Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 6
6
MORCU N BLAíOIÐ
Sunnudagur 12. apríl 1964
Menningarvita svarað
MÉR ER SPURN: Hvenær var
Sigurður A. Magnússon löggilt-
ur sérleyfishafi í mennigariml-
um Islendinga? Hver skipaði
'hann í þessa tignarstöðu? Getur
verið að hann hafi bara útnefnt
sig sjálfur? ....
Hver er að biðja hann að bjarga
okkar þjóðarmetnaði og menn-
ingu. Er maðurinn ekki að- of-
gera sér og sligast undan ímynd
aðri ábyrgð?
Ég held að allflestir Islending-
ar eigi heilmikið .vf þjóðarstolti
og metnaði,'ef því er að skipta
og inér er nær að halda að ýms
ir telji þessa eiginleika ekki gufa
upp eða glatast, j-ótt þeir horfi
á Keflavíkursjónvarpið, þegar
þar er eitthvað fróðlegt og
skemmtilegt að sjá.
Væri ekki heppilegt að SAM
og hliðstæðir menningarpostular
hættu að bjarga menningunni um
stund, þó ekki væri nema til að
sjá hvernig hún hefðist við á
meðan!
Heimatrúboðsstíllinn í skrif-
um SAM er vægast sagt að verða
hvimleiður.
Hvað margir af hinum gagn-
merku 60 eiga sjónvarp? Ætli
það sé rétt að enginn þeirra eigi
slíkt tæki? Hvað eru mennirnir
alltaf að fordæma og hvaða spill
ingu á að uppræta í sambandi
við sjónvarpið?
Er ekki hyggilegast að sjá og
heyra áður en maður dæmir?
Þessi mikli menningarpostuli
telur sig vilja búa við íslenzkan
hugsunarhátt og menningarverð
mæti enn um sim. og því afsala
sér sjónvarpi.
Þetta er maðurinn, sem sífellt
er að hossa bögubósunum, verk-
um atómskáldanna og lætur sér
þá í léttu rúmi ligglja hefð-
bundna menningararfleifð í þess
um efnum. Getur það verið að
SAM ætlist til þess að æskan
í landinu læri einhverntíma
atómkveðskapinn, sem hann er
sífellt að hossa. Allt fram á síð-
ustu ár lærðu ungir og aldnir
kvæði góðskáldanna utanað,
nærðust á þeim og nutu þeirra.
Og ég er að vona, að þrátt fyrir
menningarstörf SAM muni só
góði siður í heiðri hafður enn
um sinn. Hins vegar er mér enn
ekki kunnugt um neinn, sem
lærír utanað atómkveðskapinn.
Þessi bögubósadýrkandi og sjálf
skipaða menningarvættur hamast
nú sem óður væri út af Kefla-
víkursjónvarpinu. Hann segist
geta talað um það af reynslu og
þekkingu, telur hann það mun
fremra því sem almennt gerist í
Bandaríkjunum en stórhætulegt
íslenzkri menningu. „Þó eftirlitið
með kvikmyndum kunni að vera
slælegt, þá höfum við úrslitavald
ið en um Keflavíkursjónvarpið
ráðum við að sjálfsögðu engu“.
í þessu sambandi vil ég vekja
athygli á því, að ég hef aldrei
— segi og skrifa aldrei — séð
klúrar eða „sexualar“ senur í
sjónvarpinu en í kvikmyndahús-
unum er alla daga taumlaust
óhóf á slíku eins og allir vita.
Og samt er' þetta „sensorerað"
efni en á hinum staðnum „ósenso
rerað“. Auk þess eigum við eina
íslenzka kvikmynd, margloíaða,
þar sem klámi var einnig beitt
að ástæðulausu (e.t.v. í þágu
menningarinnar) með sérlega ó-
smekklegum hætti. Og þá vr.r
enginn menningarviti, sem sá á-
stæðu til að beina Ijóskastara sin
um að ósómanum.
