Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðýikudagur 10. júní 1964 Fylgzt með viðdvöl Leifs Eiríks- sonar ú Keflavíkurflugvelli ÞAÐ eru tiltölulega fáir ís- lendingar utan fastráðinna starfsmanna Keflavíkurflug- vallar, sem hafa hugmynd um öll þau verk, er vinna þarf á öllum tímum sólarhrings, til þess . ag flugvélar í Atlants- hafsflugi fái þar góða og skjóta afgreiðslu. Flugflotinn hefur verið endurnýjaður og Keflavíkurflugvöllur er af þeim sökum ekki eins þýðing armikill og hann var, áður en stórar og langfleygar þotur tóku að þeysast um loftin blá. Flugvöllurinn á þó enn marga fastagesti í hópi smærri og hægfara farþega- og flutningavéla og smávéla, sem ferja þarf yfir hafið. Við- dvöl þeirra á íslandi er jafn- an stutt, og þjónustan, sem þær fá, verður að ganga greið lega. •— Þeigar við komum inn á Keflavíkurflugvöll um tvö- leytið aðfaranótt miðviku- dags var sem kvöldljóg ló- unnar á Miðnesheiði hefði sungið allt í fastasvefn, en yfirvaldið í flugvallarhliðinu var glaðvakandi og gaf okkur góðfúslega leyfi til að aka innfyrir, þegar Ijósmyndar- inn hafði gert grein fyrir öll- þeir Halldór Gestsson ag Ein- ar Knútsson hölluðu sér mak- indalega aftur í djúpum stól- um gegnt afgreiðsluborði flug umsjónar, og þag var að sjá sem þeim gerði svefnhöfugt. — Hvenær kemur vélin?, spurðum við. — Klukkan þrjú. Við bíð- um bara eftir að hún lendi — erum í fríi þangað til, svar- ar Halldór. — Og þið þekkið aúðvitað hverja skrúfu í henni?? — Nei, ekki ennþá. Við þurfum að venjast henni bet- ur. Einar V£ir úti í Kanada að kynna sér hana hjá verk- smiðjunum og kennir mér sennilega kúnstina, kappinn. Hér er hjá okkur Eugene Coburn frá Lockheed í New York og verður hann eftirlits- maður með störfum okkar hér þangað til við verðum taldir hæfir til að sjá um eftirlit upp á eigin spýtur. — Hvað varstu lengi 1 Kanada, Einar? — Við vorum fimm fslend- ingar hjá Canadair verksmiðj unum í fjóra mánuði, og einn Bandaríkjamaður að auki, en hann verður staðsettur hjá Loftleiðum í New York. Þá verður einn íslendinganna í y/r Hvítklæddír flugvirkjar aðstoða flugmennina við að setja hreyflana í gang. Þrýstilofti er dælt inn í nef flugvélarinnar til að snúa skrúfunum. um útbúnaði sínum og fengið þar með tryggingu fyrir að hann yrði ekki handsamaður fyrir smyigl á útleið. Bandarísk Viscount-vél rauf næturkyrrðina fyrir ut- an flugvallarhótelið, og þegar við komum inn í bygginguna urðu á vegi okkar útlendir elskendur, er sátu þar í sófa, og hann spurði, hvort hún væri hætt að elska sig, en hún sagðist vera orðin leið að bíða eftir flugvélinni. Þau höfðu ætlað fyrr um kvöldið með Loftleiða-vél vestur um haf, en þegar þau heyrðu að Leifur Eiríksson yrði á ferð- inni seinna um nóttina, ákváðu þau að breyta til og ferðast með þessum nýja far- kosti .Utan þessara tveggja var ekkert kvikt að sjá í far- þegasölum flugstöðvarinnar. Við ákváðum því að ganga á vit þeirra í flugumsjóninni í annarri álmu hússins, því að þar er ys og þys allan sólar- hringinn. Tveir flugvirkjar Loftleiða, ingi, ef maður ætlar að láta geisla