Morgunblaðið - 07.06.1964, Síða 13
Sunnudagur ?. Jfiní 1964
MORGUNBLAÐID
13
1
i
Á SJÖ OG LANDI
• STÝRIMANNASKÓLINN
MORiG UN BLAÐIÐ átti sím-
tal við Jónas Sifrurðsson,
skólastjóra Stýrimannaskól-
ans, um Loftskeytastöðina, en
bann var á leið til hafnar á
Hval 5. Jónas hefur verið skip
stjóri á hvalveiðum undanfar-
in sumur. Hann kvað fleiri
nemendur hafa verið í skól-
anum en nokkru sinni fyrr.
Luku 13 nemendur farmanns-
prófi og 74 fiskimannaprófi.
í janúar luku 9 minni fiski-
mannaprófi (allt að 120 tonna
bátar) við skólann. Ennfrem-
ur voru haldin námskeið fyrir
minna fisikimannapróf úti á
landi og hlutu 13 réttindi í
Jónas Sigurðsson.
Vestmannaeyjum og 14 á Eyr-
arhakka. Samtals hafa því ver
ið brautskráðir 123 nemendur
með stýrimannaprófi frá Stýri
mannaskólanum og námskeið-
um hans á þessu skólaári.
Jónas kvað þá nýbreytni
verða næsta vetur, að þeir,
sem þegar 'hafa minna fiski-
mannapróf, en setjast aftur í
skólann til að öðlast full rétt-
indi, settust í sérstaka deild,
og tækju próf upp úr henni
eftir einn vetur. Gætu þeir þá
stjórnað öllum fiskiskipum og
hefðu réttindi tii utanlands-
siglinga á þeim. Sagði Jónas
mikla þörf á slíkri deild, þar
sem margir skipstjórar störf-
uðu nú með undanþáigu og
skipin færu stækkandi.
Um væntanlega aðsókn að
Stýrimannaskólanum næsta
haust sagði Jónas, að svo liti
út sem hún yrði mjög mikil
Inntökubeiðnum yrði veitt
móttaka fram til 1. ágúst og
sumaratvinnan mundi sjálf-
sagt hafa áhrif á aðsóknina,
en þegar hefðu borizt margar
umsóknir um skólavist, eink-
um virtist óvenjumikil aðsókn
að farmannadelld.
Er við spurðum Jónas um
hvalveiðarnar, sagði hann:
„Við erum á leið inn með tvo
hvali. Við hófum veiðar á
Hval 5. hinn 24. maí og höf-
um síðan veitt 11 hvali. Ég
er bjartsýnn á veiðarnar í
sumar."
Birgir Hermannsson, sem
hlaut ágætiseinkunn á fiski-
mannaprófi í vor, ætlar á síld
með Þórði bróður sínum á
Ggra. Var báturinn fullbúinn
á veiðar, þegar við ræddum
við Birgi fyrir heigina. Hann
er ættaður úr Ögurvík í ísa-
fjarðardjúpi, einn 11 barna.
Fjórir eldri bræðra Birgis
hafa skipstjórnarréttindi,
Gunnar, Þórður ,Gíslí, Jón og
Halldór.
„Hefur þú lengi lagt stund
á sjómennsku, Bisgir?“
Birgir Hermannsson.
„Ég hef eiginlega alltaf ver-
ið á sjó. Pabbi átti bát oig
gerði út frá Ögurvíik, þangað
til 1946, er við fluttumst til
ísafjarðar, þar sem foreldrar
mínir búa enn. Undanfarin 4
sumur hef ég verið á síld með
Þórði, bróður mínum, á Auð-
unni. Okkur hefur gengið vel
á síldinni. Þórður fékk Ögra
um síðustu áramót. Gunnar og
Gisli eiga líka báta, Gunnar
Eldborg og Gisli Vigra.“
„Ertu þá kvæntur, Birgir?“
„Já, ég er kvæntur og á tvö
börn.“
Sigurður Héðinsson, sem
lauk fiskimannaprófi í vor,
ætlar einnig á síld með bróður
sinum. Heitir sá Marius og er
skipstjóri á 160 tonna báti,
Héðni, sem þeir eiga saman 5
bræður, Maríus, Jón, sem er
útgerðarstjórinn, Benedikt,
Helgi og Sigurður. Bræðurn-
ir eru frá Húsavík. Jón býr
í Reykjavik, Maríus fluttist
til Hafnarfjarðar fyrir 2 ár-
um og Sigurður fluttist þanig-
að líka síðastliðið haust, er
hann byrjaði í Stýrimanna-
skólanum. Þar eiga bræðurnir
fiskverkunarstöð. Þegar við
Sigurður Héðinsson.
höfðum tal af Sigúrði á föstu-
dag var allt orðið tilbúið til
norðurferðar. Nótin hafði ver-
ið tekin um borð fyrr um dag
inn.