Þessvegna tel ég Keflavíkur-
sjónvarpið eftirtektarverðan að-
ila um fræðslu og skemmtiefni,
þar sem ekki er níðst á grund-
vallar siðgæði í samskiptum
kynjanna. Ég skora á SAM að
afsanna þessa fullyrðingu, ef
hann er maður tiL
Hinsvegar er talsvert um byssu-
þætti, þar sem upplýst eru morð-
mál (þeir eru keyptir dýru verði
af hinum Norðurlandaiþjóðun-
um) ennfremur cowboy-þættir
en allir eiga þessir þættir það
sammerkt að sá seki fær mak-
leg málagjöld, svo morallinn í
þeim er ekki slærnur. Og vissu-
lega eru þeir hreint barnagaman
við hliðina á því, sem sóst dag-
lega í bíóunum.
Hvar er þá þessi skelfilega
hætta? Bandarískur áróður? Ég
hefði aldrei trúað því að þetta
margumdeilda hermannasjón-
varp gæti verið jafn saklaust af
allri áróðursstarfsemi og raun
ber vitni.
SAM segist verða fyrstur til að
fagna alþjóða-sjónvarpi og hann
veit að það kemur! Þetta er ekki
alveg ónýt yfirlýsing!
Hvaða menningarkoniplexar
eru þá eiginlega að sliga þennan
aumingja mann?
Er ekki öllum Islendingum
frjálst að hlusta á hvaða eilenda
stöð sem þeir viija? Og menning-
in samt ekki liðin undir lok.
„Bóklestur dregst saman eða
Farnir í frí
Þegar ég fór í vinnuna í gær-
morgun mætti ég manni í Aust-
urstræti, sem sagði: „Ég er kom
inn í sumarskap. Mig langar út
í sveit um helgina.“
Vissulega gaf veðráttan til-
efni til þess að komast í sumar
skap — og ef fram fer sem horf
ir, þá er ég ekki í vafa um að
hér syðra verða slegin öll met
hvað slættinum viðkemur; að
sláttur hefjist fyrr en yfirleitt
áður .
Vegir ættu að komast í gott
lag úti á landi fyrr en yfirleitt
áður, því segja má, að sumar-
dagarnir séu ekki allir betri en
vetrardagarnir hafa verið á
þessu ári.
Umræddur kunningi minn er
ekki sá eini, sem kominn er í
sumarskap. Sem dæmi má
nefna, að fólk er þegar farið að
taka sumarleyfi sín — og farið
að streyma til útlanda. Og á-
stæðan til þess að íslendingar
eru nú þegar farnir að taka sitt
frí er einfaldlega sú, að fólki
finnst sumarið alveg að koma
hér norður á hjara — og ekki
eftir neinu að bíða. Sem betur
fer eru ferðalangar að komast
upp á lagið með að njóta okkar
stútta sumars hér heima — og
nöta heldur vorið eða haustið
til utanferða. Lengja þar með
sumarið .
leggst niður". Mig minnir að
þessi sami maður hafi sagt að í
öllu bókaflóðinu á sl. ári væru
6 bækur sem ástæða væri til að
lofsyngja. En hafa menn ekki
heyrt þennan söng fyrr. Hefir
SAM ekki verið að kynna sér og
rita um ævisögu Hannesar Haf-
stein. Er hann búinn að gleyma
símamálinu? Var ekki eitthvað
svipað sagt um bókmenntirnar.
þegar Ríkisútvarpið hóf starf-
semi sína. Ósköp leggst memiing-
in alltaf þungt á suma menn.
SAM segir að „sjónvarp vam-
arliðsins eigi að vera sá töfra-
sproti sem leysi bæði skóla og
foreldra undan allri ábyrgð á
uppeldi og uppfræðslu ungu kyn-
slóðarinnar“ og síðan „hvað er þá
Orðíð okkar starf í 600 sumur“.
Finnst mönnum ekki óþarflega
ódýrt sport fyrir leiklistar- og
bókmenntagagnrýnanda, ribhöf-
und o. fl. o. fl. að búa til svona
setningu, berja sér á brjós. og
leggja út frá henni, sem sögu-
legri staðreynd, þótt hún sé að-
eins ófullburða sálarfóstur hans
sjálfs.
Það er svei mér ekki vandi að
skrifa langhunda og hefja rök-
ræður i vandlætingartón með
slíka heimatilbúna samsuðu, sem
pistil dagsins. Slík vinnubrögð
sæma varla, nema atómljóða-sér-
fræðingum.
