Morgunblaðið - 12.04.1964, Blaðsíða 10
lö
ft CTRCVTfBÍ W&l é
Öurinudagur 12. apríl 1964
SÍÐUSTU fregnir af brezka
kvikmyndaleikranum, Peter
Sellers benda til þess, að hann
sé nú úr lífshættu, og geta
aðdá.endur hans því vonandi
dregið andann léttar. Engu að
síður má búast við því, að
hann verði að taka sér algera
hvíld í langan tíma, eigi bat-
inn að verða sæmilega varan-
legur. Gefst honum. þá vænt-
anlega tækifæri til að njóta
heimilislífsins með hinni
ungu konu sinni, Britt Ek-
lund, sem hann kvæntist eftir
örskamma kynningu fyrir
nokkrum vikum.
Sennilega er Peter Sellers
lítt fyrir það gefinri að taka
lífinu með ró. Hann er vanur
mikilli vinnu, allt frá blautu
barnsbeini, til hans hafa jafn
an verið gerðar miklar kröfur
og hann gerir sjálfur til sín
enn meiri kröfur.
Peter Sellers er svo að
segja borinn og barnfæddur á
leiksviðinu. Faðir hans var
revíuleikstjóri og móðir hans
leikkona. Hann var ekki nema
tveggja daga gamall, þegar
hann í fyrsta sinn var borinn
í körfu inn á leiksvið og
fyrstu árin var hann á stöð-
ugum ferðalögum með for-
eldrum sínum og svaf þá
jafnan í ferðatöakum og kist-
um. Þegar Peter var sex ára
settust foreldrar hans að í
London um hrið til þess að
koma dreiigum í skóla, en
þegar stríðið brauzt út 1939
var hann fluttur til Ilfra-
Jbrut E.viuuu öeuers á hjóii iyiir uutn íouoaruusjð a iandsovrmu gamia.
Peter Sellers á batavegi
sjónvarpsins undir ýmsum
nöfnum. Árið 1950 lék hann í
fyrstu kvikmyndinni, „Let’s
go crazy“ og þá þegar lék
hann fjögur hlutverk. Síðan
combe til frænda síns, er
stýrði þar litlu leikhúsi. Þar
fékk Peter Sellers vinnu við
að bóna gólf, selja aðgöngu-
miða og önnur snúningsstörf
og hafði að launum nokkra
shillinga um vikuna. Jafn-
framt gekk hann í skóla.
Aldrei var Peter Sellers í
neinum vafa um, að framtíðar
starf hans væri á leiksvið-
inu, annað kom aldrei til tals.
Hann fór því fljótlega að
kynna sér eitt og annað, sem
leiklistina varðar, m. a. lærði
hann á ýmis hljóðfæri, svo
Britt lætur fara vel um sig við arininn.
sem strengjahljóðfæri og
trumbur og var stundum með
í leikritum, þar sem þeirra
þurfti með. Þegar Sellers
hafði náð tilskildum aldri var
hann innritaður í flugherinn.
Yfirmenn hans komust fljótt
að raun um, að hann myndi
gera mest gagn með því að
skemmta öðrum hermönnum
og fór hann því í þeim efnum
milli herstöðva í Frakklandi
og Þýzkalandi. Að styrjöld-
inni lokinni hvarf hann heim
til Englands og þá hófst hinn
eiginlegi leikferill hans.
Fyrst fékk Sellers vinnu
'hjá „Windmill Theatre“ í
London, sem hafði vakið
athygli fyrir að loka aldrei á
styrjaldarárunum, hvað sem á
gekk. Einnig var til þess tek-
ið, að leikkonur hússins væru
full fáklæddar á sviðinu, á
stundum. Þarna fékk einn af
leikstjórum brezka útvarpsins
augastað á Sellers og fékk
hann ráðinn til útvarpsins.
Árig 1949 kom Sellers fram í
útvarpsrevíu með Harry
Secombe og Spike Milligen
„Goon Show“, sem vai á dag-
skrá BBC í níu ár, auk þess
sem hún var tekin á dagskrá
hefur 'hann engan frið haft
og er sagt, að brezkum kvik-
myndaframleiðendum þyki
fráleitt að hugsa sér að gera
gamanmynd án þess, að Peter
Sellers sé þar í hlutverki, einu
eða fleirum. Meðal mynda,
sem hann hefur leikið í, má
Peter Sellers.
n
nefna „Orders are Orders“,
„The Ladykillers“, „The
smallest Show on Earth“, The
Naked Truth“, „The Mouse
that Roard“ „The Battle of
the Sexes“, með James Thur-
ber og „Dr. Strangelove".
