Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ r Miðvikudagur 10. júní 1964 Tímafrekt rannsóknaratriði var hvort Lee Oswald hefði getað verið „maðurinn í dyrunum“ á húsinu sem skotið var frá. Warren-skýrslan um morðið á Kennedy væntanleg á næstunni HINN 30. júní n.k. mun vera von á skýrslu Warren-nefnd- arinnar sem nú hefur um sex mánaða skeið rannsakað allt, er lýtur að morði Kennedy’s forseta í Dallas 22. nóvember í fyrra. Síðustu vitnaleiðslur standa nú yfi-r og verið er að reka smiðshöggið á rannsóknir nefndarinnar, sem Johnson forseti skipaði og Earl Warr- en, forseti Hæstaréttar veit- ir forstöðu. Meðal vitna þeirra, sem eiga að koma fyr ir nefndina er frú Jaqueline Kennedy. Farið er að búa til prent- unar ýmsa hluta nefndar- skýrslunnar og telja fróðir menn að hún muni áður en lýkur jafnast á við skýrslu Pearl Harbour-nefndarinnar í lok heimsstyrjaldarinnar síð- ari að efnismagni eða verða jafnvel enn viðameiri. Ef loka-rannsóknir nefndar innar leiða ekki í ljós eitt- hvað er kollvarpi öllu því sem áður er vitað, munu helztu niðurstöður hennar verða eitt hvað á þessa leið: 1. Lee Harvey Oswald var 24 ára gamall, óstöðuglyndur ónytjungur, sjálflærður og sjálfyfirlýstur marxisti, sem hataðist við bandarísk sjórn- arvöld. Hann var einn í ráð- um um tilræðið og naut engr- ar aðstoðar annarra. 2. Næturklúbba-eigandinn Jack Ruby, sem skaut Oswald til bana 48 stundum eftir morð ið, og eyðilagði þannig alla von um að nokkur játning fengist varðandi verknaðinn, hafði ekki þekkt Oswald áð- ur og var ekki flæktur í neitt samsæri til þess að þagga niður í honum. Hann bíður aftöku í fangelsi í Dallas (og fær æðisköst á stundum?) 3. Engin tengsl hefur verið hægt að rekja milli ódæðis Oswalds og nokkurs samsær- is í Rússlandi, Kúbu eða Mexi có. Grunur mun hafa leikið á að erlend samtök stæðu að baki tilræðinu, vegna þess að Oswald hefði heimsótt Rúss- land og Mexicó og lýst yíir stuðningi við Castro. Hann reyndi einnig að fá sovézk- an ríkisborgararétt en var synjað. 4. Ástæðunnar að tilræðinu virðist vera að leita í myrk- um hugarfylgsnum Oswalds sjálfs. Eiginkona Oswalds bar fyrir réttinum að hann hefði verið „óvenjulegur í hátturn" og það kom einnig fram að móðir hans hafði haft að engu ráðleggingar skólalæknis um að koma drengnum til geð- læknis. Fyrir Warren-nefndina hafa komið yfir 400 vitni, rannsóknarskýrslur í þúsunda tali og a.m.k. 800 sönnunar- gögn sem allt er talið renna stoðum undir upprunalegar niðurstöður bandarísku leyni lögreglunnar, sem fullbúin var í desember sl. í skýrslu þeirri, sem er í fimm bindum og hefur ekki verið birt opin berlega, er Oswald talinn eini morðinginn. Forstöðumaður FBI, J. Edgar Hoover, hefur lokið miklu lofsorði á vandvirkni nefndarinnar. Hann lét það uppi fyrir skemmstu að síðan í desember hefði FBI sént Warren-nefndinni margar þús undir rannsóknarskýrslna til viðbótar og að enn væri verið að rannsaka ýmsar getgátur og ábendingar sem komið hefði verið á framfæri og þar á meðal ýmislegt, sem nefndin hefði sjálf lagt til. Mesti vandi nefndarinnar hefur ekki verið sá að fara yfir og leggja mat á öll þau sönnunargögn er styðja sekt Oswalds, heldur miklu frem- ur sá að leiða að því fullgild rök að enginn annar, hvorki einstaklingur eða hópur manna, hefði getað drýgt glæpinn eðk beitt Oswald fyr ir sig til þess. Ýmsar þær til- gátur sem uppi hafa verið með mönnum virðast fráleit- ar í fyrstu en nefndin hefur ekki sett slíkt fyrir sig, held- rannsakað allt sem fyrir hana var lagt til þess að freista að fjarlægja allan efa um að menn viti nú allt sem vitað verður um morðið á Kenne- dy forseta. Ennfremur er við því búizt að skýrsla nefndarinnar fjalli um