Ástæðan til þess að ég horfi á
sjónvarp er einfaldlega sú, að ég
sé þar marga ágæta og skemmti-
lega þætti, landkynningamyndir,
Og hér er stutt bréf:
Þáttur unga fólksins
„Þar sem ég hefi ekki séð á
opiniberum vettvangi neitt hól
né þakklæti til stjórnenda út-
varpsþáttarins „Með ungu
fólki“, þeirra Markúsiir Arnar
Antonssonar og Andrésar Ing-
riðasonar, leyfi ég mér hér með,
að flytja þeim fyllstu þakkir
fyrir margar ánægjulegar
stundir á líðandi vetri, og er ég
þess fullviss að ég mæli fyrir
munn megin þorra ungs fólks í
landinu. Mér er það vel kunn-
ugt, að margur hefur frestað
„bíó“ ferð, eða ámóta skemmt-
éin, ef þeir félagar hafa verið
á ferðinni með sinn þátt það
kvöldið. Ennfremur vildi ég
gjarnan koma á framfæri áskor
un til ungs fólks, um að reyn-
ast þessum ungu mönnum vel,
með því að senda þeim efni,
eða hugmyndir um efni, því
hætt er við að þeir félagar séu
ekki ótæmandi sjór gannans og
fróðleiks sem fellur vel í geð
yngri hlustenda „Bíkisútvarps-
ins“. Að endingu óska ég þeim
félögum velfarnaðar i starfi á
komandi tímum. A.O.K.
Þróunarmenn
Hér eru nokkrar pillur sem
einn háþróaður sendir nokkr-
um vanþróuðum:
ævlsögur merkra manna, góða
sk.emmtiþætti o.s.frv. Svo loka
ég: fyrir aðra, sem mér
finnast leiðinlegir. Svipaðri með-
ferð sætir Ríkisútvarpið á mínu
heimili.
Og vegna sjónvarpsins kemst ég
oft í snertingu við ýmsa þætti
í menningu annarra þjóða, sem
eiiginn kostur væri að kynnast
ella.
Að þetta sé niðurlægjandi og
vansæmandi fyrir þjóðarmetnað-
inn fæ ég heldur ekki séð, nema
þá helzt, vegna þess að ekki var
gengið hreint til verks í upp-
hafi og samið um heimild til af-
nota af þessu í mörgum tilfell-
Um ágæta sjónvarpi. Siðan mætti
gjarna skattleggja ísl. sjónvarps
notendur til eflingar íslenzku
sjónvarpi.
SAM segír einnig: „Spumingin
er ekki, hvort sjónvarp vamar-
liðsins sé gott, bærilegt eða
slæmt, heldur hvort menning
okkar þoli það“. „Menningar-
legt sjálfsmorð“ (svo?) stendur
á öðrum stað.
Nú er mér spurn. Er menning
in að líða undir lok í Banda-
ríkjunum, þar sem sjórivarpið er
mun lakara en frá Keflavíkur-
stöðinni (og hefur starfað ca. 25
ár). Hvað um Bretland, megin-
lsind Evrópu, hin Norðurlöndin
°il! gjörvalla plánetuna okkar, þar
snm sjónvafp er starfrækt.
Mér vitanlega hafa ekki borizt
fréttir af þvi, að menningin sé
að liða undir lok 'lm víða veröld,
vegna sjónvarpsins. En þetta er
alls ekki sambærilegt, segja
menningarpostularair.
En þá spyr ég aftur. Getur það
verið að menning okkar þoli
alheimssjónvarp bráðlega, en sé
í hreinum voða ásamt þjóðlegum
metnaði vegna Keflavíkursjón-
varpsins, „án tillits til þess,
„Orðaleikir geta verið
skemmtilegir, en þeir eiga ekki
við í almennum fréttaflutningL
Til skamms tíma hefur hugtak-
ið „vanþróuð lönd“ verið notað
um þau lönd — þar sem íbúana
skortir meira eða minna til þess
að þjóðlíÁð hafi komizt á stig
nútímamenntunar- og atvinnu-
lífs. En nú hefur þessu skyndi-
lega verið snúið við og eru van
þróuðu löndin kölluð þróunar-
lönd.
