Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADI& Miðvlkudagur 10. jún'i 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreiðslustjóri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti S. Aðalstræti 6. Sími 22430. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. niiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiimmiiiiuiiiimimiiiifmimiimimifiumimiuiiiMHimimimiiiMinuiiiuiiiMiiiimiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiimiuiiiiii'iiiiiiw LITIÐ TIL FRAM- TÍÐARINNAR ¥Tm langt skeið hafa íslend- ^ ingar verið svo önnum kafnir við lausn efnahags- legra vandamála, vinnudeilna og annars óróa í þjóðfélaginu að lítill tími hefur gefizt til að líta til framtíðarinnar og undirbúa þjóðina undir þær byltingarkenndu breytingar sem framundan eru á síðari helmingi tuttugustu aldar- innar. Nú er hins vegar svo kom- ið vegna heilbrigðrar efna- hagsstefnu og hins ánægju- lega samkomulags um kjara málin, að nokkurt tóm gefst til frá hinum daglegu vanda- málum að takast á við við- fangsefni framtíðarinnar. Það sem af er þessari öld hafa breytingarnar á lífskjör um fólksins orðið gífurlegar, ekki sízt hér á íslandi, þar sem uppbygging atvinnuvega landsmanna hefur markazt af stórhug og dirfsku. Þessari öru uppbyggingu hafa að sjálfsögðu fylgt margvíslegir erfiðleikar, svo sem eðlilegt ar um þjóðfélag, sem verður að stökkva inn í hinn nýja tíma á óvenjulega stuttum tíma. ■ ) Þær breytingar, sem orðið hafa eru þó smávægilegar á móts við það, sem framundan er. Hinar öru framfarir, sem eru að verða í skjóli tækni- þróunar og vísindastarfsemi opna þjóðum heimsins nýja og áður óþekkta möguleika til betri lífskjara og aukinn- ar lífshamingju. En þær leggja einnig þjóðum heims og þá sérstaklega hinum smáu eins og okkur íslendingum þá byrði á herðar að fylgjast vel með því, sem gerist í þessum efnum úti í hinum stóra heimi, jafnframt því sem við verðum að vera fljótir að til- einka okkur það sem okkur hentar. Annars hljótum við að dragast aftur úr öðrum þjóðum. Menn verða að skilja, að nýir tímar krefjast nýrra að- ferða, nýrra vinnubragða, nýs hugsunarháttar. Það má aldrei túlka sem óvináttu við einstakar at- vinnugreinar, þótt á það sé bent, að hjá þeim megi ýmis- legt betur fara. Tækniöldin krefst atvinnufyrirtækja, sem eru mun stærri í sniðum en þau sem við höfum átt að venjast. Þeir einstaklingar eru ekki margir hér á landi, sem hafa bolmagn til þess hver í sínu lagi að reisa hin miklu atvinnufyrirtæki, sem I Bílstjórinn skaut sendi | herrann í bræði vegna uppsagnar, að eigin sögn = MINNSTU munaði, að sendi- aftur. Aðspurður kvaðst bil- nú er þörf. Þá verða menn að skilja nauðsyn þess að sam- eina krafta sína til stórátaka. Þetta er staðreynd, sem unn- endur einkaframtaks á ís- landi verða að gera sér ljósa. Þeir tímar kunna að vera liðnir þegar einstaklingar gátu hver í sínu lagi byggt upp stór atvinnufyrirtæki. Þeir tímar eru ekki aðeins liðnir hér heldur einnig er- lendis. íslendingar verða nú að taka höndum saman um að búa þjóðina undir hinar miklu framfarir og öru breyt- ingar, sem næstu áratugir bera í skauti sér, með því að taka með opnum huga á móti þeim nýjungum, sem tækni og vísindi hafa upp á að bjóða og aðhæfa það íslenzk- um aðstæðum sem okkur hentar. Og