Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 26
26 MORCUNBLAÐIÐ r Miðvikudagur 10. Júní 1964 “ ’ “ v S w** m * ’**' ** «**>••«* * m m ** “ 91 ........... ................ ................ wiw<i.v4m*m*i J Jónasarmót ÍSt í sundi á Baugardag: Þrír sundmenn koma frá Danmörku og Svíþióð Fimmtugt afmælisharn synd- ir endasprett í boðsundi Á LACGARDAGINN efna ÍR-ingar til sundmóts í Sund laug Vesturbæjar. Er það svo nefnt „Jónasarmót" baldið til heiðurs Jónasi Halldórs- syni sem í rúmlega 20 ár hef- ur þjálfað ÍR-inga en er nú senn að láta af þeim störfum. Fá ÍR-ingar hingað bezta sundmann Svía, Jan Lundin, beztu sundkonu Dana, Kir- sten Strange og bjóða auk þess Herði B. Finnssyni, kunn um ÍR-ingi, sem verið hefur við vinnu og sundæfingar í Stokkhólmi í hálft annað ár, hingað heim og vera má að hann verði fyrsti fslendingur inn til að ná lágmarki til Olympíuleikanna í Tokíó. ár Góður ferill ÍH -ingar telja Jónas Halldórs- son eiga alveg sérstæðan feril að baki í ísl. sundíþrótt. Fyrst Argentína 1 vann ARGENTÍNA vann England í „litlu heimsmeistarakeppn-t inni“ s.I. laugardag með 1—0. Með þeim sigri vann Argen- tina keppnina, vann alla sina leiki og fékk ekki á sig eitt einasta mark, en skoraði 6. Englendingar voru heldur ó- heppnir í þessum leik gegn Árgentínu og gefa úrslitin ekki rétta mynd af gangi leiks ins. Brazilia vann Portúgal með 4—1 og urðu endanleg ! úrslit í keppninni þessi: ‘ Argentína 3 3 0 0 6—0 6 Brazilía 3 2 0 1 9—5 4 England 3 0 1 2 2—7 1 Portúgal 3 0 1 2 2—7 1 var hann um 15 ára skeið ókrýnd ur konungur sundsins hér á landi og setti 57 íslandsmet, sem var algert einsdæmi. Síðar hefur hann um 20 ára skeið verið þjálf ari og áunnið sér frægðarorð fyrir, eins og verk hans —- í stór- um hópi afreksfólks á sundsvið- inu — tala skýrustu máli um. Af þessu segjast ÍR-ingar vilja kveðja hann vel fimmtugan* og þakka honum óeigingjarnt og vel unnin störf fyrir félagið. ÍR hefur á undanförnum árum átt sterkasta sundfólkinu á að skipa og oft hefur það komið fyrir að Guðm. Gíslason, Hörður Finns- son og Hranfnhildur Guðmunds dóttir hafi unnið allar greinar fullorðinna á sundmótum, en þessi þrjú eru öll félagar í ÍR og nemar Jónasar. Á Erlendir gestir Erlenda sundfólkið sem hing- að kemur er sem hér segir: Jan Lundin, 21 árs, banka- starfsmaður, Stockholmspolisens I. F. Beztu tímar á 25 m braut: 100 m skriðsund 55,8 sek., 200 m skriðsund 2:00,6, sænskt met, 400 m skriðsund 5:23,3 (aðeins 0,3 sek frá meti H. Rosendahl), 100 m flugsund 1:01,5 mín., 100 m baksund 1:06,6 — 200 m fjórsund 2:22,2 — Jan Lundin var kjörinn bezti sundmaður Svía árið 1863. Hann var í sigursveit á Evrópumeist- aramótinu í Leipzig 1962, er þeir settu frábært Evrópumet í 4x200 m skriðsundi. Lundin tví- sló sænska metið á 400 m skrið- sundi s.l. sumar á 50 m braut. Rirstein Strange, 20 ára, nem- andi, USG, Kaupmannahöfn. Beztu tímar 100 m skriðsund 1:04,2 mín. danskt met, 100 m flugsund 1:12,3 mín., 200 m bringusund 2:59,0 mín. Kirstein Strange hefur einu sinni áður komið til fslands, 