Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 17
Surmudagur 12. apríl 1964 17 MORCUNBLAÐIÐ ----------- Forsetakjör Á sínum tíma efuðust sumir um, að okkar sundurlyndu þjóð myndi takast að skapa þá frið- helgi og virðingu um stöðu þjóð- höfðingjans, sem henni ber og nauðsynleg er í þjóðfélagi með okkar stjórnskipun. Helzta á- stæðan fyrir andstöðu við kjör Ásgeirs Ásgeirssonar til forseta- dæmis í upphafi var sú, að vegna þess að hann var þá starfandi, flokksbundinn stjórnmálamaður, myndi honum reynast erfitt að sýna fullt hlutleysi og afla sér trúnaðar fyrri andstæðinga. Reynslan hefur fyrir löngu skor- ið úr um, að þessi uggur var ástæðulaus. Ásgeir Ásgeirsson nýtur nú að verðleikum alþjóð- arvirðingar fyrir það, hvernig hann hefur rækt sitt mikla trún- aðarstarf. Enginn skyniborinn maður efast um, að það er ís- landi fyrir beztu, að hann haldi áfram að vera forseti meðan heilsa hans og kraftar leyfa. hessvegna kemur ekki annað til mála en hann verði sjálfkjörinn forseti Islands nú í sumar. Veðrabrigði Um yeðurblíðuna að undan- förnu er óþarft að fjölyrða. Hún hefur verið svo mikil, að menn óttast einungis, að kuldahret kunni að gera ómetanlegan skaða með því að spilla hinum snemmkomna gróðri. Vonandi verða veðrabrigði síðustu daga ekki langvinn né snúast í norð- angarð. En veðurfar hefur víðar áhrif en á gróður jarðar. Nýlega var í þýzku blaði sagt frá vís- indalegum rannsóknum á áhrif- REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 11. apríl Hér er Kerlingin við Drangey. tim veðurs á sálarfar og líkama mannsins. Hið þýzka blað skýrir frá því, að gömul þjóðtrú og get- gátur í þessum efnum hafi nú hlotið staðfestingu vísindanha. t»að sé t.d. staðreynd, að sumir finni á sér veðrabrigði allt að sólarhring áður en þau eigi sér stað. Þar sem þessarar tilfinn- ingar verði oft vart áður en veðurbreytingar hefjist sé lík- legt, að þaú áhrif sólarinnar, sém valdi veðurbreytingunni, verki fyrr á mannslíkamann. Þá er því og haldið fram, að veðurfar hafi þau áhrif, að mönnum sé hætt- ara við sumum sjúkdómum, ekki einungis inflúenzu, eins og allir kannast við, heldur og margháttuðum hjarta- og blóð- rásar-sjúkdómum í tilteknu veðri en öðru. Þetta hefur m.a. leitt til þess, að ýmsir skurðlækn- ar fresta aðgerðum sínum, ef veðurskilyrði eru ekki góð. Þá er það og talið sannað, að veðurfar hafi áhrif á fjölda sjálfsmorða. íslenzkum lögfræðingum er það áreiðanlega nýstárleg kenning, að ítalskir dómstólar hafi lengi látið það verka til linunar á refsingu ef sannað er að veðurskilyrði hafi verið óhagstæð þegar menn lumbruðu hverjir á öðrum. Flesta fýsir í þéltbýli Ekki aiveg óskylt þessu er það, *em einnig segir frá í sama blaði, að komið hafi í ljós í Þýzkalandi, að fuglar, sem áður höfðust við úti á landsbyggðinni, flytji inn til borganna. Ástæðan til þessa er talin sú, að í borg- unum sé hlýrra og skjólbetra en úti á yíðavangi auk þess, sem í borgunum sé meiri matarvon. Þjóðverjar þykjast m.a.s. hafa veitt því athygli að fuglar velji sér hreiður eftir húsahæð, fálkar á þaki háhýsa, en aðrir, sem minni eru fyrir sér, haldi sig að lægri húsum. Eins er það sögð