Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 15
MiSvikudagur 10. JúnT 1964 MORCUNBLAÐIB 15 Stððvun verðbdlgunnar er ekki síður hags munamál bænda en annarra landsmanna Sölutrygging buvaranna skapar bændum stórbætta afkomu Úr ræðu Ingólfs Jónssonar, landbúnaðar- róðherra, í hádegisverðarboði fyrir full- trúa á aðalfundi Stéttarsambands bænda INGÓLFUR Jónsson, land- búnaðarráðherra, bauð full- trúum á aðalfundi Stéttar- sambands bænda, ásamt nokkrum öðrum gestum, til hádegisverðar í ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu í gær. Við það tækifæri flutti landbúnaðarráðherra yfirlits- ræðu um landbúnaðarmál og ræddi þar m.a. verðlagsmáí landbúnaðarins, hagsmuni bænda í stöðvun verðbólgunn ar og framtíð landbúnaðarins almennt. Fara hér á eftir að- aldrættirnir úr ræðu ráðherr- ans: Stjórn Stéttarsambands baenda, fulltrúar á stéttarsambandsþingi og aðrir ágætir áheyrendur. Ég hef ánægju af því að vera með ykkur hér í dag og ég vil segja nokkur orð við ykkur nú til þess að spara tíma vegna þess að það hefur verið venja að ég hafi gert það áður í lok fundarins. Að þessu sinni var óskað eftir því að ég gerði það í upphafi fundarins, en ég hafði þá ekki ástæður til að mæta eins og þið vitið. Það er bjart yfir íslenzku þjóð- lífi í dag, og ég vona að það megi einnig verða bjart yfir fundi Stéttarsambands bænda. Það hefur stundum verið sagt, að það væri hálfrokkið, þegar bænd ur ræddu sín mál, vegna þess að þeir ættu það til að vera nokkuð svartsýnir. Að þessu sinni er sér- stök ástæða til bjartsýni, vegna þess að þeir atburðir hafa gerzt í okkar þjóðlífi nú, sem ekki hafa gerzt áður um margra ára skeið, að sættir hafa tekizt og vinnufriður er tryggður með ó- breyttu grunnkaupi a.m.k. um eins árs skeið. Þetta gefur tilefni til að ætla að við íslendingar höf ,um nokkuð lært af reynslunni á undanförnum árum, því það er kunnugt að á undanförnum árum og áratugum höfum við oft og tíð um spennt bogann of hátt í verð- lags- og kaupgjaldsmálum. Við höfum ógnað gjaldmiðlinum og hann hefur oft og tíðum ekki þol- að það, sem á hann hefur verið lagt og krónan því farið minnk- andi. Það var spurt að því f gær á fundi Stéttarsambandsins, hvort samráð hafi verið haft við stjórn Stéttarsambands bænda um það samkomulag, sem gert hefur ver- ið á milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaganna fyrir atbeina riiksstjórnarinnar. Ég get sagt það sama og formaður Stéttar- sambandsins sagði í gær, að beint samráð hefur'ekki verið haft við stjórn Stéttarsambandsins til þessa og einvörðungu vegna þess að í samkomulaginu felst ekkert, sem gengur inn á hagsmuni bænda. Samkomulagið er þann- ig. að bændur hljóta að njóta góðs af því eins og allir aðrir þjóðfélagsborgarar. Samkomulag ið tryggir hagsmuni bænda en Eengur ekki gegn beim. Samkomulagið við launþegasamtökia Ég tel rétt að vekja athygli á, hvað það er sérstaklega sem rík- isstjórnin hefur skuldbundið sig að gera í sambandi við þetta samkomulag. 1) Það er í fyrsta lagr verð- trygging kaups, þ.e. að ef vísi- talan hækkar þá verði kaup- gjaldið greitt samkvæmt þeirri vísitölu ,sem er á hevrjum tíma, þ.e. ársfjórðungslega. 2) Orlof hækkar úr 6 í 7%. Það má segja, að bændur eigi e.t.v. ekki þess kost að njóta slíks or- lofs, sem hér er um að ræða, en ég hygg að þegar 6% orolfs- gjaldið var samþykkt, þá hafi bændur ekki gert athugasemd við það, og ég hygg að þeir telji ekki ástæðu til að gera athuga- semd um það, þótt það hafi ver- ið hækkað um 15%. 