Morgunblaðið - 20.08.1964, Síða 6

Morgunblaðið - 20.08.1964, Síða 6
6 M0RGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 20. ágúst 1964 Miklsr framkvæmdir bæði í jarðrækt og húsabyggingum Nýlegra hafa verið settar upp tvær nýjar höggmyndir til bæjarprýði á Akureyri. Reykjavíkurborg g-af Akur- eyrarbæ styttuna Systurnar eftir Ásmund Sveinsson og vinabær Akureyrar Á'asund, styttuna Litli fiski- maðurinn. Hefur hún verið sett upp á Ráðhústorgi, en Systurnar eru við Andapoll. (Ljósm. Sverrir) BÆ, HÖFÐASTRÖND. — Miklar framkvæmdir og stórhugur er nú í Skagafirði, bæði í jarðrækt og húsabyggingum, svo að líklegast hefur aldrei verið eins almennt um stórátök. Eins og sagt var frá í síðasta fréttaþætti er næstum á hverjum bæ í Austur-Skagafirði meiri og minni jarðræktarframkvæmdir. Nú hefur fréttamaður útvegað sér upplýsingar um þær bygging ar, sem sótt hefur verið um að fá að byggja og þær sem að mestu er lokið við. f Holtshreppi í Fljótum, hjá Jóni í Minnaholti, íbúðarhús; — hjá Ríkarði á Brúnastöðum, íbúð arhús; Benedikt i Minni-Brekku, íbúðarhús; Krstjáni J., Hnapps- stöðum, fjós fyrir 16 gripi, og hlaða; Sveini í Bjarnargili, vot- heyshlaða; Sveini Þórðarsyni, Berglandi, fjós fyrir 16 og hlaða í smíðum, endurbygging. íbúð á Hraunum; stækkun og endurbygg ing samkomuhúss á Ketilási. Haganeshreppur. Fjárrétt hjá Samvinnufélagi Fljótamánna; — Björgvin Márusson, Fyrirbarði, fjósbygging; í smíðum íbúðarhús á Haganesi. í smíðum íbúðarhús að Stóru-Reykjum. Steinsteypt skilarétt í Flókadal. Fellshreppur. íbúðarhús að Tjörnum, Kjartan Hallgrímsson; sótt um hlöðu og fjárhúsbygg- ingu á Skálá. Hofshreppur. — Ólafur Þ., Vatni, stækkun fjóss um 15 bása og hlöðu 4.560 rúmm.; Páll Hj., Kambi, endurbætur á íbúðarhúsi; Axel Þ., Litlubrekku, íbúðarhús; Þorgils Þ., Stafshóli, stækkun íbúðarhúss; Þorvaldur G., Krossi, 20 kúa fjós. Sótt um áframhald byggingar félagsheimilis á Hofs- ósi. Þorleifur Jónsson, Þöngla- skála, íbúð. Viðvíkurhreppur. Feðgar á Bakka, íbúð og flest útihús. Akrahreppur. — Hannes St., Þverá, 30 kúa fjós; Geir Axels- son, Brekkukoti, íbúðarhús; Stefán Hrólfsson, Keldulandi, fjárhús; Gunnar Oddsson, Flata- tungu, fjárhús; Jóhann, Silfra- stöðum, fjárhús; Sigurður J, Úlfsstöðum, stækkun og endur- bætur á íbúðarhúsi. Sótt um haughús og mjólkurhús. Rípurhreppur. Bjarni Gíslason, Holti, 12 kúa fjós, haughús, mjólkurhús, hesthús, verkfæra- geymsla; Leifur Þórarinsson, Keldudal, vothtysgryfja og kart- öflugeymsla. í Vestursýslunni veit ég að miklar framkvæmdir eru einnig bæði í jarðrækt og byggingum. London, 18. ágúst. NTB. í haust munu hefjast við- ræður fulltrúa ríkisstjórna Bretlands og Sovétríkjanna um fjárkröfur hinna fyrr- nefndu að því er brezka utan- ríkisráðuneytið upplýsir. Ekki er af þess hálfu nánar getið hverjar kröfur sé hér um að ræða, en haft er eftir áreiðan legum heimildum, að viðræð urnar verði um kröfur Breta vegna brezkra egna, er Sovét stjórnin lagði hald á í Austur- Evrópu í lok heimsstyrjaldar- innar síðari og skömmu eftir hana. UUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItmilllllllinillllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllll Vöxtur bandarísks ef na hagslífs aldrei meiri — en á 4 síðustu árum Washirigton, 18. ágúst. — EINN helzti ráðgjafi Lyndon B. Johnsons forseta, um efnahags- mál, Walter Heller að nafni, hef ur birt yfirlit yfir efnahagsstöðu Bandarikjanna. Þar segir meðal annars, að vöxtur, sem orðið hafi í efnahagslífi Bandaríkjanna frá því John F. Kennedy tók við völdum fyrir fjórum árum, eigi sér ekki neina hliðstæðu í sögu þeirra. í yfirlitinu segir, að næstliðna 42 mánuði hafi vöxtur og við- gangur band-ar^ks efnahagslífs verið óslitinn og nemi fram- leiðsluaukningin á tímabilinu 150 milljörðum dala, sem sé meira en á átta ára valdatímabili Eisen howers. Megi og vænta fram- halds þessarar þróunar. Þá segir, að umrætt kjörtíma- bil forsetanna Kennedys og Johnsons sé hið fyrsta í 100 ár, þar sem ekki komi til einhvers konar afturkippur-í efnahagsþró uninni. Atvinnuleysi hafi minnk að verulega og sé nú undir 5% aftur eins og var í