Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 11
MuSvikudagur 10. jfiní 1964 MORGU N BLADID 11 : ' vo~,o«mmoc'v«v FLUGUMSJON pi iriwT riDCDATirsKic Guðmitndur Jónsson og Kristinn Stefánsson við afgreiðsluborð flugumsjónar. pressuðum fötum með gljá- andi skjalatöskur 1 hendinnL Fólkið skimar fyrst eins og dáiitið utan við sig — kannski er það dagsbirtan, sem vekur furðu þess — og síðan gengur það inn í biðsal hóteisins. Við íyllgjumst meg straumnum og Bill Teaham frá Detroit snýr eér að okkur og spyr, hvort við séum íslendingar. Við evörum því játandi og hann Irefur mál sitt með þeim um- mælum, að hárlubbi og klæða burður ungu mannanna í vél- inni væri Bandaríkjunum til ekammar. — Maður gæti hald ið, að þessir strákar væru ald ir upp í píanókössum, en ég veit, að foreldrar þeirra eru vel efnaðir og það er engin éstæða fyrir þessa vitleysinga ®ð ganga um í þessum lörfum á ekki nokkur orð yfir þetta. Þetta eru bara asnar, eem halda ag þeir séu sniðug- ir. Við höfum búið það vel að •eskuxmi, að það er ósvífni að september 1 fyrirlestraferð. Heimsætki aðallega kaþólskar stofnanir oig svo býst ég við að ég lendi á heimssýningunni. Það er svo margt nýstárlegt að sjá þar. Á heimleiðinni ætla ég að stanza hér í nokkra datga. — Er almenn þekking á ís- landi fyrir hendi í Hollandi? — Nei, blessaðir. Við vitum ekkert um ykkur. — Hérna fylgdust allir með atburðum í samtoandi við gift ingu prinsessunnar ykkar. — Já, er það. Jú, þetta var mikið vandamál og mikið um það talað. Báðum aðilum urðu á mikil mistök. — Þér hefjið kannski áróð- ur fyrir ísland í stólræðum, þegar þér komið aftur til Hol- lands? — Já, því ekki það? En þið verðig þá að heita mér sæmi- legu veðri og móttökum í sept emtoer. Flugfreyjurnar bíða komn farþeganna um borð. hún láti sjá sig í öðrum eins druslum á erlendum vett- vangi. Hvað haldið þið, að útlendingar hugsi um okkur, þegar þeir sjá þessi ósköp? Ég er kominn á eftirlaun og fer á hverju ári til Evrópu með Loftleiðum og alltaf verða þessir vitfirringar á vegi manns. Það er nú annars tnerkilegt, hvað þetta gemgur vel hjá Loftleiðum. Það eru ®ðeins þrjú flugfélög, sem standa sig í heiminum, — bara þrjú. Það eru Loftleiðir, Air Lingus og E1 Al. Ég hef líka alltaf sagt, að.... I • - Inni við minjagripaverzlun- tna standa kaþólskur prestur og roskin kona. Þau ræðast við á hollenzku, en við spyrj- um, hvort við megum taka «f þeim mynd. — Jú, sjálfsagt hvað miig enertir, svaraði faðir Peters frá Grave í Hollandi. En því miður get ég ekki svarað fyrir frúna, hún er ekki mamma mín. — Ætlið þér að dveljast lengi í Bandaríkjunum? / — Nei. Ég verð þar fram í Bill Teaham hefur fylgzt með þessu samtali og tekst all ur á loft og vill láta okkur ræða við piltungana, sem hann hafði áður lýst með ófögrum orðum, og láta okkur komast að hinu sanna í málinu, — að þeir hafi ekki alizt upp í pía- nókassa. Og þarna eru þeir komnir John Tassano og Ge- orge Majors frá Kaliforníu. — Er þér ekki kalt á tán- um, George? — Nei. Er þér kalt? — Nei. Við íklæðumst allt- af _ einangruðum skóm hérna á Islandi. — Er alltaf svona bjart hérna á sumrin?, spyr Jöhn. — Já, í nokkra mánuði. — Okkur fannst þag hrein- asta paradis í Danmörku, þeg- ar birti klukkan fjögur eða fimm að morgninum. — Eruð þið búnir að ferð- ast mikið um meginlandið? — Já, svarar George. Við erum búnir að flakka í fjóra mánuði. Dvöldumst lengst í París og fórum svo á „þumal- fingrinum" um nágrannaríkin. — Eruð þið ekki í skóla? — Jú, við erum báðir í 'há- skóla, en fengum að sleppa siðara námstímatoilinu. Við lærum báðir ensku. — Hvað gerðuð þið í París, ef mér leyfist ag spyrja svona nærgöngullar spurningar? — Við heimsóttum aðallega listasöfn og þó einkum eitt lítið safn með verkum impress ionistanna. — Hveriiig hafið þið ráð á svona ferðalögum? — Pabbi á verzlun, svarar John. Við höfum verið til að- stoðar, og svo ferðumst við ódýrt. Okkur tókst að komast á átta döigum yfir Bandarík- in með því að veifa til bíla. á vegunum .