staðreynd, að einstaka farfugla- tegundir, sem áður fiugu suður á bóginn yfir veturinn, fari nú inn til borganna í staðinn. Þessir nýju borgarbúar fylgja fordæmi manna í því, að um hásumarið fara hinir fleygu og frjálsu úr borgunum upp í sveit og halda sig þar þangað til hausta fer. Þjóðverjar hafa löngum haft orð fyrir, að hafa gott skipulag í öll- um efnum og er af þessu að sjá sem þýzkir fuglar fylgi þessum landssið. Við íslendingar erum meiri einstaklingshyggjumenn og má þá sennilega svipað segja um hérlenda fugla. Þótt það sé gamal þekkt hér, að fuglar sæki til mannabústaða í harðindum, verður ekki séð að þeir hafi tekið upp svo fastbundna hætti sem hin ir þýzku frændur þeirra. „Me«a hirða Stalin“ Ekki er um það að villast, að Krúsjeff hefur notið sín í Ung- verjalandi að undanförnu, svo mörg hnyttiyrði sem hann hefur látið sér þar um munn fara. Sennilega verður lengst eftir því munað, er hann sagði, að almenn ingur þyrfti fremur að halda á gulash en byltingu. Sá boðskap- ur, svo heilbrigður sem hann er, hefði einhvern tíman þótt ótrú- legur af vörum æðsta manns kommúnista og helzta spámanns heimsbyltingarinnar. Síðustu um mæli hans um Stalin hefðu og þótt með ólíkindum fyrir tíu ár- um. Á sunnudaginn var sagði Krúsjeff í ræðu, er hann hélt á járnbrautarstöð einni: „Þegar lík er borið úr húsi, er það venja að hafa fæturna á undan til þess, að það komi ekki aftur inn“. Við þessi orð hlógu áheyrendur en Krúsjeff hélt áfram: „Svona fórum við að, þegar við bárum Stalin út. Enginn mun nokkru sinni koma með hann aft- ur til okkar. Hver, sem elskar Stalin, má hirða hann, ef þeim geðjast nályktin". Þegar Ungverjarnir heyrðu þetta hlógu þeir enn meir og klöppuðu hinum gamla skjól- stæðingi Stalins lof í lófa. Ekki líkur Perikles þann daginn Sem betur fer er Eysteinn Jóns son enn á lífi og við fulla heilsu. En þótt ólíku sé saman að jafna, minna orðtök Björns Pálssonar um flokksformann sinn stundum á lýsingar Krúsjeffs á sínum látna forystumanni. Það duldist t.d. engum, að hverjum Björn beindi skeyti sínu, er hann á dög- unum kvartaði undan því að þingmenn gættu þess ekki að vera jafn stuttorðir og snjall- yrtir sem Perikles. Þessvegna varð einum þingmanni það að orði nú í vikunni, er Eysteinn Jónsson var að halda langa ræðu um kísilgúrmálið á Alþingi: „Ekki líkist hann nú mikið Perikles í dag“. Allir vita, að Eysteinn Jónsson var oft áður og á það sennilega enn til, að vera skæður ræðu- maður. Nú orðið sveiflast hann hinsvegar oftast á milli nöldurs og glumrugangs. Þennan daginn varð nöldur-tónninn alveg ofan á. I öðru orðinu kvartaði hann undan því, að þinginu hefði vér- ið haldið utan við undirbúning kísilgúrverksmiðjunnar, en í hinu, að málið væri enn of skammt komið til þess að hægt væri að taka afstöðu til þess! Sannleikurinn er sá, að málið er enn á undirbúnings- og samn- ingsstigi. Það er Alþingis að taka ákvarðanir og segja til vtm. hvort ríkisstjórnin eigi að semja á þeim grundvelli, sem lagður hefur verið. Þetta er hin þing- lega aðferð, sem stjórnarandstæð ingar ættu allra sizt að kvarta undan. Einmitt þessvegna er það með öllu ástæðulaust, á þessu stigi málsins, að