einkaframtaks- menn á íslandi verða að skilja kröfur hins nýja tíma og sam- eina krafta sína til uppbygg- ingar nýrra og mikillaatvinnu fyrirtækja, sem munu auka öryggi í afkomu þjóðarinnar og skapa henni aukna vel- sæld á komandi áratugum. HÆTTUÁSTAND íSUÐAUSTUR- ASÍU CJtöðugt berast uggvænlegar ^ fregnir frá Suðaustur- Asíu. Kommúnistar auka nú mjög skæruhernað sinn í Suður-Vietnam og ástandið í Laos verður ískyggilegra með hverjum deginum sem líður. Þessi heimshluti hefur allt frá styrjaldarlokum verið hrjáður af hernaðarátökum, ýmist innbyrðis eða við Frakka, hina gömlu stjórn- endur Indó-Kína. í Suður-Vietnam virðist hagur stjórnarinnar í Saigon ekki hafa batnað til muna eftir fráfall Diems, en þó virð ist ríkisstjórn Kahns, hers- hÖfðingja, nú njóta meiri stuðnings bændanna í land- inu en áður. En talið er, að sá stuðningur geti haft veru- leg áhrif á úrslit þeirra átaka, sem fram fara í landinu. Ýmsar hugmyndir hafa komið fram um lausn deil- unnar í Suður-Vietnam og hefur í þeim efnum mesta athygli vakið tillaga de Gaulle Frakklandsforseta um hlut- leysi ríkjanna í þessum heimshluta. Það hefur að vísu aldrei komið skýrt fram hvernig Frakklandsforseti hugsar sér þessa tillögu í herra Eþíópíu á Norðurlönd- um, Abate Egede, biði bana af skotsárum, er bílstjóri hans veitti honum á. heimili hans, eftir hörkurifrildi þeirra. Gerðist það í vinnuherbergi sendiherrans í húsinu númer 10 við Banergatan I Stokk- hólmi, í viðurvist sendiherra- frúarinnar, sænskrar skrif- stofustúlku og annars sendi- ráðsritara, Estephanos Mulu- geta. Bílstjórinn, Krupsky, að nafni er sænskur ríkisborg- ari en fæddur í Póllandi. Hann hefur starfað hjá sendi- ráði Eþíópíu í 13 ár og sæmdi Haile Selassie, keisari hann heiðursmerki fyrir vel unnin störf, er hann heimsótti Sví- þjóð árið 1954. Nánari atvik munu hafa ver ig þau, að bílstjóranum og sendiherranum sinnaðist al- varlega — og fór svo að sendi- herrann kastaði blómavasa 1 höfuð bílstjórans. Faufc svo í hinn síðarnefnda, að hann dró upp skammbyssu sína og hleypti af fimm skotum. Þrjú hæfðu sendiherrann i kviðarhol og brjóst. Sendiherrann var þegar fluttur í sjúkrahús og bílstjór inn færður til yfirheyrslu, en hann hafði beðið lögreglunnar hinn rólegasti. Bílstjórinn hefur borið að ástæðán til rifrildis hans og sendiherrans hafi verið sú, að honum var sagt upp starfi. Staðhæfir hann, að sendi- herrann hafi kastað blóma- vasa i höfuð hans og þá hafi honum þótt nóg komið og gripið til skambysíljnnar. Ekki hafi hann í fyrstu hæft, svo sem honum lífcaði en komið hafi til slagsmála, áð- ur en honum tækist að skjóta stjórinn jafnan bera á ser byssu. Sendiherrafrúin bar, að hún hefði sjálf kastað blómavas- anum í höfuð bílstjórans eftir . að hann tók upp byssuna. Orðrómur hefur risið um, að afibrýðissemi hafi átt ein- hvern þátt í þessum afdrifa- rífcu átökum, en yfirmaður morðmáladeildar lögreglunn- ar í Stokkhólmi, G. W. Lars- son, telur fráleitt ag svo sé. Sem fyrr segir er bílstjór- inn sænskur rífcisborgari, 61 árs að aldri, fæddur í Pól- landi. Hann hefur starfað við sendiráð Eþíópíu í mörg ár og þegar Haile Selassie, keis- ari heimsótti Svíþjóð sæmdi hann bílstjóra þennan orðu og gullmerki sem viðurkenn- ingu fyrir dygga þjónustu. Agede sendiherra hefur