Morgunblaðið - 07.06.1964, Side 23
Sunnudagur 7. júní 1964
MORCUNBLAÐIÐ
23
36 íslenzk skip flytja varn-
ing og farþega
Nýtt skip, bætist í flotann á þriðjudag
r FARÞEGA- og flutningaskipa-
Btóll íslendinga fer stöðugt
stækkandi. Nú sigla 36 íslenzk
skip alls 50339 rúmlestir að
stærð um höfin og flytja far-
jþega og vörur milli innlendra
og erlendra hafna. Við það má
(baeta 6 olíuskipum, samtals
14882 rúmlestir að stærð. Fleiri
skip eru í smíðum hjá islenzíku
ekipafélögunum, til stækkunar
og endurnýjunar skipaflotanum.
Er þar fyrst að nefna Hofsjökul,
nýtt 2500 lesta skip, sem Jöklar
fá á þriðjudaginn til landsins,
tvö skip sem Eimskip á í pönt-
un og eitt hjá Hafskap h .f.
Til að gefa lesendum á þessum
Bjómannadegi ofurlítið yfirlit
yfir kaupskapstólinn og ferðir
skipanna hefur Mbl. haft sam-
band við skipafélögin og fengið
eftirfarandi upplýsingar:
f 56 erlendum og 37 innlendum
höfnum á einu ári.
i Skipafloti Eimskapafélags ís-
lands er 12 skip alls 3'5.146 dw.
tonn að stærð. Það eru: Bakka-
foss, Brúarfoss, Dettifoss, Fjall-
foss, Goðafoss, Gullfoss, Lagar-
foss, Mánafoss, Reykjafoss, Sel-
foss, Tröllafoss og Tungufoss.
Af þessum skipum hafa fimm
mikið frystirými, tvö þau nýj-
ustu, Selfoss og Bakkafoss 100
þús. kúbikfeta frystirými. Hef-
ur nú verið samið um smíði á
tveimur nýjum skipum í Aal-
borg Werft, sem eru væntanleg
í febrúar næsta ár og janúar
1966. En Reykjafoss hefur aftur
á móti verið settur á sölulista.
Þessi s'kipastóll Eimskipa-
félagsins flytur farþega og flutn-
ijj'g til allra helztu viðskipta-
hafna okkar í Evrópu og milli
Evrópu og Ameríku með við-
komu á íslandi. Skipin eru í sí-
vaxandi mæli í föstum áætlun-
um og eru 6—7 þeirra nú í
föstum áætlunarsiglingum. A sl.
ári höfðu skipin og leiguskipin
437 viðkomur í 56 erlendum
höfnum í 16 löndum og 559 við-
kómur á 37 innlendum höfnum.
Eimskipafélagsskipin geta •flutt
267 farþega samtals. Flutningum
geta skipin ekki altaf annað og
eru þá tekin leiguskip, sem voru
8 sl ár.
Aðllega fiskflutningar
Eimskipafélag Reykjavíkur
annast aðallega flutninga á fiski.
Til þess hefur það 2 skip 3400
dw. tonn að stærð, Kötlu og
Ös'kju og leiguskip að auki öðru
hverju. Skipin sigla mest til
hafna við Miðjarðarhaf með salt
fisk og til íslands með salt til
baka. Og á sumrin stefna þau
helzt í Austursjó og til Rússlands
eftir timbri og öðru hverju til
Kúbu og Brazilíu með fisk.
Fastar áætlunarferðir með
flutning.
Hafskip h. f. annast flutniniga
með þremur eigin skipum, Laxá,
Rangá og Selá, sem eru saman-
lagt 4400 dw. tonn að stærð. Auk
þess er eitt nýtt 2000 tonna skip
í smíðum og er væntanlegt í
byrjun næsta árs.
Skipin sigla mest fastar áætl-
unarferðir, Laxá og Selá á 14
daga fresti til Hamborgar, Rott-
erdam, Antwerpen og Hull, en
Rangá til Gdynja og Gauta-
bor.gar. Hefur verið mikið um
flutninga það sem af er þessu
ári og hefur Hafskip nú 5 leigu-
skip í flutningum.
Flytja út frystan fisk.
Jöklar h. f. eiga nú von á við-
bót við skipastól sinn, fjórða
skipinu. Þrjú eru fyrir alls tæp
5000 lestir að stærð, Vatnajök-
ull, Drangajökull og Langjökull.
Og væntanlegur er Hofsjökull,
sem kemur líklega til landsins
næsta þriðjudag.