ársbyrjun 1960. Þá hefur framleiðsla iðnað arins aukizt um 28% á tímabil- inu. Ræða S-Týról Vínarborg, 18. ágúst NTB. • UTANRÍKISRÁÐHERRA Austurríkis og Ítalíu, Bruno Kreisky, og Guisseppe Saragat hafa ákveðið að hittast að máli í Genf 7. — og 8. september n.k. og ræða deilur ríkjanna um Suður- Týról. Norðurlöndin 1 standa saman Þótt orðið LANDKYNNING sé farið að fara í taugarnar á mörgum nú orðið er ekki hægt að neita því, að hér er um mjög mikilvægt mál að ræða. Mér dettur þetta í hug vegna þess að fyrir nokkru sá ég á prenti, að Norðurlöndin fjögur (Dan- mörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland) hefðu ákveðið að standa sameiginlega að Norður- landasýningarskála á heims- sýningunni í Montreal árið 1967, eða að þremur árum liðn- um. Þetta verður „opinber" heims sýning, þ.e.a.s. — til hennar er efnt sameiginlega af öllum lönd um, sem áhuga hafa á málinu. Heimssýningin í New York er hins vegar ekki „opinber“ í þeim skilningi, því þetta er einkafyrirtæki Bandaríkja- manna. Þeir hafa hins vegar boðið fjölmörgum ríkjum þátt- töku, eins og kunnugt er. íslendingar geta verið með Ástæðan til þess að ég minn- ist á þetta er sú, að íslending- um mun standa til boða að vera með í sýningarskála Norð- urlandanna. Svo segir í því blaði, sem ég las. íslendingar gætu sennilega ekki komizt inn á neina heims- sýningu á ódýrari hátt en að vera einmitt undir sama þaki og hin Norðurlöndin og það væri ekki nema sjálfsagt og eðlilegt að við yrðum með. Norðurlönd- in fjögur hafa þegar látið taka frá fimm þúsund fermetra svæði fyrir sig á bezta stað á sýningarsvæðinu og er undir- búningur þegar hafinn. Mark- mið þessara landa verður fyrst og fremst að kynna lönd sín sem háþróað menningarþjóðfé- lög óg framleiðendur margs konar varnings til útflutnings. Þarna ræður auðvitað sölusjón- armið, eins og á öllum öðrum alþjóðasýningum. íslenzkt fyrirbrigði Vafalaust hefðu margir ís- lenzkir aðilar áhuga á að vera . með, en e.t.v. gengur illa að ná samstöðu í málinu, eins og fyrri daginn. Alíslenzkt fyrirbrigði væri það að taka við sér mánuði áður en sýningin yrði opnuð, eða a.m.k. að hefja ekki undir- búninginn fyrr en í óefni væri komið. — En það væri furðu- legt, ef þetta tækifæri yrði látið ónotað. Ágætur hagnaður Mér skilst, að eitt aðaláhyggju efni knattspyrnuunnenda bæj- arins sé gróðinn, sem KR fékk af leiknum við Liverpool. Hér er auðvitað átt við þá, sem ekki fylgja KR í blíðu og stríðu — og verða að láta sér nægja að heimsækja Vestmannaeyjar eða ísafjörð í stað Liverpool. Ég hefði talið ástæðulaust fyrir íþróttafólkið að hafa á- hyggjur af þessu, því mín reynsla er sú, að ríki og bær hafi alltaf lag á að krækja í það, sem máli skiptir. Ég fór því að athuga málið og fróður maður tjáði mér, að af heildar- tekjum leiksins greiði félagið 29% í gjöld — þar af 20% til vallarins. Mér þótti þetta furðu- lítil skattlagning miðað við margt annað og skildi þá betur hina áhyggjufullu, því hinn fróði maður sagði mér, að brúttótekjurnar hefðu senni- lega orðið sex til sjö hundruð þúsund krónur. Og svo er víst ágætt að verzla í Liverpool. Bréf úr Kópavogi Loks er hér bréf frá „Einni 1 Kópavogi": „Kæri Velvakandi! Þú talaðir fyrir nokkru um nýju hverfin í Reykjavík og malbikunina, hve vel þetta gengi allt nú orðið. Mikið öfunda ég ykkur. Þið ætt- uð að búa í Kópavogi. Þar eru ekki einu sinni holræsi í sjó fram hvað þá malbikaðar götur. Nei, mest hálfgerðir troðningar, sem yfirleitt eru þannig, að bíl- ar liðast í sundur með óeðlileg- um hraða. Og skófatnaðurinn er fljótur að fara á þessari grófu möl. Ég hef jafnvel eyðilagt nýja skó á spölnum út að næstu strætisvagnastöð. — Ég hef ferðazt víða um land.en man ekki eftir að hafa komið á stað, sem lengra er á eftir tímanum en blessaður Kópavogurinn. Verst er, að ekkert virðist ætla að rofa til í þessum málum hér hjá okkur, því þeir rjúka úr einu í annað, allt er hálfkarrað og óskaplega lítið aðlaðandi“. BOSCH KÆLISKÁPAR frá 4 Vz—8% cub.fet. Ennfremur FRYSTIKISTUR Söluumboð HÚSPRÝÐI h.f. Sími 20440 og 20441 /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.