi, en faðir minn var samt fæddur í Krýsuvík suður. Móðurætt mín er hins vegar austan úr Mýrdal. En það má segja, að ég hef frekar lagt fyrir mig kara- mellugerð en ættfræði, en auð vitað er ég sammála fremstu ættfræðingum þjóðarinnar, að allir erum við núlifandi ís- lendingar komnir út af Jóni ArasynL Ég er alinn upp hjá Isak Bjamasyni og konu hans á Rafnkelsstöðum, sem tóiku mig í fóstur. Árið 1905 flyzt ég til Reykja vikur og byrja þá strax að starfa h(já Thomsen magasán, þar sem áður og síðast vtr Hótel Hekia. Það var nú þá, og ég fékk 12 krónur í mán- aðarlaun. Hjá Thomsen var ég f 8 áT, fyrst sem innanibúðarmaður, en sáðan stundaði ég brjóst- sykurgerð. Ég lærði hjá dönsk um manni, sem Gliohman hét. Kona hans var líka dönsk og stóð fyrir vindlaverksmiðju iþeírrþ sem Thomsen starf- rækti. Sú vinclaverksmiðja, sem framieiddi indeelis vöru, lagðist niður vegna nýrrar tollalöggjafar, og var það skaði og skammsýni ísiend- inga. Eftir að ég heetti hjá Thom- sen, hóf ég að starfa hjá Magnúsi Tíh. Blöndahl, en iþann dag, 13. april fyrir 50 árum var það fvrirtæki stofn- að, svo að ég hef unnið við það frá fyrstu byrjun. Núna vinna að sæigætis- framieiðsiu þess 6 manns, og hef ég á þessum tíma útskrtf- að margan Iærlinginn, þótt segja megi, að þetta sé ekki lögvernduð iðngrein. Fyrirtækið byrjaði í Lsékj- argötu 6, og þetta var indæiis fóik, allt þetta BXöndahlsfóik. Árið 1929 seldi svo Biöndahl fyrirtækið Guðmundi Jóhanns syni frá Eskifirði, sem rak (það til dauðadags, en nú hefur sonur hans Jóharnes tekið við, og það má vel segja það hér, að þetta eru og voru heiðurs- menn, og sú yngri kynslóð ekki síðri hinni eldri. Ég átti því láni að fagna, að eignast góða konu, Sigríði Ástrósu Sigurðardóttur, og við opiniberuðum trúlofun okikar einmitt 13. april 1914, einmitt sama daginn, sem ég byrjaði að framleiða brjÓ6t- sykur hjé Biör.dahl. Svo að þetta var mér mikill happa- dagur. Við eignuðumst 10 börn, en misstum 5, svo að þetta var ekkj alltaf dans á rósum. En Helgi Guðmundsson þau 5, sem gift eru hér í fcæn- um, eru okkar dýrmætasta eign, og þá ekki síður barna- bömin 14. Og þó er ég ekki síður ánægður nað alla mina tengdasyni og tengdadóttur. Allt er þetta indælisfólk, sem helzt alltaf vill bera okkur á höndum sér. Mér hefir sömuleiðis fallið vel við allt mitt samstarfs- fóik á lífsleiðinni, bæði fyrr og siðar. Annars var ég alveg spól- vitlaus í pólitíkinni hén:a á fyrri árum og stóð alltaf með Birni Jónssyni, þrátt fyrir all- an glæsileik og mannkosti Hannesar Hafstein. Hörðustu kosningar, sem ég hef unnið að voni kosningarnar 1908. Þá var gaman að lifa. Þá var maður ungur. Ég gæti trúað þvfc ungi maður, að pabbi þinn hefði eitthvað verið jafn.riól- vitiaus og ég í pólitikinni, þau árin. Þessi orð voru töluð til biaðamannsins og munu nán- ast sannmæli. Að svo mæltu rauk þessi ungi, en aldraði maður út og kvaddi. Fr. S. Lucia Kristjánsdóttir Fædd 13/12 1914. Dáin 23/1 1964 VARLA er ég enn búin að átta mig á því að mín kæra vina, Lucia Kristjánsdóttir, sé dáin, horfin að fullu sjónum okkar. Hún sem var svo glöð þegar heimsóknartíminn kom og hún Lucia Kristjánsdóttir fékk gesti að rúminu sínu, að rúminu — því aldrei gat hún Stigið í fæturna þessi 49 ár, sem hún lifði. Þó átti hún alltaf bros handa okkur, hinum stofusystr- unum og gestum. Ég sem þessar fáu línur rita átti fimm sinnum samleið með henni í sjúkrastof- unni og var við hlið hennar einnig þegar yfir lauk. Því gel ég sagt hér að allt til lokanna tnátti dáðst að hugrekki hennar «g sálarstyrk. Hún kynntist lítið heiminum, en hún var mjög þakklát fyrir alia vinsemd henni veitta. Sérstaklega var hún þakklát St. Jósepssystrunum fyr- ir alla umhyggju og kærleika, sem þær á svo sérstakan hátt veittu henni allt til hinztu stundar. Ég minnist þín, og mætar þakka stundir því manndyggð þín var sönn í þungri raun, þú barst sem hetja ævilangar undir, þér, æðstur Drottinn sigurs veiti laun. Ég þakka vinsemd veitta mörgu árin, þú varst svo traust og glöð var lundin þín. Mitt hjarta gleðst, þó hvarma væti tárin að heim ert komin, kæra vina mín. Ástriður Bjarnadóttir. 