Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 28
Stúlkumvnd Ólafar Pálsdóttur í garðinum framan við Kvennaskólann. Á myndinni sjást frá vinstri: Knútur Bruun, fulltrúi, Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri, Kagnar Jónsson, framkvæmda- stjóri Lístahátíðarinnar og Geir Haligrímsson, borgarstjórú (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) Tvær nýjar höggmyndir settar upp í Reykjavík: Útlagar Einars Jónssonar Stúlkumynd Úlafar Pálsdóttur TVEIMUR höggmyndum hefur verið komið fyrir í Reykjavíkur- borg, Útlögum eftir Einar Jóns- son, sem stendur á grasflötinni sunnan við gamla kirkjugarðinn við Suðurgötu, og stúlkumynd (Soffiu) eftir Ólöfu Pálsdóttur, sem sett hefur verið upp fyrir framan Kvennaskólann við Lækj argötu. Geir Hallgrímsson, borg- arstjóri, sagði að þótt hefði til hlýða að setja þessar höggmynd- ir upp nú í tilefni Listahátíðar- innar og voru framkvæmdastjóri hátíðarinnar og formaður Banda lags listamanna í hópi gesta, er borgarstjóri og borgarráð sýndu stytturnar, er settar voru upp í fyrrinótt. i>í voru einnig skoðaðar tvær höggmyndir, Móðir jörð og Syst- urnar eftir Ásmund Sveinsson, sem komið var fyrir í Laugar- dalsgarðinum í vor. Einnig skýrði borgarstjóri frá þvi, að í sumar mundu tvær aðrar stytt- ur verða settar upp í Reykjavík- urborg, Hesturinn eftir Sigurjón Ólafsson, sem er í steypingu í Noregi og verður komið fyrir á Hiemmi, og stytta af Einari Benediktssyni skáldi eftir Ás- mund Sveinsson. sem verður af- hjúpuð á Klambratúni á 100 ára afmæiisdegi skáldsins i haust. Stúlkumyndina eftir Ólöfu Páls dóttur, keypti Reykjavíkurborg og hefur látið steypa hana í bronz. Það er telpumynd, sem fer einkar fallega á fremur háum granít stalli í tTjágarðinum fyrir framan Kvennaskólann. Þessa sömu höggmynd keypti Árósa- borg í Danmörku á sínum tíma og prýðir samskonar bronzaf- steypa einnig þá borg. Styttunni Útlagar eftir Einar Jónsson er komið fyrir á stórum steini úr Öskjuhlíðinni á gras- flöt sunnan við gamla kirkjugarð inn. Horfir útlaginn, sem mynd- in sýnir með barn sitt í fang- inu og konuna látna á bakinu, í áttina að Hringbrautinni, en trjálundur myndar baksvið. Borg arstjóri skýrði frá því að stytt- an hefði verið steypt í kopar „ / i mm Útlagar Einars Jónssonar sunnan gamla kirkjugarðsins. (Ljósm. Mbl. Sv. Þ.) fyrir gjafafé írá forstjórum Nýja bíós, Bjarna Jónssyni og Guð- mundi Jenssvnj, í tilefni af af- mæli fyrirtækisins og fyrir á- góða af listaverkabók, sem Norðri gaf út. Styttunum eftir Ásmund Sveinsson hefur verið komið fyrir á grasflötum í Laugardals- garðinum. Móður jörð keypti Reykjavíkurborg af listamannin- um í tilefni af 70 ára afmæli Flugvélin sentist hundrað metra eftir jörðu — en flugmaðurinn slapp ó- meiddur og vélin lítt skemmd A MÁNUDAGSKVÖLDIH vildi það til í Hvalfirði, í hlíðinni skamrnt frá Ferstiklu, að áburðar dreifingarflugvél Sandgræðslunn ar hlekktist á. Var flugmaðurinn nýbúinn að sleppa áburðarfarm • inum er óhappið varð, en þá tók vélin niðri af elnhverjum orsák- um. Þeyttist hún í loftköstum yfir stokka og steina, um 100 metra, en nam síðan staðar. Hið furðulega gerðist að flugmaður- inn slapp án þess að fá srvo mikið sem skrámu, og sjálf er vélin til- tölulega lítið skemmd. Er þetta talið ganga kraftaverki næst, ekki sízt með tilliti til þess að í áburðardreifingarfiugi er alla Minnisvarði vegna afmæiis lýbveídisins Á BORGARRÁÐSFUNDl í gær var lögð fram tillaga frá þjóðha- tíðarnefnd um að reistur verði minnisvarði í tilefni af 20 ára afmæli lýðsveldisins og verði hann tilbúinn á 25 ára afmælinu. Er gert ráð fyrir samkeppni um gerð minnisvarðans, en ekki er nánar tiltekið um gerð þessa minnisanerkis. Þjóðhátíðarnefnd varðveitir sjóð, sem myndast hefur af sölu lýðveldismerkjanna og mun nú vera á 8. hundrað þúsund og er ætlunin að hann verði notaður í þessu skyni. Geir Hallgrímsson, borgar- stjóri, sem átti tal um þetta við fréttamenn, taldi ekki fráleitt að slíkt minnismerki mundi fara vel í nánd við fyrirhugað ráð- hús Reykjavíkurborgar. jafna flogið mjög lágt yfir jörðu, og slíkt flug er t.d. í Bandaríkj- unum talið áhættusamasta flugið þar i landi. Áburðardreifingarflugvélin er af Super-Cub gerð. Eru þa<5 tveggja sæta vélar, en í aftursæti er komið fyrir áburðartanki, sem rúmar ?.00 kg. af áburði. Flugmaðurjnn, Arni Guðmunds son frá Múlakoti í Fljótshlíð, er vanur áburðardreifingu, hefur flogið undanfarin ár þessari vél. Var hann þarna að bera á hlíð- ina fyrir ofan veginn skammt frá Ferstiklu, en Strandarhreppur mun bera kostnaðinn við það. Framhald á bls. 27 hans og hefur nú látið steypa hana í kopar. Og styttan af Svstr unum er samskonar afsteypa sem Reykjavíkurborg gaf Akur- Framh. á bls. 27 Höggmyndin Systurnar eftir Asmund Sveinsson. Móðir jörð Ásmundar Sveinssonaj- í Laugardalsgarðinum. Hinum ungu Reykvíkingum myndin greinilega forvitnileg. (Ljósm. Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.