Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 10. júní 196^ MORGUNBLAÐIÐ 21 — Ræða Ingólfs Jónssonar Framh. af bls. 15 haft réttinn í sinni hendi til að hækka verðið innanlands á vör- unum til þess að bæta upp hal’- ann á útflutningnum. Þessi ræðu maður gerði ákaflega m kið úr þessum rétti. En nvers virði væri sá réttur í dag? Dregið hefði lir sölu framleiðslunnar vegrui þess hvað hún hefur hækkað í ínnlendum markaði. í ársilok 1959 var þessum lögum breytt ©g útiflutningstrygging^fengin, og síðan hafa bændur að jafnaði fengið það verð sem þeim e'r aetlað. Þeir hafa jafnan fengið það verð og það er þess vegna mikils virði, og þessi útflutnings trygging mun gefa hverjum bónda í landinu á þessu ári að xneðaltali allt að 25 þús. kr. Og |það er mín sannfæring af ef þessi útflutningstrygging væri ekkr, mundi hvern bónda í landin.r vanta á þessu ári þessar 25 þús krónur. Og ég tel það mjög æski legt, að þegar bændur koma sam an, virðulegir bændafulltrúar, é ráðstefnu sem þessari, að þeir tali um þessi mál af raur.sæi og ekilningi, um leið og það er gagn rýnt, sem miður hefur farið, að það sé þá einnig viðurkennt sem Ibetur er gert, því þá er tekið meira mark á málflutningnum og því sem samþykkt er. Fá fullt grundvallarverð. Það er svo annað mál, að það hefur tekizt misjafnlega, þrátt fyrir þessa verðtryggingu, að láta bændur fá fullt verð. Tökum tii dæmis mjólkurbúin, sem hafa misjafna afkomu. Það er út af fyrir sig rannsóknarefni. Vinnslu kostnaðúrinn og reksturskostnað urinn hjá hinum ýmsu mjólkur- búum er ákaflega misjahi. En þrátt fyrir þetta mun það vera svo, að þeir sem hafa blandað bú, sauðfjárafurðir og mjólkur- afurðir, þeir munu fá fullt grund- vallarverð, enda þótt vanti nokkra aura á mjólkurverðið. Og það er vegna útflumingsuppbót anna, því annars mundi vanta mikið á grundvallarverðið. Þegar við ræddum um verðlagið ©g þegar við ræðum um verð- grundvöllinn og þetta skipulag allt saman, þá er eðlilegt að við sjáum nokkra vansmíð á. Og það er ýmislegt þarna sem mætti betur fara og vera í réttara formi. Og þrátt fyrir þær leið- réttingar, sem gerðar hafa verið é verðgrundvellinum tvó s.l. ár, þá er enn ýmislegt sem þarf að lagfæra. Og nú er mér sagt — ég hlustaði því miður ekki á ræðu íormanns Stéttarsamibands bænda í gær — að formaður Stéttarsambandsins hafi talið að nú vanti mikið á, til þess að bændur fái sannvirði fyrir vör- una. Ég er sannfærður um, og það má færa rök fyrir því, að verðgrundvöllurinn sé ekki enn þá réttur. En það má líka sýna fram á það, að hann hefur verið leiðréttur ákaflega mikið og er tiær því nú að vera réttur en nokkru sinni áður. Rétur verðlag-sgrundvöllur. Auðvitað er eðlilegt að bænd Ur vinni að því að fá réttari verðlagsgrundvöll. En til viðbótar því að verðgrundvöllurinn sé ekki talinn réttur, miðað við þær viðmiðanir, sem tíðkast f afa nú í 20 ár, síðan 1943, þá kemur nu 6Ú ósk fram, að bændur eigi að íá verð á landbúnaðarvörum, ekki miðað við iðnaðarmenn, sjó menn Og verkamenn t þeirri merkingu, sem áður hefui verið. heldur eigi nú að bæta við skip- stjórnarmönnum og öðrum yfir- mönnum á skipunum og verk- stjórum og fagmönnum i