Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 16
36 MORGUNBLAÐIO Sunnudagur 12. apríl 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 5.00 eintakið. HIN ÍSLENZKA UTANRÍKISSTEFNA T Ttvarpsumræðurnar um ut- anríkismál voru stór- felldur ósigur fyrir kommún- ista. í þeim sannaðist það enn einu sinni að í raun og veru á hinn fjarstýrði flokkur kommúnista hér á landi enga sjálfstæða stefnu í utanríkis- og öryggismálum íslendinga. Hann snýst eins og vindhani á burst, eftir því hvernig vindurinn blæs frá Moskvu. Þannig var t.d. vakin at- hygli á því í útvarpsumræð- unum að afstaða kommún- ista til hlutleysisins hefur sí- fellt verið að breytast. Þeir hafa verið mótfallnir hlut- leysi íslands þegar Rússum hefur hentað það og Sovét- ríkin hafa verið andvíg hlut- leysisstefnu. En um leið og það var Rússum gagnlegt að smáþjóðir Evrópu væru hlut- lausar, hafa kommúnistar krafizt hlutleysis íslands af miklum móð! Nú þegar ísland hefur Ieit- að sjálfstæði sínu og öryggi skjóls í varnarbandalagi yestrænna þjóða, telja komm- únistar á íslandi það „ógnun við Sovétríkin“. Þeir þreytast ékki á að útmála það að varn- afviðbúnaður Atlantshafs- bandalagsins hér á landi feli fyrst og fremst í sér undir- búning til árása á Rússland. Allir heilvita menn sjá, hvílíka hættu kommúnistar eru að leiða yfir íslenzku þjóð ina með þessum rakalausu staðhæfingum. Þeir hafa heldur ekki hikað við að gera því skóna að mesta þéttbýli íslands kunni að hrynja í rjúkandi rúst vegna hel- » Sprengjuárása í kjarnorku- styrjöld. íslendingar geta sagt sér sjálfir, hverjir yrðu þá líklegastir til slíkra árása. Það yrðu áreiðanlega ekki banda- menn þeirra í varnarbanda- lagi lýðræðisþjóðanna. Sú stefna, sem íslendingar hafa fylgt í utanríkis- og ör- yggismálum frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, hefur byggzt á friðsamlegri sambúð við allar þjóðir, en náinni samvinnu við hinar vestrænu lýðræðisþjóðir um öryggis- mál. Leiðtogar Sjálfstæðis- flokksins, Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson fórú með ' stjórn utanríkismálanna fyrsta áratug hins íslenzka lýðveldis. En þeir lögðu jafn- an megin áherzlu á, að tryggja samstarf lýðræðis- flokkanna um mótun íslenzkr ar utanríkisstefnu. Má segja að það hafi tekizt í stórum dráttum, enda þótt Fram- sóknarflokkurinn hafi öðru hvoru hlaupið út undan sér í þeim málum eins og öðrum. Það er rétt sem kom fram í útvarpsumræðunum að brýna nauðsyn beri til þess að lýðræðisöflin í landinu standi sem bezt saman um fram- kvæmd hinnar íslenzku utan- ríkisstefnu. Þar verða lýð- ræðisflokkarnir að kunna að setja deilum sínum takmörk. Til þess ber þjóðarnauðsyn. TVÍSÖNGUR FRAMSÓKNAR Fn það var fleira en aumleg ^ frammistaða kommún- ista í útvarpsumræðunum um utanríkis- og öryggismália sem vatki athygli. Tvísöngur ræðumanna Framsóknar- flokksins í umræðunum var hinn furðulegasti. Fyrri ræðumaður flokksins, Ólafur Jóhannesson, prófess- or, flutti stillilega og hófsama ræðu, lýsti andúð sinni á til- löguflutningi og yfirborðs- mennsku kommúnista og studdi hreinskilnislega hina íslenzku stefnU í utanríkis- málum, sem byggist á vest- rænni samvinnu, og Fram- sóknarflokkurinn hefur átt sinn þátt í að móta á sínum tíma. Hljóðið í síðari ræðumanni Framsóknar, Þórarni Þórar- inssyni, ritstjóra, var allt öðru vísi. Hann lét sér sæma að spinna upp nýja sögu um kjarnorkuflota Atlantshafs- bandalagsins, sem stefnt væri að að fengi bækistöðvar í Hvalfirði. „Hér er farin sú klóklega leið, að ná fótfestu í áföngum“, sagði þingmað- urinn. Hér er um hrein ósannindi og dylgjur að ræða. Fram- sóknarþingmaðurinn hefur hér búið til skröksögu, sen enga stoð á í raunveruleikan- um. Hollustuyfirlýsingar þessa þingmanns við NATO voru líka