varúðarráðstafanir leyni lögreglunnar og lögreglunnar í Dallas við forsetaheimsókn- ina 22. nóvember, um frammi stöðu starfsmanna beggja að- ilja og um það hvort. taka bæri upp ítarlegri varúðar- ráðstafanir til öryggis forset- um Bandaríkjanna framvegis. Rannsóknirnar hafa hvorki sannað né afsannað ýmsar þær getgátur og sögusagnir sem spunnust fyrir sex mánuð um og flugu um hálfan heim- inn, eins og t. d. þá get- gátu að eitt eða fleiri skot hafi komið frá járnbrautar- brú framan við bifreið forset- ans en ekki úr glugga í skóla- bókasafninu, hægra megin við bifreiðina og aftan hennar, en þar vann Oswald og þar fannst síðar riffill hans í fylgsni einu. Þetta myndi gefa til kynna að annar mað- ur hefði verið í vitorði með Oswald, þó ekki hafi komizt upp um hann. Á móti þessari tilgátu mælir skýralan um krufninguna en þar ségir að bæði skotin er hæfðu Kennedy forseta og þriðja skotið, sem særði Conally rík- isstjóra í Texas, hafi öll kom- ið úr sömu byssunni, og aftan frá. — Einnig hefur upp komið getgáta um að Oswald sjáist standa í dyrum skólabóka- safnsins nákvæmlega á sömu stundu og skotið var ofan af sjöttu hæð byggingarinnar. Maðurinn á mynd þeirri sem birzt hefur af þessu tilefni reyndist vera Billy Lovelady frá Dallas (og tjáði hann nefndinni að hann hefði 20 vitni að atburðinum.) Forstjóri bandarísku leyni- lögreglunnar FBI, J. Edgar Hoover og forstjóri banda- rísku leyniþjónustunnar CIA, John MacConnell, vís- uðu algerlega á bug þeirri til gátu að Oswald hafði í raun og veru stundað njósnir fyrir Bandaríkin. Yíðtækar rann- sóknir, bæði innan Banda- ríkjanna og utan þeirra hafa ekki leitt í ljós nein merki um samsæri kommúnista, eins og sumir hafa viljað láta í veðri vaka né heldur neitt komið upp er bendi til sam- taka öfgamanna til hægri. Vitni í Dallas sagði rann- sóknarnefndinni m. a. að það hefði heyrt fjögur skot en ekki þrjú, eins og flest vitn- anna og þar á meðal Conally ríkisstjóri, báru að þau hefðu heyrt. Sjónvarpsstöð í Dallas kvaðst hafa það eftir áreiðan legum heimildum að nefndin hefði komizt að þeirri niður- stöðu að fyrsta skotið hefði hitt bæði forsetann og Con- ally ríkisstjóra og að þriðja skotið hefði misst marks. Áður hafði verið talið að fyrsta skotið hefði hitt for- setann, hið næsta ríkisstjór- ann og þriðja skotið hefði verið banasár Kennedys. Enn var deilt um það hvort riffill sá sem fannst í skólabókasafninu væri riffill Óswalds og sagði móðir hans það ekki vera en eiginkona Oswalds kvaðst þekkja þar aftur ítölsku byssuna sem maður sinn hefði keypt í pósti og notað þá nafnið A. Hiddell, en það nafn hefði hann áður notað í New Orleans sumarið áður, sagði kona hans. Á rifflinum var far eftir mannslófa og þræðir úr skyrtu, sem hvorttveggja varð rakið til Oswalds. Til- raunir leiddu í ljós að þetta var sama byssan og skotið hafði verið úr að Edwin A. Walker fyrrverandi hershöfð ingja og leiðtoga íhaldsmanna í apríl. Frú Oswald kvað mann sinn hafa hælzt um við sig að hann hefði skotið á Walker. Skotið hæfði ekki. Lögfræðingur Oswalds kvað ekkert hæft í því að hann hefði neitað því í fangelsinu að hafa verið valdur að morð inu. í nefnd þeirri er Johnson forseti skipaði til þess að rannsaka allar aðstæður varð andi morðið á fyrirrennara hans sitja sex menn, sem allir voru skipaðir í hana áður en falazt var eftir Earl Warren, forseta Hæstaréttar Bandaríkjanna til að veita henpi forstöðu. Warren var tregur til, en lét þó undan þrá beiðrti forsetans, og þykir mörgum Bandaríkjamönnum sem betri trygging fyrir réttri og óvilhallri málsmeðferð sé ekki fáanleg en einmitt for- mernnska Earl Warrens. Dóm- arinn hefur lýst því yfir að engum manni né ríkisstofnun verði hlíft við