iðnaði. Ég verð að segja það að það má vel vera að það hafi verið rétt og sjálfsagt að miða við þetta í fyrstunni, í þessi 20 ár, eem hér er um að ræða. En það er ákaflega einkennilegt, að þett« skuli koma fram fyrst nú, að þetta skuli fyrst vera uppgötvað »ú eins og menn segja, að bænd - ur hefðu átt að flá viðmiðun við yfirmennina, verkstjórana og fag (nennina öll þessi ár. Ég segi: þetta er nokkuð seint fram komið, og ekki á heppileg- um tíma. Og ég gæti vel trúað því, að ef miðað væri við þessa yfirmenn alla, sem nú mega telj- ast hátekjumenn, ekki sízt þessa miklu aflamenn, sem um er að ræða, þá megi segja að bændur vanti mikið á grundvallaiverðið. Ég skal ekki fara lengra út i þetta að svo stöddu, enda má ég ekki tala alltof langan tíma í þetta rabb. Framleiðsluaukn- ingin í landbúnaðinurn síðustu árin er mjög ánægjuieg, og sýnir það, að bændastéttin heldur ekki að sér höndum. Bændastéttin heldur áfram að rækta og byggja og framkvæma og aldrei hafa framkvæmdirnar verið meiri heldur en s.l. ár. Fjárfestingin var mikil á s.l. ári, og það hefur verið sagt að bændur hafi stofn- að til skulda þá og þess vegna hafi afkoma þeirra ekki verið góð. Ég segi: 'Það er enginn mæli- kvarði á afkomu landbúnaðar- ins og bænda, hvort þeir hafi safnað skúldum á bessu óri eða hinu, heldur verður að gera sér grein fyrir því, hvers vegna skuldir hafi aukizt. Er það eins og var í gamla daga, að bændur stofni til skulda vegna neyzlu- vörukaupa? Ef bændur hafa stofn að til skulda á s.l. ári, þá er það vegna framkvæmdanna, það er vegna mikilla vélakaupa og vegna framkvæmda, sem ekki var hugsanlegt að búrekstur eins árs gæti greitt að fullu. Og ég held þess vegna, eftir þeirri kynn ingu, sem ég hef reynt að hafa á afkomu bændastéttarinnar á s.l. ári, að segja megi, þegar tekið er tillit til alls sem á að skoða, að afkoma bænda á s.l. ári hafi verið mjög sæmileg, enda þótt árferðið hafi ekki verið sem bezt hvað tíðarfar og grassprettu snertir. • Merkasta framfarasporið. Bændur tala oft um lánamálin, sem eðlilegt er, og segja að þau séu ekki í því horfi, sem æskilegt er fyrir bændastéttina. Ég er sam þykkur því að þessi mál standa mjög til bóta og við höfum ekki enn náð þeim árangri, sem verða mun í þessum málum. Stofnlána- deild landbúnaðarins hefur verið til umræðu hjá bændum. 1% gjaldið til stofnlánadeildarinnar hefur verið talið vítavert. Bænda hallargjaldið hefur verið talið sjólfsagt. Ég skal ekki fara út í það. Neytendur greiða 0,75% af vöruverðinu í stofniánadeildina, alveg möglunarlaust, en bændur ekki aðeins mögla, þeir fara í mál út af þessu gjaldi til þess að rétta sinn hlut, eins og þeir segja. Hvað gerðist ef þetta mál ynn- ist? Hvernig yrði ’andbúnaðar- lánunum þá háttað? Mundi þá ekki vanta peninga. S.l. ár lanaði stofnlánadeildin 10S millj. kr. til landbúnaðarins. Það er mikið á annað hundrað prósent hærra en 1950, sem ræktunarsjóður og byggingasjóður lónuðu þá til sam ans. Það er sagt að það eigi að koma fé úr ríkissjóði til búnað- arsjóðanna. Það hefur verið sagt áður. En landbúnaðarsjóðirnir voru gjaldþrota og þá hefur all- af vantað fé. Það hefur alltaf verið heimild í iögum til að