1960 og þá í boði ÍR. Hún hefur verið bezta skriðsundkona Dana nú í um 6 ár, og nú í ár hefur hún tekið miklum framförum í flug- sundi, og er nú ein sú bezta á Norðurlöndum. Kirstein mun að eins synda hér laugardaginn 13.6. þar sem hún verður að fara héðan strax á mánudags- morgun til Osló til keppni þar á alþjóðlegu móti. Hörður Björn Finnsson, 22 ára, skrifstofumaður, hefur keppt og æft hjá Stockholms- polisens I F, nú í eitt og hálft ár. Var meiddur á fæti meirihlutan af keppnistímabili fyrra árs, en hefur í ár verið nær ósigraður á 100 og 200 m bringusundi í Svíþjóð, og varð meðal annars sænskur meistari á 200 m bringu sundi 2:38,1 (meistaramóts met- jöfnun) nú í s.l. marz. Hörður Framhald á bls. 27 Hörður Finnsson, ÍR, Norðurlandamethafi í 100 og 200 bringusundi og sænskur meistari í 200 m. Knattspyrnumenn puría súrefni - og langhlauparar gefast upp Bairrfarískur prófessor harð- orður um OL i Mexico City 1968 DR. Ernst Jokl bandarískur há- skólaprófessor flutti nýlega er- indi þar sem hann gagnrýndi harðlega að Mexico City skuli hafa fengið það hlutverk að sjá um Olympíuleikana 1968. Sagði hann að keppni í 2133 m hæð myndi hafa í för með sér alvar- lega truflanir á hjartastarfsemi íþróttafólksins. Prófessorinn sagði að rann- sóknir sýndu að íþróttafólkið þyrfti 2 og hálfs mánaðar dvöl í landinu til að venjast loftslag- inu svo að það geti tekið þátt í keppni. Aðeins þær niðurstöður eru nægilegar til að réttlæta breytta ákvörðun og flytja leik- ana til. Alveg síðan alþjóða-Ol-nefnd in greiddi atkvæði með því að Mexico City fengi framkvæmd OL-leikana 1968 hafa víðs vegar að borizt kvartanir og áskoranir um að ákvörðuninni yrði breytt vegna aðstæðna í borginni. Aðal lega eru það frjálsíþróttamenn sem kvarta. Spretthlauparar geta haft nokkurn hagnað af- rekslega séð af þunnu lofti en hið þunna loft mun valda öllum keppendum í 800 m hlaupi og þaðan af lengri hlaupum ó.fyrir- sjáanlegum afleiðingum. Ekki horfir betur fyrir sundmönnum, hjólreiðamönnum og fl. og knatt spyrnumenn munu ekki geta leikið af fullum krafti heilan leik án þess að fá súrefnisgjöf í hálfleik. Dr. Joki gagnrýndi alþjóða OL-nefndina fyrir að gefa ekki vandanum sem af þunna loftinu stafar nánari gaum áður ren ákvörðun var tekin um leikana í Mexico City. Kvað hann nefnd- armenn sennilega hafa verið 1 hrifningarvímu yfir gestrisnum Mexicomönnum og bætti við að í fyrsta sinn í sögu leikanna hefðu Nepal menn nú mikla sig- urmöguleika. Þessar svipmyndir eru frá knattspymuieiknum í Laugardal í fyrrakvöld er Middlesex Wanderers gersigruðu illa uppstillt lið landliðsnefndar KSÍ. Leikara- skapur eins og átti sér stað með valið í liðið á sennilega eftir að verða knattspymuíþróttinni dýr því mörgum ofbauð. Á annarri myndinni er Jón Jóhannson miðherji með knöttinn. Hann vakti oft athygli fyrir ákveðni og skarpan íeik þó enn skorti á knatttæknina. Á hinni er Heimirheldur seinn til að verja skot Gandeys útherja. Það var 2. mark Breta. — Ljósm. Sveinn Þorm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.