Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 10. júní 1964 I JOSEPHINE EDGARl GÁR; 1 r 23 eh SYSTIR En þegar fingur hans snertu hönd hennar, kippti hún henni snöggt að sér, eins og hún hefði brennt sig. Hópurinn kring um okkur var í þéttasta lagi, en kon an hreyfði sig ekki. Hún stóð frammi- fyrir okkur eins og dá- leidd og tautaði eitthvað fyrir munni sér. Brendan sagði góðlátlega: — Farðu frá, kona góð, við þurfum að komast yfir brautina. En hún svaraði: — Dimma dauðans mun koma til þín fyrir sólaruppkomu. Eg varð allt í einu hrædd. — Fyrir morgundag? spurði ég. Hún hristi höfuðið. — Hún mun koma til ykkar beggja — fyrir sólaruppkomu, á stóru ber svæði. Brendan missti þolinmæðina og tróðst fram hjá henni og dró mig með sér. Við fórum yfir brautina og þangað sem lagt var á hestana. Þar var Vestry og kona hans og voru að skoða Grána Woodbournes lávarðar, sem drengur teymdi fram og aft ur. Við vorum nú komin inn í sjálfa miðju veðhlaupanna. Þarna voru þrevetlingarnir — og höfðingjarnir, blóðhestarnir — hinir beztu það árið, og biðu þess að reyna sig. Karlmennirn- ir, að Brendan meðtöldum, voru þarna niðursokknir í sinn sér- staka heim, og mér fannst ég vera þarna utangarna. Eg varð því fegin þegar frú Vestry stakk upp á því að nú skyldum við fara og sjá kóngafólkið. — Eg fer alltaf á hverju ári; góða mín, sagði hún. Sannleik urlnn er sá, að ég hef meira gaman af að sjá höfðingjana en hestana. Hestarnir eru, ef ég mætti segja, mitt daglega brauð; og eins hef ég fræðzt talsvert um þessa veðhlaupamenn, hvort þeir eru eigendur, tamningamenn, hesthúsdrengir eða bara veð- málabraskarar — þeir kæra sig ekkert um að hafa kvenfólk neins staðar nærri, þegar þeir hugsa ekki um annað en hross. Við komum nú í hópinn við grindurnar að brautinni. Hattar flugu á loft og fólkið æpti fagn aðaróp þegar konungsfylgdin kom á vettvang. Eg sá konung- inn, alskeggjaðan og drottning- una hans, sem var svo falleg, og marga fína menn í síðfrökkum í fylgd með konum. Frú Vestry var hreinasta „Hver er maður- inn?“ og benti mér á fjölda af þjóðkunnu fólki. Hestarnir voru nú að koma inn í girðinguna. Eg sá Brendan, sem teymdi Grána, en svo heyrði ég, að frú Vestry dró snöggt að sér andann. Eg leit í áttina, og þarna var Soffía komin. Hún kom þarna og studdist við arm Woodboume lávarðar, og lét á sér bera, rétt eins og leikkona, sem kemur fram í sviðs ljósið, vel vitandi, að allra augu hvíla á henni. Hún var í kjól úr lilarauðu silki, og með hatt, sem var nákvæmlega í smekk við kjólinn. Hún leit kring um sig og talaði við lávarðinn og Hugh Travers, frænda hans, brosti og hló við velbúnu tízku- herrana, sem eltu þau. Það var engin önnur kona í þessum hóp. Eg hnipraði mig bak við öxl- ina á frú Vestry, til þess að sjást ekki. Eg heyrði einhverja konu segja, að baki mér: „Guð minn góður, mér þykir Woodfooume furðu djarfur að vera að hafa viðhaldið sitt til sýnis hér fyrir allra augum! Eg fann alveg, að ég sótroðn- aði í kinnum, er ég áttaði mig á þýðingu orðanna. Eg minntist barnalegra spurninga minna við Brendan og hæðnishlátursins hans. Eg stóð þak við stóra hatt- inn hennar frú Vestry og sá syst ur mína líta kring um sig og koma auga á Brendan. Ljóminn hvarf af fallegu andliti hennar. Það var eins og hún missti snögg lega 'alla kæti sína, þegar hún horfði á hávaxna, laglega mann- inn teyma hestinn. En þá sagði Woodbourne eitthvað við hana; hún hrökk við og svaraði og aft ur Ijómaði andlitið af