„Hvar leggið þið upp síld-
ina í sumar?“
„Við Jón og Maríus eigum
síldarsöltunarstöð á Húsavik,
sem nefnist Höfðaver. Þetta
verður þriðja sumarið, sem
hún starfar. Við keyptum
hana af Vernharði Bjarna-
syni. Rifsnesið, Siigurvonin,
Pétur Sigurðsson og Hilmir
muíiu einnig leggja upp í
Höfðaver.“
„Hefur þú verið lengi á
sjó?“
„Já, ég hef verig með lengi
á sjónum og alltaf með Marí-
usi.“
„Ert þú giftur?“
„Já, ég er giftur og á tvö
börn. Það var nú þessvegna,
sem ég flutti suður. Það er
orðið erfitt að fylgja bátun-
Ástandið var orðið þannig, að
ég var heima einn mánuð á
ári. Haustsildveiðamar taka
strax við af sumarsíldinni, og
vertíðin siðar. Þag er ekkert
lát á þessu nú orðið.“
„Hvenær farið þið norð-
ur?“
„Við förum á mánudags-
morguninn. Við ætlum að
eyða sjómannadeginum bér 1
Hafnarfirði.“
Pétur Sigurðssou.
Pétur Sigurðsson, 21 árs son
ur Sigurðar Péturssonar út-
gerðarmanns. lauk farmanna-
prófi í vor. Hann ætlax í sigl-
ingar með Hvítanesinu.
„Hvenær farið þið utan,
Pétur?“
„Það verður eitthverntima
upp úr helginni. Við förum
fyrst með saltfiskfarm til
Spánar og svo sennilega til
Ceylon. Ég veit ekki gerla um
áætlunina, en hef heyrt að
við munum verða átta til tíu
mánuði. Þetta verður bæöi
gagn og gaman fyrir mann,
að sjá sig um þarna syðra. Það
•er ekki svo erfitt fyrir ógifta
stráka eins og mig að vera að
heiman í nakkra mánuði.“
„Hefur þú stundag sjóinn
grimmt um ævina?“
„Nei, ekki get ég sagt það.
Ég var á síld með Rifsnesinu
í fyrrasumar, 1962 var ég í 5
mánuði á Esju. Á sumrin milli
bekkja hef ég verið á fiski-
bátum og eftir að ég var bú-
inn í Gagnfræðaskóla Verk-
náms var ég eitt ár á Jófti
forseta. Ég hef siglt nokkrum
sinnum með fiskibátum, en
eina skiptið, sem ég hef farið
utan með flutningaskipi, var
um síðustu jól, þegar ég fór
einn túr með Goðafossi.“
• VÉLSKÓLINN
Gunnár Bjarnason, skóla-
stjóri Vélskólans, skýrði svo
frá, að 24 nemendur hefðu
tekig lo'kapróf í vor, í 2. bekk
hefðu verið 22 og í fyrsta
bekk 18.
„Nemendafjöldinn hefur
verið mjög misjafn á undan-
förnum árum,“ sagði Gunnar.
„Helzt þyrftu um 40 að vera
í hverjum bekk. Árið 1960
náðu nemendur í 3. bekk
þeirri tölu, en hefur aftur
farið fækkandi. Vélstjóra-
starfið er aðlaðandi og at-
vinnumöguleikar miklir, svo
Gunnar Bjarnason.
að slæmt er, hve fáir koma
í skólann. Mörg skip sigla með
undanþágumenn og vélstjóra
er allsstaðar þörf, bæði á sjó
og landi. Meinið er, hve erf-
itt er að komást inn í skól-
ann. Piltarnir þurfa fyrst að
vinna í smiðju og ekki er
hlaupið að því að komast að
þar. Þetta tel ég mjög úrelta
aðferð við að mennta nem-
endurna áður en þeir komast
inn í skólann. I Noregi, þar
sem ég þekki vel til, læra
þeir það verklega í skólanum
sjálfum, í stað þess að þurfa að
koma sér í læri í smiðju.“
„Annars höfum við notið
miikils skilnings oig stuðnings
hjá opiniberum aðilum undan-
farin ár. Við höfum nú kom-
ið upp Ijómandi góðum véla-
sal, sem ég er mjög hreykinn
af. Er 'hann fyllilega sambæri
legur við slíka sali í skólum
annars staðar á Norðurlönd-
um. Undanfarin 2 vor hafa
'þeir sem útskrifast frá okkur,
farið í skemmti- og kynnis-
ferð til Norðurlanda og heim-
sótt vélskóla þar. Við höfum
hvarvetna fengið mjög góðar
móttökur og notið gestrisni
'kollega okkar og stórra verk-
smiðja ,sem framleiða vélar.