af sér. — Er það eitthvað, sem þið hafið á ákveðinni starfsskrá hérna? — Ja, það er þetta eftirlit með bilunum, og.... — Nú að undanförnu hefur mikig borið á finnsku flug- félagi, Kar-Air, sem flýgur leiguflug með fólk á heims- sýninguna í New York. Þeir koma hingað nokkrum sinn- um í viku. Air France lætur Olaf Olsen, flugsíjórl, og Ásmundur Ólafsson, aðstoðarflug- maður, í stjórnklefa Leifs Eiríkssonar. Luxemborg, en við hinif hérna heima. — Þið hafið ebki varahluta birgðir hérna ennþá? — Nei, ekki fullkominn lag er, en það er stefnt að því að koma honum upp. Við för- um yfir skýrslu, sem áhöfn vélarinnar gerir um _ gang hennar á leiðinni til íslands austur eða vestur um haf, og ef eitthvað reynist í ólagi eig- um við að ganga úr skugga um hvað þag er, og gera við það, svo að vélin komist ör- ugglega áfram leiðar sinnar. Ef um alvarlegar bilanir er að ræða, verðum við að fá vara hluti hingað og getum við sett þá í, en allar meiriháttar viðgerðir og skoðanir eiga að fara fram í New York. — Ég sé að þið eruð i mjallahvítum samfestingum. — Já, flugvélavirkjun er ekki lengur eins og kola- mokstur. Verkin verða æ hreinlegri með til'komu nýrra flugvéla. Þó er því ekki að neita, að það er enginn þvotta efnissparnaður af þessum bún — Hvag bilar nú helzt? — Það er nú tæpast hægt að segja nokkuð ákveðið um það. Þó kemur stundum fyrir, að það fer að leka olíu eða benzíni. Við verðum líka að aðstoða fluigmennina, þegar þeir setja „Rollsann“ í gang. Við höfum hérna stóran þrýsti loftsmótor í vagni, sem dælir lofti um nef vélarinnar inn á hreyflana og snýr skrúfunum, þegar sett er í gang. Þetta gengur ekki hávaðalaust, svo að við verðum að hafa sím- samband við flugstjórann á meðan. Guðmundur Jónsson, starfs maður í flugumsjón tilkynn- ir okkur nú, að Leifur Eiríks- son sé yfir flugvellinum að búa sig til lendingar. Okkur lék hugur á að kynnast starfi flugumsjónar, sem Loftleiðir h.f. í Keflavík hafa annazt í tæp tvö ár. Það er systurfyrir tæki Loftleiða h.f. í Reykja- vík og gerði samning við rík- isstjórnina árið 1962 um rekst ur flugumsjónar á Keflavíkur flugvelli. — Er mikil umferð um völlinn, Guðmundur? — Umferðin nemur um 70- 100 flugvélum á mánuði, — það eru farþegaflugvélar ým- issa flugfélaga og farþegavél- ar bandaríska hersins, sem við höfum skipti við. — Hvaða flugfélög hafa hér aðallega viðkomu? flutningavélar sínar koma hér við, og við önnumst líka þjón- ustu við flugvélar Pan Ame- rican. Fjöldi annarra véla hef ur hér viðkomu, m.a. eru hér núna De Havilland flugvél frá Sameinuðu þjóðunum á leið austur um haf. Viscount-vél- in, sem lenti hér áðan verður hér í nótt og fer svo til Ev- rópu. Tvær . flutningavélar hersins eru hér líka í nótt. — Hvernig er afgreiðslu vélanna háttað? — Við erum í stöðugu sam- bandi með fjarriturum við ýmsar flugstöðvar og flugvél- ar í gegnum flugumferðar- stjórnina í Reykjavík og loft- skeytastöðina í Gufunesi. Við fáum flugáætlun vélanna senda hingað, og fylgjumst með þeim yfir hafið, sendum þeim veðurupplýsingar héðan og tilkynnum svo tollinum, benzínafgreiðslumönnum