brosi, en ég vissi vel, að nú hafði ég séð undir þessa grímu, sem systir mín var með. Eg hafði séð konu horfa á ung an mann, svo að hjartað kom fram í augnaráðinu. Eg leit snöggt í hina áttina og var frá mér af gremju. Eg lokaði augunum og reyndi að hafa hem il á tárunum, sem voru að reyna að brjótast fram. Þegar ég opn- aði augun aftur, hafði Brendan teymt hestinn til eigandans. Lá- varðurinn var að skoða hann, en Soffía stóð í miðjum hóp ungra aðdáenda. Brendan hélt í taum- inn á Grána og forðaðist að líta á hann. Frú Vestry sagði nú. — Eg 'N | i f n '1 \ \ V -- v ':v cosper. -y-- -- *- ö» ■» c. % held við ættum að fara að koma okkur á staðinn okkar, ef við eigum að sjá eitthvað af hlaup- unum. Eg var að elta hana gegn um mannþröngina, þegar ég kom auga á Dan Brady. Mér hnykkti við útlitinu á honum. Hann var alltaf fínn til fara, þó að það væri óþarflega áberandi, en nú var hann tuskulegur. Og það var eins og hann hefði allur gengið saman. Áður var hann rjóður og laglegur, en nú orðinn magur og vesældarlegur. 92 BYLTINGIN RUSSLANDI 1917 ALAN MOOREHEAD þegar hann skoraði á sovétið að standa fast með bandamönnum sínum og halda áfram barátt- unni. Ræða hans féll dauð niður. Hann var nú orðinn gamall mað- ur og heilsulaus, og hvarf smám saman út af sjónarsviðinu og næstum allt fylgi hans var að engu orðið. Frá hægri til vinstri bárust deilurnar fram og aftur, þessa daga í aprílbyrjun, og það gat verið vandasamt að geta sér til um, hvort friðarsinni var föður- landsvinur eða landráðamaður, eða hvort ófriðarsinni var keis- ararindill eða sannur byltingar- hermaður. Ein mikilvæg persóna lét aldrei sjá sig eða heyra í þessum æðisgengnu umræðum, og sú per sóna var Lenin. Hann var í Sviss þar sem hann hafði lónað öll þessi ár síðan ófriðurinn hófst. En nú, um miðjan aprílmánuð, bárust boð til Petrograd þess efn is, að hann væri á heimieið. Hann var á leið yfir Þýzkaland í innsiglaðri lest, og var væntan legur til finnsku stöðvarinnar í Petrograd að kvöldi hins 16. apríl. 11. kafli. HEIMKOMA IiENINS Undir lok bókar Windston Churchills, The World Crisis, hinnar merku sögu heimsstyrj- aldarinnar fyrri, stendur þessi kafli: „f miðjum aprílmánuði 1217 gerðu Þjóðverjar ískyggilega á- lyktun. Lundendorff minnist hennar í hálfum hjóðum. Fullt tillit verður þó að taka til hinnar örvæntingar- fullu ábyrgðar, sem forustu- menn Þjóðverja höfðu á sig tekið. Þeir voru í þeim ham að þeir höfðu hafið ótak- markaðan kafbátahernað, vel vitandi, að hann hlaut að koma Bandaríkjamönnum í ófriðinn gegn þeim. Á vestur- vígstöðvunum höfðu þeir beitt hinni ægilegustu árásartækni, sem þeir áttu yfir að ráða. Þeir höfðu notað eiturgas í ríkum mæli og fundið upp „eldslöng- una“. Og samt var það með ótta- blandinni lotningu að þeir beindu gegn Rússlandi einu ein- asta skeytinu. Þeir fluttu Lenia í innsigluðum vagni eins og hvern annan pestargeril, frá Sviss til Rússlands". Að baki þessari fyndnu hæðni liggur saga, sem við getum nú að mestu stagað saman, eftir skýrsl um frá Wilhelmstrasse og öðr- um heimildum, og hún er einn fróðlegasti kafli í sögu byltingar innar í Rússlandi. Þjóðverjarnir höfðu ekki búizt við uppreist- inni svona snemma. í janúar og febrúar vissu þeir vel, að and- rúmsloftið í Petrograd var tekið að ókyrrast æ meir, en utanríkis verið meir- í mun að semja við Rússakeisara en svo, að það væri með neinar ráðagerðir um að velta honum með byltingu. Þeg- ar hafði verið gert uppkast að bréfi