lána 75% kostnaðar bygginga í sveit- um, það hefur aldrei verið hægt, það hefur farið niður í 25—30% vegna fjárskorts, hverjir sem ver ið hafa í ríkhstjórn. Ég er sannfærður um að hverj- ir sem verða í ríkisstjórn, verða lög um stofnlónadeild landbún- aðarins og 1% gjaldið aldrei af- numið. Ég er einnig sannfærður um að framtíðin mælir með og styður þessa löggjöf, því að stofn lánadeildin mun í framtíðinni verða sú lyftistöng fyrir landbún aðinh sem landbúnaðurinn hefði alltaf þurft að eiga. Furðuleg málssókn. Ég skal ekki ræða meira um þetta og ekki heldur málssóknina. Úrskurður fellur í því máli eins og öðrum og framtíðin mun áreiðanlega dæma um það, hvort það var æskilegt, hvort það var til hagsbóta fyrir landbúnaðinn að leitast við að afnema þetta gjald. Nú er sagt að jafnvel meirihluti bænda fylgi þessari málsókn. Það hefur verið sagt að í einu stærsta búnaðarsambandi landsins hafi verið samþykkt að styðja þessa málsókn. Ég hef sannar fréttir af því, að aðeins 24 fulltrúar af 56 vildu greiða atkvæði með því að lýsa samúð sinni með máisókninni. í öðru búnaðarsambandi hef ég fréttir um það, þar sem 8 fulltrúar voru mættir, að fjórir hafi greitt at- kvæði með, þrír á móti og einn setið hjá. Fylgi bændastéttarinn- ar við málsóknina er því ábyggi- lega mjög í molum. Afurðalánin hafa hækkað. Það hefur verið rætt um af- urðalánin og að þau séu of lág. Ég er samþykkur því, að afurða- lánin ættu að vera hærri, þau þyrftu að vera hærri. En það hafa ekki verið enn sem komið er til peningar í Seðlabankanum til þess að veita meiri fyrirgreiðslu. Það er ekki rétt sem sagt hef- ur verið, að afurða- og rekstrar lánin séu nú þau sömu að krónutölu og 1958, því afurðalán- in til landbúnaðarins hafa hækk að um 44,5% tii landbúnaðarins og 43,5% til sjávarútvegsins, auk þess sem viðskiptalbankarnir hafa aukið rekstrarlánin til land búnaðarins mjög undanfarið og nú s.l. vor var sérstök fyrir- greiðsla veitt, margir milljóna- tugir vegna áburðarverzlunar í landinu, til þess að hægt væri að veita bændum greiðslufrest á áburði. Ég segi þetta aðeins vegna þess, að það hefur stund- um verið fullyrt, að lítil eða eng- in fyrirgreiðsJa fáist nú fram yfir það sem var 1958, en ekki vegna hins að ég telji að þetta sé nægi- legt. Ég tel að það væri æski- legt að bændur geta fengið 90% af vöruverðinu strax greitt og tel að því beri að vinna. En það hefur aldrei verið hægt og bænd- ur hafa aldrei síðan ég man eftir mér fengið hærri prósentur út- borgaðar strax heldur en þeir fá nú. En við skulum vera sam- mála um að það sé æskilegt að þetta breytist til batnaðar. Óraunhæft frumvarp. í gær ó Stéttarsam.bandsfund- inum var eitthvað rætt um frum varp Stéttarsambandsins um breytingu á framleiðsluráðslögun um, sem mér var sent og samþ. var á síðasta Stéttarsambands- þingi. Það var spurt um það, hvers vegna ég hefði ekki viljað flytja þetta mál. Það er eðlilegt að spurt sé að því. En stjórn Stéttarsambandsins veit ástæð- una. t nóvembermánuði s.l. til- kynnti ég stjórninni að ég mundi ekki vilja flytja frumvarpið. Það var ekki vegna þess að það fékkst ekki samkomulag um það hjá ríkisstjórninni. Ég hef ekki rætt