nöldra um ein- stök atriði þeirra samninga, sem enn hafa ekki verið gerðir. Það er og algjörlega út í hött að tala um, að íslendingar þurfi ekki að sæta neinum afarkostum í mál- inu. Engum hefur komið slíkt til hugar. Samvinna við erlenda að- ila er einungis ráðgerð af því að þeir, sem bezt hafa kynnt sér allar aðstæður, telja, að það muni verða -fyrirtækinu til góðs að hafa samstarf við menn, sem þaulkunnugir eru meðferð og sölu á vöru, sem íslendingar hafa ekki áður framleitt, en sér- þekkingar og góðra sambanda þarf við til að henni verði rutt til rúms. Að sjálfsögðu verður ekki samið nema við höfum af því augljósa hagsmuni, sem verði örugglega tryggðir til frambúðar. Aðvaranir Morg- unblaðsins reynd- ust réttar Tíminn heldur áfram að þrá- stagast á því, að það hafi verið þjóðarógæfa, að við tryggðum okkur með landhelgissamningn- um frá 1961 að verða ekki aftur beittir ofbeldi af Bretum, ef og þegar talið verður heimilt að alþjóðalögum að friða allt land- grunnið. Gegn þessu nöldri Tím- ans nægir raunar að vísa í um- mæli Olafs prófessors Jóhannes- sonar haustið 1960, er hann sýndi fram á, að Alþjóðadómstóllinn væri okkar bezta haldreipi og ekkert mætti gera í landhelgis- málinu nema það stæðist fyr- ir alþjóðadómi. Einnig má minna á, að það þótti helzta prýði á Alþingishátíðinni 1930, að þá var á sjálfu Lögbergi und- irritaður samningur við frænd- þjóðir okkar á Norðurlöndum um að deilumál við þau yrðu útkljáð með alþjóðlegum dómi. Hinn 5. maí 1959 sameinaðist allt Al- þingi um áskorun til ríkisstjórn- arinnar til að afla viðurkenning- ar á rétti okkar til landgrunns- ins alls. Ef slík viðurkenning fæst ekki með samkomulagi, þá verður hennar ekki aflað betur en einmitt með úrskurði Alþjóða dómstólsins. Nöldur Tímans um þetta er því þýðingarlaust, þó að það verði endurtekið óendanlega oft. Fráleit eru þau ósannindi Tím- ans að Morgunblaðið hafi sum- arið 1958 verið andvígt málstað Islands í landhelgismálinu. Hið sanna er, að Morgunblaðið að- varaði þá þegar um þá örðug- leika, sem framundan væru. Þessar aðvaranir voru byggðar á gögnum, sem öllum voru tiltæk og fréttum er jafnóðum bárust. Stuðningsblöð vinstri stjórnar- innar reyndu hinsvegar flest að þegja um þéssa fyrirsjáanlegu örðugleika og létu í lengstu lög eins og þau vissu ekki af þeim. Morgunblaðið taldi, að slíkt fram ferði væri með öllu óverjandi, enda reyndist allt rétt, sem blað- ið hafði um þetta sagt. Héðan af verður ekki úr því skoril, hvort unnt hefði verið að stöðva her- hlaup Breta á fslandsmið í septembér 1958. Morgunblaðið og Sjálfstæðismenn bentu á ráð til þess, en sundrung þáverandi stjórnarherra olli því, að ekki var hirt um að leiða málið þá þegar til lykta með fullri sæmd og sigri, eins og síðar tókst. Andúð gegn verkföllum Eftirtektarvert er, hversu verk fall lækna í Belgíu hlýtur sam- hljóða fordæmingu hvar sem á það er minnzt. Talið er, að slíkar aðfarir samræmist illa hinu æva- forna læknaheitorði. Ekki bætir það úr skák, að því er haldið fram, að andstaða læknanna gegn hinni nýju löggjöf eigi m.a. ræt-. ur sínar að rekja til þess, að hún knýr þá til að telja betur fratn til skatts en