Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 3
MiSvilcuclagur 10- 1únf 1964 MORGUNBLAÐID 3 STAIiSTEINAR niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiimiiiiiiii* FYRIR SKÖMMIJ voru hér á ferg fimmtíu Rotary félagar frá Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku. Hópurinn hafð'i hér þriiggja daga viðdvöl, en hélt síðan til Bandaríkjanna til þess að taka þátt í alþjóða- móti Rotary-hreyfingarinnkr, sem hófst 7. júní í Toronto Fyrirgreiðslu hópsins hér ann aðist Ferðaskrifstofa Zoéga h.f., sem skipulagði ferðir að Gullfossi og Geysi og til Þing- valla. Tiðindamaður MbL Dr. Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, segir gestum frá sögu Þingvalla. Með Rotary-mönnum á Þingvöllum langa, Arne Elliot, fýsti að vita, hvernig slíkt peninga- vatn bragðaðist. Han klöngraðist undir bruna og fékk sér vsenan sopa úr gjánni. Er hann hafði rann fylgdlst með fólkinu, er það hélt til Þingvalla s.l. miðviku- dag .síðasta daginn, sem það dvaldist hér. Með í förinni voru íslenzkir Rotary-félagar, þeirra á meðal Steingrimur Jónsson, fyrrv. rafmagnSstjóri og kona hans frú Lára Árna- dóttir, en Steingrímur er for- maður Rotary-klúbbanna hér á landi. Þegar ekið var framhjá Gljúfrasteini á leiðinni til Þingvalla og ferðalöngunum var bent á, að þetta væri hús skáldsins, varð heldur en ekki uppi fótur og fit. Allar mynda vélar voru dregnar fram og húsið myndað í bak og fyrir. Leiðsöguma'ðurinn, Jóhanna Jóhannsdóttir, upplýsti menn um það markverðasta, sem fyrir augu bar á leiðinni. Sum ir báru fram spurningar, og hún leysti greiðlega úr þeim öllum. Starf leiðsögumanns er vissulega vandasamt. Hann verður að kunna glögg skil á öllum kennileitum og hann verður einnig að vera vel að sér í sögu og jarðfræði. Hann verður að gæta þess að þreyta ekiki ferðafólkig með óþarfa rausi í tíma og ótíma. Hóf- legur skammtur af fróðleik við og við 'gefur jafnan bezta raun. Yið Lögberg var staðnæmst til þess a ðhlýða á stuttan fyrirlestur dr. Kristjáns Eld- járns um sögu sitaðarins. Hlýddi fólkið á mál doktors- ins með mikilli eftirtekt . Godsagare Edvin R. Hákans son, fyrirsvarsmaður ferðar- innar, sagði við okkur að lokn um fyrirlestrinum: — Stórkostlegt! Hugsa sér, að árig 930 skuli menn hafa komið hér saman til þess að ráða málum sínum, en á sama tíma ríkti skálmöld hjá hin- um norrænu þjóðunum! — Mig hefur alltaf dreymt um að heimsækja ísland, eink um vegna þess, að við höfum alltaf þráð nánari tengsl við ísland. Frá íslandi höfum við þegið mest af þeirri menningu, sem við .eigum, og fyrir það stöndum við Svíar, Danir, Norðmenn og Finnar í eilífri þakkarskuld vig Islendinga. — Persónulega þykir mér miður að tengsl okkar við Is- land skuli ekki vera traustari, sagði Hákansson, — hér á ég líka við Rotary-'hreyfinguna, því að í kvöld höldum við frá ykkar dásamlega landi til Toronto, þar sem við munum taka þátt í alþjóðamóti Rotary hreyfingarinnar, en þar munu íslendingar því miður ekki, verða með. ★ Áður en rennt var í hlaðið við Valhöll, var numið staðar við Peningagjá. Fólkið gekk þar út á brúna og 'horfði nið- ur í silfurtært vatnið. Sólin skein yfir landið og fólkið, sem fannst það furðulegt að sjá glitta i ótölulegan fjölda skildinga á bot.ni gjárinnar. Allflestir tóku skildinga úr pússi sínu og „lögðu í sjóð- inn“, en samt er ekki örgrannt um, að sumir hafi hugsað með sjálfum sér, að sl-íkt væri ó'þarfa eyðsla á fjármunum. Einn hinna sænsku ferða- Lektor Gustaf Nygren írá Katrinholm þess síðar meir. — í kvöld höldum við til |j Bandaríkjanna. Við höfum = sérstaka flugvél til umráða, s sem fyligir okkur allt ferða- p lagið. Við förum til Detroit 1 og verðum þar í tvo daga. j| Síðan höldum við til Niagara- s fossanna og þaðan með lang- ee ferStavagni til Toronto, þar = sem við sækjum alþjóðamót Rotary-hreyfingarinnar. Það- j| an liggur leiðin um sænsku = héruðin til Washington, síð- S an til Bermuda, Azur-eyja og j§ Lissabon, en ferðinni lýkur j§ 24. júní. — Um fsland hafði ég les- j§ ið mikið, áður en ég kom hing s að. Minnisstæðust er mér bók j| Albert Engström „Át Háckel- E fjell.