til Nikulásar, sem hafði inni að halda friðartillögur Þjóð- verja, og Max, fursta af Baden, höfðu þegar verið faldir samning arnir, þegar afsögn keisarans barst. Snemma í marzmánuði hafði fáum forustumönnum Þjóð- verja dottið í hug að koma Len- in og vinum hans inn í Rússland og setja þá í hásæti keisarans. Svo nýlega, sem 22. janúar hafði Lenin sjálfur flutt fyrirlestur í Alþýðuhúsinu í 7,úrich, þar sem hann sagði: „við af eldri kyn- slóðinni kunnum ekki að lifa það að sjá lokaorustu hinnar kom- andi byltingar“. Lenin tók nú að nálgast 47 ára afmæli sitt og líf þeirra Krupskayu í Zúrich var ein ró- legt og viðburðasnautt og hægt er að hugsa sér, jafnvel í Sviss: langar göngur fram með vatn- inu, langar stundir í bókasafn- inu, langir friðsælir dagar, sem fóru í það að semja óteljandi flugrit og bréf til kunningjanna. Þetta var fast starf, sem tók varla nokkum breytingum frá viku til viku, og virtist engan árangur bera. Þegar fregnir um fyrstu götubardagana í Petro- grad loks bárust til Zúrich — því ráðuneytinu í Berlín virðist hafa 1 að það tók heila viku — gat Len- KALLI KÚREICI 'WE GCTTA STOP TH'SIMOm'• TH' OL'-TIMER AN’BOS-S-S PEO&'LY ' CAW'THITEACH OTHEZ-’IT'STH’j M£ THINK INWOCENT B'ÍSTAMDERS l’M j-f PROF6SSOP woaeiep about/ wL-Jhm wevee shot \ RIFLEIN "■ LIFEf . ■X~ Teiknari; FRED HARMAN TH’ PZOFESSOR'S SCARED, AN’ I PUTA BEE IN TH’OL’-TIMEe'S SObMET--' TOLP HIM THAT, FOE ALL HE KNOWS,. th’professor'sa better shot > T.THAN ANNIE OAKLEY.'r—^ ■r íú — Við verðum að kcwna í veg fyr- ir kúlnaihríð. Gamli og prófessorinn hitta sennilega hvorugur hinn, en ég óttast um líf saklausra áhorfenda að leiknum. — Ég held ekki að prófessorimn hafi nokkru sinni mundað riffli um æf- ina. — Prófessorinn er hræddur og ég kom þeirri flugu í kollinn á Gamla, að hann vissi hreint ekki nema pró- fessorimn væri betri skytta en Amnie Oakley. — Þeir myndu báðir gjaman vilja láta undam síga, en stoltið aftrar þeim frá því. Við verðum að skjóta þeim verulegan skelk í bringu. — Hvernig eigum við að fara að því? in ekki fengið sig til að trúa þeim. Hinn 15. marz 1917 kom pólskur vinur hans, að nafni Bronsky, hlaupandi inn í stofu hans, með fyrstu fréttirnar, og að því er Krupskaya segir, fóru þau öll niður að vatninu, „þar sem öll blöðin voru fest upp jafnóð um og þau komu“. Lenin virðist hafa lesið fréttirnar með mestu tortryggni — það er eins og menn sjái hann fyrir sér stand- andi í þessu friðsæla landslagi, rýnandi með ákafa á prentuo blöðin — og það var ekki fyrr en nokkrum dögum síðar, við fregnina um afsögn keisarans, að hann fékkst til að viðurkenna, að neitt mikilvægt hefði gerzt. En jafnvel það var með öllum fyrirvara. Hann ritaði Alexöndru Kollontai bréf1) til Svíþjóðar og 1) Kollontai var flokkskona, sem hafði snúizt frá mensje- víkum, átti síðar eftir að verða félagsmálaráðherra og fyrsta kona, í sendiherra- stöðu fyrir Sovétríkin. Raufarhöfn UMBOÐSMAÐUR Morgun- blaðsins á Raufarliöfn er Snæbjörn Einarsson og hef- nr hann með höndum þjón- ustu við fasta-kaupcndur Morgunblaðsins í kauptún- inu. Aðkomumönnum skal á það bent að blaðið er selt í lausasölu í tveim helztu söluturnunum. Þörshöfn Umboðsmaður Morgun- blaðsins á Þórshöfn er Helgi Þorsteinsson, kaupmaður og i verzlun hans er blaðið selt í lausasölu. Vopnafjörður Á Vopnafirði er Gunnar Jónsson, umboðsmaður Morgunbiaðsins og í verzlun hans er blaðið einnig selt í lausasölu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.