Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 27
Miðvikudagur 10 lún' 1964 MORGUNBLAÐIÐ 27 Til vinstri: Marteinn Þ. Gíslason ásamt konu sinni, Sigurlaugu Knudsen. Til hægri: Basil Boothby, ambassador Bretlands, afhendir Marteini heiðursmerki ð. Mlarteinn Þ. Gíslason hlýtur brezka B.E.IH.-orðu Fróðaklettur, nýr bátur AMBASSADOR Bretlands, Basii Boothby sæmdi ’í gær Martein Þ. Gíslason yfirverkstjóra kirkju- garða Reykjavíkur, heiðursmerk inu B.E.M. (British Empire Med- £>‘) • Afhendingin fór fram á heimili brezka ambassadorsins að — Flugvél Framh. af bls. 28 Árni hafði nýlokið við að sleppa áburðinum er óhappið varð. Rétt er að geta þess, ai er 300 kg. hefur verið sleppt úr vél af þessari stærð, breytast flugeiginleikar hennar verulega, og verður að gera ráð fyir því. Ekki ei Ijóst hvernig óhapoið refur borið að, enda gerir flug- maðurinn sér ekki grein fyrir því sjálfur. Virðist sem flugvelin hafi flogið nokkuð bratt í jörðina, síðan kastazt upp aftur. Enn lenti hún í jörðinni og við það hefur annað skrúfublaðið bognað um 160—170 gráður. Síðan tókst vél- in aftur á loft, sveif yfir lækjar- farveg, sem þarna er, og stað- næmdist loks um 100 metra frá þeim stað, sem hún kom fyrst niður. Sneri hún þá í norður. Þrátt fyrir að vélin fleytt' þarna kerlingar eftir jörðinni, er hún mekilega litið skemmd Skrúfan er að visu ónýt, svo og „hjólastellið", en vængir og búk ur heiit, utan smáskemmd á búkn um. Sjálfur slapp flugmaðunnn ómeiddur með öllu frá þess jm háska, f>g má það nær yfirnátturu legt teljast. Sigurður Jónsson, forstöðumað ur Loftferðaeftirlitsins, tjáði Mbl. í gær að vélin hefði verið gangsett á staðnum í fyrradag, og hefði þá mótorinn virzt ganga eðlilag i, a.m.k. í lausagangi. Yrði hann prófaður frekar í bænum Um orsakir óhappsins kvað Sig- urður enn allt á huldu. viðstöddum ættingjum og vinum Marteins. Hr. Boothby flutti á- varp, þar sem hann sagði, að Marteinn hefði af einstakri alúð og ræktarsemi séð um leiði 268 brezkra hermanna, sem féllu hér við land á stríðsárunum og eri hér grafnir. Marteini hefur starf að við kirkjugarða Reykjavíkur í 15 ár. Á stríðsárunum var hann verkstjóri íslenzkra vinnufolkka fyrir Breta. í stríðslok báðu yfi> menn herxiðsins hann að huga að leiðum fallinna hermanna. Hef- ur hánn gert það svo dyggilega, að sérstaklega hefur verið um það skrifað í brezkum blöðum. Aðeins ein.n íslendingur auk Marteins hefur hlotið M.B.E.- orð una. Er það Sigurður Ólafsson á Hornafirði, sem vann það afrek að bjarga brezkum flugmanni úx — Höggmyndir Framh. af bls. 28 eyri i tilefni af a’darafmæli bæj- arins. Loks má geta þess í sambandi við höggmyndir borgarinnar, að styttan af Þorfinni karlsefni eftir Einar Jónsson hefur verið flutt úr hólmanum í litlu Tjörninni og komið fyrir skamrnt þar frá í Hljómskáiagarðinum. Að lokum bað Geir Hallgríms- son, borgarstjóri, fyrir þakkir Reykjavíkurborgar til listamann- anna Ólafar Pálsdóttur og Ás- mundar Sveinssonar, sem ekki gátu komið því við að vera við- stödd, og sendi einnig kveðjur til frú Önnu, ekkju Einars Jóns- sonar. Lét hann í Ijós þá ósk, að þessi listaverk, sem nú hefur ver ið komið upp, eigi eftir að verða borgarbúum til yndisauka. sökkvandi flugvélarflaki í byrjun stríðsms. Mun mjög sjaldgæft, að útlendingum sé veitt þetta heið- ursmerki. — /Jbró/f/r hefur verði keppandi íslands á Evrópumeistaramótinu 1962. Stig Ohlsson, er aðalhvata- maður næst-sterkasta sundfélags Svíþjóðar Stockholmspolisens Idrotts Förening, og honum eru þakkaðar þær miklu framfarir, sem sundmenn og konur félags þessa hafa náð. Hann er farnr- stjóri hóps þessa. Stig er yfir’.ög- regluþjónn í Stockholmslögregl- unni. ár Tvísýn keppni Meðal keppnisgreina á afmæl- ismótinu er 4x50 m fjórsund karla og þar syndir afmælisbarn ið endasprettinn 50 m skriðsund í sveit ÍR. Með honum í sveitinni verða Guðm. Gíslason, Þorsteinn Ingólfsson og Hörður B. Finns- son. Keppnisgreinarnar eru annars fyrir karla 400 m skriðs., 100 m flugsund, 200 m bringusund og 200 m fjórsund. Fyrir konur verð ur 200 m bringusund, 100 m flug sund, 50 m skriðsund drengja og 50 m bringusund telpna. Erl. gestirnir eru ekki valdir af lakara taginu og eru bæði „stærstu vonir* landa sinna í sundi á Tokíóleikunum. Á skrið- sundi er Jan Lundin sterkari en okkar menn en Guðmundur á betri tíma á