Skip Jökla eru frystiskip og
verkefni þeirra er aðallega að
flytja út frystan fisk, mest til
Bandaríkjanna og Rússlands, en
síld fer til Vestur Evrópu. Fluttu
þau á sl. ári út 56 þús. tonn.
Ti! baka taka þau hvers konar
varning. Þegar þurfa þykir eru
tekin leiguskip, sem voru 4 á sl.
ári.
í leiguflutnlngum erlendis
Fyrsta skip Kaupskips h. f.
Hvítanes kom sl haust til lands-
ins, 2580 burðartonn að stærð.
Skipið hefur fram að þessu aðal-
lega verið í leigu erlendis og
siglt víða, m.a. til Ceylon. En
þar sem erfiðleikarnir í sam-
bandi við slíkar leigur hefur
aukizt, og að vinnulaunin á skip
unum hækka nú eftir 2 mánuði
í stað 4 áður, mun skipafélagið
e.t.v. nú breyta þessu skv. upp-
lýsinigum framkvæmdastjórans,
og snúa sér að innanlandsmark-
aði.
Varningur og olía milli íslands
og viðskiptahafna.
Skipadeild SÍS hefur á að
skipa 8 skipum, alls 20.098 dw.
tcnn að stærð, þar eru: Hamra-
fell, Helgafell, Mælifell, Arnar-
fell, Jökulfell, Dísarfell, Litla-
fell og Stapafell. Jökulfellið er
'frystiskip og þrjú, Hamrafell,
Stapafell og Litlafell olíuflutn-
ingaskip.
Skip þessi flytja varning og
olíu til og frá íslandi, og milli
landa erlendis, sigla mest til
Norðurlanda, meginlands Evrópu
og landanna kringum Eystrasalt,
og sum fara stöku ferðir til
Miðjarðarhafslandanna, í Hvíta-
hafshafnir og til Kanada. Auk
þess koma þau mikið á hafnir
úti um land.
Skipaútgerðin kemur á 60 innl.
hafnir.
Skipaútgerð ríkisins flytur far-
þega oig varning til 60 innlendra
hafna og nokkuð út í heim. Hún
hefur á að skipa 6 skipum;
Heklu og Esju, sem eru fyrst
og fremst farþegasikip, Herjólfi,
Herðubreið og Skjaldbreið, sem
hafa stórt frystirými og tank-
skipið Þyril.
Skipin með frystirýminu flytja
aðallega frosnar vörur fyrir
innanlandsmarkað, beitusíld,
kjöt og útflutningsvarning í veg
fyrir stærri skipin. Þyrill er í
utanlandssiglingum að verulegu
leyti nú orðið og flytur lýsi á
ýmsar hafnir í Norðurvestur-
Evrópu, en stundum í olíuflutn-
ingum á ströndina. Annars
flytja skip Skipaútgerðarinnar
45—50 þús. tonn af stykkjavöm
árlega, tankskipið flytur 40—80
þús tonn og skipin með farþega-
rúmi flytja um 30 þús farþega
á skemmri og lengri leiðum.
Þau hafa til saman um 370 koju-
rými og flytja fjölda sætisfar-
þega. Mestir flutningar á fóllki
og vörum eru Reykjavík til og
frá Austurlandshöfnum og Vest-
fjarðahöfnum og til Vestmanna-
eyja, en svo eru eyður í að-
sóknina á öðrum höfnum. Auk
itmanlandsferðar fer Hekla 6
utanlandsferðir á sumrin, til
Færeyja og Norðurlanda með
skemmtiferðamenn.
Nú tekur Skipaútgerðin fá
leiguskip, þó kemur það fyrir,
ef miikið er um flutninga.
Farskip í Reykjavíkurhöfn. Fremst má sjá skip Skipaútgerðarinnar, Esju, Heklu Skjaldbreið
Herðubreið og sér á Akraborgina og lengra frá m.a. Vatnajökul, Kötlu og þríburana Detti-
foss, Brúarfoss og Goðafoss. Ljósm. Ól. K. Mag.
Þorfinnur Guðmunds-
son sextugur í dag
Búnaðarbankinn opnar
útibú á Sauðárkróki
r Þorfinnur er ísfirðingur í all-
er æittir o>g koomirm af kjark-
miklu dugnaðarfól'ki vestra.
Hann er fæddur 7. júni 1904 að
Kirkjubóli í Skutulsfirði og þar
ólst hann upp hjá merkum hjón-
um, fósturforeldrum sínum, Páli
Jónssyni og Hallberu Jónsdótt-
ur, sem þar bjugigu lengi með
tnikilli sæmd. — Hann flutt-
ist síðan ungur til Reykjavíkur,
é árunum kringum 1920, og hef-
ur átt heimili sitt hér síðan, og
lengst í sínu eigin húsi, sem
hann kom sér upp með miklum
dugnaði og útsjón.
