Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Miffvikudagur 10. iúní 1964 AÐALFLMDUR Kaupmannasamtaka íslands 1964 verður haldinn í suðursal Hótel Sögu í.mmtudaginn 11. júní og hefst kl. 14. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Viðskiptamálaráöherra Doctor Gylfi 1». Gíslason heimsækir fund- inn og flytur ávarp. Fulltrúar og félagar eru hvattir til þess að mæta stundvíslega. Framkvæmdastjóm. DURIUM MURBORAR- HVAÐ ANNAÐ Enginn Bor hentar betur til að bora I múr- stein, tigulstein, þakplötur, sementssteypu o.þ.h. heldur en DURIUM Borinn. Hann má nota í handsveif eða rafmagndbor. Nettasti og hraðvirkasti múrbor sem gerður hefur verið. Allar stærðir. Langir borar allt að 16 tommu dýpt. THE RAWLPLUG CO. LTD., Cromwell Road, London, S.W.7 Umboðsmadur fyrir Islandi: John Lindsay, Austurstræti 14, Reykjavik. Pósthólf 724. Simi 15789 Skor fra Clarks eru vandaðir og þægilegir. Nýkomið fallegt úrvaL SKðVAL Austurstr. 18. Þorsteinn Halldórsson ÞORSTEINN Halldórsson, ís- firski bóndinn og frændi minn lézt síðastliðinn vetur. Af því langar mig að senda honum hinztu kveðju mína á þessum vettvangi. Þorsteinn var fæddur að Mið- húsum í Reykjafjarðarhreppi 29. júlí, 1899 og var þar til heim ilis, er hanu lézt 26. febrúar 1964. Hann var jarðsunginn frá Vatnsfjarðarkirkju 6. marz. Þorsteinn var sonur hjónanna Halldórs Sigurðssonar og í>ór- dísar Guðmundsdóttur. Hann ólst upp í stórum systkinahópi hjá foreldrum sínum, en fór snemma að vir.na fyrir sér o» 14 ára að aldri var hann orðinn fullgildur vinnumaður, því að drengurinn var efnilegur, stór og sterkur og varð brátt hinn ágætasti verkmaður. Árið 1924 stofnsetti Þorsteinn sitt eigið bú að Vogum við ísa- fjörð ásamt heitkonu sinni Ingi- björgu Sigurðardóttir, ættaðri úr sömu sveit og sem ennþá lif- ir mann sinn eftir 45 ára sambúð. í Vogunum byggðu þau hjón nýjan bæ og útihús. Vogar voru of lítil jörð fyrir slíkan athafnamann, sem Þor- steinn var. Flutti hann því bú sitt árið 193”, yfir að Hörgshlíð í sömu sveit, sem var stærri og slægjumeiri jörð. Þar bjuggu þau hjónin tÞ ársins 1948, að þau brugðu búi og fluttu að Mið húsum og hafa átt þar heima síðan. Þrátt fyrir erfiða búnaðar- hætti þeirra tíma bjuggu þau hjón góðu búi, eftir því sem þá tíðkaðist. Einyrkjabúskapur, sem byggist eingöngu á manns- aflinu, eins og þá gerðist áður en búvélarnar komu til sögunn- ar, hefur löngum verið erfiður. Leit að slægjum upp um fjöll og heiðar, margra tíma lestar- gang frá bænum, kostaði lang- an vinnudag og mikið erfiði sömuleiðis umönnun öll fyrir mörgu sauðfé og stóru búi. Það kom sér því vel fyrir Þorstein, að hann var þrekmaður mikilí og rammur að afli, því að oft þurfti að binda bagga og koma þeim til klakks, þar sem reiðings hesturinn og mannslíkaminn voru þá einu flutningatækin á landi. Þorsteinn var fyrst og fremst maður starfsins, vinnufús og af- kastamikill, enda vinnan þá ekki síður err nú undirstaða lífsgæð- anna og hanúngja mannsins. Á Þorsteini frænda mínum fynnst mér sannast bezt orð skáldsins Bjarna Gíslasonar er hann segir: „Sá spinnur sterkastan þjóð- lífsþáttinn, sem þjálfar aflið hvern skínandi dag, rís upp með sól en fer síðast í háttinn og semur lítt við sinn eigin hag.