þetta mál á ríkisstjórnar- fundi. Ég ber einn ábyrgð á því að þetta frumvarp hefur ekki verið flutt. Og það er vegna þess að ég hef hugsað um þetta mál og tel að það hefði ekki verið bændastéttinni til gagns að fá frumvarpið flutt eins og það er úr garði gert. Það eru ýms at- r;ði í frumvarpinu, sem eru mjög hæpin og vafasöm, enda þótt þar séu nokkur, og kannski fleiri, sem standa til bóta, og önnur al- veg óþörf. Ef slíkt frumvarp á að flytja til breytinga á fram- leiðsluráðslögunum, þá þurfa að koma þar inn tvö stórvægileg at- riði, sem ég æt.la ekki að gera að umtalsefni hér. En ég mun ófá- anlegur til þess að flytja frum- varp um breytingu á framleiðslu ráðslögunum, nema þau komi einnig til. í öðru lagi verð ég að segja það, að þó þetta frumvarp kæmi frá Séttarsambandsfundinum, þá var nú ekki aldeilis einhugur þar um þá stefnu, sem frumvarp- ið markaði, og Stéttarsamibands- fundurinn er nú heppinn að hafa ágæta og nákvæma fundaritara. Það væri þess vegna eðlilegt að rifja upp atkvæðagreiðsluna frá síðasta Stéttarsambandsfundi um þetta mál, og kemur þá fram, að stórvægilegar breytingartil- lögur, sem valda algerri stefnu- breytingu á þessu máli voru felldar með 1—2 atkvæða mun. Ég held því að það sé ýmislegt í þessum málum, sem bændur eiga eftir að athuga betur, áður en að því ráði verður horfið að breyta lögum um framreiðslu- ráðið. Vitanlega verða lögin um fram leiðsluráð endurskoðuð, það hlýt- ur að því að koma. En þegar það verður gert, þa á að gera það ótvírætt til umbóta fyrir bændur um leið og sýnd er þjóðhollusta og samstarfsvilji við aðra, sem bændur þurfa að hafa samskifti við. Búreikningur nauðsynlegur. Það er enginn vafi á, að bænd- ur geta komizt langt í að ná því marki, sem þeir keppa að, án breytinga á lögunum. Og það er með því að gera nákvæma og marga búreikninga, . og það er fyrst núna á fjárlögum 1964, sem veitt er fé að nokkru ráði til þess að gera búreikningana. Ég verð að segja það, að úr því að þessi lög sem við byggjum verð- lagið á, er nú orðin 20 ára gömul, þá er mál til þess komið að við förum að gera búreikninga og leggja trausta undirstöðu undir þær kröfur, sem bændur hafa í frammi um verðlagið. Það er eng inn vafi á því að bændur ná sínu marki, ef þeir rökstyðja mál sitt með tölum og rökum. Ég vil segja það hér a þessum stað, ég skal standa með ykkur í því að efla búreikningaskrifstofuna. Það má vel vera að það sé of lítið fé, sem hún hefur fengið, þó það sé nú fyrst nokkuð að ráði, 300 þús. kr. Má vel vera að það sé of lítið og þurfi að bæta við það. Ég mun mæla með þyí, ef það er talið nauðsynlegt. Ég held að það geti styrkt Saænda- stéttina. miklu meira en ein- hver lagabókstafur, sem ekki er unnt að fara eftir. Þetta mál er nú orðið miklu lengra en það átti að vera í fyrstu, og vil ég því ljúka máli mínu. En ég vil að lokum segja það, bændur góðir, að ég efast ekkert um ykkar, skilning á þjóð félagsmálunum og við erum á- reiðanlega ailir sammála um, að landbúnaðinn eigi að efla, að landbúnaðinn eigi að treysta, að bændurnir eigi ekki að bera minna úr být.um heldur en aðrar þjóðfélagsstéttir. Þetta erum við áreiðanlega ailir sammála um. Við