3) Að gera sérstakar ráðstaf- anir í húsnæðismálum. Það mál var rætt í vetur áður en til samn inga kom og ég hygg að það sé sama hvar menn standa í flokki pólitískt og hvar menn búa, að þá telji sér allir það viðkomandi, hvernig þau mál verða leyst. Einnig við sem eigum heima í sveitunum teljum það mikils virði að það verði hægt að leysa úr húsnæðisvandamálunum með því að auka lánastarfsemina, og það gefur að skilja að það verð- ur að hækka lánin til íbúða í sveitum í samræmi við það sem þau hækka í kauptúnum og kaup stöðum. 4) I fjórða lagi er gert ráð fyrir að leggja launaskatt á atvinnu- rekendur, aðra en bændur, í sam bandi við þessi mál. 5) f fimmta lagifasteignaskatt til íbúðalána, en fasteignir í sveit- um nytu þá jafnframt góðs af því. 6) f sjötta lagi lög um vinnu- vernd. Það var minnzt á það á stéttar- sambandsfundinum í gær, að það væru ýms hlunnindi, sem laun- þegar nú ættu að fá án þess að kaupið hækkaði beinlínis, til dæmis greiðslur á helgidögum. En þá er rétt að taka það til at- hugunar, að ef að verkamenn fá hækkaðar tekjur með því að fá greidda helgidaga, þá hlýtur það einnig að koma inn í verðlag landbúnaðarvara, en það munu nú vera tiltölulega fáir, sem njóta þessara hlunninda, vegna þess að flestir voru komnir á vikukaup áður. Bændur tapa á verðbólgunni Þetta eru þær ráðstaafnir, sem ríkisstjórnin hefur skuldbundið sig að gera í sambandi við þetta samkomulag og ég hygg að at- huguðu máli þá hafi bændur ekkert við það að athuga. Ég ef- ast ekki um að bændur eru sam- mála því að vinna gegn dýrtíð- inni og slíkum víxlhækkunum á kaupgjaldi á afurðaverði, sem verið hefur undanfarið. Og ég hef oft beyrt bændur tala um það, að það væri ekki landbún- aðinum til hags eða framdráttar ef slíkt ætti að halda áfram. Það launaskrið og þær verð- hækkanir sem hafa verið mörg undanfarin ár eru vissulega ekki eðlilegar og það er þess vegna faghaðarefni að nú er komin stefnubreyting og það virðist svo að launþegar séu farnir að skilja það að raunhæfar kjarabætur fást ekki með þeim aðferðum, sem áður hafa verið viðhafðar. A sl. ári hækkaði kaupgjald al- mennt um 30% og verðhækkanir urðu vitanlega- í samræmi við það. Landbúnaðarvörur munu hafa hækkað um ca 30% síðan verðlagsárið byrjaði, og má því segja að bændur hafi fengið upp bætta þá dýrtíð og verðhækkan- anir, sem komið hafa og fylli- lega það. Vinnuliður bóndans í verðgrundvellinum er ca helm- ingur. Svo er hækkun á rekstr- arvörur og talsverð leiðrétting á verðgrundevllinum að auki, eins og kunnugt er. Þess vegna mætti hugsa sér að bændur hafi sloppið vel að þessu sinni. En jafnvel þótt þeir hafi sloppið vel gegnum verðhækkunina ár- Ingólfur Jónsson. ið sem leið, þá er það öruggt að það var ekki æskilegt fyrir bændastéttina, fyrir landbúnað- inn, að það yrði farinn nýr hring ur til verðhækkana og víxlhækk ana, líkt því sem það var sl. ár. Ég segi þetta að gefnu til- efni, þar sem borið hefur á þvi, að sala hefur minnkað á ýmsum landbúnaðarvörum innanlands, vegna þeirra verðhækkana, sem hafa orðið á beim að undan- förnu. Verðlagsgruadvöllurinn leiðréttur Það hefur verið sagt ýmislegt um hagstofustjóra i sambandi við þann úrskurð, sem hann hefur fellt, en það verður þó að við- urkenna það, að 1962 og ’63 var verðlagsgrundvöllur landbúnaðar vara leiðréttur