og þeim, sem sjá um hreingern- ingar í vélunum, um komu þeirra hingað. •— Kristinn Stefánsson, sem einnig vinnur í flugumsjón leysir nú Guðmund af hólmi og segir okkur frá þeim störf- um, sem fram eiga að fara meðan Leifur Eiríksson hefur hér viðdvöl. — Þegar áhöfn og farþegar hafa yfirgefið vélina og kom- ið hingað inn, verður hafizt handa um að hreinsa hana, fara yfir hreyflana o@ þvo Leifur Eiríksson hefur viðkomu á Keflavíkurflu gvelli. upp bakka og önnur ílát, sem notuð voru við veitingar á leið hingað. Því miður er ekki enn til nema einn umgangur í vélina, en í framtíðinni verð ur matur allur tilbúinn á bökk um, þegar vélin lendir hérna, og þá á hún ekki að þurfa að bíða hér lengur en 45 mín- útur. Við verðum að sjá um, að farþegar til íslands fari hér í gegnum tollinn, sjáum áhöfn inni, sem yfirgefur vélina hérna, fyrir ferð til Reykja- víkur, og svo þurfum við að ná tali af öllum farþegum á leið til Bandaríkjanna til að ganga úr skugga um, að vega- bréf þeirra séu í lagi. Ef ein- hver farþegi kynni að koma til New York með ógilt vega- bréf, gæti það kostað félagið 5000 dala sekt. Mikill hluti farseðla með Loftleiðum er seldur hjá ferðaskrifstofum og þær hafa ekki alltaf nægi- legt eftirlit með því að öll skilríki farþegans séu í lagi. Því miður er aðstaðan hérna á hótelinu slæm til móttöku á farþegum, er hafa hér aðeins stutta viðdvöl, en úr því ræt- ist með fyrirhuguðum breyt- ingum á húsnæðinu. Meðan flugvélin staldrar hér við tökum við á móti áhöfninni, sem á að fljúga henni vestur og semjum flugáætlun og hleðsluskrá með flugstjóra. Þetta er talsvert verk og krefst nokkurs undirbúninigs. í gær vorum við búnir að gera áætlun fyrir eina Cloud- master-vélina til New York. Hún átti upþhaflega að lenda í Gander til að taka eldsneyti, en vegna nýrra upplýsinga tim veður ákvað flugstjóri á síðustu stundu að koma við i Montreal ,og var öli áætlun gerð á ný með tilliti til þess. •— Kristján biður okkur nú að hafa sig afsakaðan, því að Leifur Eiríksson er lentur, og við fylgjumst með því, sem er að gerast úti á fluigvéla- stæðinu. Vélin kemur fyrir hornið á flugskýli miklu og á undan henni ekur lítil gul bif- reið með rauðu Ijósi á þakinu og sýnir flugmönnunum leið- ina þangað sem vélin skal stöðvuð. Ógnarhávaði fylgir þessu ferlíki, en innan stund- ar eru hreyflarnir stöðvaðir og tröppum er rennt að- báðum dyrum.. Hurðu-m er rennt frá, brosandi flugfreyja afhendir Kristjáni tösku með flugskil- rí'kjum og farþegalista, og far þegarnir, 140 að tölu ganga i land. Þetta er mjög sundurleitur hópur, fólk á öllum aldri, mis jafnlega klætt, og mesta at- hygli okkar vekja tveir hár- prúðir herrar í peysum og gallabuxum, annar berfættur í svokölluðurh Jesú-skóm, ó- venjulega tástór maður, en hinn í einum þeim göfugustu hnöllum, sem við höfum séð. Þarna er gömul kona með barnabarn sitt á handleggnum, kaþólskur prestur, ungt skóla fól-k með bros á vör, og heild- salar eða lögfræðingar í stíf- (Myndirnar tók Sv. Þormóðss.) SUMARNOTT í FLUGSTÖD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.