Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 18
MOHGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. júní 1964 ie Erlendur Jónsson og þjóðsöngvarnir EINS og lesendum Morgunblaðs- ins er kunnugt, reit Erlendur Jónsson, bókmenntaþátt í blaðið 7. maí, ag fjallaði hann að mestu um þjóðsöng íslendinga. Ummæli Eriends Jónssonar um ljóð Mattbí asar Jochumssonar og lag Svein- bjarnar Sveinbjörnssonar knúðu mig til andmæla í grein, sem ég lét birta í Morgunblaðinu 14. maí. Vil ég nota hér tækifæri til þess að þakka öllum þeim mörgu, stm 'hafa sent mér kveðjur og lát ið í ljós ánægju sína og þakk- iæti fyrir þessa grein. Það er ekki nein ný bóla, að menn standi á öndverðum meiði í skoð- unum. Oft getur það skýrt mál- eíni og vakið menn til umhugsun ar um þau, að ólík afstaða sé xædd á vettvangi blaðanna. Ég þóttist hafa gætt fyllstu hógværð ar í grein minni og varð því meir en lítið hissa, þegar Erlendur Jónsson þaut upp eins og naðra í grein, sem hann birtir í Morg- unblaðinu 28. maí, vegna þesarar greinar minnar. Það er ekki Morgunblaðsmönnum að kenna. að nokkur dráttur hefur orðið á þvi, að ég svaraði grein hans Satt að segja var ég í fyrstu að hugsa um að svara henni ekki, þvj þar var ekki mörgu að svara, þótt nú hafi undizt svo til, að ég rita þessar línur. Erlendur Jóns- son hefur ekki séð sér fært að mótmæla neinni af athu.gasemd- um mínum, að einni undantek- inni, og skal hér vikig nokikrum orðum að því atriðL Eriendur Jónsson byrjar grein sina á þennan hátt: „Það er ein- fcennilegt, að varla er hægt að ræða svo nokkurt mál hér á landi, að ekki séu samstundis lcomnir á vettvang einhverjir menn, sem allt þykjast vita, upp- fullir með alls kyns „leiðrétting- ar‘!, sem enga stoð eiga í veru- leikanum, en eru settar fram af því meira sjálfstrausti sem þær eru fjarstæðari. Einar M. Jóns- son hefur ekki getað við bundizt að fetta fingur út í það, sem ég sagði um þjóðsöng íslendinga. Hann bregður fyrir sig grímu hins trausta leiðbeinanda og hef- ur máls á þessum orðum: Erlend- ur virðist halda....“ Svo mörg eru þau orð. Les- endum blaðsins mun fljótlega skxljast upp úr hvaða jarðvegi þau eru sprottin. En bókmenntafræðingurinn og að því er virðist verðandi ritdóm ari Morgunblaðsins verður að minnast þess, að það er prent- frelsi hjá þjóð okkar, og enn höf um við losnað við það, að hugs- un og skoðanir séu einokaðar. Það eina, sem Erl. Jónsson mót mælir af því, sem ég hélt fram í grein minni, er það, að Eld- gamla ísafold hafi verið þjóð- söngur íslendinga og Ó, guðs vors lands ekki viðurkenndur sem þjóðsöngur fyrr en um það leyti sem þjóðin endurheimti sjólf- stæði sitt. Erl. Jónsson segir, að rökstuðningur minn fyrir því, að Eldgamla ísafold hafi verið þjóð- söngur íslendinga, sé bæði óskýr og barnalegur. í sjálfu sér er ekki hægt að færa fyrir þessu mikil rök. Eldgamla ísafold var al- drei löghelgaður sem slíkur. En þó skal nú smávægilegu bætt við það, sem áður var sagt. í grein sem birt var í Morgunblaðinu snemma árs 1921, nafnlausri og að öllum líkindum eftir ritstjór- ann, er sagt frá því, að í flest- um erlendum jöngbókum sé Eld gamla ísafold^talinn þjóðsöngur íslendinga og þess getið um leið, að kvæðið sé ekki vel til þjóð- söngs fallið, þar sem lagið sé al- útlent. Sigurður magister Skúla- son hefur ritað ágrip af bók- menntasögu, og var það prentað aítan vig 3. útgáfu af Kennslu- bók í íslenzku eftir hann. Ég kenni þessa bókmenntasögu við rcinn skóla. Þar segir hann um Biarna Thorarensen: „Þar (í Khöfn) orti hann innan við tvít- ugt þjóðsönginn íslands minni, í,,Eldgamla ísafold“). — Nú er líklegt, að einhver láti þau orð falla, að Erlendur Jónsson hafi líka skrifað bækling, sem beri nafnið fslenzk bókmenntasaga, og mætti því ætla, að hann væri ekki síður ábyrgur orða sinna og fjölfróður um þetta atriði. En ef ég ætti að hlíta leiðsögn annars tveggja þessara manna í bók- menntalegum efnum, mundi ég hiklaust velja Sigurð magister Skúlason. Eftir að hafla farið lauslega yfir þennan bækling Erl. Jónssonar, er mér minnis- stæðast það, sem hann segir um Þorpið eftir Jón úr Vör. Um þá bók segir hann: „Þetta er þó ekki raunsæ mynd af þorpinu heldur „glansmynd“ — fegraðar minn- ingar höfundarins frá æskuárun- um.