“^ — Ég hef mikið yndi af g blómum, og þegar ég sá í gær = á leiðinni til Gullfoss og Geys = is lítið blóm, sem heitir Dryas S octopetal, datt mér strax í || hug blómið Mountain Avons, = sem borgin Alberta í Kana- jjj da hefur í skjaldarmerki sínu = Þessi tvö blóm minntu mig s Edvia Hakansson, farastjóri, og frú Lára Árnadóttir. sakað gæði vatnsins, brosti 'hann eyrnanna á milli og hróp. aði svo allir mættu heyra: — Det smakar Whisky! Ekki voru samt allir jafn hrifnir af Peningagjá og hr. Ellipt. Fröken Kari Lene Sel- vaag frá Osló hafði skokkað upp á lágan hól og virti fyrir sér fjalláhringinn .Við spurð- um hana, hvort henni fynd- ist margt líkt með íslandi og Noregi. Hún kvað svo vera. Fjöllin hér minntu hana óneitanlega á heimalandið. Hún saknaði bara skóganna. — Þetta er sérkennileg feg- urð, sagði hún, — ég hef far- ið víða um lönd, en hvergi séð neitt likt þessu. Hún hafði séð hverina gjósa Það væri nokkuð til að segja frá, þegar heim kæmi. — Þessi stutta dvöl á ís- landi hefur verið ævintýri lík ust, sagði frökenin frá Osló. Ég vildi gjarna koma aftur seinna. ★ Gustaf Nygren, mennta- skóiakennari frá Katrineholm, sagðist vera þakklátur fyrir að 'hafa fengið tækifæri til að koma hingað. — Við höfum nú séð ísland og fengið nokkra hugmynd um land og þjóð. Ég hefði sam tviljað vera hér miklu lengur og fara norður í land. Vonandi gefst tækifæri til Fröken Kari Lene Selvang frá Osló. íbúðalánin tvöfölduð Vísir ræSir í forystugrein i gær um þær aðgerðir sem fram- undan eru í húsnæðismálum. Kemst blaðið m.a. svo að orði: „Húsnæðismá.lin eru tvímæla- laust eitt mikilvægasta hags- munamál þjóðarinnar í dag. Þús- undir manna um land allt vinna að því að koma sér upp eigin ibuð, og með hverju árinu sem líður eykst nauðsynin á auknu fjármagni til íbúðabygginga. Það var frá upphafi eitt megin stefnu mið viðreisnarinnar að auka lán til íbúðabygginga. Framkvæmd þess hefir tekizt vel, þótt ekki hafi verið unnt að fullnægja öll- um umsóknum um lán, svo marg- ar hafa þær verið. Aldrei hefur þó meira fjármagni verið veitt til lána Húsnæðismálastjórnar en á siðasta ári. Voru þá lánað- ar 110 millj. króna. Auk þess hefir notagildi lánanna, . miðað við verðlag, aukizt að muii frá því sem var á tímum vinstri stjórn- arinnar; Það leynir sér heldur ekki að aldrei hefir meira verið bjggt en á undanförnum árum. Er það einnig því að þakka, að efnahagur almennings hefir mjög batnað á síðuStu árum.“ Stórt átak framundan á það, sem er líkt með íslandi oig Kanada: hrikaleg fjöll og óbyggð víðátta. í Valhöll snæddu hinir er- lendu gestir miðdegisverð ásamt íslenzikum Rotary félög um. Margir kvöddu sér hljóðs yfir borðum. Kveðjustundin var komin. Andi norrænnar vináttu sveif yfir vötnunum. a.ind. ðuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii'iitiiiid iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiíl ,,0|g nú er mjög stórt átak fram undan í þessum efnum, stærra en nokkru sinni hefir áður verið gert. í samkomulagi ríkisstjórn- arinnar við verkalýðsfélögin og vinnuveitendur er gert ráð fyrir því að 250 millj. króna verði afl- að til íbúðarlána á næstu 12 mán- uðum. Tryggð verði bygging 1500 íbúða á ári. Gerðar verða nú ráðstafanir til þess að létta efnalitlum fjölskyldum að eign- ast íbúði.r Lán út á hverja íbúð munn nú hækka úr 150 þús. króna hámarki í 280 þús. krón- ur, en jafnframt verður 15-20 millj. króna varið til sérlána til efnalítils fólks. Fyrir öllum þess um ráðstöfunum mun ríkisstjórn in beita sér, en það liggur í hlut- arins eðli, að til þeirra þanf ýmsa nýja lagasetningu og breyt ingar á eldri löggjöf." Brotið blað í sögu íbúðabygginga „Með þessu samkomulagi hefir ríkisstjórnin sýnt þann vilja sinn í verki, að auðvelda ibúða- byggjendum að eignast þak yfir höfuðið. Og á það má leggja sér- staka áherzlu, að málum er þann ig hagað, að þeir sem búa við minnst efnin munu fá mesta úr- lausn á hverjum tima. Þess vegna brjóta þessar ráðstafanir blað í sögu íbúðabygginga hér á landi .Hér verður meira átak framkvæmt . en nokkur önnur ríkisstjórn hefir gert til þessa. Jafnframt því ber vel að meta þann skilning, sem verkalýðs- samtökin hafa sýnt á þeirri stað- reynd, að hér er um raunhæfar kjarabætur að ræða sem mun betur munu duga en hækkuð krónutala kaups.“ Lítt numið land fslendingur á Akureyri birtir nýlega forystugrein, þar sem komizt er að orði m.a. á þessa Ieið: „Við fslendingar lifum fámenn ir í stóru landi og lítt numdu. Þjóðin er enn ekki fjölmennari en smáborg í nágrannaríkjum, og um % hlutar hennar hafa þjapp að sér saman á litlum skika lands ins. Er þar um varhugaverða þró un að ræða. Höfuðborgin og ná- grenni hennar er hlutfallslega fjölbýlla land en annars staðar þekkist. Um þetta hefur margt verið rætt og ritað, engin ieið fundizt enn til að sporna við þess ari þróun, eða kannski ætti frem ur að nefna það öfugþróun. Til þess að nýta sem bezt land- kosti okkar er nauðsynlegt að íbúar Iandsins dreifist sem mest um byggilegustu héruð landsins alls, og hafa verig uppi um það ýmsar l llögur og áætlanir hvern ig því verði bezt fram komið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.