lítils virði, því í öðru orðinu hélt hann uppi hörð- um árásum á „horforingjaráð NATO“ sem haft hefði í frammi yfirgang við íslend- inga og þeim bæri að gjalda varhug við. Allt er þetta tal Framsókn- arþingmannsins óráðshjal, sem er hvorki honum né flokki hans til gagns. Fram- sóknarflokknum var vissu- lega lítill sómi að því að full- trúar hans í útvarpsumræð- unum skyldu kyrja slíkan tví- söng. Hann mátti heldur ekki Útbreiðsla blaða, sjónvarps og kvikmynda SÉ litið á heiminn í heild, hafa öll útbreiðsluteki, dð blöðum undanteknum, þróazt örar en fólksfjölguniri á síð- ustu 10 árum. Fóliksfjölgunin nam 26 af hundraði, útvarps- viðtækjum fjölgaði um 60 af hundraðí. Fjöldi sjóruvarps- tækja þrefaldaðist og fjöldi kvikmyndahúsa tvöfaldaðist. Upplag dagblaða á sama skeiði jókst um 20 af hundr- aði. Eins og stendur er frétbum og tilkynninguim til manna um heim allan dreift í u. þ. b. 200 miljónum eintaka af dag- blöðum, 400 miljónum útvarps viðtækja og 130 milljónum sjónvarþstækja. Nú eru starf- rækt rúmlega 212.000 Pöst kviikmyndahús auik mörg þús. und farandkvikmyndahúsa. Þessar upplýsingar er að finna í nýútkominni skýrslu frá UNESCO (Menningar- og fræðslustofnun S.Þ.), sem nefnist „World Communi- cations“. Verulegur hluti þeirra fram fara, sem átt hafa sér stað á sviði dagblaða, útvarps og kvikmynda, tekur til hinna svonefndu þróunarlanda, það er að segja landa sem eru nú að þróast í átt til þeirra kjara sem ríkja í Evrópu og Norður Ameríku. Sjónvarpið, sem var nálega óþekikt fyrir 10 árum í Afríku, Asíu og rómönsku Amerísku, hefur nú dreifzt til aílra horna heimsins. Kvi'k- myndahúsin gegna þó eftir sem áður veigamesbu hlut- verki við að skemmta fólki. Samanlagður fjöldi manna, sem fara í kvikmyndahús í viku hverri, svarar til ábt- unda hluta allra jarðarbúa. ★ ÓJÖFN SKIPTING UNESCO-skýrslan leggur þó áherzlu á, að upplýsinga og úbbreiðslutækjunum sé mjög ójafnt gkipt á hin ýmsu löind. Rúmlega 70 af hundraði allra Jarðarbúa, sem heima eiga í yfir 100 löndum í Afríku, Asíu '»g rómönsku Ameríku, s'kortir «nn fullnægjandi upplýsinga- jþjónusbu. Samkvæmt útreikningum (JNESCO er hæfilegt, að 10 'sinbök dagblaða komi á hverja 100 íbúa. Evrópumenn lltaupa 36 af hundraði allra dag'blaðseintaka í heiminUm >»g fbúar Norður-Ameríiku litaupa 23 af hundraði, en Afr- íkumenn, Asíubúar og Suður- Ameríkumenn kaupa samtals !)6 af hundraði þeirra dag- blaða sem út korna í öllum heiminum. Að því er snertir útvarps- viðtæki telur UNESCO hæfi- legt, að 5 viðtæki komi á hverja 100 íbúa. Hin öra þró- un á þessu sviði hefur leitt til þess, að einungis tvö svæði í heiminum, Afríka og Asía, eru fyrir neðan þessa lág- markstölu. í Norður- og Suð- ur-Ameríku, Evrópu og á Kyrrahafssvæðinu eru frá 10 upp í 73 útvarpsviðtæki á hverja 100 fbúa. * ÖR ÞRÓUN SJÓNVARPSINS Sjónvarpið þróast með undraverðum hraða. Aðeins 27 árum eftir að sjónvarp kom fyrst fyrir aln.enningssjónir — Breaka útvarpið hafði fyrstu sjónvarpssendingar sín ar árið 1936 — hefur þetta útbreiðslutæki náð fótfestu um heim allan. f öllum álfum heims eru nú lönd, sem hafa fastar sjónvarpsdagskrár. Að undanskilduim nokkrum löndum í Norður-Ameríku og Evrópu, þar sem sjónvarp hef ur tekið örastri þróun, hafa kvikmyndagerð og rekstur kvikmyndahúsa tekið stórstig- utn framförum. Síðan 1954 hefur fjöldi fastra kvfkmynda húsa vaxið úr 100.000 upp í 212.000. Samanlagður fjöldi þeirra manna, sem sækja kvikmyndahúsin vikulega, er 376 milljónir. Á stórum svæð- um í Afríku og Asíu hefur fjöldi sæta í kvikmyndahús- um ekki enn náð því lágmarki sem UNESCO telur eðlilegt, en það er 2 sæti á hverja 100 fbúa. í „World Communications" er gerð grein fyrir ýmsum tæknilegum íramförum, sem hafa átt sér stað á sviði út- breiðslu- og