Á fyrstu árum Þorfinns hér í
borg kynntist ég honum, enda
vann hann þá stundum fyrir
tnig, og fóru honum öll verk
vel úr hendi. Það kom þá í
Ijós, að hann var fær til allrar
algengrar vinnu, sem hann tók
að sér, enda hraustur piltur, sera
bar þess vott, að ekki hafði ver-
ið sparað við hann í uppvextin-
um. Hann var líka áhugasamur
um vinnuna og ekki man ég eft-
ir að honum félli verk úr hendi,
— og ég held að um hann megi
með sanni segja „að verður er
verkamaðurinn launanna“.
Þorfinnur gjörðist snemma
ökumaður og stundaði þá at-
vinnu með fullum sóma, en síð-
ustu 20 árin hefur hann unnið
á viðgerðarverkstæði Strætis-
vagna Reykjavíkur, og þar hefði
hann ekki unnið í heila tvo
áratugi, ef húsbændumir hefðu
verið óánægðir með vinnubrögð
hans. — Að mínum dómi er
Þorfinnur útsjónarsamur verk-
maður og fylginn sér við hvaða
verk, sem hann tekur að sér.
Þorfinnur er giftur góðri konu
Kristínu Kristjánsdóttur af
Kambsætt úr Breiðuvík á Snæ-
fellsnesi. Hún hefur búið honum
indælt heimili, og eiga þau þrjú
börn, sem nú eru uppkomin.
Mér er það ljúft að minnast
þessa góða vinar míns á þessum
merkisdegi í lífi hans, og óska
'honum og fjölskyldu hans allr-
ar blessunar á ókomnum árum.
Hann verður fj arverndi úr
borginni í dag.
O.C.
ATHUGIÐ
að borið saman við útbreiðslu
er langtum ódýrara að auglýsa
i Morgunblaðinu en öðrum
blöðum.
A® undanförnu hafa staðið yfir
samningar milli Búnaðarbanka
íslands og spaisjóðs Sauðár-
króks um að bankinn setti upp
útibú á Sauðárkróki og yfirtæki
jafnframt viðskiptastarfsemi
Sparisjóðs Sauðárkróks.
Samningum þessum er nú lok-
ið, og er gert ráð fyrir, að úti-
bú Búnaðarbankans á Sauðár-
króki taki til starfa 1. júlí n.k.
Sparisjóður Sauðárkróks á
verulegar eignir og mun starfa
áfram til þess að annast umsýslu
og ráðstöfun þeirra eigna, en öll
viðskiptastarfsemi Sparisjóðsins
yfirfærist til útibúsins.
Sparisjóður Sauðárkróks er
mjög traust peningastofnun og
hefur gegnt mikilvægu hlutverki
£ héraðinu. Búnaðarbankinn hef-
ir haft mikil viðskipti við Skag-
firðinga, og hafa oft borizt óskir
um það til bankans, að hann
setti upp útibú á Sauðárkróki til
þess að bæta þjónustu við við-
skiptavini sína á Skagafirði.
Af hálfu bapkans og sparisjóðs
ins er þéssi ráðstöfun hugsuð til
þess að bæta viðskiptaaðstöðu
viðskiptavina beggja stofnan-
anna.
Bankaútibússtjóri verður Ragn
ar Pálsson, núverandi sparisjóðs-
stjóri.
Útibúið á Sauðárkróki er
þriðja útibú Búnaðarbankans
utan Reykjavíkur, sem ákveðið
hefir verið að taki til starfa á
þessu ári. Fyrr á árinu opnaði
bankinn útibú að Hellu og sam-
einaðist Sparisjóður Holta- og
Ásahrepps því útibúi.
Hefir þróun þess útibús verið
mjög hagstæð. Þá er áformað að
opna samtímis útibúinu á Sauð-
árkróki útibú frá Búnaðarbank-
anum í Stykkishólmi, sem yfir-
tekur starfsemi Sparisjóðs
Stykkishólms.
Starfrækir Búnaðarbankinn þá
sex útibú utan Reykjavíkur.
Eru hin útibúin á Akureyri,
Blönduósi og Egilsstöðum.
Er með útibúum þessum að
því stefnt að bæta þjónustu við
viðskiptavini bankans í viðkom-
andi héruðum.
(Frá Búnaðarbzoka
Islands).