“ Þeir, sem hafa kynnst fá- tækt og umkomuleysi fjölda fólks í sjávarþorpum á íslandi fyrir 1920 og á kreppuárunum, vita að lýsingin er sönn. Ég hef aldrei vitað raunsærri mynd fcrugðið upp í knöppu formi. Ég vil leyfa mér að tilfæra enn orð Erl. Jónssonar. Hann segir: ,,Hann (E.M.J.) heldur að dýrð- arsöngur Bretakónga, God save cur gracious king, sem menn iauluðu stundum með Eldgömlu ísafold og fleiri góðum vísum, hafi verið þjóðsöngur íslendinga í heila öld. Það vill til, að Bretar eru ekki að ragast í smámunum. Eða hvað skal segja um Ham- let Shakespeares, sem hér hefur verið leikið mánuðum saman, er það ekki aldeilis orðið íslenzkt skáldverk?" Nú er þjóðsöngur hvort tveggja í senn, Ijóð og lag. Bjarni hefur bersýnilega byggt sitt fræga kvæði á laginu. Það er því engu smávægilegu, sem þetta brezka lag hefur komið til leiðar hjá þjóð okkar. Við það er ort ættjarðarljóð, sem varð svo á- ■hrifamikið með íslenzkri þjóð, að það er talið hafa innleitt rómantísku bókmenntastefnuna hér á landi. Það var lært og sung ið af allri þjóðinni í 100 ár, og ábrifa þess gætti á fjölmörgum sviðum. Eldgamla ísafold, Fjall- konan, varg tákn landsins og er það enn. Að vísu er Fjallkonu- hugmyndin ekki komin frá Biarna. Hún er eldri, að því er ég bezt veit komin frá Eggert Ólafssyni. En Bjarni mótar hug- myndina. Með kvæði sínu leiðir hann Fjallkonuna til sætis í hjörtum íslendinga. Fyrsta erind ið í þesum gamla þjóðarsöng okkar kom ýmsu til leiðar. Það inspíreraði Gröndal, er hann gerði sína frægu þjóðhátíðar- mynd 1874. Eftir það var Fjall- konunni tryggt enn öruggara sæti. Eitt elzta og lang- lifasta blað landsmanna fékk nafnið ísafold og annað fékk Fjallikonu-heitið. Árum eða jafnvel áratugum sam- an, allt fram yfir 1920, komu myndir af Eldgömlu ísafold inn á hvert heimili á landinu, þar sem kaffisopi var drukkinn. Þökk veri þeim Bjarna og Benedikt. — Mér finnst það vera fyrir neð- an allar hellur, að þetta fræga kvæði Bjarna Thorarensens skuli aldrei heyrast sungið nú á dögum við hátíðleg tækifæri, t.d. 17. júní, þann dag, sem Fjallkonan ávarpar börn sín. Að vísu er lag- ið brezkt, en við höfum fleiri er- lend lög við íslenzk ljóð — jafn- vel þjóðsöngslag Svía. Annars vil ég taka þag fram, að ísólfur Pálsson gerði gott lag við þetta kvæði Bjarna. Ef ekki þætti vel við eiga, að syngja brezka lagið nú á dögum við þetta fræga kvæði, væri hægt að taka upp lsg Isólfs Pálssonar. Lagið lærði ég í mínu og hans byggðarlagi, þegar ég var barn. — En svo ég víki aftur að Erlendi Jónssyni. Þykir lesendum Morgunblaðsins ekki vera þó nokkur munur á þeim þjóðlifsáhrifum, sem þau 'hafa valdið brezka sönglagig og Hamlet Shakespeares, jafnvel þótt hér hafi það „verig leikið mánuðum saman“, og jafnvel þótt þýðinguna hafi annazt snill- ingurinn Matthías Jochumsson. Ég verð enn á ný að haga orð- um mínum þannig: „Erlendur Jónsson segir.