5 herhergja íbúð með sér inngangi og s ér hita, óskast til leigu nú þegar eða í vor. Þrennt fullorðið í heimili. Tilboð sendist Mbl., fyrir þrið judagskvöld, merkt: „5 herbergi". Sendisveinaslörl Tvo duglega og ráðvanda sendisveina 13 til 15 ára, vantar okkur nú þegar hálfan eða allan daginn. Upplýsingar á skrifstofunnL Fálkiim hf. Laugavegi 24. Helgi Gudmundsson HBLGI Guðmundsson, verk- I stjórL Laugateigi 18, verður 75 ára á morgun. Jafnframt á hann þennan sama dag 50 ára starfs- afmæli hjá fyrirtækinu Magnús Th S. Blöndaihl h. f. Hann er fæddur 13. apríl 1889 í Garði, Garða'hreppi. Foreldrar hans voru Guðmundur Árnason, útvegsbóndi og kona hans Mál- fríður Árnadóttir. Helgi fiuttist kornungur til Reykjavíkur og gerðist starfs- maður hjá' H. Th. A. Thomsen. Þar lærði hann iðn sína hjá dönskum manni að nafni Glidh- mann, sem þar starfaði óg stóð fyrir brjóstsykursverksmiðju Thomsens. Snemma á árinu 1914 keypti Magnús heitinn Blöndaihl verk- smiðjuna af Thomsen og var Heigi þá ráðinn um ieið sem forstöðumaður verksmiðjunnar. Atvikáðist það svo að hann á afmæiisdegi sinum fyrir 50 árum byrjar starf sitt hjá Blöndahl og hefur æ síðan starfað þar. Einn- ig á þessu ári kvæntist Helgi konu sinni Sigríði Ástrósu Sig- urðardóttur og eiga þau því gull brúðkaup þann 17. október n.k. Það má því segja að árið 1914 hafi verið merkisár hjá Helga. Sá, sem þetta ritar kynntist Helga fyrst sem drengur og man ég ekki eftir honum öðruvísi en giöðum og reifum, en síðastliðin 13 ár höfum við unnið saman og get ég vart hugsað mér betri starfsfélaga. Um leið og ég óska honum og fjölskyldu hans hjartanlega til hamingju á þessum merku tíma- mótum í ævi hans, þakka ég hon um fyrir vel unnin störf í þágu fyrirtækisins og góða vináttu og voná að fyrirfækið megi njóta starfskrafta hans sem lengst. Til hamingj u, vinur. Jóhannes Ó. Gnðmundsson. Verkstjóraféla^ Reykjavíkiir 45 ára V ERKST J ÓRAFÉLAG Reykja- víkur hélt aðalfund sinn sunnu- daginn 22. marz s.l. Félagið er 45 ára um þessar mundir en það var stofnað 3. marz 1919. Hagur félagsins er með mikl- um blóma, en það hefir fest kaup á húseign fyrir starfsemi sína að Skipholti 3 og er skrif- stofa þess þar til húsa. í tilefni af 45 ára afmæli félags ins voru tveir af þeim mönnum sem unnið hafa mikil og óeigin- gjörn störf fyrir félagið heiðrað- ir, en það eru þeir Pálmi Pálma- son sem var formaður félagsins í 11 ár, og Þorlákur Ottesen sem gengndi störfum gjaldkera í 10 ár. Úr stjórninni gengu að þessu sinni Björn E. Jónsson og Gísli Jónsson og voru þeim þöikkuð störf fyrir féiagið á undanförn- um þrem árum. Stjórn félagsins er nú þannig skipuð: Formaður Atli Ágústs- son, ritari Hjörtur Jónsson, gjald keri Gunnar Sigurjónsson vara- form. Einar Gíslason og vara- gjaldikeri Guðm. R. Magnússon. Varastjórn Sigurður E. Jóns- son, Helgi Pálsson og Páll Guð- mundsson. Pólyfónkórínn efnii til tónleikn PÓLIFÓNKÓRINN efnir til fjög- urra tónleika á næstunni, eða 15., 16., 17.^ og 19. þessa mánaðar. Fara þeir allir fram í Landakots- kirkju og er Ingólfur Guðbrands son söngstjóri en Dr. Páll ísólfs- son annast undirleik. Frá þessu skýrðu forráðamenn kórsins í fyrradag. Aðsókn að tónleikum Pólyfónkórins hefur jafnan verið góð og mikil eftir- spurn eftir miðum á tónleik- ana. Síðast hélt kórinn tónleika í apríl í fyrra, en kórinn hefur nú starfað í sex ár. Auk margra innlendra tónleika fór kórinn í ferð til Bretlands 1961 og hélt þar tónleika við hinar beztu undirtektir. Fastir meðlimir kórs ins eru nú 35, en styrktarfélagar eru rúmlega 600. Tónleikarnir að þessu sinni eru fjórþættir: 1. Mótdettur frá 16. öld. 2. Sálmalög i raddsetningu Jolhans Sebastians Bachs. 3. Orgelleikur (Georg Muffat 1636-1704). 4. Nútímatónlist (Willy Buxn- hand 1900-1955). Tónleikarnir hefjast ávalt kl 9 e. h. Frú Guðrún Tómasdóttir söng- kona, sem hefur nýlokið söng- námi í Bandarí'kjunum hefur radd'þjálfað kórinn að undan- förnu, en stjórnandi kórsins frá byrjun hefur ver*ð Ingólfur Guðbrandsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.