Peter Scllers er kunnastur
fyrir að geta smeygt sér í
hin ólíkustu gerfi — er sagt,
að hann skipti um hlutverk
jafn auðveldlega og aðrir
skipti um föt. Sjálfur segir
hann þetta felast í því, að
hann læri hlutverkin alger-
lega utan að, þannig, að hann
sé alveg óburidinn textanum
og geti einbeint sér að þvi að
leika. í einkalífinu er hann
hæggerður maður, rólegur og
lítt fyrir það gefinn að láta
á sér bera. „Ég er alls enginn
sam:kvæmismaður“, segir
hann „og hræðist ekkert eins
og þá ógnvekjandi þögn, er
færist yfir veizlugesti, sem
vænta þess, að ég segi eitt-
hvað skemmtilegt. Því ég er
ekkert skemmtilegur, og ég
get ekki orðið skemmtilegri
en handritahöfundarnir gefa
mér tilefni til hverju sinni“.
Peter Sellers var áður
kvæntur austurrískri leik-
konu, Önnu Heyés að nafni og
áttu þau tvo drengi. Fyrir
u. þ. b. tveim árum keyptu
þau gamalt sveitasetur og
fengu víðkunnan arkitekt —
mjög aðlaðandi mann — til að
teikna í íbúðarhúsið nýja
innréttingu. Þeim viðskiptum
lauk svo, að arkitektinn og
kona Se-llers felldu hugi sam-
an. Skilnaður Sellers-hjón-
anna gekk fljótt fyrir sig og
frúin fór á brott með arki-
tektinum. Þá lýsti Peter
Sellers því yfir, að hann
ætlaði aldrei framar að
Britt og annar sonur Peter
Sellers að leik.
kvænast. Sem kunnugt er
hefur hann látið af þeirri
skoðun sinni, því að fyrir
nokkrum vikum kvæntist
hann rétt tvítugri sænskri
stúlku, Britt Eklund. Hann var
dálítið kvíðandi fyrir því
hvernig færi á með Britt og
sonum hans tveim, en þeim
áhyggjum var fljótt af honum
létt, því að þeim þrem kom
forkunnar vel saman. Var rétt
eins og Britt væri eldri systir
drengjanna. Sellers var að
vonum yfir sig hrifinn og
sagði við fréttamenn, ljóm-
andi af ánægju: „Hún er svo
dæmalaust heilbrigð".
u
Koppel-feðginin
hjá Tónlistar-
félaginu
DANSKA sópransöngkonan Lone
Koppel og faðir hennar Herman
D. Koppel píanóleikari halda
sameiginlega tónleika fyrir styrkt
arfélaga Tónlistarfélagsins nk.
Kiánudags og þriðjudagskvöld kl.
7 í Austurbæjarbíói.
A tónleikunum syngur Lone
Koppel þessi lög með undirleik
föður síns: Tvo Biblíusöngva op.
55 eftir Hermann D. Koppel,
„Barnaherbergið“ ljóðaflokk eftir
M. Mússorgský og Traum duroh
die Dámmerung, Die Nacht, Wi-
egenlid og Stándchen eftir Rich.
Strauss. Auk þess leikur Her-
man Koppel Konsert í ítölskum
stil fyrir píanó eftir J. S. Baoh
og tvær Rapsódíur fyrir píanó
op. 79 eftir Brahms.
Lone Koppel stundaði söngnám
við MúsiKináskólann í Kaup-
mannahöfn árin 1956—1960.
Kennari hennar var frú Dóra
Sigurðsson. Að námi loknu var
hún ráðin að Konunglega leik-
húsinu. Hún er nú þegar talin
með beztu söngkonum á Norður-
löndum. Síðastliðið fimmtudags-
kvöld söng Lone Koppel nokkrar
óperuaríur með Sinfóníuhljóm-
sveitinni og var ákaft fagnað af
áheyrendum.
Prófessor Herman D. Koppel
er meðal kunnustu núlifandi tón-
skálda i Danmörxxi, auk þess
sem hann er í fremstu röð rneðal
píanóleikara þar í landi. Hann er
kennari í píanóleik Við Musik-
háskólann í Kaupmannahöfn.
Félagsvist og dans
verður í Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 15. apríl
kl. 8,30. Breiðfirðingafélagið.