“ Já, hann segir. „Sú staðhæfing Einars M. Jóns- sonar, að dýrðarsöngur Breta- kónga hafi verið þjóðsöngur ís- lendinga, af því að hvert barn 'hafi lært hann, er vitanlega út í hött, enda var þá með sama rétti hægt ag kalla Gamla Nóa þjóðsöng“. Nei, Erlendur Jónsson. Svo auðleyst var málið ekki. Eld gamla ísafold er ættjarðarljóð, ort af íslendingi. Hins vegar er Gamli Nói þýtt ljóð um erlent efni með erlendu lagi. — En vita skuld getur eitt Ijóð og lag ekki orðið þjóðsöntgur, fyrr en öll þjóðin kann það, elskar og virðir. ^ Þá kem ég að þjóðsöng okkar Ó, gug vors lands. Bókmennta- fræðingurinn lét að því liggja í fyrsta þætti sínum, að ljóð og lag væri þjóðsöngur síðan löngu fyrir aldamót. Nú hefur hann nokkuð dregið úr þessu í svar- grein sinni, en vill þó álita, að Ó, guð vors lands hafi verið orð- inn „þjóðsöngur í vitund manna“ þegar tuttugasta öldin gekk í garð, vegna þess, að þá hafi ljóð- ið verig leikið af lúðrasveit áður en Þórhallur Bjarnason hafi flutt ræðu. Frekar þykir mér þessi rök færsla vera veigalítil. Vitaskuld var lagið oft og einatt leikið og sungið ásamt öðrum lögum. Ekk- ert var eðlilegra en að leika það og syngja um aldamótin, þar sem þetta er í raun og veru tíma- skiptaljóð. Ég minnist þess frá því ég var bam, að Ó guð vors lands var venjulega sungið við guðsþjónustu um áramót, án þess að það væri á þeim ,stað orðið „þjóðsöngur í vitund manna." Nú vil ég víkja aftur að rit- stjórnargrein Morgunblaðsins frá 1921. Þar er stungið upp á því, að Ó, guð vors lands verði lög- helgaður sem þjóðsöngur íslend- inga, þar sem Eldgamla ísafold sé illa til þjóðsöngs fallið. Ég roinnist þess, þá barn, að Sigurð- ur Heiðdal rithöfundur flutti ræðu 19. júní það vor á Stokks- eyri Oig talaði um verðandi þjóð- sóng og skyldur íslendinga við fósturjörðina. Bað hann um, að söngflokkurinn syngi Ó, guð vors lands og 'hvatti alla til þess að taka ofan höfuðfötin, meðan lagið væri sungið. Var fúslega crðið við þeirri áskorun. Fyrir 1918, meðan fsland var enn „óaðskiljanlegur hluti Dana- veldis", þurftu íslendingar ekki mikið á þjóðsöng að halda erlend is, svo varla hefði verið ástæða fyrir Breta „að ragast í smámun- um“ sem þeim, að íslendingar voru að raula lagið God save our king hér innan lands. En þegar þjóðin hlaut aftur fullt sjálfsfor- ræði, var þegar í stað öðru máli að gegna. Páll ísólfsson hefur sagt mér, að Danir hafi, þegar hér var komið, þurft við ýms tækifæri á íslenzkum þjóðsöng að halda, og hafi þeir þá farið að leika Ó, guð vors lands, þar eð þeir kunnu illa ljóðinu Eld- gamla ísafold, þar sem níð var um Dani og Danmörku og lagið brezkt. Hafi Danir verið öllu íyrri til en við hér heima með Ó, guð vors lands. 24. maí reit Erlendur Jónsson annan bókmenntaþátt sinn í Morgunblaðið. Tveir menn hafa andmælt ýmsu í þeirri grein, þeir Jón úr Vör og Snæbjörn Jónsson. Vonandi hefur upprenn andi ritdómari Morgunblaðsins ekki hlaupið svo herfilega á sig í þessum skrifum sínum með alls konar fullyrðingum, að hann verði fullkomlega orðvana og standi uppi eins og þvara. Ég hiakka sérstaklega til þess að lesa svar hans við grein Snæ- bjarnar Jónssonar, þeirri, sem ber nafnið: Furðuleg fjarstæða, en fáir munu hafa undrazt heitið. Vonandi er, að bókmenntafræð- ingurinn láti í þeim svargrein- um sínum koma fram ofturlítið af skynsamlegum rökum, en minna af sjálftoirgingshætti og vandræðalegri hótfyndni heldur en var í svargrein hans til mín. Erlendur Jónsson lýkur svari sínu til mín með þeirri áskorun, að ég lesi mér til, áður en ég fari af stað með fleiri leiðrétting ar. Ég hef slælega brugðist við þeirri áskorun, en þó lítillega, og læt ég hér með máli mínu lokið. , Einar M. Jónsson. 1 - SJALFsjy - ÞRiR BILAR Verðmæti 700 þús. — Dregið í dag. Happdrætti Sjálfstæðisflokksins. Karlmannaskór ensldr og ítalskir nýkomnir tx: * Snorrabraut 38. Sími 18517. Markaðurinn Hafnarstræti 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.