ásökunum sem reynist réttar og engu verði haldið leyndu til þess að vernda einhvern málsaðila. „En sumt af gögnum þeim er nefndin *hefur fjallað um“ sagði Warren dómari, „verð- ur ekki birt almenningi fyrr en við erum allir“. Er hér um að ræða skjöl er snerta leyni- þjónustu Bandaríkjanna, her mál, utanríkismál o. fl. Warren dómara og sam- starfsmönnum hans í nefnd- inni er fullvel kunnugt um efasemdir manna og vantrú á því að ekki hafi aðrir stað- ið að baki morði Kennedys en Lee Harvey Oswald einn og óstuddur. Einkum eru menn utan Bandaríkjanna tregir til að segja að ef ekki sé öðru til að dreifa en Oswald ein- um, missi morðið marks sem hugsjónaglæpur, sé órökrétt- ur verknaður og óskiljanleg- ur. Nefndin hefur farið yfir allar bækur sem gefnar hafa verið út um tilræðið, m. a. bókina „Who killed Kenne- ■ dy?“ eftir Thomas G. Buchan | an, sem vakið hefur mikið umtal og einnig lesið blaða- I greinar frá ýmsum löndum, ■ m. a. Frakklandi og Brasilíu | ásamt því sem komið hefur J út áf slíku í Bandaríkjunum 1 sjálfum. I Að sögn fréttaritara New fl York Times í Evrópu eru J menn almennt vantrúaðir á l hina opinberu kenningu um I að Lee Harvey Oswald hafi I verið einn í ráðum um morð- J ið á Kennedy Bandaríkjafor- J seta. í Bretlandi er það t. d. i mál manna að skýrslur lög- reglunnar um morðið hafi ekki verið nógu ljósar og erfitt hafi verið að átta sig á þeim. Bók Buchanans, sem er bandarískur blaðamaður en búsettur í París, vakti mik ið umtal í rBetlandi og fjöldi blaðagreina birtist um málið. ; Enda þótt Bretar aðhyllist ekki fjarstæðustu kenningarn ar um morð forsetáns leggja fæstir trúnað á að Oswald hafi myrt Kennedy einn og óstuddur. Er þess fastlega vænzt í Bretlandi að skýrsla nefndarinnar kveði niður í eitt skpiti fyrir öll hinar ýmsu fjarstæðukenndu kenn- ingar um morð Kennedys. Þjóðverjar eru sagðír heldur trúaðir á að samsæri búi að baki morðinu á Kennedy. virtari blöð hafa haldið sig að opinberum fréttum af mál inu, en mörg blöð önnur hafa gert sér mat úr „leynd“ þeirri og „hulu“ sem hvíli yfir morði forsetans. Menn eru almennt efagjarnir á að Oswald hafi verið einn í ráð- | um. Á Ítalíu efast menn mjög um sannleiksgildi opin- berra fregna af morði Kenne- dys. ítalir fá ekki skilið að slíkt verk hafi verið unnið án þess að hugsjónir lægju þar að baki og fara útskýr- ingar manna á ástæðunum fyrir morðinu eftir því hvar í flokki þeir standa og er ýmist kennt um kommúnist- um eða „handbendum aftur- haldsafla“. Rússnesk blöð bendluðu í fyrstu lögregluna í Dallas við morð forsetans, en hafa síðan haldið sig við hina opinberu kenningu um að Lee Harvey Oswald hafi verið einn í ráðum. Frakkar eru yfirleitt heldur vantrúað- ir á hina opinberu kenningu um að Oswald hafi einn myrt Kennedy. Frökkum verður 1 flestum hugsað til tilræðanna við De Gaulle og þykir ósenni ' legt að morð Bandaríkjafor- seta hafi verið verk sálsjúks kommúnista. Menn bíða skýrslu Warren-nefndarinnar I með óþreyju en ef ekki kem- ur fram í henni neitt annað 1 en það sem áður hefur verið sagt, þ. e. að Oswald hafi /l myrt Kennedy án aðstoðar ’ annara, er líklegt að Frakkar J leggi heldur lítinn trúnað á 1 hana. Á Spáni efast menn J almennt um sannleiksgildi I kenningarinnar um að Oswald I hafi verið einn í ráðum og 1 oft látið liggja að því að spilling sé mikil innan banda- rísku lögreglunnar og ekki sízt í Dallas. í Austur-Evrópu í eru menn helzt á því, að | fréttaritara blaðsins í Pól- íl landi, að „afturhaldsöfl1 hafi l staðið að baki morðinu á l Kennedy og hefur hin opin- J bera kenning um að Oswald J hafi unhið verkið einn í engu I breytt skoðun manna al- I mennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.