upplýsingatækja síðustu árin. Meðal þeirra eru fjarvirkar setjaravélar, upp- taka sjónvarpsdagskrár á þar til gerð bönd, sólknúðir ljós- varparar, ferðaviðtæki fyrir útvarp og sjónvarp, símsendar ljósmyndir o.sdv. A ARMBANDSÚTVARP Ferðaútvarpstækið e ð a vasaútvarpstækið eru ekki lengur síðasta nýjungin á vett vangi útvarpstækninnar, segir í skýrslu UNESCO. í stað ferðaútvarpstækisins eru kom in mi'klu smágerðari viðtæki, sem þegar er farið að fram- leiða í stórum svíl. Margir eru iþeirrar skoðunar, að eftir 10 ár eða svo verði orðið alvana- legt, að menn gangi með arm- bandsútvarpstæki, sem gangi fyrir líkamshita. í blaðaheiminum velta menn því bæði fyrir sér að gera út dagblöð í ólíkum út- gáfum á stórum svæðum og jafnframt að koma á fót „al- heims-dagblöðum“. Þá gæti áskrifandinn hringt í ákveðið' símanúmer og því næst fengið „blaðið sitt á sjónvarpsskíf- unni. Síðan framan á blaðinu verður kyrr á skífunni þangað til lesandinn þrýstir á hnapp og flettir“ yfir á næstu síðu og þannig koll af kolli þar til hann hefur lesið blaðið allt. Með þessum hætti getur hver sjónvarpseigandi lesið blöð frá flestum löndum heims. við því eftir gönuhlaup sín á undanförnum árum í utan- ríkis- og öryggistnálum ís- lendinga. ÚTHLUTUN LIST AMANNA- LAUNA Uthlutun listamannalauna árið 1964 er nú lokið. Að þessu sinni hlutu 129 lista- menn úr hinum ýmsu list- greinum listamannalaun. Sam tals var úthlutað rúmum 3 millj. króna í þessu skyni, en rúmum 2 millj. króna á sl. ári. Hefur aldrei verið úthlutað jafn miklu fé til listamanna- launa og nú. Hefur núver- andi ríkisstjórn haft góðan skilning á því að auðvitað ber að hækka framlög til stuðnings íslenzkum lista- mönnum í samræmi við al- mennar launahækkanir í landinu. Hitt væri þó miklu þýðing- armeira, ef opinberir aðilar óg einstaklingsframtak gerðu sér ljóst, að bézti stuðningur við íslenzka listamenn er í því fólginn að fá þeim verkefni eftir því sem föng eru á, t.d. með skreytingu stórbygginga með málaralist og höggmynd- um. í þeim efnum erum við íslendingar langt á eftir öðr- um menningarþjóðum. Listamenn orðsins listar og tónlistar er einnig hægt að styðja með ýmsum hætti. Auðvitað sýnist sitt hverj- um um úthlutun listamanna- launa. Æskilegt hefði verið að hafa meira fé til umráða, þannig að mögulegt hefði ver ið að veita fleiri listamönnum þá viðurkenningu, sem í lista- mannalaunum á að felast. En um fátt er eðlilegra að menn greini á, en um lístræn verð- mæti. Þar kemur fyrst og fremst til greina persónlegt mat hvers og eins, og sjálfa greinir listamennina mest á um gildi verka sinna. En til- gangur hins íslenzka þjóðfé- lags ttieð listamannalaunun- um er að heiðra og styðja listamenn sína. Vonandi verð- ur hægt að auka þann stuðn- ing enn í framtíðinni. Ritgerðarsam- keppni ungs fólks VEGNA óska sem fram hafa komið hefur verið ákveðið aS skilafrestur í ritgerðarsam- keppni Almenna bókafélagsiria verði til 1. maí n.k. Eins og áður hefur verið til- kynnt getur allt Ungt fólk á aldrinum 12—20 ára tekið þátfc í þessari samkeppni. Ritgerðar- efnið er: Hvaða sögupersóna í skáldverkum Gunnars Gunnars- sonar er mér minnisstæðust og hversvegna? Samkeppninni er skipt í tvo flokka. Annars vegar keppa unglingar 12—15 ára, hinsvegac unglingar 16—20 ára. Verðlaun eru hin sömu í báð- um flokkum og eru fyfstu verð- laun Skáldverk Gunnars Gunn- arssonar í útgáfu AB árituð af höfundi og að auki bækur is- lenzkra höfunda eftir frjáísu vali fyrir kr. 2.500.00. Auk þesa verða veitt allt að 5 aukaverð- laun í hvorum flokki, bækur ís- lenzkra höfunda eftir frjálsu vali, hver verðlaun að verðmæti kr. 500.00. Ritgerðum ber að skila til At ' menna bókafélagsin fyrir 1. maí i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.