hingað til hafi ver- ið tíðkanlegt. í þeirn efnum er bersýnilega viðar pottur brotinn en hér á landi. Andúð á verkföxlum fer hvar- vetna vaxandi. Fyrir fáum vik- um gerðu starfsmenn rafmagns- stöðva í Bretlandi verkfall, með þeim hætti, að þeir neituðu að vinna óhjákvæmilega eftirvinnu, svo að skerða varð rafmagns- straum. Þetta mæltist svo illa fyrir, að verkfallinu var skjót- lega aflétt, enda óttaðist Verka- mannaflokkurinn brezki, að á- framhald þess myndi stórlega skaða hann í þingkosningunum, sem framundan eru. Sumir stjórn arandstæðingar í Bretlandi héldu því þá fram, að þótt skiljanlegt væri að illa launaðir verkamenn beittu verkfalli til þess að knýja fram viðunandi kjör, þá dygði það ekki, að vel settir starfsmenn beittu samtakamætti sinum til að trufla allt þjóðfélagið. Nútíma þjóðfélag er svo samanslungið, að verkfall lítils hóps getur lam- að það allt eða a.m.k. gert því óbætanlegt tjón. Einkennilegast er, að þeir, sem háværast tala um friðarást sína, hlutleysi og nauðsyn á útrýmingu styrjalda, skuli vilja viðhalda og efla inn- anlandsstyrjöld, sem alla hlýtur að skaða. í Svíþjóð samið um 13% o<r 3.4% beina launa- hækkun Með Svíum er í senn miklu meira rikidæmi og munur á tekj- um og stéttum en í okkar landi. Engu að síður er verkalýðshreyf- ingin óvíða eða hvergi sterkart en í Svíþjóð, né er talið að verka menn hafi nokkurs staðar tryggt betur hag sinn en þar í landi. Þegar á allt þetta er litið, er því athyglisverðara, að þar skuli nú hafa verið gerðir samningar til tveggja ára um 1,3% kauphækk- un fyrra árið og 3,4% seinna ár- ið. Að vísu er sagt, að þegar allt er talið, muni aukin útgjöld at- vinnurekenda af hinum nýju samningum nema a.m.k. 7%. — Engu að síður er meginmunur frá því, er hér á landi tíðkast. Sænsku verkalýðshreyfingunni er fyrir löngu ljóst, að ekki tjá- ir að ofbjóða gjaldgetu atvinnú- vega eða þjóðarheildar. Bætt kjör almennings fást einungis með auknum þjóðartekjum. — Þetta eru þau sannindi, sem sænska verkalýðshreyfingin hef- ur í heiðri, alveg eins og Krús- jeff ítrekar sí og æ hið sama, ekki einungis fyrir sínum eigin landsmönnum austur í Rússlandi heldur og fyrir ungverskum verkamönnum á ferð sinni um Ungverjaland. Samtímis berast fregnir af þvi bæði frá Danmörku og Noregi, að öfluglega sé þar að því unnið að koma í veg fyrir óhóflega kröfugerð og meiri hátt- ar verkföll. Hér á landi fárast menn að vonum yfir verðiags- hækkunum síðustu mánaða. Þess ar hækkanir mátti þó sjá fyrir jafnskjótt og kaupgjaldshækkan- ir voru knúnar fram á síðasta ári. Þær voru svo miklar, að ó- umflýjanlegt var að hækkanir hlytu að fylgja í kjölfar þeirra. Á þetta var þá þegar margoft bent og þess óskað. að forystu- menn verkalvðsfélaganna fengj- ust til þess að gera sjálfu- sér og öðrum grein fyrir þessum auð sæju afleiðingum. Þeir treystu sér að vonum ekki til að neita beim en kusu engu að síður að láta svo sem þeir skildu ekki þennan auðsæia sannleika. Nú blasir hann við öllum. Hvernig sem að er farið, bá er engin von til þess. að raunhæfar kjarabæt- ur verði nema bær bvggist á Framhald á bls. 30

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.