verulega, bænd- um til hagsbóta með úrskurði hans. Þegar það er athugað að það er ekki síður hollt fyrir landbúnað- inn og fyrir bændurnar en aðra þjóðfélagsborgara að unnið sé Stéttarsauibandsmeun á tröppitm Ráð'herrabústaðarins, en þar voru þeir i boði landbúnaðarráð- irerra sein er fremst á myndinni. gegn verðbólgunni, þá er ég sann færður um það, að bændastétt- in í heild fagnar því samkomu- lagi er gert hefur verið í launa- málunum og það muni ekkt verða bændurnir, sem taka að sér að draga dýrtíðarvagninn þegar aðrar stéttir leggja því Iið að dýrtíðin og verðbólgan verði stöðvuð. Það er oft sem talað er um lé- leg kjör bændastéttarinnar. Ég þykist þekkja kjör bænda. Ég hefi lengi óskað eftir því að kjör þeirra mættu fara batnandi. Ég er þeirrar skoðunar vegna ná- inna kynna af bændum, að kjör þeirra hafi farið batnandi sl. ár, sem betur fer. Ég get þó viður- kennt, að ýmsir bændur og alltof margir hafa svo lítil bú og lé- lega afkomu, að það er ekki æskileg þjóðfélagsaðstaða sem þeir búa við. Það er vandamál út af fyrir sig. Það er ekki nýtt, það höfum við lengi átt við að glíma, og í sambandi víð það þarf ekki að finna sérstök úrræði. Það er mikið atriði að ekki aðeins bændastéttin heldur aðrir þjóðfélagsborgarar viður- kenni landbúnaðinn og hafi trú á því að í landbúnaði megi hafa góða lífsmöguleika. Þess vegna er það ekki hollt að eyða of miklum tíma í það að telja mönnum trú um að það sé ekki mögulegt að lifa af landbúnaði. Sannleikurinn er sá að margir bændur og meirihluti bænda hef- ir góða lífsafkomu, vel sam- bærilega við það, sem aðrar þjóð félagsstéttir hafa. En það er í þessari stétt eins og annars stað- ar, að menn dragast aftur úr, oft vegna óheppni en ekki vegna þess að þá vanti vilja, dug eða hæfileika. MikilsverS viðurkenning Verðlagsmálin eru eðlilega mik ið til umræðu á aðalfundi Stétt- arsambands bænda og þegar bændur koma saman. Það var sú tíð, að bændur urðu að sætta sig við það að hafa ekki samanburð við aðrar stéttir í þjóðfélaginu. Það var ekki fyrr en 1943, þegar lög um sexmanna nefnd var sett, að sú viðurkenning fékkst, að bændur skyldu ekki búa við lakari kjör heldur en verka- menn, iðnaðarmenn og sjómenn. Þessi viðurkenning var ákaflega mikilvæg fyrir bændastéttina, og það var þá sem farið var að vinna í verðlagsmálunum á þess- um grundvelli, það var að finna út, hvað verðlagið þurfti að vera til þess að bændur bæru svipað út býtum og þessar viðmiðunar- stéttir. Sennilega hefur verð- grundvöllurinn verið meira og minna skakkur frá því fyrsta og við hvern er að sakast um það? Ég tel, að það eigi ekki að sak- ast um það við þá, sem hafi verið £ sexmannanefnd fyrir hönd bæn- anna, því ég er sannfærður um að þeir hafi á hverjum tíma gert það, sem þeir hafa geetað. En það hefur vitanlega orðið hverju sinni að fallast á það, sem hægt var að fá mest í það og það skipti. Þessi lög voru vitanlega frá því fyrsta gölluð, sérstaklega að því leyti að þau gátu ekki tryggt bændum það verð, sem samið var um á meðan ekki var trygg- ing fyrir sölu á fullu verði, á allri framleiðslunni. Það kom líka fram, að það þurfti að flytja út vörur fyrir miklu lægra verð en á innanlandsmarkaði. Og bændur urðu að bera þann halla. Gaf bændum enga tryggingu. Það var sag’t á StéUarsanubanids fitndimun í giær, að bænd ir hefðu Framh. á hsl. 2il

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.