baksundi. En skemmtilegust verður án efa keppni þeirra í fjórsundi. Strange er öllu sterkari Hrafn hildi á skriðsundi og^flugsundi en Hrafnhildur launar henni án efa í bringusundinu. ★ En hvað sem úrslitum líður eru þetta góð verkefni fyrir okkar sundfólk í undirbúningi fyrir Olympíuleikana. HAFNARFIRÐI — í síðustu | viku kom hingað nýr bátur, Fróðakléttur, sem smíðaður er í Noregi, eign Jóns Gíslassonar. Hann er 251 lest að stærð og með 660 hestafla Listervél. Báturinn er að sjálfsögðu búinn öllum fullkomnustu siglinga- og fisk- leitartækjum, svo sem Zimrad- tæki, sem hefur 2500 metra rad- ius. Allur frágangur á bátnum er með ágætum og vistarverur hinar þægilegustu. — Keeler Framh. af bls. 1. mánaða fangelsi fyrir að bera ljúgvitni gegn söngvaranum Aloysius Gordon, en vegna góðrar hegðunar í fangelsinu var hún látin laus í gær. London, 9. júlí (AP—NTB). Þegar Christine Keeler var sleppt úr Holloway fangelsinu, biðu fréttamenn og ljósmyndar- ar þar fyrir utan. En henni tókst að komast á brott án þess að þeir næðu tali af henni. Hélt hún svo til einhvers staðar utan við London, þar sem var þar til í dag. í dag kom hún svo í leigu- bifreið ásamt lögfræðingi sínum til íbúðarinnar við Regents Park, þar sem fréttamennirnir biðu hennar. Nokkrir vegfarend- ur biðu fyrir utan húsið. og þegar ungfrúin steig út úr bíln- um hrópuðu þeir til hennar: Vel komin heim Christine. Við fréttamennina sagði Christine Keeler að hún vildi nú byrja nýtt og betra líf. „Það er désamlegt að vera laus úr fang- elsinu og orðin frjáls á ný. Mér líður vel, en ég ætla að njóta ferska loftsins. Það er ekkert skemmtilegt að vera í Holloway, og ég mæli ekki með fangelsinu, en það hefði getað verið verra.“ Ungfrúin taldi að sér h?f: —»r ið refsað ekki aðeins ' sem hún hafði gf einnig fyrir annað, i hafði látið ógert. Ekk. _ .iun frekari skýringar á því við hvað hún átti. En hún kvaðst hafa tekið út refsingu sína og vildi helzt slá striki yfir fortíðina. „Mið langar til að komast í kvikmyndir,“ sagði hún. „Ég veit að ég hef enga reynslu sem leikkona, og ég vil ekki lifa á fornri frægð. En einhversstaðar verð ég að byrja, og ég ætla að gripa hvert tækifæri, sem gefst. Mér skilst að ýmsir kvikmynda leikstjórar á meginlandinu hafi áhuga á að kanna leikhæfileika mína.“ En fyrst af öllu ætlar Christ- ine Keeler að hvíla sig. Hún segist ætla að fara út á land með móður sinni og stjúpföður og njóta fengins frelsis. Guðmundur Kristjánsson sigldi Fróðakletti GK-250 heim og verður hann skipstjóri á hanum, en báturinn fer á síldveiðar. Jón Gíslason á nú 10 báta og eru 6 þeirra gerðir út á síld en hinir á humar. Hann á enn von á nýjum báti, sem verið er að smíða í Noregi og verður af sömu gerð og Fróðaklettur. .......... jNorræna laga-1 1 nemamótinu 1 1 slitið 1 | í GÆRKVÖLDI var slitið| inorræna laganemamótinu,= |sem hér hefur staðið undan-l = farna daga. Var mótinu slit- = = ið með hófi í Þjóðlcikhúskjall = = aranum. í gærmorgun fluttiH = Armann Snævarr, háskóla-H H rektor, fyrirlestur um norr-s |æna samvinnu um erfðalög-s pgjöf. Síðdegis fóru fulltrúar= HÍ ferð til Þingvalla. Alls voru^ |6 fyrirlestrar fluttir á mótinu.= ÍÍÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIÍU — Beaverbrook Framhald af bls. 1 Neytti hann allra bragða til að útvega flugvélasmiðunum nauð- synleg hráefni, og afleiðingin varð sú að Bretum tókst að stöðva Þjóðverja í „Orustunni um Bretland“. Þekktastur er Beaverbrook lávarður af blöðum sínum, en þau eru: Daily Express, sem gef- ið er út í 4.500.00 eintökum, Sun- day Express í 4,3 millj. eintök- um, The Evening Standard í 750 þúsupnd eintökum og The Glas- gow Evening Citizen í 230 þús- und eintökum. — Finnland Framhald af bls. 1 í dag ákvað flokksstjórnin og þingmenn flokksins að hafna til- lögum Virolainens með tilliti til skiptingar ráðherraembættanna. í svari flokksins segir að flokks- stjórnin sé ekki andvíg Virolain- en persónulega, og vonist til að heyra frekar frá honum um st j órnarmy ndun. Svo virðist sem svar Finnska þjóðarflokksins útiloki það að mynduð verði meirihlutastjórn fyrr en þingið kemur saman að nýju í september. Dregii um hnattferð og þrjá bíla í kvöld Verðmæti kr. 700,000,oo Gerið skil - sími 17104 - Skyndihappdrætti Sjálfstæðisflokksins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.