Við höfum t.d. heimsótt Tit-
an verksmiðjurnar í Kaup-
mannahöfn. Þeir endurguldu
heimsóknina meg því að
senda okkur verkfræðing,
sem hélt nokkra fyrirlestra í
Vélskólanum f vetur og
kenndi meðferð á olíuskilvind
um, sem notaðar eru í vélum
skipa og síldarbræðslna. Ekki
ætla Titan-verksmiðjurnar að
láta þar við sitja, því að þeir
hafa lofað að gefa okkur eina
skilvindu, en 'hún kostar fleiri
hundrug þúsund krónur.“
„Ég hef verið kennari við
Vélskólann frá því árið 1945
og skólastjóri síðan 1956,“
sagði Gunnar Bjarnason að
lokum. „Ég hef haft geysi-
lega ánægju af þessu starfi
og er alltaf að velta því fyrir
mér, hvort það muni vera
námið sem hefur svona á-
hrif á nemendurna, eða hvort
það eru bara svona góðir
menn, sem veljast í vélstjóra
stétt. Hvort skyldi vera or-
sök og hvort afleiðing?"
Við hittum tvo félaga niðri
í káetu um borð í Gullfossi
á föstudag, Jóhann Gíslason,
sem útskrifaðist úr Vélskól-
anum fyrir einu ári, og Há-
kon Hafliðason, sem var nem-
andi í 1. bekk í vetur. Jóhann
er vélstjóri í afleysingum, en
Bákon aðstoðarvélstjóri.
„Hefur þú verið lengi á
Gullfossi, Jóhann?“
„Ég var á Gullfossi sumar-
ið milli 2. og 3. bekkjar. Svo
fórum vig í_skemmtiferð til
Norðurlanda, þegar ég útskrif
aðist, og þá varð ég eftir j
Kaupmannahöfn og kom heiro.
með Gullfossi, sem þar hafði
legið í dokk.“
„Hvar lærðir þú járnsmíðj.
áður en þú fórst í Vélskól*
ann?“
„Ég lærði í Héðni og vat
þar í 5 ár.“
„Ætlar þú ag vera áfraij
á sjónum?"
>yJá, það skal enginn fá mig
til að fara í neitt letidjöbb
landi, þótt það sé betur borg-
að. Þó er mjög slæmt, hvað
ég er lengi í burtu frá kon-
unni minni og krökkunuro
tveimur. Vig höfum 5 daga
viðdvöl á veturna, en tveggja
og hálfs á sumrin.“
Hákon er af vélstjóraæth
um. Faðir hans, Hafliði Haf.
liðason, er 1. vélstjóri á Mána
fossi, annar bróðir hans er
einnig vélstjóri og hinn stýri
maður hjá Eimskipafélaginu
Hákon er tvítugur.
„Ætlar þú að leggja fyrir
þig sjómennsku, Hákon?“
„Já, ætli það ekki.“
„Hvers saknar þú helzt úr
landi?“
„Verst er að geta_ ekki stund
að áhugamál sín. Ég er skáti.
Ég var deildarforingi Skjöld-
unga, en þurfti að segja af
mér ,þegar ég fór á sjóinn.
í kvöld er heilmikið skáta-
mót á Hörðuvöllum, en ég
verð að standa vakt í vélinni."
,Æg varð líka að hætta við
handboltann," sagði Jóhann.
Sigurður Þorkelsson.
• LOFTSKEYTASKÓLINTÍ
Skólastjóri Loftskeytaskól-
ans, Sigurður Þorkelsson, yf-
irverkfræðingur og forstjóri
radió-tæknideildar Landssim-
ans sagði svo frá, að skólinn
hefði starfað í mjög regluleg-
um skorðum síðan hann tók
við honum árið 1956. Námið
tekur tvö ár. Síðan 1957 hafa
Framhald á bls. 20.
Jóhann Sigurðsson (t.v.) og Hákon Hafliðason.