skulum sameinast um að vinna að því á raunhæfan hátt. Við skulum þá einnig sameigin lega fagna þeirri niðurstöðu sem. fengin hefur verið með því sam komulagi, sem ég minntist á í upphafi. Því það er áreiðanlega ekki síður tii hagsmuna fyrir landbúnaðinn og bændastéttina heldur en fyrir aðra þjóðfélags- borgara í landinu. Bráðubirgða- skýli á Egils- staðaílugvelli Egilstöðum, 9. júní. UM miðja þessa viku verður loik- ið við að reisa bráðabirgðaskýli fyrir farþega á Egilsstaðarflug- velli ,en skýlið þar brann í vor svo sem kunnugt er, og hefur verið vandræðaástand á vellin- um síðan vegna húsnæðisskorts. En nú er sem sé að rætast úr því. í sumar er fyrirhugað að hefj- ast handa.við byggingu á vellin- um ,sem skal verða varanleg. Bráðabirgðaskýlið, sem nú er verið að reisa, er úr timbri. Neðri hæð gamla flu.gturnsins er not- uð að nokkru leyti, en nýja við- bótin er um 50 fermetrar. Verkið hefur gengið fljóbt og vel. — Fréttaritari. „í fjötrum" eftir Jón Benediktsson HÖGGMYNDIN fremst á neðstu myndinni á bls. 10 í Mbl. í gær er eftir Jón Benediktsson (ekki Guð mund Benediktsson eins og mis- ritaðist). Nefnist hún „í fjötr- um“. Einu einleiks- hljomleikar Askenazys í kvöld í KVÖLD kl. 21 heldur sovézki píanóleikarinn, Vladi- mir Askenazy, hljómleika í Háskólahíói og eru það einu einleikshl jómleikar hans I Reykjavík. A fimmtudags- kvöld leikur hann í Keflavík og á föstudagskvöld í Vest- mannaeyjum. Á efnisskránni eru sónata í a-moll K-310 eftir Mozart, Fantasía í C-dúr op. 17 eftir Scliumann og Myndir á sýiv- ingu eftir Moussorgsky. Merkir tónleikar TÓNL.EIKAR þeirra Vladimir Askenazys og Kristms Hallsson- ar i samkomuhúsi Háskólans í fyrrakvöld, voru merkisviðburð ur í tónlistarlífi okkar. Þeir voru einn þátturinn í listahátíðinni, sem nú stendur yfir. — Kristinn söng ljóðaflokkana ,.An die ferne Geliebte" eftir Beethoven og „Dichterliebe" eftir Shumann. — Askenazy lék As-dúr sónötu Beet hövens op. 110. Eflisskráin var því mjög vel valin og samræmd. Yfir söng Kristins hvíldi sannur menningarbragur. ÁUt var vand lega yfirvegað og fágað, og ílutt af djúpum skilningi á ljóði og lagi. Hefi ég aldrei heyrt þessum snjalla söngvara takast eins vel upp og í þetta sinn, og er þá mikið sagt. Vakti söngur hans að vonum mikinn fögnuð áheyrenda, og varð hann að syngja aukalög að lokum. Um píanóleik Askenazys er ó- þarft að fjölyrða. Sónata Beet- hovens var leikin af skáldlegum innblæstri frá upphafi til enda. Hér er sé listamaðar að verki, sem hefur til að bera alla þá kosti, sem píapósnilling mega prýða: fullkomnustu tækni, sanv- fara geysimiklum rnúsikgáfuxn og öruggri stíltilfinningu. Einnig sem undirleikari var Askenazy hinn sami meisitari, sem túlkaði, ásamt söngvaranum, innihatd textanna og laganna, svo vel, að úr var fullkomin listræn heild. P.L Akranesbátar AKRANESI, 8. jún, — Vb. Reya ir var alfyrsti bátur, sem norður fór á síldveiðar héðan. Hann sigldi á föstudagskvöld. Annar var vb. Skipaskagi, er lét úr höfn á laugardag. Eftir miðnætti í nótt hafa þessir fjórir allt klárt til að sigla: Höfrugiur II., Sig- rún, Haraldur og Skírnir. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.