“ Þannig var Þorsteinn. Hann gerði miklar kröfur til sjálfs sín og bjó yfir miklum dugnaði til að uppfylla þær. Hann lifði sig inn í störf sín og umhverfi heill og óskiptur og áttu þau hjón eitt m.a. sameiginlegt, en það var átthaigatryggðin. Engin heillandi vonarlönd bak við sjóndeildarhringinn freist- uðu þeirra að fiytja burt úr átt- högunum. Fæðingarsveit sinni voru þau bundin órofa böndum sem ekkert íær slitið, ekki einu sinni dauðinn sjálfur, því að moldin geymir það sem hennar er en minningin lifir meðal kom andi kynslóða. Ættu byggðir íslands marga slíka rótfasta stofna sem þau hjón, væru mörg blómleg byggð arlög gædd meira mannlegu lifi en nú eru. Umhverfið, sveitin kringum ísafjörð innst í ísafjarðardjúpi býr líka yfir sínum seiðmögn- uðu áhrifum. Kjarngóð grös, kyrrð vormorgunsins og kaldur svali norðursins eru þær línur, sem skírastar eru í minningu Isfirðingsins er hann rennir hug- anum heim til æskustöðvanna. Það er víst að Hrafna-Flóki hefði nefnt Isafjörð öðru nafni, efhann hefði verið þar fæddur og uppal- inn, en þegar hann leit hann í svip af hálendi Véstfjarða full- ann af ís. En þökk sé Flóka fyrir það hreina og heiðskíra nafni, sem er nátengdast sjálfu íslandi. Þau hjón Ingibjörg og Þor- steinn eignuðust tvær dætur, Elínu, er dó í blóma lífsins 21 árs að aldri og Guð'björgu, sem er gift Sigfúsi Valdemarssyni og bú sett á ísafjarðarkaupstað. Bifreiðastöð Sfeindórs vill selja Kaiser fólksbifreið, model 1954, með ný uppgerðri vél. Selst ódýrt. — VOL.VO 26 manna, model 1939, með nýrri Chevrolet vél. Selst ódýrt. — Upplýsing- ar í síma 18585. Blöðrur - Blöðrur 10 TEGIJNDIR. 17. júní flögg Heildsölubirgðir: Eiríkur Ketilsson Garðastræti 2. — Sími 23472. Ég kom til Þorsteins frænda mins sjö ára gamall og var hjá honum á hverju sumri eftir það til fjórtán ára aldurs. Naut ég þar umönnunar og ástríkis þeirra hjóna og ömrnu minnar, en hún dvaldi hjá Þorsteini syni sínum eftir að hún hætti bú- skap, til dauðadags. Hjá honum lærði ég fyrstu handtökin og að bera virðingu fyrir hinu daglega starfi. Með okkur batzt sérstök vinátta, sem entist æ síðan og eftir því sem árin liðu jókst virð ing mín fyrir honum. Hef ég alltaf talið hann sem minn ann- an föður. Fyrir það allt vil ég færa honum mitt hjartans þakk- læti og óska að minningin um þennan góða dreng megi alltaf lifa. Konu Þorsteins, minni gömlu og góðu húsmóður, dóttir hans og öðrum ættingjum og vinum ásamt æskustöðvunum sendi ég mína innilegustu samúðarkveðj- ur vegna fráfalls hans. Lifðu heill á landi ódauðleik- ans kæri frændi. Halldór Benediktsson, frá Hnífsdal. ALLTMEÐ EIMSKIP A NÆSTUNNI ferma skip vor til íslands, sem hér segir: NEW YORK Selfoss lil.—17. júni Brúarfoss 2.—8. júlí Dettifoss 23.—29. júlí KAUPMANNAHOFN Reykjafoss 10,—11. júní Gullfoss 11.—12 júnL Gullfoss 25.—26 júní. Gullfoss 9.—10. júlí. LEITH Gullfoss 15. Júnf. Gullfoss 29. júní. Gulíoss 13. júií. ROTTERDAM Goðafoss 12.—13 júní. Dettifoss 18.—19 júnL Mánafoss 29.—30. júní. Selfoss 9.—10. júlí. Mánafoss 20.—21. júli. HAMBORG Reykjafoss 15. júní. Dettifoss 21.—24 júní. Reykjafoss 3.—4. júlí. Selfoss 13.—15. júlí. ANTWERPEN Goðafoss 11. júní Mánafoss 27. júní Mánafoss 1.8. j úlí HULL Goðafoss lö.—17 júní. Reykjafoss 8. júlí. Reykjafoss 29. júlá GAUTABORG .... foss um 6 jú'lí KRISTIANSAND Reykjafoss 13. júlí ....foss um 7 júlí VENTSPILS Fjallfoss 10. júní Tunguíoss 29.—30. júní. LENINGRAD: Fjallfoss 16.—18 júní. GDYNIA Lagarfoss 27.—29 júná EOTKA: Fjallfoss 13.—15. juná Tungufoss 2.-4. júlí. VÉR áskiljum oss rétt til að breyta auglýstri áætlun, ef nauðsyn krefur. Góðfúslega a t h u g i ð að geyma auglýsinguna. HE EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.