Það eru lifskjör íbúanna, sem
fyrst og fremst er miðað við
þegar rætt er um þróuð lönd
og vanþróuð. Og staðreynd er
það, að lífskjörin batna yfirleitt
stöðugt meir í ríku löndunum
en i þeim fátæku. Þróunin er
því ekki mest í „þróunarlöndun
um“, heldur meðal þjóða utan
„þróunarlandanna.“
Það er því ástæða fyrir frétta
menn að láta orðið þróun þró-
ast svo mjög, að það sé einkum
notað um þá, sem þróast svo
mjog, að það sé einkum notað
um þá, sem þróast lítt eða ekki
neitt — eða eru komnir mjög
skammt í þróuninni.
Slíkt ber vott um vanþroska
eða vanþróun, sem gæti leitt
til þess að viðkomandi yrðu
kallaðir þróunarmenn í stað
fréttamenn.
Ein í framþróun."
hvört það er slæmt eða gott“?
Hver trúir þessu í alvöru, SAM?
Er ekki kominn tími til að
mótmæla svona glórulausu of-
stæki, þessum lágkúrulega hugs-
unarhætti, þessari .aumlausu van
trú á íslenzku þjóðinni, mtnn-
ingu hennar og metnaði.
Þessi sífelda þörf á forskrift-
um bendir ótvírætt til að við-
komandi sé með snert af ímynd-
unarveiki. Eða erum við allra
þjóð.a arpaastir? Er ekki beinlínis
verið að gefa það í skyn? Hvaða
óskáþlegu áhyggjur éru þetta alla
daga. Væri. ekkl rctt að slappa
svoÍRið af.‘ •
' uýk,
Kæri menningarpöstuli!
Vinsamlegast gieymdu' ekki
þjóðlegri arfleifð, þegar bú ræðir
við atómskáldin. þa- eru miklu
hættulegri íslenzkri menningu
en sjónvarpið. Þau eru vísvitandi
með þinni aðstoð aðfalsa hugtök-
in ljóð og skáldskapur í vitund
æskunnar. Þá eldri geta þau ekki
ruglað í riminu. Virðulegum bók-
menntagagnrýnanda ætti að vera
ljóst að þetta er að „vega að ís-
lenzkri menningu."
Við skulum svo vona, að áður en
langt líður höfum við efni á að
starfrækja íslenzka sjónvarpið.
En meðan Keflavíkur sjónvarpið
sendir svipaða dagskrá og fram
til þessa, þá held ég að n?9fmingu
okkar hnigni ekki af völdum
þess, nema síður sé.
Ef einhver breyting verður á
sjónvarpsdagskránni og hún fer
t. d. að nálgast „erotisku“ sen-
urnar í 79 af stöðinni, þá tel ég
mér að sjálfsögðu skylt að gera
menningarvitunum aðvart.
Beðið um uppáskrift
á víxil
Og loks skrifar Stefán Bjarna-
son, verkfræðingur:
í síðasta föstudagsblaði Tím-
ans, 9. apríl ,er greinarkorn um
útvarpsmál og þar er hlustend-
um um allt land lofað FM og
stereo útvarpi á næstu árum.
Þá eru, i nafni Ríkisútvarpsins,
hlustendur eindregið hvattir til
þess að hugsa fyrir framtíðinni
og vera nú viðbúnir að taka
við þessum gæðum og kaupa
sér viðtæki með FM og stereo
búnaði. Þá er hermt, sam-
kvæmt upplýsingum landssím-
ans, að unnið sé jafnt og þétt
að uppbyggingu FM-kerfis og
Stero-kerfis um allt land. Einn-
ig er gefið í skyn að Rí'kisút-
varpið eigi mjög fullkomin
stereo upptökutæki og stereo-
„glymskratta."
Ég held að hér sé verið að
samþykkja alveg sérstaklega
stóra fjárhagslega og tæknilega
víxla, en ábekkinga vanti. Því
vil ég biðja útvarpsstjóra og
póst- og símamálastjóra að vera
svo væna að skrifa upp á víxl-
ana annaðhvort í útvarpi eða
blöðum, því það er ekki fall-
egt að lofa hugruðu fólki mat,
ef svo ekki verður staðið við
loforðið fyrr en fólkið er horfið
af sviðinu. Það er gaman að
dreyma og óska sér góðra hluta,
en tálvonir á ekki að ala i
brjóstum hungraðra og hvetja
þá til þess að eyða fé í dýra
hluti, sem þeir kannske aldrei
fái goldið.
Reykjavík 11. apríl 1964,
Stefán Bjarnason, verkfr.
Guðm. Guðmund-sson.
%>