dvalizt í Stokkhólmi ásamt • eiginkonu og þrem börnum frá því í apríl 1962. Hann er sendiherra hjá Skandinavíu- rífcjunum öllum með aðsetri í Stokkhólmi. Áður var hann sendiráðsstarfsmaður í Wash- ington og meðlimur sendi nefindar lands síns hjá Sam- einuðu þjóðunum. ÞETTA er ekki í fyrsta sinn sem sendiherra Bþíópíu 1 Stokkhólmi sér blöðum fyrir meiri háttar fréttum, því að haustið 1960 vakti þáverandi sendiherra mikla athygli í sambandi við byltingartil- raunina, sem gerð var í Eþíóptu, að keisaranum fjar- verandi. í fyrstu leit út fyrir að byltingin hefði tekizt og lýsti sendiherrann í Stokk- hólmi því þá yfir, að hann hefði rofið trúnað við keisar- ann og fagnaði byltingunni. Veirur og krabbamein Aðalumræðuefni ársfundar Sambands krabbameins- féiaganna á Mordurlöndum Abate Egede. Nokkrum dögum síðar var 3 byltingin bæld niður og sendi = herranum vísað frá. Síðan héf = ur hann og fjölskylda. hans = verið búsett í Svíþjód sem 3 pólitískir flóttamenn. 3 ......................IIIIIIIIIIH.Illllllll.IMIIIIIIIIII.IIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIII.IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIHIIIIIIIIIIIIIU.III.HIHIIUMÍ framkvæmd, en þó virðist margt benda til þess að henni sé eingöngu ætlað að ná til Suður-Vietnam. Það ástand, sem þessa dag- ana ríkir í Laos gefur vissu- lega ekki mikla ástæðu til bjartsýni um, að hlutleysi Suður-Vietnam mundi verða til annars en að tryggja yfir- ráð kommúnista yfir landinu, en þeir eru berir að því að svíkja alla þá samninga, sem þeir hafa gert um hlutleysi Laos. Það er nauðsynlegt að menn geri sér ljósar afleið- ingar þess, ef staða hins frjálsa heims versnar til muna í Suðaustur-Asíu, en það mundi að öllum líkindum verða til þess að Peking- stjórnin yrði hið ráðandi afl í þessum heimshluta og lönd eins og Malaysía og Indó- nesía verða í bráðri hættu. Þess vegna ber brýna nauð- syn til að ekki sé hvikað frá þeirri línu sem dregin hefur verið og árásum kommúnista á Suður-Vietnam og Laos verði hrundið. Stokkhólmi, 8. júní (NTB) 1 DAG hófist í Saltsjöbaden fyr- ir utan Stokkhólm ársfundur Sambands krabbameinsfiélaga á Norðurlöndum, sem standa mun yfir í tvo daga. í fundinum taka þátt sjötíu krabameinssérfræð- ingar frá Norðurlöndum öllum og verður helzta umræðuefnið „Veirur og krabbamein“. Munu umræður byggjast fyrst og fremst á niðurstöðum rannsókna síðustu ára á veirum sem krabba meinsvaldi. Af Islands hálfu sitja þennan fund Bjarni Bjarnason, læknir, varaformaður Krabbameinsfé- lags íslands, Halldóra Thorodd- sen, ritari félagsins, og Margrét Guðnadóttir, læknir og sérfræð- ineur í veirurannsókuum. Stjdrnarmyndun í Finnlondi? ★ VONIR sianda til a« hægt verði að mynda nýja stjörn í Finn landi í dag eða á morgun. Þingi verður slitið annað kvöld og þaH kemur ekki sanian að nýju fyrr en i september, svo að allt kapp verður lagt á stjórnarmyndun fyrir þingslit. Tillögur hafa verið lagðar fyrir formenn stjórnmálaflokkanina mn myndun rikisstjórnar, undir for sæti Dr. Johannes Virolainena varaformanns bændaflokksins þar sem sjö ráðherrar verði úr bændaflokknum, þrir úr ihalds- flokknum, tveir úr sænska þjóð- flokknum og tveir úr hinun* finnska, auk eins ráðherra ataaa flokka.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.