Þannig ætlum við líka að ferðast frá New York til 'heimkynnanna. ®— Það líður senn að brottför Leifs Eiríkssonar. Áhöfn hans til New York hefur verið til- kynnt að ganga um borð. Við heimsækjum flugfreyjurnar í fremra eldhúsinu, þar sem þær sjá um að allt gangi sam kvæmt áætlun. Síminn á milli eld'húsanna og fram í flug- stjórnarklefann er í lagi, ofn- arnir hita sig og maturinn er að koma um borð. Það er í mörig horn að líta, því að skáp ar eru um 30 og ekki nema um 6 klst. til að leita að syk- urmolunum á leiðinni til New York. Erla Ágústsdóttir, sem er yfirflugfreyja í þessari ferð, segir stöllum sínum fjórum frá öllum leyndardómum eld- hússins, því að þær fljúga nú fyrsta sinni með Leifi Eiríks- syni. Þeir Olaf Olsen, flugstjóri og Ámundi Ólafsson, aðstoðar flugmaður eru önnum kafnir við að yfirfara svokallaðan „tékklista" og huga að hinum ýmsu tækjum, en það tekur allt að því hálftíma áður en vélin fer í gang. í farþega- klefanum situr Jackie Henk- ins, gamanleikari og þjáist svo af magaverk, að hann gat ekki farið út til að spóka sig í morgunsólinni. Hann var á ferðalagi milli herstöðva í Evrópu, sagði brandara uppi á sviði og fékk hermennina til að hlæja, — við vonum í það minnsta, að hann sagi ekki eintóma fimmaurabrandara — og hann segist aldrei gera grín að stjórnmálamönnum, klerka stéttinni eða kynferðismálum. Herra Henkins talar mikið, enda hefur hann frá ýmsu að segja. Hann segist hafa leikið í mörgum kvikmyndum með Jerry Lewis, en sé nú starf- andi hjá Gisela Gunther Agency í Frankfurt, sem láti alltaf starfsfólk sitt fljúga með Loftleiðum. Þvi miður verðum við að kveðja gamanleikarann, biðj- um hann að skila kveðju okk- ar til Jerry Lewis, og hypjum okkur í land, því að farþeg- unum hefur verið sagt að fara um borð. Þarna >ganga þeir up>p stigann, dauðfegnir að John Tassano og George Majors á hlaðinu fyrir framan flug- stöðina á Keflavíkurflugvelli. geta aftur hreiðrað um sig í sætunum, og hugurinn hvarfl- ar sennilega til Ameríku, sem bíður þeirra handan hafsins. Þegar allir eru komnir um borð köllum við til Erlu flug- íreyju og spyrjum, hvort tannstönglarnir séu áreiðan- lega komnir um borð. Hún segir, að þeir séu á bökkun- um — og þá er víst ekkert því til fyrirstöðu að LeifurEiriks son sé settur í gang og honum flogið í vesturátt. Farþegarnir girntust íslenzku lopapeysurnar í minjagripa- verzluninni. Tóniistarskoli Keflav'íkur með 100 nemendur TÓNLISTARSKÓLA Keflavíkur ’hefur verið slitið og próf farið fram og reyndist árangur mjög 'góður. Nemendur héldu 2 tón- leika innan skólans fyrir nem- endur og foreldra þeirra og svo almenna nemendatónleika í Bíó- höllinni fyrir styrktarfélaga Tón- listarfélagsins og aðra gesti. 34 af nemendum skólans komu þar fram og var leikið á píanó, fiðlu óg blásturshljóðfæri, auk þess 'sem lítill kvennakór kom þar fram ásamt 2 einsöngvurum. Alls voru 100 nemendur í öll- um deildum skólans og 7 kenn- arar. Ragnar Björnsson er skóla- stjóri og aðalkennari á píanó og honum til aðstoðar með byrjend- ur var Ragnheiður Skúladóttir, Herbert Hriberschek og Gunnar Egilsson kenndu á blásturshljóð- færi og í barnadeild Gíja Jóhanns dóttir á fiðlu og strengjahljóð- færi og Hanna Bjarnadóttir kenndi söng. Frá því að skólinn var stofnað- ur hefur alltaf verið um vaxandi aðsókn að ræða og eru nemenckir af öllum Suðurnesjum. — Tón- listarskólinn hefur nú fengið nýtt og gott húsnæði í æskulýðs- húsi Keflavíkur og nýtur styrks frá Keflavíkurbæ og Njarðvíkur- og Garðahreppi. í upphafi nemendatónleikanna fiutti Helgi S. Jónsson ávarp og Ragnar Björnsson skýrði starf skólans og veitti verðlaun skól- ans fyrir ástundun og mestu framför. Lionsklúbbur Keflavík- ur veitti verðlaun fyrir hæsta einkunn í skólanum, sem Bene- dikt Þórarinsson afhenti Soffíu Eggertsdóttur úr Garði. Voru það öll verk Schuberts. Tónleikum nemendanna var á- kaflega vel tekið og voru allir ánægðir með starfsemi skólans og framför hinna mörgu nem- enda. — hsj. Hestamót GELDINGAHOLTI, 8. júnL Sunnudaginn 21. júní n.k. efna tvö hestamannafélög Árnessýslu Smári í Hreppum og Skeiðum og Sleipnir, sem starfar í neðanr verðri sýslunni, til hestamóts hjá Sandlæk í Hreppum. Þar fara fram kappreiðar, góðhesta- keppni og hestasýningar. Ef að vanda lætur, munu koma þar fram margir kunnir kappreiða- hestar og góðhestar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.